Fleiri fréttir

Einn látinn á Glastonbury tónlistarhátíðinni

Breskur karlmaður lést vegna ofneyslu eiturlyfja á Glastonbury tónlistarátíðinni í gær. Þrátt fyrir dauðsfallið segir lögregla minna um glæpi á hátíðinni í ár en í fyrra þrátt fyrir að gestum hafi fjölgað um 30 þúsund.

Dauðir svanir voru sýktir af H5N1

Tveir dauðir svanir í Þýskalandi reyndust vera sýktir af H5N1 abrigði fuglaflensunnar. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag. Rannsóknarniðurstöður hafa staðfest að um H5N1 er að ræða en fuglarnir fundust í Bæjaralandi.

Brown ætlar að leyfa mótmæli við þinghúsið

Gordon Brown, sem tekur við embætti forsætisráðherra Bretlands á miðvikudag, ætlar að leyfa mótmælaaðgerðir fyrir framan þinghúsið í London. Strangar reglur eru í gildi varðandi mótmælaðgerðir fyrir framan bygginguna en forsætisráðherran tilvonandi ætlar að fella þær úr gildi.

228 létust í ofsaveðri í Pakistan

Rúmlega 220 manns hafa látið lífið í höfuðborg Pakistans, Karachi í kjölfar ofsaveðurs í gær. Fjöldi manns lést úr raflosti þegar rafmagnslínur féllu, tré rifnuðu upp með rótum, veggur féll á hóp fólks og fjöldi lét lífið þegar þök á heimilum þeirra hrundu. Ofsarok og hellirigning var í borginni í gær og segja hjálparstarfsmenn á staðnum að mikil flóð hafi orsakað hrun húsa.

Brown tekur við Verkamannaflokknum af Blair

Gordon Brown tekur við leiðtogahlutverki Verkamannaflokksins í Bretlandi af Tony Blair í dag. Brown verður þó ekki forsætisráðherra fyrr en á miðvikudag. Leiðtogaskiptin fara fram á aukaflokksfundi í Manchester. Þá verður einnig tilkynnt niðurstaða í varaformannskjöri, en sex manns tóku þátt í því.

Heimsins ljótasti hundur

Tveggja ára kínverskur blendingur hlaut þann vafasama heiður í Kaliforníu í gær að vera kosinn heimsins ljótasti hundur. Eigandinn bjargaði honum frá svæfingu fyrir tveimur árum þegar ræktunaraðilinn hélt að enginn myndi vilja kaupa hann, af því hann væri svo ljótur.

Meðlimir trúarlögreglu dregnir fyrir rétt

Meðlimir í trúarlögreglu Sádí Arabíu verða dregnir fyrir rétt vegna dauða tveggja manna sem voru í vörslu þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem réttað er yfir trúarlögreglunni í landinu. Dauði mannanna tveggja fyrir nokkrum vikum hafa vakið hörð viðbrögð og mikið fjölmiðlafár fylgdi í kjölfarið.

Fjörutíu og fimm staðir mögulega á UNESCO listann

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna er nú á fundi á Nýja Sjálandi til að ákveða hvaða byggingar, eða svæði, eigi að bætast á söguminjalista Unesco. Um fjörutíu og fimm staðir keppa um að komast á listann.

Blair hitti Benedikt páfa

Tony Blair forsætisráðherra Breta hitti Benedikt páfa í Vatikaninu í dag. Fundurinn ýtir undir sögusagnir þess efnis að forsætisráðherrann fyrirhugi að gerast Kaþólikki.

Bandaríkjamenn íhuga að loka Guantanamo

Bandaríkjamenn vinna nú að byggingu fangelsis í Afghanistan í samvinnu við yfirvöld þar. Fangelsið mun taka við föngum frá Guantanamo en Bandaríkjamenn segja fangelsið ekki koma í stað fangabúðanna á Kúbu. Hvíta húsið hefur hug á að loka Guantanamo og flytja grunaða hryðjuverkamenn annað.

90 hafa látist í Afghanistan síðustu daga

Meira en 90 manns hafa látist í aðgerðum Nató og Bandaríkjamanna í Afghanistan síðustu tíu daga. Forseti landsins fordæmir árásirnar og hvetur til samráðs svo koma megi í veg fyrir að aðgerðirnar kosti almenna borgara lífið.Um 60 talibanskir hermenn létust auk um 30 almennra borgarara í stærstu aðgerðum gegn talíbönum í Pakistan síðustu sex mánuði.

Forseti Afghanistan fordæmir árásir Nató og Bandaríkjamanna

Meira en 90 óbreyttir borgarar hafa látist í Afghanistan í aðgerðum Nató og Bandaríkjamanna síðustu daga. Forseti landsins fordæmir aðferðir þeirra og segir þá stuðla að dauða almennings. Fleiri óbreyttir borgarar hafa látist í Afghanistan á þessu ári af völdum bandalagsins, en af völdum uppeisnarmanna.

Leiðtogar ESB ánægðir með stjórnarsáttmála

Leiðtogar Evrópusambandsins náðu samkomulagi undir morgun um stjórnarsáttmála fyrir aðildarlöndin 27. Málamiðlun var gerð um að fresta breytingu á kosningavægi landanna miðað við höfðatölu til ársins 2014. Breytingin mun draga töluvert úr vægi Pólverja og það voru þeir afar ósáttir við.

Vilja loka Guantanamo

Bandarísk stjórnvöld leita nú leiða til að loka Guantanamo-fangelsinu. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld í Washington að loka því en það þykir vera ljótur blettur á mannréttindamálum í Bandaríkjunum.

Pressa sett á Pólverja

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hótað því að sniðganga Pólland í viðræðum um nýjan ESB-sáttmála. Pólverjar hafa lýst andstöðu sinni við þau drög sem liggja að sáttmálanum en hann á að koma í staðinn fyrir stjórnarskrá sambandsins.

Fyrrverandi starfsfólk Eiffel turnsins sektað

Fimmtán fyrrverandi starfsmenn Eiffel turnsins í París hafa verið sektaðir eftir að hafa dregið að sér fé af miðasölu. Tólf konur og þrír karlar drógu að sér hundruð þúsundir evra á árunum 1996 til 2002 eftir að þeir komust að veikleika í tölvukerfi miðasölunnar. Þeim er gert að greiða allt frá 2,000 og upp í 10.000 evrur í sektir.

Atlantis lent í Kaliforníu

Geimferjan Atlantis er nú lent heilu á höldnu á Edwards Air Force Base í Kaleforníu. Hún lenti klukkan 15:49 að staðartíma. Hætt var við lendingu í Flórída í dag vegna slæmra veðurskilyrða. Geimferjan hefur verið á ferð um sporbaug jarðar síðan áttunda júní og var með nægar eldsneytisbirgðar fram á sunnudag.

50 dagar frá hvarfi Madeleine

Það eru fimmtíu dagar frá því Madeleine McCann var rænt úr íbúð í Praia da Luz í Portúgal. Í tilefni af því var grænum og gulum blöðrum sleppt í fimmtíu löndum til að vekja athygli á leitinni að stúlkunni. Og Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja.

Óheppilegur dauði 25 óbreyttra borgara í Afghanistan

„Dauði 25 óbreyttra borgara í Afghanistan var óheppilegur og bandalagið er að rannsaka málið," segir Jaap De Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO. Hann kennir Talíbönum um hvernig fór, þar sem þeir hafi notað fólkið sem mannlegan skjöld.

Reynt að lenda Atlantis

Geimferðastofnun Bandaríkjanna ætlar að reyna til þrautar að lenda geimferjunni Atlantis í dag, þrátt fyrir slæma veðurspá. Ferjan hefur verið í tvær vikur á sporbaug um jörðu en ferð hennar tafðist vegna bilana um borð í alþjóðlegu geimstöðinni.

Mannréttindasinni laminn af samföngum sínum í Kína

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja kínverskan mannréttindasinna ítrekað verið laminn af samföngum sínum að beiðni fangavarða. Chen Guangcheng er laminn fyrir að standa á réttindum sínum samkvæmt samtökunum.

Barnsfaðirinn grunaður um aðild að hvarfi Davis

Móðir hinnar ófrísku Jessie Davis, sem týnd hefur verið síðan 13 júní, telur að barnsfaðir Davis eigi sök á hvarfi hennar. Hún segir þó að hún vilji ekki fullyrða að barnsfaðirinn, Bobby Cutts, sé viðriðinn málið.

Vara við hryðjuverkaárásum í Þýskalandi

Þýsk yfirvöld vöruðu í dag við hættu á sjálfsmorðsárásum í landinu og sögðu einnig hættu á sams konar árásum í Bandaríkjunum og 11. sepetember 2001.

Túristum til Sri Lanka fækkar

Túristum sem ferðast til Sri Lanka hefur fækkað um 40% síðan í mái á síðasta ári. Fyrstu fimm mánuði þessa árs eru aðeins 23,4% búnir að ferðast til eyjunnar af þeim fjölda sem hafði ferðast til Sri Lanka fyrstu fimm mánuðina á síðasta ári. Hótel hafa ekki undan því að svara símtölum fólks sem eru að afpanta herbergi.

Fimmtíu dagar liðnir frá hvarfi Madeleine

Í dag eru fimmtíu dagar síðan Madeleine McCann var rænt úr sumarleyfisíbúð í Portúgal. Í tilefni af því var gulum blöðrum sleppt í fimmtíu löndum klukkan tíu í morgun.

Fuglaflensa í Tógó

Rannsóknarniðurstöður staðfesta að H5N1 afbrigði fuglaflensunnar hafi fundist á alifuglabúgarði í Tógó. Eftir að óeðlilega margir fuglar drápust á búgarðinum, voru send sýni á rannsóknarstofu sem staðfestu fuglaflensuna. H5N1 er hættulegasta afbrigði flensunnar.

Pólverjar segja lausn ekki í sjónmáli

Pólverjar sögðu í dag að enginn árangur hefði náðst á fundum Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem er í forsæti Evrópusambandsins um þessar mundir, og Lech Kaczynski, forseta Póllands. Póllandi hefur þegar verið boðin málamiðlun.

Skólastelpu í Bretlandi meinað að bera trúartákn

Skólastelpa í Bretlandi ætlar að áfrýja til hæstaréttar til að snúa við banni sem hún fékk fyrir að ganga með skírlífshring í skólanum. Lydia Playfoot, sem er 16 ára, segir að hringurinn sýni fram á að hún hafi tekið þá ákvörðun að bíða með kynlíf þar til hún giftir sig. Hún segir að hringurinn sé trúartákn og ætti því að fá undanþágu frá reglum skólans sem banna skartgripi.

Bush tekur á móti forseta Víetnam í sögulegri heimsókn

Forseti Bandaríkjanna, George Bush, tekur á móti forseta Víetnam í sögulegri heimsókn. Forseti Víetnam, Nguyen Minh Triet, er fyrsti leiðtogi landsins til að heimsækja Bandaríkin síðan Víetnamstríðinu lauk árið 1975. Heimsóknin er sögð vera stórt skref fyrir bæði lönd til að jafna sig á sáraukafullri fortíð.

Gates lofar bót á heilbrigðisþjónustu hersins

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lofaði í dag að hraða uppbyggingu í heilbrigðisþjónustu bandaríska hersins. Hann sagði: "Þetta er eitthvað sem við getum, verðum og viljum laga".

Flóðavörnum enn ábótavant í New Orleans

Þrátt fyrir auknar varnir er mikil hætta á að stór hluti New Orleans færi á kaf ef fellibylur mundi geysa á svæðinu. Þetta kemur fram í rannsókn sem verkfræðingar bandaríska hersins hafa gert.

Á fjórða þúsund hermanna hafa látist í Írak

Nú hafa ríflega 3500 bandarískir hermenn látist í Íraksstríðinu, þar af 68 í júnímánuði. Tólf bandarískir hermenn hafa látið lífið í árásum undanfarna tvo daga. Alvarlegasta árásin var í Norðaustur - Bagdad í dag þegar herbíll var sprengdur með þeim afleiðingum að fimm bandarískir hermenn létust, auk þriggja óbreyttra íraskra borgara og írasks túlks.

Eldsneyti úr ávöxtum

Bandarískir vísindamenn halda því fram að hægt sé vinna umhverfisvænt eldsneyti úr ávöxtum, nánar tiltekið úr ávaktasykri. Slíkt eldsneyti á að innihalda mun meiri orku en Etanól sem notað er í bensín.

Kona fær ekki bætur fyrir að vinna ekki lottó

Helene De Gier tapaði í dag máli þar sem hún vildi fá skaðabætur fyrir að vinna ekki stóran lottóvinning. Málinu er þannig háttað að nágrannar De Gier unnu tæplega 1,2 milljarð í lottói. Sjö nágrannar hennar í bænum Heusden í Hollandi unnu pottinn, en vinningshafarnir voru dregnir eftir póstnúmeri.

Frakkar lofa Abbas aðstoð

Utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner, segir að Frakkar muni aðstoða palestínsku ríkistjórnina með beinni fjárhagslegri aðstoð. Kouchner talaði við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í vikunni og upplýsti hann um áætlanir Frakka. Ekki er vitað hversu mikilli upphæð Frakkar ætla að verja í aðstoðina.

Konu hermanns ekki vísað úr landi

Yaderline Jimenez, eiginkonu Alex Jimenez sem saknað hefur verið í Írak síðan í maí, verður ekki vísað úr landi. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna staðfestir það. Alex, sem er bandarískur hermaður, hafði sótt um græna kortið fyrir konu sína eftir að þau giftust árið 2004. Yaderline kom ólöglega til landsins frá Dóminíska Lýðveldinu.

Sprengja finnst í bíl á Spáni

Lögreglan á Spáni fann 100 kg af sprengiefni í bíl í Ayamonte, um 200 kílómetrum vestur af Sevilla. Einnig fundust hvellhettur í bílnum. Ekki kemur fram hver kom sprengiefninu fyrir.

Páfi hefur áhyggjur af kristnum í Írak

Benedikt XVI hefur miklar áhyggjur af kristnum íbúum í Írak og í öðrum miðausturlöndum, vegna ofbeldis og ofsóknum sem þeir verða fyrir. Hann segir kristið fólk á þessu svæði þjást andlega og veraldlega.

Myndband sem líkir eftir árásunum 11. september

Í byrjun mánaðarins var myndband með tölvulíkingum af árásunum á Tvíburaturnana í New York sett á You Tube síðuna. Myndbandið sýnir hvernig Boeing 767 flugvélarnar skullu á byggingarnar, ruddu öllu eldvarnarefni frá stoðsúlum þeirra og leiddi til hruns þeirra.

H5N1 finnst í Tékklandi

H5N1 afbrigði fuglaflensunnar fannst í kalkún á bóndabæ í Tékklandi í dag. Hermenn, lögreglumenn og dýralæknar hafa afgirt bóndabæinn þar sem veiran fannst. Veiran fannst um 150 kílómetra frá höfuðborginni Prag.

Fingrafimur ræstitæknir í Glasgow

Píanóhæfileikar pólsks ræstitæknis við háskólann í Glasgow uppgötvuðust í gegnum vefmyndavél þegar yfirmenn hans sáu hann laumast í píanó skólans á vinnutíma.

Búist við erfiðum fundi í Brussel

Leiðtogar Evrópsambandsríkjanna koma saman til fundar í Brussel í dag til þess að reyna að ná samkomulagi um sáttmála um umbætur á samstarfinu. Þjóðverjar leggja til róttækar breytingar á samstarfinu en segja sáttmála sinn ekki nýja stjórnarskrá.

Mubarak boðar til viðræðna

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefur boðið fulltrúum Palestínu, Ísraels og Jórdaníu til viðræðna í næstu viku. Ríkisstjórnir landanna hafa þó ekki enn þekkst boðið. Ef fundurinn fer fram verður hann fyrsti fundur Mahmoud Abbas og Ehuds Olmert síðan Hamas komst til valda fyrir 18 mánuðum síðan.

Austurríkismenn sleppa grunuðum njósnara

Yfirvöld í Austurríki hafa leyst úr haldi fulltrúa rússnesku geimferðastofnunarinnar sem sakaður var um njósnir. Maðurinn, sem er rússneskur, var handtekinn í síðustu viku í eða við borgina Linz vegna gruns um njósnastarfsemi.

Sandur hættulegri en hákarlar?

Samkvæmt rannsókn feðganna Bradley og Barry Maron hafa fleiri látið lífið af völdum sands heldur en af völdum hákarla. Í rannsókninni kemur fram að 16 ungmenni létust í Bandaríkjunum eftir að drukkna í sandi á árunum 1990-2006. Á sama tíma létust 12 af völdum hákarlaárásar.

Sjá næstu 50 fréttir