Fleiri fréttir

Kennari varaði margsinnis við morðingjanum

Fyrrverandi kennari við Virginía Tech háskólann segir að hún hafi margsinnis varað skólayfirvöld við Cho Seung-Hui, sem myrti 32 nemendur og kennara við skólann. Hún vakti fyrst athygli á honum árið 2005, en segir að aðvaranir hennar hafi ekki verið teknar alvarlega. Bekkjarbróðir morðingjans segir að skrif hans hafi verið eins og "eitthvað upp úr martröð."

Óttast hefndaraðgerðir í kjölfar fjöldamorðanna

Suður Kóreskir stúdentar í Bandaríkjunum óttast að verða fyrir hefndarárásum í kjölfar fjöldamorðanna í Virginia Tech háskólanum í Blacksburg í Virginíufylki í gær. Stúdentar frá Suður Kóreu skipa stærsta hóp erlendra námsmanna í Bandaríkjunum og hafa Suður Kóresk stjórnvöld lýst yfir áhyggjum vegna málsins.

Knútur tekur tennur

Hvítabjarnarhúnninn Knútur skemmti gestum í dýragarðinum í Berlín í dag en í gær fékk hann að hvíla sig af því að hann var með tannverki. Að sögn dýrahirða í garðinum bar litli anginn sig þá aumlega þar sem hann er að taka tennur en nokkrar verkjatöflur hafa hins vegar slegið á óþægindin.

Sego saxar á Sarko

Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, hefur sótt mjög í sig veðrið undanfarna daga og mælist nú með nánast jafn mikið fylgi og helsti keppinautur sinn, Nicolas Sarkozy. Fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn.

Andúð á ríkum ungmennum sögð ástæðan

Andúð á auðugum ungmennum er sögð rót fjöldamorðanna óhugnanlegu í Blacksburg í Virginíu í gær. 23 ára gamall suðurkóreskur maður stráfelldi þá 32 samnemendur sína og starfsmenn við aðalháskóla borgarinnar. Íslensk kona sem stundar nám við skólann segir mikinn samhug hafa ríkt á meðal nemenda skólans í dag.

Bush talar á minningarathöfn

Bush Bandaríkjaforseti verður viðstaddur minningarathöfn sem haldin verður í kvöld vegna skorárása í Háskólanum Virginia Tech í Bandaríkjunum í dag. Að sögn Dagmar Kristínar Hannesdóttur nemanda við skólann er löng röð farinn að myndast fyrir utan.

Kóreumenn óttast fordóma

Utanríkisráð Suður Kóreu hræðist fordóma vegna skotárásar kóranska nemandans Cho Seung-Hui við Virginia Tech Háskóla í Bandaríkjunum. Um 500 kóreanskir og kóreanskir Bandaríkjamenn eru nemendur við skólann og vonast utanríkisráðherran til þess að þau verði ekki fyrir aðkasti vegna þessa.

Segja morðingjann hafa skilið eftir bréf

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að Cho Seung-hui, Suður-Kóreumaðurinn sem myrti 32 í Virginia Tech háskólanum í blacksburg í Virginíu í gær, hafi skilið eftir sig bréf þar sem hann hafi kvartað undan „ríkum krökkum“ eins og það er orðað.

Með byssukúlu í hjartanu í 39 ár

Byssukúla var á dögunum fjarlægð úr hjarta vietnamsks manns. Hann hafði gengið með hana í hjartastað í þrjátíu og níu ár, allt frá því hann var skotinn í Vietnam stríðinu. Le Dihn Hung, sem nú er sextugur mátti þola verki vegna byssukúlunnar öll þessi ár. En það var fyrst núna sem læknar treystu sér til þess að fjarlægja hana.

Rússar fá nýjan kjarnorkukafbát

Rússar hafa sjósett sinn fyrsta nýja kafbát frá falli Sovétríkjanna. Hann er sagður margfallt öflugri en þeir kafbátar sem fyrir eru í rússneska flotanum. Báturinn ber hið kuldalega nafn Borei, sem þýðir heimskautavindur. Hann verður búinn langdrægum kjarnorkueldflaugum sem er hægt að skjóta hvort sem er ofan sjávar eða neðan.

Þrettán sinnum hættulegra að fljúga til Rússlands

Rússland er sá staður á jörðinni sem er hve hættulegast að fljúga til. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Alþjóðlega flugeftirlitsins fyrir árið 2006. Rússland og önnur lönd innan fyrrverandi lýðveldis Sovétríkjanna voru með þrettán sinnum fleiri flugslys en meðaltal var í heiminum í heild.

Íslendingur við áfallahjálp í Blacksburg

Íslensk kona, Dagmar Kristín Hannesdóttir, hefur boðið fram aðstoð sína í áfallahjálp við Virginia Tech háskólann í Blacksburg ásamt nokkrum samnemendum sínum vegna skotárásanna í bænum í gær.

Trylltust eftir að meintur morðingi var sýknaður

Stólar flugu og dómsverðir beittu piparúða og kylfum eftir að danskur karlmaður af líbönsku bergi brotinn var í dag sýknaður í Vestri landsrétti í Árósum af ákæru um að hafa myrt Tyrkja í júlí í fyrra.

Átta milljónir þurfa á hjálp að halda

Fjöldi þeirra sem þurfa á bráðri hjálp að halda í Írak er átta milljónir, þar á meðal tvær milljónir flóttamanna og tvær milljónir heimilislausra. Þetta kom fram á sérstökum fundi sem haldin var um málefni Írak.

Morðinginn í Blacksburg var frá Suður-Kóreu

Maðurinn sem skaut 32 manns til bana í Virginia Tech háskólanum í Blacksburg í Virginíu í gær hét Cho Seung-hui og var suðurkóreskur. Hann var 23 ára og var á lokaári í enskunámi við skólann. Lögregluyfirvöld greindu frá þessu á blaðamannafundi í skólanum í dag.

Royal sækir á í Frakklandi

Ef marka má nýjustu skoðanakannanir hefur Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, unnið upp forskot Nicolas Sarkozy, frambjóðanda hægri manna.

Glæpahringur drepur 17 manns í Mexico

Lögreglan í Mexico fann sautján lík sem búið var að fleygja á göturnar eða geyma í bílum þvert yfir Mexico í gær. Fimm manns fundust látin í sendiferðabíl í borginni Kancun. Tveir aðrir fundust í bíl um 100 mílur frá Mexico borg. Á miða sem fannst á vettvangi er Joaquin Guzman, forsprakki glæpahringsins Sinaloa hótað, en hann slapp úr fangelsi árið 2001.

Yfirvöld sökuð um að hafa brugðist of hægt við

Yfirvöld í Blacksburg í Virginíu liggja nú undir miklu ámæli fyrir að hafa ekki brugðist nægilega hratt við þegar vopnaður maður skaut 32 nemendur og kennara í háskóla í borginni til bana í gær. Upplýst hefur verið að maðurinn var sjálfur nemandi við skólann og af asísku bergi brotinn.

Vélmenni í stöðugri þróun

Ný og þróaðri tegund vélmenna sem framkvæma ekki einungis fyrir fram forritaðar aðgerðir heldur bregðast við umhverfi sínu á margvíslegan hátt eins og mannskepnan er að ryðja sér til rúms.

Mannræningjar krefjast lausnargjalds

Mannræningjar BBC fréttamannsins, Alan Johnston, hafa krafist lausnargjalds upp á fimm milljón Bandaríkja dollara. Í gær biðluðu ættingjar mannsins til mannræningjana um lausn hans, þar sem áður óþekkt samtök Palestínumanna, Fylking einingar guðs og heilags stríðs, sögðust hafa tekið hann af lífi. Krafa um lausnargjaldið hefur því aftur gefið fjölskyldu Johnston von um að hann sé á lífi. Hinum 44 ára gamla Alan Johnston var rænt á Gaza-svæðinu fyrir meira en mánuði síðan. Hann hefur unnið sem fréttamaður í 16 ár, þar af 3 á Gaza- svæðinu.

Byssumaðurinn var asískur nemandi í skólanum

Forseti skólans hefur staðfest að byssumaðurinn var asískur karlmaður sem var við nám í skólanum. Hann bjó á einni af heimavistum skólans. Blaðið Chicago Sun-Times sagði hann hafa verið kínverskan og að hann hafi ekki verið tengdur hryðjuverkahópum. Vitni í heimavistinni sögðu manninn hafa gengið á milli herbergja í leit að fyrrverandi kærustu sinni. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við árásinni.

James Bond er látinn

Fyrsti leikarinn sem lék njósnarann James Bond er látinn, 89 ára gamall. Barry Nelson lék 007 í sjónvarpsútgáfu af Casino Royal árið 1954. Það var átta árum áður en Sean Connery kom til sögunnar í Dr. No. Barry Nelson var á samningi hjá MGM á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Þá söðlaði hann um og lék mest í á sviði eftir það.

Þýski liðþjálfinn rekinn með skömm

Þýski liðþjálfinn sem skipaði svo fyrir að hermenn í æfingabúðum hjá sér myndu ímynda sér sem svo að þeir væru að skjóta á blökkumenn í Bronx hverfi Bandaríkjanna var rekinn með skömm. Liðþjálfinn lét hermenn ímynda sér að blökkumennirnir hefðu móðgað mömmu þeirra og það eina sem þeir gætu gert væri að skjóta þá.

Nakin Moss á milljónir

Búist er við tilboðum upp á milljónir króna þegar áður óbirtar ljósmyndir af fyrirsætunni Kate Moss verða seldar á uppboði hjá Christies uppboðshúsinu í lok maí. Meðal þeirra eru tvö nektarportrett. Annað þeirra tók hinn heimsfrægi ljósmyndari Irwin Penn árið 1996. Hitt tók Albert Watson, annar frægur ljósmyndari.

Starfsmenn Berlingske snúa aftur til vinnu

Starfsmenn á danska dagblaðinu Berlingske Tidende ákváðu í morgun að snúa aftur til vinnu en þeir lögðu niður vinnu í gær til þess að mótmæla sparnað í rekstri blaðsins.

Knútur lasinn

Hvítabjörnshúninum heimsþekkta Knúti líður ekki sem best þessa dagana og var færður inn frá sýningarsvæði sínu í dýragarðinum Berlín í gær.

Fimm öryggisverðir Sameinuðu þjóðanna létust

Fimm öryggisverðir Sameinuðu þjóðanna dóu í sprengju sem sprakk á bíl þeirra í Afganistan í dag. Fjórir mannanna voru frá Nepal en einn þeirra var Afgani. Árásinn átti sér stað í borginni Kandahar, en það er talinn vera upphafsstaður Talibana hreyfingarinnar.

Lungnabaninn beikon

Að borða mikið af beikoni eða hvers konar verkuðu kjöti gæti skaðað lungnastarfsemi og aukið líkunar á lungnasjúkdómum. Þetta kom fram í nýrri rannsókn Kólumbíuháskóla sem skýrt var frá í dag.

100 lögreglumenn handteknir í Mexíkó

Hermenn í Mexíkó handtóku í kvöld fleiri en 100 lögreglumenn í aðgerðum sem miða að því ráða niðurlögum voldugra eiturlyfjahringja og lögreglumanna sem eru á launaskrá hjá þeim. Herinn gerði áhlaup á lögreglustöðvar víðsvegar í norðurhluta Mexíkó og fylkinu Nuevo Leon. Þar hafa margar aftökur, sem tengdar eru valdabaráttu eiturlyfjahringja, átt sér stað á síðastliðnu ári.

Royal saxar á Sarkozy

Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna í forsetakosningunum í Frakklandi, hefur tapað forskoti sínu á Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem sýnir að ef þau fara í aðra umferð skiptist atkvæðin jafnt á milli þeirra. Könnunin var í dagblaðinu Le Parisien.

33 létu lífið í skotárásunum í Virginíu

33 létust, þar á meðal byssumaðurinn, í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Forseti skólans sagði frá því á fréttamannafundi sem fram fór í kvöld og var í beinni útsendingu hér á Vísi. Aldrei áður hafa jafnmargir látið lífið í skotárás á skólalóð í sögu Bandaríkjanna.

Bush harmar fjöldamorðið í Virginíu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í kvöld að fleiri en 30 hefðu látið lífið í skotárásinni í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Í ávarpi sem hann hélt í kvöld sagðist hann vera harmi sleginn vegna atburðarins. Hann sagði jafnframt að stjórnvöld myndu reyna að aðstoða á alla mögulega vegu.

Slökktu á öryggiskerfi

Slökkt hafði verið á öryggiskerfi, sem átti að koma í veg fyrir að námuverkamenn myndi vinna við hættulegar aðstæður, áður en gassprenging varð í rússneskri námu með þeim afleiðingum að fleiri en 100 verkamenn létu lífið. Vinnueftirlit rússneska ríkisins skýrði frá þessu í dag.

Fimm þúsund kanínur á hraðbrautinni

Umferð um fjölförnustu hraðbraut Ungverjalands stöðvaðist í margar klukkustundir í dag þegar bíll með fimm þúsund kanínur innanborðs lenti í árekstri og valt um koll. Allar kanínurnar sluppu úr búrum sínum og hlupu eins og fætur toguðu út á þjóðveginn.

Krefjast framsals Beresovskís

Rússnesk yfirvöld hafa óskað eftir því við bresku ríkisstjórnina að þau framselji auðkýfinginn Boris Berezovskí vegna áforma hans um að steypa Vladimír Pútín af stóli.

Dæma konur öðruvísi en karlar ?

Konum hefur fjölgað mjög í embættum dómara, í Danmörku. Þær eru rúmlega helmingur dómara landsins. Og menn hafa að sjálfsögðu tekið umræðuna um hvort þær dæmi öðruvísi en karlmenn. Kemur varla á óvart að þar eru ekki allir á einu máli. Kynjafræðingurinn Kenneth Reinicke við háskólann í Hróarskeldu, segir í viðtali við danska blaðið Nyhedsavisen að það sé alls ekki hægt að útiloka það.

32 látnir eftir skotárás í bandarískum háskóla

Byssumaður skaut 31 til bana og lét lífið sjálfur í skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að maðurinn hafi verið einn að verki, en hafi gert tvær árásir, eina í kennslustofu og hina á heimavist. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við háskólann, segir að alger skelfing hafi gripið um sig í skólanum þegar ljóst varð hversu margir voru drepnir.

Sæll, þetta er....aaaghhh

Skelfing greip um sig í Afganistan, í dag, þegar þær fregnir fóru sem eldur í sinu að verið væri að breiða út banvænan vírus í gegnum farsíma. Margir hringdu í ættingja sína og vini og vöruðu þá við að svara í símann, ef hringt væri úr ókunnu númeri. Líkur væru góðar á því að það væri dreifari hins voðalega víruss.

Mistök að leyfa sjóliðum að selja sögu sína

Varnarmálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku, að selja fjölmiðlum sögu sína. Des Brown tók fulla á byrgð á þeirri ákvörðun, sem var harðlega gagnrýnd, bæði á þingi meðal almennings. Salan var talin móðgun við breska hermenn sem hafa látið lífið í Írak. Leyfið var dregið til baka daginn eftir að það var gefið.

Útiloka stuðninssamning til að sigra Sarkozy

Bæði Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, og Francois Bayrou, frambjóðandi miðjumanna, útiloka á þessum tímapunkti að gera einhvers konar samning sín á milli um gagnkvæman stuðning til að sigra Nicolas Sarkozy, forsetaframbjóðanda hægri manna.

SAS fær skammir fyrir öryggismál

Sænsk flugmálayfirvöld hafa gagnrýnt SAS flugfélagið harðlega fyrir ónógt öryggiseftirlit. Flugmálayfirvöld nefna dæmi. Í einu tilfelli var vél flogið í níu daga með bilun sem gerði flugið ólöglegt. Í öðru tilfelli var viðhaldi á mótorum flugvélar ábótavant.

Páfinn fékk bangsa

Benedikt 16 páfi fékk margar góðar afmælisgjafir á áttræðis afmæli sínu. Mest fékk hann af kortum, blómum og hljómdiskum. En einn óþekktur Ítali sendi honum risastóran bangsa. Ritari páfa sagði að bangsinn hefði verið afskaplega fallegur. Aðrir hefðu þó meiri þörf fyrir að knúsa bangsa og því hefði páfi sent hann á barnasjúkrahús í Róm.

Íranar náða tvo Svía

Yfirvöld í Íran hafa náðað tvo Svía sem voru handteknir í fyrra fyrir að taka myndir á hernaðarsvæði. Þeir hafa síðan setið í fangelsi. Sænska utanríkisráðuneytið vill ekkert um málið segja fyrr en mennirnir tveir eru komir heim. Sænska blaðið Dagens Nyherer lætur að því liggja að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íraks, hafi átt þátt í að mönnunum verður sleppt.

Sjá næstu 50 fréttir