Fleiri fréttir Dæmdir fyrir stríðsglæpi í Sierra Leone Dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur dæmt þrjá menn fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni á tímum borgarastyrjaldarinnar í Sierra Leone. Um 50 þúsund manns týndu lífi í stríðinu sem endaði árið 2002 eftir 11 ára óöld. 20.6.2007 19:10 Mótmæla afnámi verkfallsrétts Hundruð verkalýðssinna mótmæltu á götum Brussel í Belgíu í dag vegna þess að ekki er gert ráð fyrir verkfalls- og mótmælarétti í nýjum drögum að stjórnarskrá Evrópusambandsins. Fólkið kom frá fjölda Evrópulanda og mótmælti skammt frá byggingu Leiðtogaráðs sambandsins. 20.6.2007 19:07 Flóttamönnum fjölgar Í dag er alþjóðlegur dagur flóttamanna. Á síðasta ári voru flóttamenn tæpar tíu milljónir og er talið vist að þeim fari fjölgandi í náinni framtíð. Talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir ástandið mjög alvarlegt. 20.6.2007 18:57 Atlantis á leið heim Geimskutlan Atlantis er á heimleið eftir viðburðaríka tíu daga dvöl við Alþjóðageimstöðina. Tilgangur ferðarinnar var að halda áfram uppbyggingu á Alþjóðageimstöðinni. Meðal helstu verkefna var að koma nýjum sólarrafhlöðum í gagnið. Stefnt er að því að stöðin, sem er í 350 kílómetra fjarlægð frá Jörðu, verði tilbúin fyrir árslok 2010. 20.6.2007 18:19 Rannsóknum á óþekktum taugasjúkdómi miðar áfram Ungum Ný-Sjálenskum vísindamanni hefur tekist að rækta erfðabreytta kind sem er ónæm fyrir Huntingtonssjúkdómnum. Í útskriftarverkefni sínu komast hin 25 ára gamla Jessie Jacobsen að því hvernig hægt er að flytja erfðaefni sem veldur sjúkdómnum yfir í kind. 20.6.2007 16:50 Bush vill að Blair gerist erindreki George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur talað við Tony Blair um að Blair gerist erindreki í Mið-Austurlöndunum þegar hann lætur af embætti sem forsætisráðherra Bretlands þann 27. júní næstkomandi. Talsmaður forsetans segir að Bush og Conloeezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefðu borið erindið undir Blair í eigin persónu. 20.6.2007 16:31 Aftöku frestað í Íran Maður og kona í Íran hafa verið dæmd til þess að vera grýtt til dauða fyrir hjúskaparbrot, en dómsvaldið þar í landi hefur gefið út skipun um að bíða skuli með aftökuna. Ástæðan er gagnrýni vestrænna landa á þessari framkvæmd aflífana. 20.6.2007 15:55 Esa reynir þolgæði manna Evrópska geimferðastofnunin Esa undirbýr tilraun þar sem reynt verður á þolgæði fólks gagnvart hvort öðru. Vonast er til að niðurstöður tilraunarinnar komi að gagni þegar og ef lagt verður í mannaða ferð til Mars, en geimfara slíkrar ferðar bíður löng, tilbreytingarlaus og náin samvera. 20.6.2007 15:47 Útblástur eykst stöðugt frá Kína Þó svo að stjórn Kína hafi nýlega heitið því að taka virkan þátt í baráttunni gegn lofslagsbreytingum eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda frá landinu stöðugt. 20.6.2007 14:57 Breskur hermaður í fangelsi fyrir að stinga frænda sinn Breskur hermaður, Gareth Thomas, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að stinga frænda sinn í hjartað. Dómstóll í Exeter dæmdi hann sekan um manndráp en sýknaði hann af ákæru um morð. 20.6.2007 14:43 Foreldrar Alan Johnston standa fyrir stuðningsvökum Foreldrar blaðamannsins Alan Johnston standa fyrir stuðningsvöku fyrir son sinn í Skotlandi. Þau hafa sleppt 100 blöðrum í loftið - einni fyrir hvern dag sem Johnston hefur verið í haldi samtaka sem kalla sig „Her Íslams“ á Gaza svæðinu. 20.6.2007 13:58 Hauskúpa fornpöndu fundin Fyrsta hauskúpan af forfeðrum risapöndunnar fannst á dögunum í kalksteinshelli í Suður-Kína. Bandarísku og kínversku vísindamennirnir sem fundu kúpuna telja hana vera um tveggja milljón ára gamla. 20.6.2007 13:57 Skógarbirnir í útrýmingarhættu Skógarbirnir eru í mikilli útrýmingarhættu í Evrópsku Ölpunum. Aðeins er vitað af 38 skógarbjörnum á fjallasvæðunum samkvæmt skráningu umhverfissinna. Ekki er vitað um neinn skógarbjörn í Þýskalandi. 20.6.2007 13:23 Fjármálaráðherra Suður-Karólínufylkis ákærður fyrir fíkniefnamisferli Fjármálaráðherra Suður-Karólínufylkis, Thomas Ravenels, var ákærður í gær fyrir fíkniefnamisferli. Ravanel var einnig formaður hóps sem stendur að forsetaframboði Rudy Guiliani í Suður-Karólínufylki. 20.6.2007 13:14 Dómur mildaður yfir fyrrverandi ráðherra í Víetnam Áfrýjunardómstóll í Víetnam hefur mildað refsingu yfir fyrrverandi aðstoðarviðskiptaráðherra landsins, Mai Van Du. Van Du var upprunalega dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir að þiggja mútur. Áfrýjunardómstóllinn stytti þann dóm niður í 12 ár. 20.6.2007 13:05 Faðir Madeleine rændur Gerry McCann, faðir Madeleine McCann sem rænt var í Portúgal í maí, var rændur í London. Hann fór til London til að funda um áframhaldandi leit að dóttur sinni. Þegar hann var nýkominn var veskinu hans rænt, sem varð til þess að hann mætti of seint á fundina. 20.6.2007 12:38 Kornabarn finnst skammt frá heimili barnshafandi konu sem er saknað Nýfætt stúlkubarn fannst á tröppum við hús í aðeins 70 km fjarlægð frá heimili barnshafandi konu sem hefur verið saknað síðan síðastliðinn miðvikudag í Ohio. Læknar staðfesta að barnið hafi fæðst innan við 24 tímum áður en það fannst og hafði naflastrengurinn ekki verið fjarlægður. 20.6.2007 11:41 ESA leitar að sjálfboðaliðum í sýndargeimferð Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. 20.6.2007 11:35 Ákærðar fyrir manndráp Tveimur hjúkrunarfræðingum, á Minningarsjúkrahúsinu í New Orleans hefur verið boðið friðhelgi gegn því að vitna fyrir sérstökum kviðdómi. Konurnar voru taldar bera ábyrgð á láti fjögurra sjúklinga sem voru lagðir inn eftir fellibylinn Katrínu, 20.6.2007 11:34 Aftur dæmdur í lífstíðarfangelsi James Kopp, 52 ára bandaríkjamaður hefur verið dæmdur í annað lífstíðarangelsi. Kopp var upprunalega dæmdur fyrir að myrða fóstureyðingalæknirinn Barnett Sepian með skytturiffli árið 1998. Nú hefur alríkisdómstóll dæmt hann aftur í lífstíðarfangelsi, fyrir sama glæp en á öðrum forsendum. 20.6.2007 10:52 Stjórnvöld setja stéttarfélögum úrslitakost Yfirvöld í Suður-Afríku hafa sett opinberum starfsmönnum úrslitakost en þeir eru nú í verkfalli sem hefur enst í þrjár vikur. Stéttarfélög hafa til klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma til þess að taka tilboði stjórnvalda. Tilboðið hljómar upp á 7,5 prósent launahækkun og hækkun á húsnæðisbótum. 20.6.2007 10:39 Ísraelar taka á móti flóttamönnum frá Gasa Stjórnvöld í Ísrael hafa ákveðið að leyfa flóttamönnum frá Palestínu að koma til Ísraels af mannúðarástæðum. Hundruð manns hafa beðið í göngum við landamæri ísrael frá því í síðustu viku þegar Hamas tóku völd á Gasa. Um sex hundruð Gasabúar sem margir eru í alvarlegu ástandi hafast við í löngum rykugum göngum við suðurhluta landamæranna. 20.6.2007 10:14 Tölvuleikur um James Bulger bannaður Hætt hefur verið við útgáfu á leik, sem meðal annars gekk út á það að rannsaka ránið á James litla Bulger sem var rænt úr verslunarmiðstöð árið 1993. Bulger var tveggja ára þegar honum var rænt af tveimur tíu ára drengjum sem börðu hann svo til bana og skildu hann eftir á lestarteinum skammt frá. 20.6.2007 10:04 Fjármálastjóri Hvíta hússins segir af sér Rob Portman, fjármálastjóri Hvíta hússins, hefur sagt af sér og hefur Bush Bandaríkjaforseti skipað Jim Nussle, fyrrum þingmann Iowa, í hans stað. 19.6.2007 22:08 Bandaríkin og Ísrael lofa Abbas aðstoð George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hjálpa Mahmoud Abbas, ásamt Ísrael, í baráttunni gegn Hamas samtökunum sem nú stjórna Gaza svæðinu. „Við vonumst til að Abbas verði styrktur svo að hann geti leitt Palestínu í aðra átt," sagði Bush í byrjun fundar með forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert. 19.6.2007 16:20 Hæstiréttur í Kúveit breytir dauðadómi Hæstiréttur í Kúveit hefur breytt dauðadómi, yfir fjórum málaliðum sem tengdir eru Al Quaeda, í lífstíðardóm. Um leið voru staðfestir lífstíðardómar yfir tveimur öðrum mönnum sem tengdir eru Al Qaeda. 19.6.2007 15:28 Aðalstign Salman Rushdies vekur hörð mótmæli Mikil alda mótmæla hefur riðið yfir Pakistan í kjölfar þess að rithöfundurinn Salman Rushdie var sæmdur aðalsnafnbót. Ráðherra trúmála í ríkisstjórn Pakistans hefur sagt að ákvörðunin auki hættuna á sjálfsvígsárásum þar sem múslimar séu á þeirri skoðun að Rushdie hafi móðgað Íslam. 19.6.2007 14:33 Atlantis yfirgefur geimstöðina Bein útsendingu var frá brottför Atlantis af Alþjóðlegu geimstöðinni á Vísi.is í dag. Flugstjóri á Atlantis er Rick Sturckow. Áhöfnin fékk nýlega nýjan meðlim, Clayton Anderson, sem er flugvirki og leysir af Suni Williams. 19.6.2007 13:56 Fimm Danir flæktir í barnaklámshring Fimm Danir eru tengdir barnaklámshringnum sem breska lögreglan upprætti fyrir skömmu. Mennirnir eru ákærðir fyrir vörslu barnakláms og einn af þeim var nýlega dæmdur fyrir misnotkun á tveimur börnum, samkvæmt ríkislögreglunni í Danmörku. 19.6.2007 13:16 12% af heilbrigðiskostnaði fer í sykursýki Nýjar rannsóknir sýna að gífurlegur hluti af því sem eytt er í heilbrigðismál í Bandaríkjunum fer í meðferð fyrir sykursjúkt fólk. Rannsóknin er byggð á gagnagrunni yfir lyfjakostnað frá 2005 og var framkvæmd af tölfræðistofnun og sýnir að um 12% af öllum kostnaði til heilbrigðismála fer í aðhlynnun sykursjúkra. 19.6.2007 13:12 Níu slökkviliðsmenn létust í eldsvoða Níu slökkviliðsmenn létust í Sofa Superstore húsgagnaversluninni í Charleston, Suður-Karólínu, í Bandaríkjunum þegar bygging hrundi í eldsvoða. 19.6.2007 12:39 Fjórir létust í flóði í Texas Fjórir létust í Gainesville í Texas í gær þegar flæddi yfir bæinn. Tilkynnt hefur verið um nokkra sem eru týndir. Fjöldi fólks beið á þökum húsa sinna eftir hjálp. Þrjár þyrlur voru notaðar við björgunaraðgerðirnar. 19.6.2007 12:31 Börnum nauðgað í beinni útsendingu Lögreglan í Kanada, Ástralíu og Bandaríkjunum aðstoðaði lögregluna í Bretlandi við að uppræta umfangsmikill alþjóðlegan barnaklámhring. Hópurinn notaði netið til að dreifa barnaklámi en á síðunni mátti sjá börnum nauðgað í beinni útsendingu. 19.6.2007 12:10 Lögreglan frelsar fólk sem haldið var í bankaráni í Frakklandi Franska lögreglan hefur frelsað alla gíslana sem teknir voru í bankaráni í Frakklandi fyrr í morgun. Tveir ræningjar fóru inn í bankann klukkan átta í morgun að íslenskum tíma og héldu þar sex manns. Fljótlega létu þeir tvo gísla lausa en lögregla frelsaði síðar þá fjóra sem eftir voru. 19.6.2007 11:59 Á áttunda tug látnir eftir að bílsprengja sprakk í Írak Sjötíu og fimm eru látnir og hundrað og þrjátíu særðir eftir að bílsprengja sprakk nærri Sjía moskvu í miðborg Bagdad í írak í morgun. Aðeins eru um þrjár vikur frá því mannskæð bílsprengja felldi um tuttugu manns á sama svæði. 19.6.2007 11:32 Evrópuþingið hafnar þröngri skilgreiningu á vodka Evrópuþingið hefur hafnað tillögu frá þingmönnum landa í vodkabeltinu svokallaða, Póllandi, Finlandi, Eystrasaltsríkjunum, Svíþjóð og Danmörku, um að herða lagalega skilgreiningu á vodka. Löndin vildu að vodka yrði skilgreint sem drykkur sem væri búinn til úr korni eða kartöflum. Meirihluti þingmanna vildi hins vegar opnari skilgreiningu. 19.6.2007 11:25 Skammdræg eldflaug frá Norður Kóreu hafnaði í Japanshafi Norður Kóreumenn skutu í dag á loft skammdrægri eldflaug sem hafnaði í Japanshafi, að því er japanska fréttastofan NHK hefur eftir þarlendum yfirvöldum. Fréttirnar af eldflaugarskotinu þykja koma á viðkvæmum tíma, því vonir standa til að viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður Kóreu verði haldið áfram í júlí. 19.6.2007 11:22 Þrír vinir taka eigið líf á vikutímabili Bæjarbúar þorps í N-Írlandi eru í uppnámi eftir að þrír ungir vinir hafi framið sjálfsvíg á aðeins vikutímabili. Lee Walker, Wayne Browne og James Topley eru allir taldnir hafa hengt sig. Síðast var það Walker sem tók líf sitt á föstudaginn. Internetið er talið eiga þátt í atvikunum. 19.6.2007 11:13 Mikið mannfall í Afganistan Talið er að yfir 100 manns, bæði óbreyttir borgarar og hermenn hafi látist, og nokkrir særst í átökum milli afganskra NATO hersveita og Talíbana í suður Afganistan á þremur dögum. 19.6.2007 11:10 Íslensk flugfélög á flugsýningunni í París Íslenskir flugrekendur eiga fulltrúa sína á flugsýningunni í París sem hófst í gær og stendur út vikuna. Þar er um að ræða fulltrúa frá Icelandair Group, Avion Aircraft Trading og Air Atlanta Icelandic og eru þeir í hópi um 200 þúsund annarra fulltrúa kaupenda og seljenda. 19.6.2007 10:29 Fyrrverandi nasistaforingi fær ekki að vinna Ítalskur dómstóll hefur afturkallað vinnuleyfi fyrrverandi SS foringja nasista úr seinni heimstyrjöldinni. Hinn 93 ára gamli Erich Priebke, var dæmdur í ævilangt stofufangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um að eiga aðild að morðum á 335 drengjum og mönnum nálægt Róm í seinni heimstyrjöldinni. 19.6.2007 10:21 Foreldrar biðla til byssumanns Foreldrar hins 29 ára Christopher Wayne Hudson hafa biðlað til hans um að gefa sig fram friðsamlega á næstu lögreglustöð. Hudson, sem er meðlimur bifhjólasamtökunum Vítis Englar í Ástralíu, er eftirlýstur í heimalandinu fyrir að hafa drepið einn og sært tvo aðra í miðborg Melbourne í gær. 19.6.2007 09:56 Svartbjörn drap ellefu ára gamlan dreng Svartbjörn drap ellefu ára gamlan dreng sem var í útilegu með fjölskyldu sinni í American Fork Canyon, nokkrum kílómetrum fyrir utan Salt Lake City, aðfaranótt sunnudags. 18.6.2007 22:45 Mikið mannfall í Afganistan Að minnsta kosti hundrað manns þar á meðal óbreyttir borgarar, lögreglumenn og herskáir Talibanar hafa látið lífið í hörðum bardögum sem geisað hafa í suðurhluta Afganistan síðustu daga. Bardagarnir hafa aðalleg geisað í Uruzgan-héraðinu. 18.6.2007 22:27 Sprengjuleit við Hvíta húsið Fjölmiðlamiðstöð nálægt Hvíta húsinu var rýmd í dag. Það var gert eftir að sprengjuleitarhundur sýndi viðbrögð við bifreið sem verið var að nota í tengslum við heimsókn ísraelska forsætisráðherrans Ehud Olmert til landsins. 18.6.2007 21:03 Sjá næstu 50 fréttir
Dæmdir fyrir stríðsglæpi í Sierra Leone Dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur dæmt þrjá menn fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni á tímum borgarastyrjaldarinnar í Sierra Leone. Um 50 þúsund manns týndu lífi í stríðinu sem endaði árið 2002 eftir 11 ára óöld. 20.6.2007 19:10
Mótmæla afnámi verkfallsrétts Hundruð verkalýðssinna mótmæltu á götum Brussel í Belgíu í dag vegna þess að ekki er gert ráð fyrir verkfalls- og mótmælarétti í nýjum drögum að stjórnarskrá Evrópusambandsins. Fólkið kom frá fjölda Evrópulanda og mótmælti skammt frá byggingu Leiðtogaráðs sambandsins. 20.6.2007 19:07
Flóttamönnum fjölgar Í dag er alþjóðlegur dagur flóttamanna. Á síðasta ári voru flóttamenn tæpar tíu milljónir og er talið vist að þeim fari fjölgandi í náinni framtíð. Talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir ástandið mjög alvarlegt. 20.6.2007 18:57
Atlantis á leið heim Geimskutlan Atlantis er á heimleið eftir viðburðaríka tíu daga dvöl við Alþjóðageimstöðina. Tilgangur ferðarinnar var að halda áfram uppbyggingu á Alþjóðageimstöðinni. Meðal helstu verkefna var að koma nýjum sólarrafhlöðum í gagnið. Stefnt er að því að stöðin, sem er í 350 kílómetra fjarlægð frá Jörðu, verði tilbúin fyrir árslok 2010. 20.6.2007 18:19
Rannsóknum á óþekktum taugasjúkdómi miðar áfram Ungum Ný-Sjálenskum vísindamanni hefur tekist að rækta erfðabreytta kind sem er ónæm fyrir Huntingtonssjúkdómnum. Í útskriftarverkefni sínu komast hin 25 ára gamla Jessie Jacobsen að því hvernig hægt er að flytja erfðaefni sem veldur sjúkdómnum yfir í kind. 20.6.2007 16:50
Bush vill að Blair gerist erindreki George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur talað við Tony Blair um að Blair gerist erindreki í Mið-Austurlöndunum þegar hann lætur af embætti sem forsætisráðherra Bretlands þann 27. júní næstkomandi. Talsmaður forsetans segir að Bush og Conloeezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefðu borið erindið undir Blair í eigin persónu. 20.6.2007 16:31
Aftöku frestað í Íran Maður og kona í Íran hafa verið dæmd til þess að vera grýtt til dauða fyrir hjúskaparbrot, en dómsvaldið þar í landi hefur gefið út skipun um að bíða skuli með aftökuna. Ástæðan er gagnrýni vestrænna landa á þessari framkvæmd aflífana. 20.6.2007 15:55
Esa reynir þolgæði manna Evrópska geimferðastofnunin Esa undirbýr tilraun þar sem reynt verður á þolgæði fólks gagnvart hvort öðru. Vonast er til að niðurstöður tilraunarinnar komi að gagni þegar og ef lagt verður í mannaða ferð til Mars, en geimfara slíkrar ferðar bíður löng, tilbreytingarlaus og náin samvera. 20.6.2007 15:47
Útblástur eykst stöðugt frá Kína Þó svo að stjórn Kína hafi nýlega heitið því að taka virkan þátt í baráttunni gegn lofslagsbreytingum eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda frá landinu stöðugt. 20.6.2007 14:57
Breskur hermaður í fangelsi fyrir að stinga frænda sinn Breskur hermaður, Gareth Thomas, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að stinga frænda sinn í hjartað. Dómstóll í Exeter dæmdi hann sekan um manndráp en sýknaði hann af ákæru um morð. 20.6.2007 14:43
Foreldrar Alan Johnston standa fyrir stuðningsvökum Foreldrar blaðamannsins Alan Johnston standa fyrir stuðningsvöku fyrir son sinn í Skotlandi. Þau hafa sleppt 100 blöðrum í loftið - einni fyrir hvern dag sem Johnston hefur verið í haldi samtaka sem kalla sig „Her Íslams“ á Gaza svæðinu. 20.6.2007 13:58
Hauskúpa fornpöndu fundin Fyrsta hauskúpan af forfeðrum risapöndunnar fannst á dögunum í kalksteinshelli í Suður-Kína. Bandarísku og kínversku vísindamennirnir sem fundu kúpuna telja hana vera um tveggja milljón ára gamla. 20.6.2007 13:57
Skógarbirnir í útrýmingarhættu Skógarbirnir eru í mikilli útrýmingarhættu í Evrópsku Ölpunum. Aðeins er vitað af 38 skógarbjörnum á fjallasvæðunum samkvæmt skráningu umhverfissinna. Ekki er vitað um neinn skógarbjörn í Þýskalandi. 20.6.2007 13:23
Fjármálaráðherra Suður-Karólínufylkis ákærður fyrir fíkniefnamisferli Fjármálaráðherra Suður-Karólínufylkis, Thomas Ravenels, var ákærður í gær fyrir fíkniefnamisferli. Ravanel var einnig formaður hóps sem stendur að forsetaframboði Rudy Guiliani í Suður-Karólínufylki. 20.6.2007 13:14
Dómur mildaður yfir fyrrverandi ráðherra í Víetnam Áfrýjunardómstóll í Víetnam hefur mildað refsingu yfir fyrrverandi aðstoðarviðskiptaráðherra landsins, Mai Van Du. Van Du var upprunalega dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir að þiggja mútur. Áfrýjunardómstóllinn stytti þann dóm niður í 12 ár. 20.6.2007 13:05
Faðir Madeleine rændur Gerry McCann, faðir Madeleine McCann sem rænt var í Portúgal í maí, var rændur í London. Hann fór til London til að funda um áframhaldandi leit að dóttur sinni. Þegar hann var nýkominn var veskinu hans rænt, sem varð til þess að hann mætti of seint á fundina. 20.6.2007 12:38
Kornabarn finnst skammt frá heimili barnshafandi konu sem er saknað Nýfætt stúlkubarn fannst á tröppum við hús í aðeins 70 km fjarlægð frá heimili barnshafandi konu sem hefur verið saknað síðan síðastliðinn miðvikudag í Ohio. Læknar staðfesta að barnið hafi fæðst innan við 24 tímum áður en það fannst og hafði naflastrengurinn ekki verið fjarlægður. 20.6.2007 11:41
ESA leitar að sjálfboðaliðum í sýndargeimferð Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. 20.6.2007 11:35
Ákærðar fyrir manndráp Tveimur hjúkrunarfræðingum, á Minningarsjúkrahúsinu í New Orleans hefur verið boðið friðhelgi gegn því að vitna fyrir sérstökum kviðdómi. Konurnar voru taldar bera ábyrgð á láti fjögurra sjúklinga sem voru lagðir inn eftir fellibylinn Katrínu, 20.6.2007 11:34
Aftur dæmdur í lífstíðarfangelsi James Kopp, 52 ára bandaríkjamaður hefur verið dæmdur í annað lífstíðarangelsi. Kopp var upprunalega dæmdur fyrir að myrða fóstureyðingalæknirinn Barnett Sepian með skytturiffli árið 1998. Nú hefur alríkisdómstóll dæmt hann aftur í lífstíðarfangelsi, fyrir sama glæp en á öðrum forsendum. 20.6.2007 10:52
Stjórnvöld setja stéttarfélögum úrslitakost Yfirvöld í Suður-Afríku hafa sett opinberum starfsmönnum úrslitakost en þeir eru nú í verkfalli sem hefur enst í þrjár vikur. Stéttarfélög hafa til klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma til þess að taka tilboði stjórnvalda. Tilboðið hljómar upp á 7,5 prósent launahækkun og hækkun á húsnæðisbótum. 20.6.2007 10:39
Ísraelar taka á móti flóttamönnum frá Gasa Stjórnvöld í Ísrael hafa ákveðið að leyfa flóttamönnum frá Palestínu að koma til Ísraels af mannúðarástæðum. Hundruð manns hafa beðið í göngum við landamæri ísrael frá því í síðustu viku þegar Hamas tóku völd á Gasa. Um sex hundruð Gasabúar sem margir eru í alvarlegu ástandi hafast við í löngum rykugum göngum við suðurhluta landamæranna. 20.6.2007 10:14
Tölvuleikur um James Bulger bannaður Hætt hefur verið við útgáfu á leik, sem meðal annars gekk út á það að rannsaka ránið á James litla Bulger sem var rænt úr verslunarmiðstöð árið 1993. Bulger var tveggja ára þegar honum var rænt af tveimur tíu ára drengjum sem börðu hann svo til bana og skildu hann eftir á lestarteinum skammt frá. 20.6.2007 10:04
Fjármálastjóri Hvíta hússins segir af sér Rob Portman, fjármálastjóri Hvíta hússins, hefur sagt af sér og hefur Bush Bandaríkjaforseti skipað Jim Nussle, fyrrum þingmann Iowa, í hans stað. 19.6.2007 22:08
Bandaríkin og Ísrael lofa Abbas aðstoð George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hjálpa Mahmoud Abbas, ásamt Ísrael, í baráttunni gegn Hamas samtökunum sem nú stjórna Gaza svæðinu. „Við vonumst til að Abbas verði styrktur svo að hann geti leitt Palestínu í aðra átt," sagði Bush í byrjun fundar með forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert. 19.6.2007 16:20
Hæstiréttur í Kúveit breytir dauðadómi Hæstiréttur í Kúveit hefur breytt dauðadómi, yfir fjórum málaliðum sem tengdir eru Al Quaeda, í lífstíðardóm. Um leið voru staðfestir lífstíðardómar yfir tveimur öðrum mönnum sem tengdir eru Al Qaeda. 19.6.2007 15:28
Aðalstign Salman Rushdies vekur hörð mótmæli Mikil alda mótmæla hefur riðið yfir Pakistan í kjölfar þess að rithöfundurinn Salman Rushdie var sæmdur aðalsnafnbót. Ráðherra trúmála í ríkisstjórn Pakistans hefur sagt að ákvörðunin auki hættuna á sjálfsvígsárásum þar sem múslimar séu á þeirri skoðun að Rushdie hafi móðgað Íslam. 19.6.2007 14:33
Atlantis yfirgefur geimstöðina Bein útsendingu var frá brottför Atlantis af Alþjóðlegu geimstöðinni á Vísi.is í dag. Flugstjóri á Atlantis er Rick Sturckow. Áhöfnin fékk nýlega nýjan meðlim, Clayton Anderson, sem er flugvirki og leysir af Suni Williams. 19.6.2007 13:56
Fimm Danir flæktir í barnaklámshring Fimm Danir eru tengdir barnaklámshringnum sem breska lögreglan upprætti fyrir skömmu. Mennirnir eru ákærðir fyrir vörslu barnakláms og einn af þeim var nýlega dæmdur fyrir misnotkun á tveimur börnum, samkvæmt ríkislögreglunni í Danmörku. 19.6.2007 13:16
12% af heilbrigðiskostnaði fer í sykursýki Nýjar rannsóknir sýna að gífurlegur hluti af því sem eytt er í heilbrigðismál í Bandaríkjunum fer í meðferð fyrir sykursjúkt fólk. Rannsóknin er byggð á gagnagrunni yfir lyfjakostnað frá 2005 og var framkvæmd af tölfræðistofnun og sýnir að um 12% af öllum kostnaði til heilbrigðismála fer í aðhlynnun sykursjúkra. 19.6.2007 13:12
Níu slökkviliðsmenn létust í eldsvoða Níu slökkviliðsmenn létust í Sofa Superstore húsgagnaversluninni í Charleston, Suður-Karólínu, í Bandaríkjunum þegar bygging hrundi í eldsvoða. 19.6.2007 12:39
Fjórir létust í flóði í Texas Fjórir létust í Gainesville í Texas í gær þegar flæddi yfir bæinn. Tilkynnt hefur verið um nokkra sem eru týndir. Fjöldi fólks beið á þökum húsa sinna eftir hjálp. Þrjár þyrlur voru notaðar við björgunaraðgerðirnar. 19.6.2007 12:31
Börnum nauðgað í beinni útsendingu Lögreglan í Kanada, Ástralíu og Bandaríkjunum aðstoðaði lögregluna í Bretlandi við að uppræta umfangsmikill alþjóðlegan barnaklámhring. Hópurinn notaði netið til að dreifa barnaklámi en á síðunni mátti sjá börnum nauðgað í beinni útsendingu. 19.6.2007 12:10
Lögreglan frelsar fólk sem haldið var í bankaráni í Frakklandi Franska lögreglan hefur frelsað alla gíslana sem teknir voru í bankaráni í Frakklandi fyrr í morgun. Tveir ræningjar fóru inn í bankann klukkan átta í morgun að íslenskum tíma og héldu þar sex manns. Fljótlega létu þeir tvo gísla lausa en lögregla frelsaði síðar þá fjóra sem eftir voru. 19.6.2007 11:59
Á áttunda tug látnir eftir að bílsprengja sprakk í Írak Sjötíu og fimm eru látnir og hundrað og þrjátíu særðir eftir að bílsprengja sprakk nærri Sjía moskvu í miðborg Bagdad í írak í morgun. Aðeins eru um þrjár vikur frá því mannskæð bílsprengja felldi um tuttugu manns á sama svæði. 19.6.2007 11:32
Evrópuþingið hafnar þröngri skilgreiningu á vodka Evrópuþingið hefur hafnað tillögu frá þingmönnum landa í vodkabeltinu svokallaða, Póllandi, Finlandi, Eystrasaltsríkjunum, Svíþjóð og Danmörku, um að herða lagalega skilgreiningu á vodka. Löndin vildu að vodka yrði skilgreint sem drykkur sem væri búinn til úr korni eða kartöflum. Meirihluti þingmanna vildi hins vegar opnari skilgreiningu. 19.6.2007 11:25
Skammdræg eldflaug frá Norður Kóreu hafnaði í Japanshafi Norður Kóreumenn skutu í dag á loft skammdrægri eldflaug sem hafnaði í Japanshafi, að því er japanska fréttastofan NHK hefur eftir þarlendum yfirvöldum. Fréttirnar af eldflaugarskotinu þykja koma á viðkvæmum tíma, því vonir standa til að viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður Kóreu verði haldið áfram í júlí. 19.6.2007 11:22
Þrír vinir taka eigið líf á vikutímabili Bæjarbúar þorps í N-Írlandi eru í uppnámi eftir að þrír ungir vinir hafi framið sjálfsvíg á aðeins vikutímabili. Lee Walker, Wayne Browne og James Topley eru allir taldnir hafa hengt sig. Síðast var það Walker sem tók líf sitt á föstudaginn. Internetið er talið eiga þátt í atvikunum. 19.6.2007 11:13
Mikið mannfall í Afganistan Talið er að yfir 100 manns, bæði óbreyttir borgarar og hermenn hafi látist, og nokkrir særst í átökum milli afganskra NATO hersveita og Talíbana í suður Afganistan á þremur dögum. 19.6.2007 11:10
Íslensk flugfélög á flugsýningunni í París Íslenskir flugrekendur eiga fulltrúa sína á flugsýningunni í París sem hófst í gær og stendur út vikuna. Þar er um að ræða fulltrúa frá Icelandair Group, Avion Aircraft Trading og Air Atlanta Icelandic og eru þeir í hópi um 200 þúsund annarra fulltrúa kaupenda og seljenda. 19.6.2007 10:29
Fyrrverandi nasistaforingi fær ekki að vinna Ítalskur dómstóll hefur afturkallað vinnuleyfi fyrrverandi SS foringja nasista úr seinni heimstyrjöldinni. Hinn 93 ára gamli Erich Priebke, var dæmdur í ævilangt stofufangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um að eiga aðild að morðum á 335 drengjum og mönnum nálægt Róm í seinni heimstyrjöldinni. 19.6.2007 10:21
Foreldrar biðla til byssumanns Foreldrar hins 29 ára Christopher Wayne Hudson hafa biðlað til hans um að gefa sig fram friðsamlega á næstu lögreglustöð. Hudson, sem er meðlimur bifhjólasamtökunum Vítis Englar í Ástralíu, er eftirlýstur í heimalandinu fyrir að hafa drepið einn og sært tvo aðra í miðborg Melbourne í gær. 19.6.2007 09:56
Svartbjörn drap ellefu ára gamlan dreng Svartbjörn drap ellefu ára gamlan dreng sem var í útilegu með fjölskyldu sinni í American Fork Canyon, nokkrum kílómetrum fyrir utan Salt Lake City, aðfaranótt sunnudags. 18.6.2007 22:45
Mikið mannfall í Afganistan Að minnsta kosti hundrað manns þar á meðal óbreyttir borgarar, lögreglumenn og herskáir Talibanar hafa látið lífið í hörðum bardögum sem geisað hafa í suðurhluta Afganistan síðustu daga. Bardagarnir hafa aðalleg geisað í Uruzgan-héraðinu. 18.6.2007 22:27
Sprengjuleit við Hvíta húsið Fjölmiðlamiðstöð nálægt Hvíta húsinu var rýmd í dag. Það var gert eftir að sprengjuleitarhundur sýndi viðbrögð við bifreið sem verið var að nota í tengslum við heimsókn ísraelska forsætisráðherrans Ehud Olmert til landsins. 18.6.2007 21:03