Fleiri fréttir

Tannhvítun ekki hættulaus

Í mörgum tegundum búnaðar til tannhvítunar hefur fundist ólöglega mikið magn vetnisperoxíðs, sem leysir upp liti. Efnið er aðallega notað í hárliti og sótthreinsiefni. Í mælingu á vegum TSI-eftirlitsins var magn vetnisperoxíðs yfir settum mörkum í 18 af 20 vörum. Í einu tilfelli reyndist vera notaður 230 sinnum löglegur skammtur.

Danir greiða mest í skatt

Launþegar í Danmörku borga mestan skatt miðað við önnur Evrópusambandslönd, eða 59 prósent. Þetta kemur fram í samantekt frá Evrópsku hagstofunni sem greint er frá í Jyllands-Posten í dag.

Uppbyggingu lengstu brúar í heimi lokið

Uppbyggingu lengstu brúar í heimi var formlega lokið í dag. Brúin, sem er í Kína, er 36 kílómetra löng verður þó ekki tekin í notkun fyrr en á næsta ári. Brúin mun verða sexbreið og heildarkostnaður við hana verður í kringum 97 milljarða króna.

Hjúkrunarfræðingar í Póllandi í hungurverfall

Hjúkrunarfræðingar í Póllandi hafa gripið til þess ráðs að fara í hungurverkfall til að krefjast hærri launa. Hungurverkfallið hófst í dag og kemur í kjölfar mótmælagangna og vinnustopps. Hundruðir sjúkrahúsa hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa.

Dani sýknaður af ákæru um manndrápstilraun

Hinn 27 ára gamli Jonatan Falk var í dag sýknaður af manndrápstilraun fyrir að hafa ýtt Haraldi Sigurðssyni (26) fyrir lest á Nørreport lestarstöðinni Kaupmannahöfn. Atvikið átti sér stað í ágúst á síðasta ári. Falk var þó fundinn sekur um að hafa komið Haraldi í mikla lífshættu. Refsing hans verður ákveðin síðar í dag.

Vilja að Blair leiði friðarviðræður

Embættismenn sem sérhæfa sig í málefnum Miðausturlanda íhuga nú að fá Tony Blair, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, til að leiða friðarviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs. Blair lætur af embættinu á morgun.

Þrír látnir eftir flóð í Bretlandi

Þrír eru látnir eftir hellirigningar og flóð á norðurhluta Englands og fjöldi fólks er slasað. Hjálparsveitir höfðu ekki undan að bjarga fólki af húsþökum, bílastæðum og verksmiðjuhúsnæðum. Hundruð manna hafa verið flutt af heimilum sínum og þúsundir eyddu nóttinni í björgunarskýlum.

Samkynhneigður koss ritskoðaður

Skólastjórn gagnfræðiskóla í New Jersey segist sjá eftir að hafa ritskoðað myndir sem áttu að birtast í árbók skólans. Skólinn lét afmá myndir af 18 ára karlkyns nemanda kyssa kærasta sinn úr bókinni. Stjórn skólans segist hafa beðið nemandann afsökunnar.

Sex ára drengur klæddur í sjálfsmorðssprengjuvesti

Talibanar fengu Jamal Gul, sex ára afganskan dreng til að bera sjálfsmorðssprengju. Þeir settu hann í sprengjuvesti og sögðu honum að ef hann ýtti á takka myndi vestið sprauta blómum. "Þegar þeir settu vestið á mig vissi ég fyrst ekki hvað ég ætti að halda en svo fann ég fyrir sprengjunni," sagði Jamal við fréttamenn AP fréttastofunnar.

Sven-Göran til Manchester City

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hefur tekið við framkvæmdastjórastöðunni hjá Manchester City. Fréttastofan Sky News skýrði frá þessu fyrir stundu. Eriksson, sem er 59 ára Svíi, hefur verið atvinnulaus eftir Heimsmeistarakeppnina sem fór fram síðasta sumar. Manchester City er við að taka yfirtökutilboði taílenska auðkýfingsins Thaksin Shinawatra.

Dæmdur til dauða í Kína

Kínverskur réttarstóll dæmdi í morgun mann frá Taívan, Chung Wan-yi til dauða. Maðurinn var dæmdur fyrir að stjórna eiturlyfjahring í Kína. Í gær var annar taívanskur maður líflátinn fyrir svipaðar sakir.

Fellibylur í Pakistan

Fellibylur reið yfir strendur Pakistan í morgun, aðeins einum degi eftir að flóð banaði yfir 200 manns í Karachi borg.Yfirvöld í Pakistan hafa flutt þúsundir manna á brott af lágum landsvæðum.

Bílaeltingaleikur í Hollandi

Ökumaður í Hollandi sem var undir áhrifum kókaíns brást illa við þegar lögregla reyndi að stöðva för hans. Í kjölfarið hófst mikill eltingaleikur sem fjöldi lögreglubíla og þyrla tóku þátt í.

Evrópusambandið ræðir við Tyrki

Evrópusambandið stækkaði í dag viðræðugrundvöll við Tyrkland þegar hafist var handa að ræða um hagtölur og fjármálastjórn í landinu. Enn var þó horft fram hjá tveimur mikilvægustu punktunum í aðildaviðræðunum, efnahags- og gjaldmiðilsmálum.

Sjö farast í kolanámu í Rússlandi

Að minnsta kosti sjö manns létu lífið í metansprengingu í kolanámu í Rússlandi í gær. Kolanáman er í eigu stálsmiðjunni Severstal í Vorkuta. Þriggja manna er enn saknað og er þeirra leitað.

Morðingi Önnu Lindh kærir illa meðferð

Mijailo Mijailovic, morðingi Önnu Lindh, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur kært lækni og hjúkrunarkonu í Kumla-fangelsinu í Svíþjóð fyrir að taka ekki mark á kvörtunum sínum. Hann fékk blóðtappa í lungun í byrjun ársins.

Skaut fangavörð til bana og lagði á flótta

Fangi í Utah ríki í Bandaríkjunum náði byssu af fangaverði sem var að gæta hans og skaut hann til bana í dag. Lögregla yfirbugaði manninnn nokkru síðar á veitingastað í nágrenninu eftir eltingaleik.

Gaddafi hvetur til stofnunar Bandaríkja Afríku

Forseti Líbíu, Muammar Gaddafi hefur heitið því að berjast fyrir því að sameina ríki Afríku undir einni ríkisstjórn. Í ræðu sem hann hélt í Gíneu í dag sagði hann að sjálfstæð ríki í álfunni ættu sér enga framtíð, eina lausnin fælist í sameinaðri Afríku.

Tveir látnir í vatnavöxtum á Bretlandi

Tveir eru látnir eftir mikil flóð í kjölfar helliregns sem gengið hafa yfir Bretlandseyjar í dag. Björgunarsveitarmenn fengu ekkert að gert þegar maður drukknaði en fótleggur hans festist í niðurfalli. Þá hefur verið staðfest að þrettán ára gamall drengur hafi drukknað þegar áin Sheaf í Sheffield flæddi yfir bakka sína.

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði gegn málfrelsi

Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi í dag gegn málfrelsi námsmanna þegar nemandi tapaði máli sínu fyrir réttinum. Nemandinn hafði veifað fána sem á stóð „Bong hits 4 Jesus“, sem útleggja mætti á þá leið: „Fáum okkur í haus fyrir Jesús“.

Sarkozy skorar á alþjóðasamfélagið

Forseti Frakklands skorar á alþjóðasamfélagið að sýna Súdönum hörku taki þeir ekki þátt í samvinnu um endalok átakanna í Darfur. Hann segir þögnina um stríðsglæpi í Darfur viðhalda átökum á svæðinu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir umheiminn hafa brugðist íbúum Darfurs.

Hrapaði um tvær hæðir við björgun slökkviliðs

Kínverskum manni var naumlega bjargað frá bruna á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi í Shanghaí á laugardag. Björgunarsveit og nágrannar fylgdust með þegar slökkviliðsmaður klifraði upp stiga og afhenti manninum öryggisbelti sem hann festi í handrið. Hann féll síðan um tvær hæðir en öryggislínan bjargaði honum frá því að hrapa til jarðar.

Fatahreinsun sýknuð af þriggja milljarða skaðabótum

Bandarískur dómari tapaði í dag máli sem hann höfðaði gegn eigendum þvottahúss í Washington vegna buxna sem týndust í hreinsun en komu síðar í leitirnar. Fatahreinsunin var sýknuð af rúmlega þriggja milljarða króna skaðabótakröfu. Ákæran var byggð á slagorði hreinsunarinnar sem sagðist tryggja ánægju viðskiptavina.

Stjórn Alþóðabankans samþykkir tilnefningu Zoellicks

Robert Zoellick hefur fengið blessun stjórnar Alþjóðabankans og mun hann því taka við af Paul Wolfowitz sem forseti bankans. Zoellick var tilnefndur af George Bush Bandaríkjaforseta og hann mun setjast á forsetastól 30. júní næstkomandi.

Dularfullur hryggur rannsakaður

Bandarískir vísindamenn leggja á næstu dögum af stað í 40 daga rannsóknarleiðangur norður á boginn að hinum leyndardómsfulla Gakkel-hrygg. Hryggurinn er staðsettur neðan sjávar milli Grænlands og Síberíu, þar sem Norður-Ameríku-, og Evrópuflekarnir skiljast að. Svæðið vakti athygli eftir að kunnugt varð um mikla uppsprettu heits vatns þar. Margir telja að á þessum afskektu slóðum sé auðugt og sérstakt lífríki að finna sem þróast hafi einangrað umhverfis hverina í aldanna rás.

Skógareldar í Kaliforníu

Miklir skógareldar í Kaliforníu hafa eyðilagt meira en 200 heimili og neytt um þúsund manns til að yfirgefa heimili sín. 460 slökkviliðsmenn eru að berjast við eldinn og búist er við sú tala muni tvöfaldast fyrir kvöldið.

Fyrsta búrfæðing djöflaskötunnar

Á sædýrasafni í Japan er fæðingu djöflaskötu ákaft fagnað en þetta er í fyrsta skipti sem þessi dýrategund fjölgar sér búri. Fæðingin gekk að óskum hjá hinni 4,2 metra löngu móður og litli djöflaskötuunginn byrjaði fljótlega að synda um búrið og leika sér.

Tekinn af lífi á morgun þrátt fyrir banvænan sjúkdóm

Jimmy Dale Bland, 49 ára karlmaður, verður líflátinn í Oklahoma á morgun með banvænni sprautu. Bland var dæmdur til dauða árið 1996 fyrir að skjóta Doyle Windle Rains í hnakkann. Lögfræðingur Bland hefur reynt að fá aftökunni aflýst vegna þess að Bland þjáist af krabbameini sem mun draga hann til dauða innan nokkurra mánuða.

Vesturlandabúar lögleg skotmörk

„Málaliðar munu halda áfram að ráðast á vesturlandabúa á götum Indónesíu til að verja íslamska trú,“ sagði hryðjuverkamaðurinn Abu Dujana við CNN. Hann segir að vesturlandabúar séu lögleg skotmörk.

Ákærður fyrir morð á barnshafandi kærustu sinni

Bandarískur lögreglumaður, Bobby Cutts, verður færður fyrir rétt í dag og formlega ákærður um að hafa myrt barnshafandi kærustu sína. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Kærastan, Jesse Davis, fannst látin á laugardag en ýmislegt þykir benda til að hún hafi verið myrt á heimili sínu, þar sem tveggja ára sonur hennar og Cutts fannst yfirgefinn 15. júní.

Dauða seli rekur á land í Danmörku

Fjöldi selkópa hefur rekið á land við Anholt eyju í Danmörku. 41 kópur hefur fundist á svæðinu. Ekki er vitað með vissu hvaða veira það er sem er að drepa selina. Skógar- og náttúrustofnun í Danmörku er að rannsaka málið.

Vilja að Bandaríkin framselji 13 leyniþjónustumenn

Saksóknarar í Þýskalandi hafa óskað eftir því við Bandaríkin að 13 leyniþjónustumenn C.I.A verði framseldir til Þýskalands. Saksóknarnir halda því fram að leyniþjónustumennirnir hafi átt þát í að ræna þýskum ríkisborgara árið 2003.

Al-Zawhari lýsir stuðningi við Hamas

Ayman al-Zawhari, einn leiðtoga Al Qaeda og hægri hönd Osama Bin-Laden, ávarpaði múslima um allan heim á upptöku sem gengur um á netinu. Al-Zawhari lýsti yfir stuðningi við Hamas og óskaði eftir því að múslimar um allan heim myndu styðja Hamas með vopnum, peningum og ásrásum á bandaríkjamenn og Ísrael.

Heilbrigðisyfirvöld í Kína setja reglur um líffæraígræðslu

Heilbrigðisyfirvöld í Peking hafa veitt 13 sjúkrahúsum leyfi til að stunda líffæraígræðslur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir ólögleg viðskipti líffæra. Reglugerð sem bannar viðskipti með líffæri í Kína tók gildi 1. maí síðastliðinn.

Flugvél hrapar í Kambódíu

Farþegaflugvél í Kambódíu hrapaði í dag. Að minnsta kosti 20 farþegar voru í fluvélinni og eru þeir taldnir látnir. 13 farþeganna voru frá S-Kóreu. Flugvélin, sem var að gerðinni AN-24, tilheyrði litlu flugfélagi sem heitir PMT Air.

Shalit segist þurfa læknisaðstoð

Gilad Shalit, hermaðurinn sem Hamas rændi fyrir ári síðan, sagði á hljóðupptöku sem að spiluð var í dag að hann þyrfti á læknihjálp að halda. Þá hvatti hann til þess að Ísraelar gæfu palestínskum föngum frelsi svo að hann kæmist undir læknishendur sem fyrst.

Charles Taylor mætti ekki fyrir stríðsglæpadómstól

Fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, mætti ekki fyrir stríðsglæpadómstól í Haag í dag. Hann segir ástæðuna vera að hann vantar fjármagn til að ráða hæft lögræðingateymi. Réttarhöldunum hefur verið seinkað þar til í næstu viku.

Blökkumönnum fækkar í bandaríska hernum

Fjöldi blökkumanna sem skráir sig í bandaríska herinn hefur minnkað um þriðjung síðan stríðin í Írak og Afghanistan hófust. Samkvæmt gögnum sem að fjármálablað í Bandaríkjunum hefur sankað að sér kemur í ljós að fækkunin á við um allar fjórar herþjónustur landsins. Fækkunin er jafnvel enn dramatískari ef að varaliðið og þjóðvarðliðið er talið með.

Hamas lofar hljóðupptöku af týnda hermanninum

Talsmaður vopnaðs arms Hamas sagði í morgun að samtökin myndu gefa frá sér hljóðupptöku með ísraelska hermanninum sem vígamenn tóku í gíslingu fyrir ári síðan. Lítið sem ekkert hefur frést af hermanninum, sem heitir Gilad Shalit, síðan honum var rænt.

Íranar í samkeppni við BBC og CNN

Íranar ætla sér að setja á fót fréttastöð til þess að keppast við BBC og CNN. Markmið hennar verður að hjálpa umheiminum að komast undan ægishjálmi vestrænna fjölmiðla. Stöðin mun heita PressTV og fer í loftið þann 2. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram á íranska fréttavefnum FARS.

Biskupakirkjan kýs gegn hjónabandi samkynhneigðra

Biskupakirkjan í Kanada hefur kosið gegn því að samkynhneigðir fái að gifta sig innan kirkjunnar. Hjónaband samkynhneigðra er þó löglegt í Kanada. Þeir sem voru á móti sögðu að kirkjan ætti ekki að aðhyllast samkynhneigð.

Lífstíðarfangelsi fyrir njósnir

Egypskur kjarneðlisfræðingur hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Maðurinn, Mohamed Sayed Saber Ali, var dæmdur fyrir að afhenda Ísraelum skjöl sem hann rændi úr egypskri kjarnorkustöð þar sem hann vann. Hann fékk rúmar milljón krónur fyrir vikið. Ali neitaði sakargiftum.

Johnston með sprengjubelti um sig miðjan

Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, segir að mannræningjarnir sem halda breska blaðamanninum Alan Johnston hafi gert nýtt myndband þar sem Johnston sést íklæddur belti sem er hlaðið sprengiefnum. Myndbandið hefur enn ekki verið gert opinbert.

Sjá næstu 50 fréttir