Fleiri fréttir Heini fær sjónina aftur og hittir mömmu sína Hinn átta mánaða gamli blindi nashyrningur Heini hefur nú fengið hluta sjónar sinnar aftur. Fyrir tveimur vikum fór hann í augnaðgerð sem gekk vel. Mikil eftirvænting ríkti þegar hann hitti hjörð sína aftur eftir aðgerðina. Ef hún myndi hafna honum væri lífið svo gott sem búið fyrir Heini. 16.5.2007 15:12 Útlit fyrir að verkfalli flugmanna Sterling verði aflýst Verkfalli flugmanna danska lágfargjaldaflugfélagsins Sterling sem hefjast átti á morgun verður líklega aflýst eftir því sem forsvarsmenn Sterling segja. 16.5.2007 14:27 Nauðguðu, pyntuðu og myrtu heila fjölskyldu Íbúar í smábænum Kherlani á Indlandi urðu svo reiðir þegar lágstéttarfjölskylda keypti sér lóð í bænum að þeir réðust á heimili hennar. Þeir nauðguðu, misþyrmdu og myrtu alla sem þeir náðu í. Þetta gerðist í september á síðasta ári, en málið er fyrst nú komið fram í dagsljósið. Í Bhotmange fjölskyldunni voru hjón, 17 ára dóttir og tveir synir 21 og 23 ára. Yfir 100 mann réðust á heimilið. 16.5.2007 14:08 Serbar hafa tekið sig á Yfirvöld í Serbíu hafa hert leitina að Ratko Mladic, sem grunaður er um stórfellda stríðsglæpi á tímum Balkanstríðanna, og því eru góðar líkur á að undirbúningur að viðræðum um ESB-aðild landsins fari í gang á ný. Þetta sagði Olli Rehn, yfirmaður stækkunarmála Evrópusambandsins, eftir samtöl við serbneska ráðamenn í Belgrað í morgun. 16.5.2007 14:00 Skapadægur Wolfowitz nálgast Búist er við að framtíð Pauls Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans, ráðist á fundi stjórnar bankans síðar í dag. Wolfowitz hefur legið undir miklu ámæli fyrir að hygla ástkonu sinni sem vinnur við bankann og hefur þrýstingur á bankastjórnina farið sívaxandi um að segja honum upp störfum. 16.5.2007 13:30 Sarkozy orðinn forseti Nicolas Sarkozy sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í morgun. Í setningarræðu sinni kallaði hann eftir þjóðareiningu og boðaði breytingar á frönsku samfélagi. Búist er við að Sarkozy skipi ríkisstjórn sína í fyrsta lagi á morgun. 16.5.2007 13:09 Danir börðust í sex tíma fyrir lífi sínu 16.5.2007 11:35 Sarkozy kallaði eftir samstöðu Frakka Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, kallaði eftir samstöðu meðal frönsku þjóðarinnar í ávarpi sínu við embættistöku í Elysee-höll í morgun. Sarkozy, sem tekur við af Jacques Chirac, sagði jafnframt að breytinga væri þörf og að Frakkar þyrftu að taka meiri áhættu, en hann hefur lagt áherslu á að blása þurfi lífi í efnahagslíf landsins þar sem atvinnuleysi er átta prósent. 16.5.2007 10:59 MySpace eyðir vefsíðum kynferðisafbrotamanna Stjórnendur tengslavefsins MySpace sögðu í gær að þeir hefðu borið kennsl á og eytt vefsíðum þúsunda dæmdra kynferðisafbrotamanna. Þetta gera eigendur MySpace til þess að vernda yngri notendur. MySpace tilkynnti um þetta aðeins degi eftir að átta bandarískir saksóknarar kröfðust þess að tengslavefurinn léti af hendi upplýsingar um vefsíður kynferðisglæpamanna og eyddi þeim síðan. Samtals eru 175 milljón manns með vefsíðu á MySpace. 16.5.2007 10:35 Dýr myndi James allur Safnarar geta verið dálítið galnir. Til dæmis safnarinn sem borgaði rúmar fimm milljónir króna fyrir hnúðinn á gírstönginni af Aston Martin bílnum sem James Bond ók í Goldfinger. Myndin var frumsýnd árið 1964. Þessi gírhnúður var þeim eiginleikum gæddur að ef toppurinn á honum var opnaður var takki undir sem var notaður til þess að skjóta farþegasætinu upp úr bílnum. Alveg eins og í orrustuflugvél. 16.5.2007 10:34 Dýrasta hús Svíþjóðar til sölu Dýrasta hús Svíþjóðar er til sölu samkvæmt norrænum miðlum. Fram kemur að fyrir fjórum árum hafi það verið metið á um 100 milljónir danskra króna, jafnvirði um milljarðs íslenskra króna, en leynd hvílir yfir núverandi verði þess. 16.5.2007 10:32 Allir út að ýta - lestinni Á Indlandi er það þannig að lestarnar fá rafstraum á vissum köflum leiðarinnar. Það fleytir þeim yfir rafmagnslausu kaflana og að næsta aflgjafa. Í Bihar héraði á dögunum vildi svo til að einhver tók óvart í neyðarbremsu og lestin stoppaði rétt áður en hún komst að kafla með rafmagni. En það vill svo vel til að Indverjar eru margir og lestarnar alltaf yfirfullar. 16.5.2007 10:11 Mál Wolfowitz fyrir stjórn Alþjóðabankans Paul Wolfowitz bankastjóri Alþjóðabankans fundar nú með 24 manna stjórn bankans vegna ásakana gegn honum. Áður hafði stjórnin komist að niðurstöðu um að Wolfowitz hefði brotið reglur með því að stuðla að launahækkun ástkonu sinnar, sem vinnur hjá bankanum. Stjórnin hefur völd til að reka Wolfowitz, eða lýsa yfir vantrausti á hann. 15.5.2007 23:21 Yfir sextíu handteknir í Kristjaníu Átök lögreglu og mótmælenda í fríríkinu Kristjaníu héldu áfram í nótt og í morgun og þegar yfir lauk hafði lögregla handtekið á sjötta tug manna. Mótmælin hófust í gærmorgun þegar yfirvöld hófu niðurrif húss sem kallaðist Vindlakassinn. 15.5.2007 19:45 Spielberg þrýstir á Kína vegna Darfur Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Steven Spielberg hefur krafist þess að forseti Kína beiti sér fyrir því að endi verði bundinn á þjóðarmorðin í Darfur í Súdan. Í bréfi til Hu Jintao, forseta Kína, hvatti leikstjórinn Kína til að þrýsta á Afríkulandið að leyfa Sameinuðu þjóðunum að senda friðargæslusveitir til landsins. 15.5.2007 19:45 Sjónvarpspresturinn Jerry Falwell deyr Jerry Falwell einn fyrsti sjónvarpsprestur Bandaríkjamanna lést á sjúrkahúsi í Bandaríkjunum í dag. Hann fannst meðvitundarlaus á skrifstofu sinni í Virginíu í eftirmiðdaginn og var fluttur á sjúkrahús. Aðstoðarmenn Falwells greindu frá því að lífgunartilraunir á sjúkrahúsinu hefðu ekki borið árangur. 15.5.2007 19:38 Fékk 2.000 ára fangelsisdóm Dómstóll í Valencia á Spáni dæmdi í dag svæfingalækni í tvö þúsund ára fangelsi fyrir að hafa smitað hátt í þrjú hundruð manns af lifrarbólgu af C-stofni. Brotin áttu sér stað á árunum 1988-1997 en á þeim tíma var læknirinn háður morfíni. Áður en hann sprautaði sjúklinga sína með lyfinu hafði hann það fyrir sið að sprauta sjálfan sig með sömu nál og þar með flytja veiruna úr sér yfir í þá. 15.5.2007 19:30 Bretanum hefur verið sleppt Portúgalska lögreglan greindi frá því nú síðdegis að ekki væru nægar vísbendingar til að ákæra breskan mann vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn var handtekinn í gærkvöld en hann er búsettur nærri hótelinu í Praia De Luz á Algarve þaðan sem hin fjögurra ára gamla telpan var numin á brott. 15.5.2007 19:00 Watson segir öllum ráðum beitt Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. 15.5.2007 18:30 Skortir sönnunargögn til að handtaka meintan ræningja Madeleine Portúgalska lögreglan tilkynnti á blaðamannafundi fyrir skömmu að hún hefði ekki næg sönnunargögn til að handtaka Robert Murat meintan ræningja Madeleine McCann, fögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Lögreglan handtók Robert í gær en hann 41 árs gamall Breti búsettur í Portúgal. 15.5.2007 17:17 Villepin biðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, gekk í dag á fund Jacques Chiracs, fráfarandi forseta landsins, og baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína. 15.5.2007 16:28 Bandaríkin verja Wolfowitz Bandaríkjamenn hafa tekið upp hanskann fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Hann á mjög undir högg að sækja eftir að upp komst að hann hafði hyglað ástkonu sinni sem starfar hjá bankan um. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins viðurkenndi í dag að Wolfowitz hefði gert mistök, en þau væru ekki svo alvarleg að ástæða væri til þess að reka hann úr starfi. 15.5.2007 15:43 Danskur hermaður særðist í Afganistan Danskur hermaður særðist þegar hann og félagar hans óku yfir jarðsprengju á eftirlitsferð í Helmand-héraði í Afganistan í dag. Alls voru þrír í faratækinu sem ók yfir sprengjuna og voru þeir allir fluttir með þyrlu í á sjúkrahús í nálægri herstöð. 15.5.2007 15:02 Hættu þessu bulli Vladimir Bandaríkin munu ekki leyfa Rússum að beita neinskonar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að eldflaugaskjöldur verði byggður í Evrópu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra, sagði þetta í Molskvu í dag eftir fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Rice segir að það sé hlægilegt að halda því fram að Rússum stafi hætta af skildinum. 15.5.2007 14:17 Blóðugir bardagar milli Palestínumanna Að minnsta kosti ellefu Palestínumenn voru drepnir í innbyrðist átökum á Gaza ströndinni í dag. Í einni árásinni voru átta liðsmenn forsetavarðar Abbas forseta felldir í fyrirsát þegar þeir voru á leið að hjálpa félögum sínum sem byssumenn Hamas höfðu gert árás á. Einn varðanna sem komst lífs af segir að Hamas liðar hafi myrt félaga hans með köldu blóði. 15.5.2007 13:51 Enn barist á Gaza Ekkert lát er á ofbeldinu á Gaza-ströndinni þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi á milli Fatah og Hamas-samtakanna. Í morgun gerðu nokkrir Hamas-liðar árás á þjálfunarbúðir lífvarðar forsetans nærri landamærastöð sem kallast Karni. Átta manns létu lífið, allt saman Fatah-menn. 15.5.2007 13:15 Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. 15.5.2007 12:45 Breti grunaður um að hafa rænt Madeleine Portúgalska lögreglan hefur handtekið mann sem grunur leikur á að tengist hvarfinu á Madeleine McCann, fjögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Maðurinn er breskur ríkisborgari og býr hann með móður sinni skammt frá hótelinu sem Madeleine var rænt af. 15.5.2007 12:15 Sterling óttast gjaldþrot vegna verkfalls flugmanna Flugfélagið Sterling boðar gjaldþrot ef verkfall flugmanna sem hefst 17. maí, dregst á langinn. Stefan Vilner, framkvæmdastjóri félagsins segir í samtali við Berlingske Tidende að verkfall kosti 150 til 200 milljónir króna á dag. Slíkt tap geti þeir ekki þolað nema einn eða tvo daga. 15.5.2007 11:55 Lögreglan í Portúgal með mann í haldi Robert Murat, maðurinn sem var yfirheyrður í gær vegna hvarfs Madeleine McCann, hefur réttarstöðu grunaðs manns samkvæmt nýjustu fregnum. Lögreglan hóf leit á heimili hans í gær eftir vísbendingu frá blaðakonu Sunday Mirror. 15.5.2007 11:05 Tíu handteknir vegna skipulags vændis í Osló Tíu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Osló í gær gegn skipulögðu vændi. Um var að ræða þrjár konur og sjö menn og er einn þeirra jafnframt ákærður fyrir mansal. 15.5.2007 10:56 Íranar byrjaðir að framleiða úran í miklu magni Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. 15.5.2007 10:51 Gervifæturnir frá Össuri of góðir? Óvíst er hvort fótalausi hlauparinn Oscar Pistorius fær að keppa á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ástæðan er sú að gervifætur hans frá Össuri eru taldir gefa honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Pistorius er tvítugur Suður-Afríkubúi sem fæddist með beinlausa kálfa. Hann var aðeins ellefu mánaða gamall þegar báðir fætur hans voru teknir af fyrir neðan hné. 15.5.2007 10:46 Sakfelldur fyrir að smygla 13 tonnum af hassi til Danmerkur Dómstóll í Danmörku sakfelldi í morgun mann fyrir morð og fyrir að smygla þrettán tonnum af hassi til landsins, en það er mesta magn efnisins sem smyglað hefur verið til Danmörku. 15.5.2007 10:09 24 létu lífið í sprengjuárás í Pakistan 24 létu lífið og 30 særðust í borginni Peshawar í Pakistan í dag en sprengju hafði verið komið fyrir í andyri hótels. Afganir eru reglulegir gestir á hótelinu og er það einnig nálgæt þekktri mosku á svæðinu. Peshawar er í norðvesturhluta Pakistan en róstursamt hefur verið þar undanfarna mánuði. 15.5.2007 09:54 Óeirðir halda áfram í Kristjaníu Óeirðir héldu áfram í Kristjaníu í Kaupmannahöfn nú í kvöld. Íslendingur sem leggur stund á ljósmyndanám í borginni var á staðnum og myndaði aðgerðir lögreglu. Ekkert lát virðist vera á óeirðunum sem standa vegna ákvörðunar borgaryfirvalda um að rífa timburhúsið Vindlakassann. 14.5.2007 23:15 Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér Paul McNulty aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja af sér. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skýrði frá því að hann hefði lagt inn afsagnarbeiðni sína. McNulty flæktist í umdeildar uppsagnir nokkurra ríkissaksóknara sem Bush stjórnin fyrirskipaði. Hann var lykilmaður í viðræðum og fundum vegna uppstokkunarinnar. 14.5.2007 22:42 Rice: Ekkert kalt stríð í uppsiglingu Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu en hún kom til Rússlands í dag. Rússar eru uggandi yfir uppsetningu bandarísks eldflaugavarnakerfis í Póllandi sem þeir telja að sé beint gegn sér. 14.5.2007 19:45 Túlkur í yfirheyrslu vegna hvarfs Madeleine Fréttastofa Sky greindi frá því nú rétt í þessu að maður hefði verið færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Portúgal vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Verið er að leita í húsi sem er stutt þaðan sem hin þriggja ára gamla stúlka hvarf. Maðurinn mun vera túlkur og hafði sagt fólki að hann væri að aðstoða lögregluna við rannsóknina. 14.5.2007 19:35 Þrjú þúsund kengúrum verður lógað Dýraverndunarsinnar eru æfir yfir þeim áformum borgaryfirvalda í Canberra í Ástralíu að fella yfir þrjú þúsund kengúrur á næstunni. Kengúrum hefur fjölgað mikið í námunda við höfuðborgina og því óttast ráðamenn að þær verði í framtíðinni aðgangsharðari í matarleit sinni. 14.5.2007 19:30 Enn tekist á í Kaupmannahöfn Til harkalegra átaka kom á milli óeirðalögreglu og mótmælenda í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í dag. Tólf voru handteknir í átökunum og nokkrir slösuðust enda var táragasi og kylfum óspart beitt. 14.5.2007 19:00 Fara ekki heim fyrr en Maddie er fundin Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem rænt var í Portúgal fyrir tæpum tveimur vikum, eru viss um að dóttir þeirra sé heil á húfi og ætla ekki að snúa aftur til Bretlands fyrr en hún er komin í leitirnar. Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er á meðal þeirra sem lofað hafa þeim fé sem varpað geta ljósi á hvarf Madeleine. 14.5.2007 18:00 Skemmtiferðaskip strandar við Alaska Flytja varð vel á þriðja hundrað manns frá borði skemmtiferðaskips þegar það strandaði við suðausturhluta Alaska snemma í morgun. 14.5.2007 15:55 Réttarhöld vegna árekstrar í lofti Réttarhöld hefjast í Sviss á morgun yfir átta starfsmönnum flugumferðarstjórnar-fyrirtækisins Skyguide vegna árekstrar í lofti árið 2002, sem kostaði 71 mann lífið. Flest fórnarlambanna voru börn. Rússneskur fjölskyldufaðir myrti yfirflugumverðarstjórann síðar með hnífi, en hann missti eiginkonu sína og dóttur í slysinu. 14.5.2007 15:43 Danskur hermaður féll - fimm særðust Einn danskur hermaður féll og fimm félagar hans særðust í fyrirsát í Írak, í dag. Danirnir voru á eftirlitsferð í brynvörðum bíl sem varð fyrir vegsprengju. Henni var fylgt eftir með skothríð úr öllum áttum. Danirnir svöruðu skothríðinni og kölluðu eftir liðsauka. 14.5.2007 14:33 Sjá næstu 50 fréttir
Heini fær sjónina aftur og hittir mömmu sína Hinn átta mánaða gamli blindi nashyrningur Heini hefur nú fengið hluta sjónar sinnar aftur. Fyrir tveimur vikum fór hann í augnaðgerð sem gekk vel. Mikil eftirvænting ríkti þegar hann hitti hjörð sína aftur eftir aðgerðina. Ef hún myndi hafna honum væri lífið svo gott sem búið fyrir Heini. 16.5.2007 15:12
Útlit fyrir að verkfalli flugmanna Sterling verði aflýst Verkfalli flugmanna danska lágfargjaldaflugfélagsins Sterling sem hefjast átti á morgun verður líklega aflýst eftir því sem forsvarsmenn Sterling segja. 16.5.2007 14:27
Nauðguðu, pyntuðu og myrtu heila fjölskyldu Íbúar í smábænum Kherlani á Indlandi urðu svo reiðir þegar lágstéttarfjölskylda keypti sér lóð í bænum að þeir réðust á heimili hennar. Þeir nauðguðu, misþyrmdu og myrtu alla sem þeir náðu í. Þetta gerðist í september á síðasta ári, en málið er fyrst nú komið fram í dagsljósið. Í Bhotmange fjölskyldunni voru hjón, 17 ára dóttir og tveir synir 21 og 23 ára. Yfir 100 mann réðust á heimilið. 16.5.2007 14:08
Serbar hafa tekið sig á Yfirvöld í Serbíu hafa hert leitina að Ratko Mladic, sem grunaður er um stórfellda stríðsglæpi á tímum Balkanstríðanna, og því eru góðar líkur á að undirbúningur að viðræðum um ESB-aðild landsins fari í gang á ný. Þetta sagði Olli Rehn, yfirmaður stækkunarmála Evrópusambandsins, eftir samtöl við serbneska ráðamenn í Belgrað í morgun. 16.5.2007 14:00
Skapadægur Wolfowitz nálgast Búist er við að framtíð Pauls Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans, ráðist á fundi stjórnar bankans síðar í dag. Wolfowitz hefur legið undir miklu ámæli fyrir að hygla ástkonu sinni sem vinnur við bankann og hefur þrýstingur á bankastjórnina farið sívaxandi um að segja honum upp störfum. 16.5.2007 13:30
Sarkozy orðinn forseti Nicolas Sarkozy sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í morgun. Í setningarræðu sinni kallaði hann eftir þjóðareiningu og boðaði breytingar á frönsku samfélagi. Búist er við að Sarkozy skipi ríkisstjórn sína í fyrsta lagi á morgun. 16.5.2007 13:09
Sarkozy kallaði eftir samstöðu Frakka Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, kallaði eftir samstöðu meðal frönsku þjóðarinnar í ávarpi sínu við embættistöku í Elysee-höll í morgun. Sarkozy, sem tekur við af Jacques Chirac, sagði jafnframt að breytinga væri þörf og að Frakkar þyrftu að taka meiri áhættu, en hann hefur lagt áherslu á að blása þurfi lífi í efnahagslíf landsins þar sem atvinnuleysi er átta prósent. 16.5.2007 10:59
MySpace eyðir vefsíðum kynferðisafbrotamanna Stjórnendur tengslavefsins MySpace sögðu í gær að þeir hefðu borið kennsl á og eytt vefsíðum þúsunda dæmdra kynferðisafbrotamanna. Þetta gera eigendur MySpace til þess að vernda yngri notendur. MySpace tilkynnti um þetta aðeins degi eftir að átta bandarískir saksóknarar kröfðust þess að tengslavefurinn léti af hendi upplýsingar um vefsíður kynferðisglæpamanna og eyddi þeim síðan. Samtals eru 175 milljón manns með vefsíðu á MySpace. 16.5.2007 10:35
Dýr myndi James allur Safnarar geta verið dálítið galnir. Til dæmis safnarinn sem borgaði rúmar fimm milljónir króna fyrir hnúðinn á gírstönginni af Aston Martin bílnum sem James Bond ók í Goldfinger. Myndin var frumsýnd árið 1964. Þessi gírhnúður var þeim eiginleikum gæddur að ef toppurinn á honum var opnaður var takki undir sem var notaður til þess að skjóta farþegasætinu upp úr bílnum. Alveg eins og í orrustuflugvél. 16.5.2007 10:34
Dýrasta hús Svíþjóðar til sölu Dýrasta hús Svíþjóðar er til sölu samkvæmt norrænum miðlum. Fram kemur að fyrir fjórum árum hafi það verið metið á um 100 milljónir danskra króna, jafnvirði um milljarðs íslenskra króna, en leynd hvílir yfir núverandi verði þess. 16.5.2007 10:32
Allir út að ýta - lestinni Á Indlandi er það þannig að lestarnar fá rafstraum á vissum köflum leiðarinnar. Það fleytir þeim yfir rafmagnslausu kaflana og að næsta aflgjafa. Í Bihar héraði á dögunum vildi svo til að einhver tók óvart í neyðarbremsu og lestin stoppaði rétt áður en hún komst að kafla með rafmagni. En það vill svo vel til að Indverjar eru margir og lestarnar alltaf yfirfullar. 16.5.2007 10:11
Mál Wolfowitz fyrir stjórn Alþjóðabankans Paul Wolfowitz bankastjóri Alþjóðabankans fundar nú með 24 manna stjórn bankans vegna ásakana gegn honum. Áður hafði stjórnin komist að niðurstöðu um að Wolfowitz hefði brotið reglur með því að stuðla að launahækkun ástkonu sinnar, sem vinnur hjá bankanum. Stjórnin hefur völd til að reka Wolfowitz, eða lýsa yfir vantrausti á hann. 15.5.2007 23:21
Yfir sextíu handteknir í Kristjaníu Átök lögreglu og mótmælenda í fríríkinu Kristjaníu héldu áfram í nótt og í morgun og þegar yfir lauk hafði lögregla handtekið á sjötta tug manna. Mótmælin hófust í gærmorgun þegar yfirvöld hófu niðurrif húss sem kallaðist Vindlakassinn. 15.5.2007 19:45
Spielberg þrýstir á Kína vegna Darfur Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Steven Spielberg hefur krafist þess að forseti Kína beiti sér fyrir því að endi verði bundinn á þjóðarmorðin í Darfur í Súdan. Í bréfi til Hu Jintao, forseta Kína, hvatti leikstjórinn Kína til að þrýsta á Afríkulandið að leyfa Sameinuðu þjóðunum að senda friðargæslusveitir til landsins. 15.5.2007 19:45
Sjónvarpspresturinn Jerry Falwell deyr Jerry Falwell einn fyrsti sjónvarpsprestur Bandaríkjamanna lést á sjúrkahúsi í Bandaríkjunum í dag. Hann fannst meðvitundarlaus á skrifstofu sinni í Virginíu í eftirmiðdaginn og var fluttur á sjúkrahús. Aðstoðarmenn Falwells greindu frá því að lífgunartilraunir á sjúkrahúsinu hefðu ekki borið árangur. 15.5.2007 19:38
Fékk 2.000 ára fangelsisdóm Dómstóll í Valencia á Spáni dæmdi í dag svæfingalækni í tvö þúsund ára fangelsi fyrir að hafa smitað hátt í þrjú hundruð manns af lifrarbólgu af C-stofni. Brotin áttu sér stað á árunum 1988-1997 en á þeim tíma var læknirinn háður morfíni. Áður en hann sprautaði sjúklinga sína með lyfinu hafði hann það fyrir sið að sprauta sjálfan sig með sömu nál og þar með flytja veiruna úr sér yfir í þá. 15.5.2007 19:30
Bretanum hefur verið sleppt Portúgalska lögreglan greindi frá því nú síðdegis að ekki væru nægar vísbendingar til að ákæra breskan mann vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn var handtekinn í gærkvöld en hann er búsettur nærri hótelinu í Praia De Luz á Algarve þaðan sem hin fjögurra ára gamla telpan var numin á brott. 15.5.2007 19:00
Watson segir öllum ráðum beitt Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. 15.5.2007 18:30
Skortir sönnunargögn til að handtaka meintan ræningja Madeleine Portúgalska lögreglan tilkynnti á blaðamannafundi fyrir skömmu að hún hefði ekki næg sönnunargögn til að handtaka Robert Murat meintan ræningja Madeleine McCann, fögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Lögreglan handtók Robert í gær en hann 41 árs gamall Breti búsettur í Portúgal. 15.5.2007 17:17
Villepin biðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, gekk í dag á fund Jacques Chiracs, fráfarandi forseta landsins, og baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína. 15.5.2007 16:28
Bandaríkin verja Wolfowitz Bandaríkjamenn hafa tekið upp hanskann fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Hann á mjög undir högg að sækja eftir að upp komst að hann hafði hyglað ástkonu sinni sem starfar hjá bankan um. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins viðurkenndi í dag að Wolfowitz hefði gert mistök, en þau væru ekki svo alvarleg að ástæða væri til þess að reka hann úr starfi. 15.5.2007 15:43
Danskur hermaður særðist í Afganistan Danskur hermaður særðist þegar hann og félagar hans óku yfir jarðsprengju á eftirlitsferð í Helmand-héraði í Afganistan í dag. Alls voru þrír í faratækinu sem ók yfir sprengjuna og voru þeir allir fluttir með þyrlu í á sjúkrahús í nálægri herstöð. 15.5.2007 15:02
Hættu þessu bulli Vladimir Bandaríkin munu ekki leyfa Rússum að beita neinskonar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að eldflaugaskjöldur verði byggður í Evrópu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra, sagði þetta í Molskvu í dag eftir fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Rice segir að það sé hlægilegt að halda því fram að Rússum stafi hætta af skildinum. 15.5.2007 14:17
Blóðugir bardagar milli Palestínumanna Að minnsta kosti ellefu Palestínumenn voru drepnir í innbyrðist átökum á Gaza ströndinni í dag. Í einni árásinni voru átta liðsmenn forsetavarðar Abbas forseta felldir í fyrirsát þegar þeir voru á leið að hjálpa félögum sínum sem byssumenn Hamas höfðu gert árás á. Einn varðanna sem komst lífs af segir að Hamas liðar hafi myrt félaga hans með köldu blóði. 15.5.2007 13:51
Enn barist á Gaza Ekkert lát er á ofbeldinu á Gaza-ströndinni þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi á milli Fatah og Hamas-samtakanna. Í morgun gerðu nokkrir Hamas-liðar árás á þjálfunarbúðir lífvarðar forsetans nærri landamærastöð sem kallast Karni. Átta manns létu lífið, allt saman Fatah-menn. 15.5.2007 13:15
Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. 15.5.2007 12:45
Breti grunaður um að hafa rænt Madeleine Portúgalska lögreglan hefur handtekið mann sem grunur leikur á að tengist hvarfinu á Madeleine McCann, fjögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Maðurinn er breskur ríkisborgari og býr hann með móður sinni skammt frá hótelinu sem Madeleine var rænt af. 15.5.2007 12:15
Sterling óttast gjaldþrot vegna verkfalls flugmanna Flugfélagið Sterling boðar gjaldþrot ef verkfall flugmanna sem hefst 17. maí, dregst á langinn. Stefan Vilner, framkvæmdastjóri félagsins segir í samtali við Berlingske Tidende að verkfall kosti 150 til 200 milljónir króna á dag. Slíkt tap geti þeir ekki þolað nema einn eða tvo daga. 15.5.2007 11:55
Lögreglan í Portúgal með mann í haldi Robert Murat, maðurinn sem var yfirheyrður í gær vegna hvarfs Madeleine McCann, hefur réttarstöðu grunaðs manns samkvæmt nýjustu fregnum. Lögreglan hóf leit á heimili hans í gær eftir vísbendingu frá blaðakonu Sunday Mirror. 15.5.2007 11:05
Tíu handteknir vegna skipulags vændis í Osló Tíu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Osló í gær gegn skipulögðu vændi. Um var að ræða þrjár konur og sjö menn og er einn þeirra jafnframt ákærður fyrir mansal. 15.5.2007 10:56
Íranar byrjaðir að framleiða úran í miklu magni Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. 15.5.2007 10:51
Gervifæturnir frá Össuri of góðir? Óvíst er hvort fótalausi hlauparinn Oscar Pistorius fær að keppa á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ástæðan er sú að gervifætur hans frá Össuri eru taldir gefa honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Pistorius er tvítugur Suður-Afríkubúi sem fæddist með beinlausa kálfa. Hann var aðeins ellefu mánaða gamall þegar báðir fætur hans voru teknir af fyrir neðan hné. 15.5.2007 10:46
Sakfelldur fyrir að smygla 13 tonnum af hassi til Danmerkur Dómstóll í Danmörku sakfelldi í morgun mann fyrir morð og fyrir að smygla þrettán tonnum af hassi til landsins, en það er mesta magn efnisins sem smyglað hefur verið til Danmörku. 15.5.2007 10:09
24 létu lífið í sprengjuárás í Pakistan 24 létu lífið og 30 særðust í borginni Peshawar í Pakistan í dag en sprengju hafði verið komið fyrir í andyri hótels. Afganir eru reglulegir gestir á hótelinu og er það einnig nálgæt þekktri mosku á svæðinu. Peshawar er í norðvesturhluta Pakistan en róstursamt hefur verið þar undanfarna mánuði. 15.5.2007 09:54
Óeirðir halda áfram í Kristjaníu Óeirðir héldu áfram í Kristjaníu í Kaupmannahöfn nú í kvöld. Íslendingur sem leggur stund á ljósmyndanám í borginni var á staðnum og myndaði aðgerðir lögreglu. Ekkert lát virðist vera á óeirðunum sem standa vegna ákvörðunar borgaryfirvalda um að rífa timburhúsið Vindlakassann. 14.5.2007 23:15
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér Paul McNulty aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja af sér. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skýrði frá því að hann hefði lagt inn afsagnarbeiðni sína. McNulty flæktist í umdeildar uppsagnir nokkurra ríkissaksóknara sem Bush stjórnin fyrirskipaði. Hann var lykilmaður í viðræðum og fundum vegna uppstokkunarinnar. 14.5.2007 22:42
Rice: Ekkert kalt stríð í uppsiglingu Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu en hún kom til Rússlands í dag. Rússar eru uggandi yfir uppsetningu bandarísks eldflaugavarnakerfis í Póllandi sem þeir telja að sé beint gegn sér. 14.5.2007 19:45
Túlkur í yfirheyrslu vegna hvarfs Madeleine Fréttastofa Sky greindi frá því nú rétt í þessu að maður hefði verið færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Portúgal vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Verið er að leita í húsi sem er stutt þaðan sem hin þriggja ára gamla stúlka hvarf. Maðurinn mun vera túlkur og hafði sagt fólki að hann væri að aðstoða lögregluna við rannsóknina. 14.5.2007 19:35
Þrjú þúsund kengúrum verður lógað Dýraverndunarsinnar eru æfir yfir þeim áformum borgaryfirvalda í Canberra í Ástralíu að fella yfir þrjú þúsund kengúrur á næstunni. Kengúrum hefur fjölgað mikið í námunda við höfuðborgina og því óttast ráðamenn að þær verði í framtíðinni aðgangsharðari í matarleit sinni. 14.5.2007 19:30
Enn tekist á í Kaupmannahöfn Til harkalegra átaka kom á milli óeirðalögreglu og mótmælenda í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í dag. Tólf voru handteknir í átökunum og nokkrir slösuðust enda var táragasi og kylfum óspart beitt. 14.5.2007 19:00
Fara ekki heim fyrr en Maddie er fundin Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem rænt var í Portúgal fyrir tæpum tveimur vikum, eru viss um að dóttir þeirra sé heil á húfi og ætla ekki að snúa aftur til Bretlands fyrr en hún er komin í leitirnar. Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er á meðal þeirra sem lofað hafa þeim fé sem varpað geta ljósi á hvarf Madeleine. 14.5.2007 18:00
Skemmtiferðaskip strandar við Alaska Flytja varð vel á þriðja hundrað manns frá borði skemmtiferðaskips þegar það strandaði við suðausturhluta Alaska snemma í morgun. 14.5.2007 15:55
Réttarhöld vegna árekstrar í lofti Réttarhöld hefjast í Sviss á morgun yfir átta starfsmönnum flugumferðarstjórnar-fyrirtækisins Skyguide vegna árekstrar í lofti árið 2002, sem kostaði 71 mann lífið. Flest fórnarlambanna voru börn. Rússneskur fjölskyldufaðir myrti yfirflugumverðarstjórann síðar með hnífi, en hann missti eiginkonu sína og dóttur í slysinu. 14.5.2007 15:43
Danskur hermaður féll - fimm særðust Einn danskur hermaður féll og fimm félagar hans særðust í fyrirsát í Írak, í dag. Danirnir voru á eftirlitsferð í brynvörðum bíl sem varð fyrir vegsprengju. Henni var fylgt eftir með skothríð úr öllum áttum. Danirnir svöruðu skothríðinni og kölluðu eftir liðsauka. 14.5.2007 14:33