Fleiri fréttir

Eldar loga og blóðug slagsmál í Kristjaníu

Eldar loga á götum fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn og lögreglan á í blóðugum slagsmálum við íbúana. Átökin hófust þegar lögreglan fór inn í Kristjaníu til þess að rýma hús sem átti að rífia. Skólar í grennd við fríríkið hafa hvatt foreldra til þess að sækja börn sín hið fyrsta.

Eggert styður leitina að Madeleine McCann

Eggert Magnússon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, er í hópi þeirra sem heitið hafa fjármunum fyrir upplýsingar sem leitt geta til þess að breska stúlkan Madeleine McCann finnist.

Óðir hundar drápu ær og lömb í Danmörku

Æði rann á tvo hunda frá hundabúgarði í grennd við Ringsted í Danmörku og réðust þeir á fjárhóp. Þeir eltu uppi og drápu sextán ær og mörg lömb. Þegar eigandinn ætlaði að hemja þá réðust þeir líka á hann.

Þúsundir hermanna leita að félögum sínum

Hópur með tengsl við Al Kaída samtökin hefur í yfirlýsingu sagst vera með þrjá bandaríska hermenn í haldi í Írak. Þúsundir bandarískra og íraskra hermanna leita nú að mönnunum sem hurfu eftir að sveit þeirra lenti í fyrirsát í úthverfi Baghdad á laugardag.

45 létust í sprengingu í norðurhluta Íraks

Að minnsta kosti 45 létust í sprengjuárás í norðurhluta Íraks, í sjálfstjórnarhéraði Kúrda í dag. Vörubíl hlöðnum sprengiefni var ekið inn í skrifstofur kúsrdísks stjórnmálaflokks þar sem fundur var í gangi.

Wigan yfir á móti Sheffield United

Nú stendur yfir lokaumferðin í Ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. West Ham United á möguleika á því að forða sér falli úr deildinni en liðið keppir við Manchester United. Mikill fallbaráttuslagur ár sér líka stað á milli Sheffield United og Wigan.

Leiðtogi Talíbana fallinn

Múlla Dadúlla, leiðtogi Talíbana í Afganistan, féll í átökum við herlið Atlantshafsbandalagsins í Helmand héraði í suðurhluta landsins um helgina. Talsmaður Bandaríkjahers greindi frá þessu í morgun og var blaðamönnum sýnt líkið. Fall Dadúlla er sagt mikið áfall fyrir Talíbana.

Skilaboð frá Bandaríkjunum

Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega.

Mátti dúsa í dýflissu

Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn.

Danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum

Á kjördegi Íslendinga standa danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum. Fækkað hefur í meirihluta forsætisráðherrans eftir að þingmenn hafa gengið til liðs við nýjan flokk. Haldi óróinn áfram gæti þurft að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga.

Barist í Karachi

Vel á þriðja tug manna hafa fallið í átökum stjórnarandstæðinga og stuðningamanna ríkisstjórnarinnar í Karachi í Pakistan í dag. Upp úr sauð skömmu eftir að umdeildur dómari kom til borgarinnar til að funda með andstæðingum Musharrafs forseta. Dómaranum var vikið tímabundið úr starfi í vikunni og vakti það miklar reiði.

319 milljónir í boði fyrir upplýsingar um Madeleine

Menn keppast nú við að bjóða verðlaun til handa þeim sem gefið gæti upplýsingar um hvar Madeleine McCann, er niðurkomin. 319 milljónir íslenskra króna, eru nú í boði fyrir upplýsingar sem varpað gætu ljósi á málið.

Fórnarlömb árásarmanns í Virginia Tech fá prófskírteini

Skólayfirvöld í Virginia Tech háskólanum hafa veitt nokkrum þeirra sem létu lífið í skotárásinnni í skólanum í síðasta mánuði prófgráður. Ættingjar hinna látnu tóku við prófskírteinum þeirra við hátíðlega athöfn í gær.

Öflug sprenging í Árósum

Einn mann sakaði þegar stór gaskútur sprakk nærri veitingastað við veðhlaupabrautina í Højbjerg í Árósum í Danmörku í morgun. Að sögn vitna var sprengingin mjög öflug og skók næsta nágrenni. Miklar skemmdir urðu á veitingahúsinu.

Hagnaður Baugs dregist saman

Hagnaður Baugs dróst saman um tvo þriðju í fyrra miðað við árið á undan að því er breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá í morgun. Þar er vitnað til gagna sem það hefur undir höndum sem afhent voru fulltrúum fyrirtækisins Blueheat sem er að yfirtaka matvælaþjónustuna Booker sem Baugur á stóran hlut í.

Sögulegt samkomulag

Rússar, Túrkmenar og Kasakar hafa náð sögulegu samkomulagi um lagningu nýrrar gasleiðslu meðfram strönd landanna við Kaspíahaf. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, greindi frá þessu á fundi leiðtoga Mið-Asíuríkja í Túrkmenistan í morgun.

Simbabve stjórnar sjálfbærri þróun fyrir SÞ

Afríkuríkið Simbabve var í gær valið til formennsku í nefnd Sameinuðu þjóðanna um málefni sjálfbærrar þróunar. Álfur heims skiptast á að fara fyrir nefndinni og var komið að Afríku.

Gíslatöku lauk án blóðbaðs

Umsátri við sendiráð Rússa í San Jose, höfuðborg Kosta Ríka, lauk í nótt þegar tvítugur maður frá Kirgistan, sem hafi tekið annan mann í gíslingu þar, gaf sig fram við lögreglu.

Sprengjuárás í tyrkneskum hafnarbæ

15 særðust, þar af 2 lífshættulega, þegar sprengja sprakk á fjölförnu markaðstorgi í hafnarbænum Izmír, þriðju stærstu borg Tyrklands, í morgun. Mótmælafundur stjórnarandstæðinga er fyrirhugaður þar á morgun. Mikil spenna er í Tyrklandi vegna deilan um val á forseta. Kosið er til tyrkneska þingsins í júlí.

Samkomulag næst um stjórn í Serbíu

Forseti Serbíu, Boris Tadic, tilkynnti í dag að samkomlag hefði nást á milli flokks hans og flokks fráfarandi forsætisráðherra, Voijslav Kostunica, um að Kostunica muni gegna embætti í eitt kjörtímabil í viðbót. Einnig mun lítill flokkur teknókrata bætast í hópinn og flokkarnir þrír mynda því með sér ríkisstjórn.

Föðurlandið, sósíalismi eða dauði!

Venesúela hefur tekið sér slagorð forseta landsins, Hugo Chavez, „Föðurlandið, sósíalismi eða dauði“ sem opinbera kveðju landsins. Það er talið merki um aukin völd Chavez í opinberum stofnunum í landinu. Slagorðið er afleiða af slagorði Fidels Castro, forseta Kúbu, „Föðurland eða dauði, Við munum sigra“ og er nú notað á öllum fundum Chavez.

Stjórn Alþjóðabankans vill að Wolfowitz segi af sér

Meirihluti þeirra landa sem eiga sæti í stjórn Alþjóðabankans finnst að Paul Wolfowitz, forseti bankans, eigi að segja af sér. Einn af meðlimum stjórnarinnar, sem kemur frá þróunarlandi, sagði að meirihluti meðlima væru á þessari skoðun. „Við erum þeirrar trúar að Alþjóðabankinn geti ekki haldið áfram undir stjórn Hr. Wolfowitz.“ sagði hann enn frekar. Lokaákvörðun um framtíð Wolfowitz verður tekin í næstu viku.

Gíslataka í rússneska sendiráðinu í Kosta Ríka

Maður frá fyrrum Sovíetríkjunum hefur tekið einn gísl í sendiráði Rússlands í San Jose í Kosta Ríka. Lögregla í San Jose hefur umkringt bygginguna. Maðurinn er talinn vera vopnaður. Ráðherra Almannavarna skýrði ríkissjónvarpi Kosta Ríka frá þessu fyrir örfáum mínútum. Sem stendur er ekki vitað hvað manninum gengur til.

Vesturveldin vilja sjálfstætt Kosovo

Bandaríkin og evrópskir bandamenn þeirra hafa dreift uppkasti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að Kosovo verði sjálfsstætt ríki undir verndarvæng Evrópusambandsins. Rússar eru á móti því. Reuters fréttastofan komst yfir eintak af uppkastinu og fylgir það ráðleggingum Martti Ahtisaari.

Mátti dúsa í dýflissu

Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn.

Brown vill leiða ríkisstjórn

Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær.

Trúarhópar takast á í Egyptalandi

Að minnsta kosti 10 kristnir Egyptar særðust í átökum á milli trúarhópa í þorpi nálægt Kaíró. Kristnir ætluðu sér að byggja kirkju í þorpinu án þess að hafa fyrir því tilskilin leyfi og því brutust átökin út. Kveikt var í fjórum húsum í þropinu Behma í átökunum sem blossuðu upp í morgun, stuttu eftir að bænastund múslima var lokið.

Verulegar líkur á hryðjuverkaárás í Þýskalandi

Samkvæmt fréttum á vefsíðu ABC fréttastöðvarinnar er veruleg hætta á hryðjuverkaárás á bandarísk skotmörk í Þýskalandi. Talið er að hryðjuverkamennirnir ætli sér að ráðast gegn herstöðinni Patch Barracks, með því takmarki að valda sem mestum mannskaða.

Tveir leiðtogar á leið út funduðu í París

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Frakklands í dag til að kveðja Jacques Chirac, fráfarandi Frakklandsforseta, og ræða við Nicolas Sarkozy, arftaka Chiracs. Vel virtist fara á með þeim Chirac og Blair í heimsókninni en Blair er eins Chirac á leið af valdastóli.

Norðmenn munu leyfa hjónabönd samkynheigðra

Norska ríkisstjórnin er að undirbúa löggjöf þar sem samkynhneigðir fá sömu réttindi og gagnkynheigðir, til hjónavígslu í kirkju. Norska blaðið Aftenposten segir að þessar fréttir hafi lekið út um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Varaformaður Kristilega þjóðarflokksins segir að þeir séu í losti yfir þessum tíðindum, og muni berjast með kjafti og klóm gegn frumvarpinu.

Vill hermenn bandamanna áfram í Írak

Forseti Íraks sagði í dag að land hans þyrfti bandaríska og breska hermenn í eitt eða tvö ár til viðbótar, til þess að gæta öryggis í landinu. Jalal Talabani lét þess orð falla í ræðu sem hann flutti í Cambridge háskóla, í Bretlandi. "Ég tel að á næsta einu til tveim árum getum við styrkt okkar eigin her og kvatt vini okkar," sagði forsetinn.

Bandaríkjamenn viðurkenna að hafa drepið borgara

Hersveitir Bandaríkjamanna í Afganistan hafa viðurkennt að hafa drepið borgara í loftárásum á uppreisnarmenn talibana í suðurhluta landsins fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá sveitunum kemur ekki fram hversu margir hafi látist.

Franskir framámenn kátir við kjötkatlana

Franska þjóðin virðist ekkert kippa sér upp við það að nýkjörinn forseti hennar skuli nú lifa í vellystingum pragtuglega á risastórri snekkju á Miðjarðarhafi. Snekkjan er í eigu auðkýfings sem er persónulegur vinur Nikulásar Sarkozys. Forsetinn pakkaði niður og flaug með einkaþotu til Möltu innan við 24 klukkustundum eftir að hann sigraði í forsetakosningunum.

Villtist á leið að vændishúsi

Lögreglan á Spáni stöðvaði á dögunum fjölfatlaðan mann sem var á leið í hjólastól sínum til vændishúss í næsta nágrenni. Maðurinn var einn á ferð og hafði villst á leiðinni og var kominn út á hraðbraut.

Hola í veginum

Það verður varasamt af aka um hraðbrautina í Harris-sýslu í Indiana í Bandaríkjunum næstu daga en gríðarstór hola hefur opnast þar á miðjum veginum. Yfirvöld segja þetta einsdæmi þar.

Verðlaunafé boðið

Breskur auðjöfur hefur heitið jafnvirði tæplega hundrað og þrjátíu milljóna króna fyrir upplýsingar sem gætu leitt lögreglu í Portúgal að þriggja ára breskri stúlku sem hvarf þar fyrir rúmri viku. Leitin að Madelein McCann hefur ekki borið árangur og portúgalska lögreglan hefur dregið úr umfangi hennar.

Eldar geysa undan ströndum Kaliforníu

Mikill eldur varð þó nokkrum heimilum að bráð á Santa Catalina eyju í Kyrrahafi rétt utan við Los Angeles í nótt. Íbúum 12 hundruð heimila var fyrirskipað að yfirgefa þau og hundruðir manna bíða nú eftir ferju til meginlandsins. Herinn sendi tólf slökkviliðsbíla með svifnökkvum rúmlega fjörtíu km sjóleiðina frá ströndum Kaliforníu.

Grænlenskur bær settur í þurrkví

Grænlenska landstjórnin hefur lokað fyrir allar vínveitingar og áfengissölu í bænum Quaanaaq. Það erdönsk kennslukona sem stendur á bakvið þessá ákvörðun. Karen Littauer hefur nýlokið við að halda þriggja mánaða námskeið fyrir börn og unglinga í Quaanaaq. Henni var brugðið við áfengisneyslu íbúanna, og fór með málið í fjölmiðla.

Gaman hjá Sir Alex

Fótboltastjórinn Sir Alex Ferguson hefur í samvinnu við nokkra aðra auðmenn keypt 279 breska pöbba. Kaupverðið er um níu milljarðar íslenskra króna. Meðal annarra kaupenda er Idol dómarinn Simon Cowell. Seljandi er Marstons brugghúsið.

Fagna umbótaríkisstjórn í Serbíu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnar þreifingum Serba að mynda umbótaríkisstjórn í landinu sem er fylgjandi Evrópu. Framkvæmdastjórnin gaf í skyn möguleika á að taka strax aftur upp viðræður við slíka stjórn. Yfirlýsing þess efnis var gefin út í kjölfar óstaðfestra frétta í serbnesku sjónvarpi.

Ekki fleiri lík takk

Vísindamenn við hollenskt sjúkrahús hafa beðið fólk að hætta að ánafna spítalanum líkamsleifar sínar í þágu vísinda. Ástæðan er plássleysi á Háskólaskjúkrahúsinu sem er í Leiden. Yfirmenn sjúkrahússins segja að þeir muni ekki taka við fleiri líkum þar sem hvergi sé pláss fyrir þau.

Gvuuð hvað við erum feitar

Tvær stúlkur við Framingham háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum, urðu skelfingu lostnar þegar þær sáu bera maga sína á forsíðu skólablaðsins. Þær höfðu þó berað maga sína sjálfviljugar, ásamt fimm vinkonum sínum. Það gerðu þær á íþróttakappleik. Þar hvöttu þær sitt lið, en þó einkum einn leikmanninn. Þær skrifuðu nafn hans á maga sér...einn bókstaf á hvern maga.

Sjá næstu 50 fréttir