Fleiri fréttir Skolpbylgja skall á þorpi Að minnsta kosti þrír týndu lífi og fjölmargra er saknað eftir að safnþró gaf sig og skolp flæddi um þorp á Gaza-svæðinu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld segja fjögura ára dreng og sjötuga konu meðal þeirra sem týndu lífi. Á þriðja tug húsa fóru í kaf og 25 hið minnsta slösuðust. 27.3.2007 12:45 Danir klaga grunuð skattsvik Æ fleiri Danskir borgarar greina þarlendum skattayfirvöldum frá grun sínum um sakttsvik einstaklinga og fyrirtækja. Á annað þúsund skattsvikamála, sem rannsökuð voru sérsaklega í Kaupmannahöfn í fyrra, voru til komin vegna svona ábendinga og þær eru mun fleiri í ár, að sögn Jótlandspóstsins. Ábendingarnar varða einkum svarta atvinnustarfssemi og mikla sjáanlega eyðslu umfram uppgefnar tekjur. Af fyrirtækjum er sérstaklega bent á Kioska, eða sjoppur, pitsustaði, grænmetissala og veitingastaði. 27.3.2007 12:30 Blair hótar Írönum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í morgun að ef ekki tækist að frelsa sjóliðana fimmtán, sem eru í haldi Íransstjórnar eftir diplómatískum leiðum, yrði gripið til annarra ráða. 27.3.2007 12:30 Hicks játaði Ástralinn David Hicks, sem setið hefur í fangabúðunum í Guantanamo undanfarin fimm ár, hefur viðurkennt fyrir herdómstól að hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi. Hicks er fyrsti Guantanamo-fanginn sem réttað er yfir samkvæmt lögum sem mannréttindasamtök hafa gagnrýnt ákaft. 27.3.2007 11:56 Prodi nagar neglurnar Brothætt stjórn Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu bíður nú kosningar um tillögur um að ítalskir friðargæsluliðar verði áfram í Afganistan. Þingið felldi svipaða tillögu fyrir um mánuði síðan og bauðst Prodi til að segja af sér vegna þess. Nokkurra daga stjórnarkreppa ríkti þá í landinu. Sumir samstarfsflokka Prodi í ríkisstjórn, aðallega þeir lengst til vinstri, vilja að hermennirnir verði kallaðir heim. 27.3.2007 11:49 Menn verða uppgefnir á að sofa hjá Vísindamenn í Austurríki hafa komist að því að heilastarfsemi karlmanna minnki tímabundið við að sofa í sama rúmi og önnur manneskja. Þegar þeir deili rúmi með öðrum heila nótt truflist svefninn, hvort sem þeir njóti ásta eða ekki. Þetta spilli andlegri getu þeirra næsta dag. 27.3.2007 11:30 Kínverjar heita stuðningi við Tíbet Íbúar Tíbet mega búast við mikilli uppbygginu í landi sínu á næstu árum. Stjórnvöld í Kína, sem hafa farið með stjórn í Tíbet um árabil, heita því að eyða því sem nemur 866 milljörðum íslenskra króna í uppbyggingu í landinu. 27.3.2007 11:16 Vilja meina Elton að koma til Tóbagó Leiðtogar kirkjuhópa á eyjunni Tóbagó segja að það ætti að banna Elton John að koma fram á jazzhátíð sem verður haldinn á eyjunni í lok apríl. Þeir segja að samkynhneigð Eltons gæti hugsanlega smitað út frá sér. Þeir hafa þegar reynt að sannfæra þing eyjarinnar um hversu skaðlegur Elton gæti reynst ungviði eyjunnar en allt kom fyrir ekki. 26.3.2007 23:43 Geimhöfn reist í Nýju Mexíkó Kjósendur í ríkinu Nýja Mexíkó í Bandaríkjunum munu brátt greiða atkvæði um hvort það eigi að reisa geimhöfn í ríkinu. Hún myndi gagnast einkafyrirtækjum sem ætla sér að fljúga farþegaflug út í geim. Ef kjósendur samþykkja nýjan skatt, sem fjármagna á byggingu geimhafnarinnar, verður hafist handa við byggingu hennar strax á þessu ári. 26.3.2007 23:26 Kabila ver ákvörðun sína um beita hernum Joseph Kabila, forseti Kongó, hefur varið þá ákvörðun sína að beita hernum gegn vopnuðum fylgismönnum Jean-Pierre Bemba í síðustu viku. Að minnsta kosti 150 manns létu lífið í átökunum í höfuðborginni Kinshasa. 26.3.2007 23:12 Stjórnvöld í Venesúela taka til sín land Stjórnvöld í Venesúela hafa tekið til sín 330.000 hektara af landi til þess að geta dreift því aftur út samkvæmt hugmyndum Hugo Chavez, forseta landsins, en hann ætlar sér að gera miklar endurbætur á landbúnaði í Venesúela. Chavez sagðist hafa tekið til sín 16 býli sem að hefðu ekki skilað hagnaði. 26.3.2007 22:57 Neitar að svara spurningum demókrata Aðstoðarkona Alberto Gonzales, aðalsaksóknara Bandaríkjanna, neitaði í dag að bera vitni fyrir þingnefnd um brottrekstur átta alríkissaksóknara og skýldi sér á bak við fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Sá viðauki kveður á um að vitni þurfi ekki að svara spurningum ef að svörin gætu leitt til eigin sakfellingar. 26.3.2007 22:20 Bretar segjast geta sýnt fram á sakleysi sjóliða Bretar sögðu í dag að þeir muni sanna að bresku sjóliðarnir, sem Íranar handtóku á föstudaginn, hafi verið á írösku hafsvæði þegar handtökurnar átti sér stað. Sannanirnar segjast þeir ætla að sýna ef sjóliðunum verður ekki sleppt fljótlega. Íranar hafa haldið því fram að hermennirnir hafi verið á írönsku hafsvæði og að þess vegna hafi þeir verið handteknir. 26.3.2007 21:45 Sameinuðu þjóðirnar leggja til friðarráðstefnu Arabaríkja Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að Ísraelar, Palestínumenn og Arabaríkin taki sig saman og reyni að endurlífga friðarferlið í Mið-Austurlöndum. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú þar á ferðalagi sem og aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon. 26.3.2007 21:25 Fjöldamótmæli í Pakistan Stjórnarandstæðingar í Pakistan mótmæltu í þúsundatali í víða um landið í dag og kröfðust afsagnar Pervez Musharraf, forseta landsins. Mótmælin voru friðsamleg en voru fámennari en skipuleggjendur höfðu vonast til. 26.3.2007 21:13 Egyptar kjósa um bann við trúarlegum stjórnmálaflokkum Rólegt var á kjörstöðum í Egyptalandi í dag en kosið var um breytingar á stjórnarskrá landsins. Allir helstu stjórnarandstöðuflokkar höfðu sagt fylgismönnum sínum að sniðganga þær þar sem þær banna trúarlega stjórnmálaflokka. 26.3.2007 20:50 Fyrsti fanginn fyrir endurbættan herrétt David Hicks, sem er fangi í Guantanamo fangelsi Bandaríkjamanna og ásakaður um að hafa barist gegn þeim í Afganistan, fór í dag fyrir herrétt Bandaríkjamanna. Hicks á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi ef hann verður fundinn sekur. Hann hefur þegar eytt fimm árum í fangelsinu í Guantanamo. Hann er fyrsti fanginn sem fer fyrir hinn nýja dómstól sem notaður í málum gegn föngum í Guantanamo. 26.3.2007 20:09 Tamíl-tígrar gerðu loftárás Upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir ekki of djúpt í árina tekið að segja landið ramba á barmi borgarastyrjaldar. Þrír týndu lífi og 16 særðust í loftárás Tamíl-tígra á herflugvöll í höfuðborginni Colombo. Loftárásin er sú fyrsta sem tígrarnir gera. 26.3.2007 19:00 Sögulegt samkomulag í höfn Sögulegt samkomulag tókst í dag um myndun heimastjórnar á Norður-Írlandi. Leiðtogar Sambandsflokksins og Sinn Fein sömdu um þetta á fundi í morgun en þar til þá höfðu þeir aldrei hist augliti til auglits. 26.3.2007 18:16 Talibanar boða árásir á þýska hermenn Einn af leiðtogum Talibana í Afganistan segir að þegar þeir hefja sókn sína í sumar muni þeir beina byssum sínum að þýskum hermönnum og hermönnum annarra þjóða sem hingaðtil hafa að mestu sloppið við áökt. Klerkurinn Obaidullah Akhund segir að sexþúsund ungir hermenn séu reiðubúnir að fórna sér fyrir Allah í komandi átökum. 26.3.2007 16:42 Fjórir umhverfisráðherrar gegn Sellafield Umhverfisráðherrar fjögurra landa hafa sent breskum stjórnvöldum beiðni um að opna ekki endurvinnslustöðina í Sellafield á nýjan leik. Umhverfisráðherrar Íslands, Noregs, Írlands og Austurríkis eru nú á fundi í Belfast, til að leggja áherslu á andstöðu sína við Sellafield. Stöðinni var lokað árið 2005 eftir innanhúss leka á mjög geislavirkum úrgangi. 26.3.2007 16:05 Vill veita Kosovo sjálfstæði 26.3.2007 15:36 Anna Nicole lést af of stórum lyfjaskammti 26.3.2007 14:52 Á hraðri leið til... Portúgölsk samtök sem berjast fyrir betri umferðarmenningu hafa skrifað páfa bréf þar sem þau biðja hann um sjá til þess að prestur nokkur sem á 150 hestafla Ford Fiesta, falli ekki í þá freistni að aka of hratt. Faðir Antonio Rodrigues er eini maðurinn í Portúgal sem á Ford Fiesta 2000 ST. 26.3.2007 14:22 Ráku flóttamenn í sjóinn 26.3.2007 13:50 Sögulegur aprílmánuður 26.3.2007 13:37 Loftárás bætir við fleiri óvissuþáttum Þrír týndu lífi og 16 særðust í loftárás Tamíl-tígra á herflugvöll nærri Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem tígrarnir gera loftárás og segir upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins þetta bæta við fleiri óvissuþáttum í landinu. 26.3.2007 12:45 Sögulegt samkomulag á Norður-Írlandi Ian Paisley leiðtogi Sambandsflokksins og Gerry Adams leiðtogi Sinn Fein hafa komist að samkomulagi um myndun heimastjórnar á Norður-Írlandi. Stjórnin tekur til starfa 8. maí. Þetta er sögulegt samkomulag en þar til í dag höfðu leiðtogar Sambandsflokksins og Sinn Fein aldrei fundað. 26.3.2007 11:22 Erlendur námsmaður myrtur í Jemen Erlendur námsmaður fórst og annar særðist þegar uppreisnarmenn sjíta gerðu árás á háskóla í norðurhluta Jemen í dag. Ekki hefur verið gefið upp hvaðan námsmaðurinn var en Reuters-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að hann hafi verið franskur. 26.3.2007 11:09 Íranir hætta ekki auðgun úrans Mahmoud Ahadinejad forseti Íran segir að ekki verði hætt við kjarnorkuáætlun landsins þrátt fyrir hertar efnahagsþvinganir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir á vefsíðu sinni að Íranir muni „aðlaga“ samskipti sín við þær þjóðir sem standi að ályktun ráðsins. „Íran mun ekki hætta við sína löglegu og friðsamlegu kjarnorkuáætlun, við munum ekki hika eina sekúndu vegna þessarar ólöglegu ályktunnar“, segir á vefsíðu forsetans, www.president.ir. „Íranska þjóðin mun ekki gleyma því hver studdi og hver hafnaði ályktuninni þegar við aðlögum alþjóðleg samskipti okkar,“ án þess að gefa til kynna hvað slík aðlögun felur í sér. 25.3.2007 20:00 Berlínarályktun undirrituð Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í dag ályktun um að endurbætur verði gerðar á stofnanakerfi ESB innan tveggja ára. Hálf öld er í dag frá undirritun Rómarsáttmálans og var þeim tímamótum fagnað í Berlín. 25.3.2007 19:45 Haldi lífi í dreifðari byggðum Innflytjendur og farandverkafólk hafa, í mörgum tilfellum, hleypt miklu lífi í dreifðari byggðir Bretlands og Skotlands við að setjast þar að. Þetta segir breskur sérfræðingur í málefnum innflytjenda í dreifbýli. Hún geldur þó varhug við að stuðla að flutningi á svæði þar sem miklir erfiðleikar steðji að innfæddum. 25.3.2007 19:15 Hataði hann og myrti Hæstiréttur í Suður-Afríku hefur nú til meðferðar mál gegn morðingjum Gísla Þorkelssonar, sem myrtur var á hrottafenginn hátt þar í landi sumarið 2005. Aðalsakborningurinn hefur játað að hafa skotið hann en gengst ekki við því að morðið hafi verið framið að yfirlögðu ráði. 25.3.2007 18:45 Ný stjórnarskrá ESB fyrir 2009 Leiðtogar Evrópusambandsríkja skrifuðu í dag undir yfirlýsingu þess efnis að stjórnarskrá sambandsins verði endurnýjuð á næstu tveimur árum og leidd í gildi árið 2009. „Berlínaryfirlýsingin“ er hún kölluð og var undirrituð í tilefni af 50 ára afmæli Rómarsáttmálans. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði að þessu tilefni að ekkert væri því til fyrirstöðu að nefnd kæmi saman síðar á þessu ári til að ræða nýja stjórnarskrá. 25.3.2007 17:53 Myrti og brenndi fyrrverandi kærustu Nítján ára nemi í A&M háskólanum í Texas, Tynesha Stewart, var myrt af fyrrverandi kærasta sínum sem síðan bútaði lík hennar í sundur og brenndi líkið á grilli að sögn lögreglu. Lögregla hefur handtekið þann sem grunaður er um ódæðið, Timothy Shepherd, hann er 27 ára og er sagður hafa kyrkt stúlkuna vegna þess að hann var afbrýðisamur því hún var komin með nýjan kærasta. Lögregla leitar ekki lengur líkamsleifa Tynesha þar sem þeir segja litlar líkur á að nokkuð finnist í brunarústunum. Timothy hefur játað verknaðinn. 25.3.2007 17:39 Herferð gegn talibönum gengur vel Herforingjar NATO í Afganistan segja herferð sína gegn talibönum í suðurhluta landsins hafa gengið vel undanfarið. Akkilesar-áætlunin, eða vorherferð NATO gegn talibönum hófst í byrjun mánaðarins. Einn yfirmanna heraflans segir uppreisnarmenn talibana vera á flótta undan hersveitum. Stærstur hluti ópíumframleiðslu Afganistan er í suðurhluta landsins og þar hafa skærur milli uppreisnarmanna og hersveita verið tíðar undanfarna mánuði. 25.3.2007 17:29 Dauðadrukkinn Bretaprins réðist á ljósmyndara Harry Bretaprins fékk æðiskast og réðist að papparazzi-ljósmyndara sem var við að taka myndir af honum og stúlku sem hann var með á stefnumóti í gærkvöldi. Frá þessu er greint í breska slúðurtímaritinu News of the World. Það sem vekur einnig athygli News of the World er að stúlkan sem var á stefnumótinu með Harry var ekki kærasta hans til margra ára, Chelsey Davy heldur önnur, eldri stúlka. 25.3.2007 16:30 Rice: Stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna forgangsatriði Condoleeza Rice segir það að koma á tvíhliða viðræðum við stjórnvöld í Palestínu sé forgangsatriði í utanríkismálum Bandaríkjanna sem og stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þetta sagði hún á blaðamannafundi eftir að hafa hitt Hosni Mubarak forseta Egyptalands á fundi í Kaíró. 25.3.2007 15:53 Samherjar leggja á ráðin gegn Mugabe Samstarfsmenn Roberts Mugabe, forseta Simbabve, í Zanu-flokknum hafa lagt á ráðin með leiðtogum stjórnarandstöðunnar um að koma Mugabe frá völdum sem allra fyrst. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum í MDC-flokknum, flokki Morgan Tsvangirai. 25.3.2007 15:15 Sakar Írani um að taka breska hermenn í írakskri landhelgi Tony Blair forsætisráðherra Bretlands sakaði í dag Írani um að hafa tekið starfsmenn breska flotans höndum í írakskri lögsögu. Hann sagði aðgerðrnar óréttlætanlegar og rangar. Blair sagði frá þessu á blaðamannafundi í Berlín í dag, þar sem hann er viðstaddur hátíðahöld vegna 50 ára afmælis Evrópusambandsins. Íranir handtóku Bretana 15 á föstudag fyrir að hafa verið í íranskri landhelgi. 25.3.2007 15:02 Tíu fórust í eldvoða í Moskvu Tíu fórust þegar eldur braust út á næturklúbbi í Moskvu, höfuðborg Rússlands í nótt. Eldurinn kom upp nærri bar næturklúbbsins og nokkrir létust nær samstundist, að því er haldið er úr kolmónoxíðeitrun. 25.3.2007 13:29 Öflugir jarðskjálftar undan strönd Japans Að minnsta kosti einn týndi lífi og 160 slösuðust í öflugum jarðskjálfta sem varð undan vesturstönd Honshu-eyju í Japan í nótt. Skjálftin mældist 7,1 á richter. 25.3.2007 13:15 Hættulegasta kona Þýskalands gengur laus Birgiette Monhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, var látin laus úr fangelsi í Þýskalandi í dag. Þar hefur hún mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Henni var á árum áður lýst sem einni hættulegustu konu Þýskalands enda hlaut hún fimmfaldan lífstíðardóm fyrir morð og hryðjuverk. 25.3.2007 12:45 Evrópusamstarf 50 ára Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 27 komu saman til stórveislu í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi í tilefni af því að í dag er hálf öld liðin frá undirritun Rómarsáttmálans og stofnun Efnahagsbandalags Evrópu, forvera Evrópusambandsins. Hátíðarhöld verða í borginni í dag. 25.3.2007 12:00 Forsætisráðherra Armeníu látinn Forsætisráðherra Armeníu, Andranik Margaryan er látinn. Talskona hans tilkynnti í morgun að forsætisráðherrann hefði fengið hjartaáfall og dáið. Margaryan gengdi embætti forsætisráðherra frá árinu 2000. Margaryan var einn þeirra sem barðist mest gegn áhrifum Sovíetríkjanna þegar Armenía var hluti af þeim. 25.3.2007 11:41 Sjá næstu 50 fréttir
Skolpbylgja skall á þorpi Að minnsta kosti þrír týndu lífi og fjölmargra er saknað eftir að safnþró gaf sig og skolp flæddi um þorp á Gaza-svæðinu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld segja fjögura ára dreng og sjötuga konu meðal þeirra sem týndu lífi. Á þriðja tug húsa fóru í kaf og 25 hið minnsta slösuðust. 27.3.2007 12:45
Danir klaga grunuð skattsvik Æ fleiri Danskir borgarar greina þarlendum skattayfirvöldum frá grun sínum um sakttsvik einstaklinga og fyrirtækja. Á annað þúsund skattsvikamála, sem rannsökuð voru sérsaklega í Kaupmannahöfn í fyrra, voru til komin vegna svona ábendinga og þær eru mun fleiri í ár, að sögn Jótlandspóstsins. Ábendingarnar varða einkum svarta atvinnustarfssemi og mikla sjáanlega eyðslu umfram uppgefnar tekjur. Af fyrirtækjum er sérstaklega bent á Kioska, eða sjoppur, pitsustaði, grænmetissala og veitingastaði. 27.3.2007 12:30
Blair hótar Írönum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í morgun að ef ekki tækist að frelsa sjóliðana fimmtán, sem eru í haldi Íransstjórnar eftir diplómatískum leiðum, yrði gripið til annarra ráða. 27.3.2007 12:30
Hicks játaði Ástralinn David Hicks, sem setið hefur í fangabúðunum í Guantanamo undanfarin fimm ár, hefur viðurkennt fyrir herdómstól að hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi. Hicks er fyrsti Guantanamo-fanginn sem réttað er yfir samkvæmt lögum sem mannréttindasamtök hafa gagnrýnt ákaft. 27.3.2007 11:56
Prodi nagar neglurnar Brothætt stjórn Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu bíður nú kosningar um tillögur um að ítalskir friðargæsluliðar verði áfram í Afganistan. Þingið felldi svipaða tillögu fyrir um mánuði síðan og bauðst Prodi til að segja af sér vegna þess. Nokkurra daga stjórnarkreppa ríkti þá í landinu. Sumir samstarfsflokka Prodi í ríkisstjórn, aðallega þeir lengst til vinstri, vilja að hermennirnir verði kallaðir heim. 27.3.2007 11:49
Menn verða uppgefnir á að sofa hjá Vísindamenn í Austurríki hafa komist að því að heilastarfsemi karlmanna minnki tímabundið við að sofa í sama rúmi og önnur manneskja. Þegar þeir deili rúmi með öðrum heila nótt truflist svefninn, hvort sem þeir njóti ásta eða ekki. Þetta spilli andlegri getu þeirra næsta dag. 27.3.2007 11:30
Kínverjar heita stuðningi við Tíbet Íbúar Tíbet mega búast við mikilli uppbygginu í landi sínu á næstu árum. Stjórnvöld í Kína, sem hafa farið með stjórn í Tíbet um árabil, heita því að eyða því sem nemur 866 milljörðum íslenskra króna í uppbyggingu í landinu. 27.3.2007 11:16
Vilja meina Elton að koma til Tóbagó Leiðtogar kirkjuhópa á eyjunni Tóbagó segja að það ætti að banna Elton John að koma fram á jazzhátíð sem verður haldinn á eyjunni í lok apríl. Þeir segja að samkynhneigð Eltons gæti hugsanlega smitað út frá sér. Þeir hafa þegar reynt að sannfæra þing eyjarinnar um hversu skaðlegur Elton gæti reynst ungviði eyjunnar en allt kom fyrir ekki. 26.3.2007 23:43
Geimhöfn reist í Nýju Mexíkó Kjósendur í ríkinu Nýja Mexíkó í Bandaríkjunum munu brátt greiða atkvæði um hvort það eigi að reisa geimhöfn í ríkinu. Hún myndi gagnast einkafyrirtækjum sem ætla sér að fljúga farþegaflug út í geim. Ef kjósendur samþykkja nýjan skatt, sem fjármagna á byggingu geimhafnarinnar, verður hafist handa við byggingu hennar strax á þessu ári. 26.3.2007 23:26
Kabila ver ákvörðun sína um beita hernum Joseph Kabila, forseti Kongó, hefur varið þá ákvörðun sína að beita hernum gegn vopnuðum fylgismönnum Jean-Pierre Bemba í síðustu viku. Að minnsta kosti 150 manns létu lífið í átökunum í höfuðborginni Kinshasa. 26.3.2007 23:12
Stjórnvöld í Venesúela taka til sín land Stjórnvöld í Venesúela hafa tekið til sín 330.000 hektara af landi til þess að geta dreift því aftur út samkvæmt hugmyndum Hugo Chavez, forseta landsins, en hann ætlar sér að gera miklar endurbætur á landbúnaði í Venesúela. Chavez sagðist hafa tekið til sín 16 býli sem að hefðu ekki skilað hagnaði. 26.3.2007 22:57
Neitar að svara spurningum demókrata Aðstoðarkona Alberto Gonzales, aðalsaksóknara Bandaríkjanna, neitaði í dag að bera vitni fyrir þingnefnd um brottrekstur átta alríkissaksóknara og skýldi sér á bak við fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Sá viðauki kveður á um að vitni þurfi ekki að svara spurningum ef að svörin gætu leitt til eigin sakfellingar. 26.3.2007 22:20
Bretar segjast geta sýnt fram á sakleysi sjóliða Bretar sögðu í dag að þeir muni sanna að bresku sjóliðarnir, sem Íranar handtóku á föstudaginn, hafi verið á írösku hafsvæði þegar handtökurnar átti sér stað. Sannanirnar segjast þeir ætla að sýna ef sjóliðunum verður ekki sleppt fljótlega. Íranar hafa haldið því fram að hermennirnir hafi verið á írönsku hafsvæði og að þess vegna hafi þeir verið handteknir. 26.3.2007 21:45
Sameinuðu þjóðirnar leggja til friðarráðstefnu Arabaríkja Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að Ísraelar, Palestínumenn og Arabaríkin taki sig saman og reyni að endurlífga friðarferlið í Mið-Austurlöndum. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú þar á ferðalagi sem og aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon. 26.3.2007 21:25
Fjöldamótmæli í Pakistan Stjórnarandstæðingar í Pakistan mótmæltu í þúsundatali í víða um landið í dag og kröfðust afsagnar Pervez Musharraf, forseta landsins. Mótmælin voru friðsamleg en voru fámennari en skipuleggjendur höfðu vonast til. 26.3.2007 21:13
Egyptar kjósa um bann við trúarlegum stjórnmálaflokkum Rólegt var á kjörstöðum í Egyptalandi í dag en kosið var um breytingar á stjórnarskrá landsins. Allir helstu stjórnarandstöðuflokkar höfðu sagt fylgismönnum sínum að sniðganga þær þar sem þær banna trúarlega stjórnmálaflokka. 26.3.2007 20:50
Fyrsti fanginn fyrir endurbættan herrétt David Hicks, sem er fangi í Guantanamo fangelsi Bandaríkjamanna og ásakaður um að hafa barist gegn þeim í Afganistan, fór í dag fyrir herrétt Bandaríkjamanna. Hicks á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi ef hann verður fundinn sekur. Hann hefur þegar eytt fimm árum í fangelsinu í Guantanamo. Hann er fyrsti fanginn sem fer fyrir hinn nýja dómstól sem notaður í málum gegn föngum í Guantanamo. 26.3.2007 20:09
Tamíl-tígrar gerðu loftárás Upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka segir ekki of djúpt í árina tekið að segja landið ramba á barmi borgarastyrjaldar. Þrír týndu lífi og 16 særðust í loftárás Tamíl-tígra á herflugvöll í höfuðborginni Colombo. Loftárásin er sú fyrsta sem tígrarnir gera. 26.3.2007 19:00
Sögulegt samkomulag í höfn Sögulegt samkomulag tókst í dag um myndun heimastjórnar á Norður-Írlandi. Leiðtogar Sambandsflokksins og Sinn Fein sömdu um þetta á fundi í morgun en þar til þá höfðu þeir aldrei hist augliti til auglits. 26.3.2007 18:16
Talibanar boða árásir á þýska hermenn Einn af leiðtogum Talibana í Afganistan segir að þegar þeir hefja sókn sína í sumar muni þeir beina byssum sínum að þýskum hermönnum og hermönnum annarra þjóða sem hingaðtil hafa að mestu sloppið við áökt. Klerkurinn Obaidullah Akhund segir að sexþúsund ungir hermenn séu reiðubúnir að fórna sér fyrir Allah í komandi átökum. 26.3.2007 16:42
Fjórir umhverfisráðherrar gegn Sellafield Umhverfisráðherrar fjögurra landa hafa sent breskum stjórnvöldum beiðni um að opna ekki endurvinnslustöðina í Sellafield á nýjan leik. Umhverfisráðherrar Íslands, Noregs, Írlands og Austurríkis eru nú á fundi í Belfast, til að leggja áherslu á andstöðu sína við Sellafield. Stöðinni var lokað árið 2005 eftir innanhúss leka á mjög geislavirkum úrgangi. 26.3.2007 16:05
Á hraðri leið til... Portúgölsk samtök sem berjast fyrir betri umferðarmenningu hafa skrifað páfa bréf þar sem þau biðja hann um sjá til þess að prestur nokkur sem á 150 hestafla Ford Fiesta, falli ekki í þá freistni að aka of hratt. Faðir Antonio Rodrigues er eini maðurinn í Portúgal sem á Ford Fiesta 2000 ST. 26.3.2007 14:22
Loftárás bætir við fleiri óvissuþáttum Þrír týndu lífi og 16 særðust í loftárás Tamíl-tígra á herflugvöll nærri Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem tígrarnir gera loftárás og segir upplýsingafulltrúi norræna vopnahléseftirlitsins þetta bæta við fleiri óvissuþáttum í landinu. 26.3.2007 12:45
Sögulegt samkomulag á Norður-Írlandi Ian Paisley leiðtogi Sambandsflokksins og Gerry Adams leiðtogi Sinn Fein hafa komist að samkomulagi um myndun heimastjórnar á Norður-Írlandi. Stjórnin tekur til starfa 8. maí. Þetta er sögulegt samkomulag en þar til í dag höfðu leiðtogar Sambandsflokksins og Sinn Fein aldrei fundað. 26.3.2007 11:22
Erlendur námsmaður myrtur í Jemen Erlendur námsmaður fórst og annar særðist þegar uppreisnarmenn sjíta gerðu árás á háskóla í norðurhluta Jemen í dag. Ekki hefur verið gefið upp hvaðan námsmaðurinn var en Reuters-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að hann hafi verið franskur. 26.3.2007 11:09
Íranir hætta ekki auðgun úrans Mahmoud Ahadinejad forseti Íran segir að ekki verði hætt við kjarnorkuáætlun landsins þrátt fyrir hertar efnahagsþvinganir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir á vefsíðu sinni að Íranir muni „aðlaga“ samskipti sín við þær þjóðir sem standi að ályktun ráðsins. „Íran mun ekki hætta við sína löglegu og friðsamlegu kjarnorkuáætlun, við munum ekki hika eina sekúndu vegna þessarar ólöglegu ályktunnar“, segir á vefsíðu forsetans, www.president.ir. „Íranska þjóðin mun ekki gleyma því hver studdi og hver hafnaði ályktuninni þegar við aðlögum alþjóðleg samskipti okkar,“ án þess að gefa til kynna hvað slík aðlögun felur í sér. 25.3.2007 20:00
Berlínarályktun undirrituð Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í dag ályktun um að endurbætur verði gerðar á stofnanakerfi ESB innan tveggja ára. Hálf öld er í dag frá undirritun Rómarsáttmálans og var þeim tímamótum fagnað í Berlín. 25.3.2007 19:45
Haldi lífi í dreifðari byggðum Innflytjendur og farandverkafólk hafa, í mörgum tilfellum, hleypt miklu lífi í dreifðari byggðir Bretlands og Skotlands við að setjast þar að. Þetta segir breskur sérfræðingur í málefnum innflytjenda í dreifbýli. Hún geldur þó varhug við að stuðla að flutningi á svæði þar sem miklir erfiðleikar steðji að innfæddum. 25.3.2007 19:15
Hataði hann og myrti Hæstiréttur í Suður-Afríku hefur nú til meðferðar mál gegn morðingjum Gísla Þorkelssonar, sem myrtur var á hrottafenginn hátt þar í landi sumarið 2005. Aðalsakborningurinn hefur játað að hafa skotið hann en gengst ekki við því að morðið hafi verið framið að yfirlögðu ráði. 25.3.2007 18:45
Ný stjórnarskrá ESB fyrir 2009 Leiðtogar Evrópusambandsríkja skrifuðu í dag undir yfirlýsingu þess efnis að stjórnarskrá sambandsins verði endurnýjuð á næstu tveimur árum og leidd í gildi árið 2009. „Berlínaryfirlýsingin“ er hún kölluð og var undirrituð í tilefni af 50 ára afmæli Rómarsáttmálans. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði að þessu tilefni að ekkert væri því til fyrirstöðu að nefnd kæmi saman síðar á þessu ári til að ræða nýja stjórnarskrá. 25.3.2007 17:53
Myrti og brenndi fyrrverandi kærustu Nítján ára nemi í A&M háskólanum í Texas, Tynesha Stewart, var myrt af fyrrverandi kærasta sínum sem síðan bútaði lík hennar í sundur og brenndi líkið á grilli að sögn lögreglu. Lögregla hefur handtekið þann sem grunaður er um ódæðið, Timothy Shepherd, hann er 27 ára og er sagður hafa kyrkt stúlkuna vegna þess að hann var afbrýðisamur því hún var komin með nýjan kærasta. Lögregla leitar ekki lengur líkamsleifa Tynesha þar sem þeir segja litlar líkur á að nokkuð finnist í brunarústunum. Timothy hefur játað verknaðinn. 25.3.2007 17:39
Herferð gegn talibönum gengur vel Herforingjar NATO í Afganistan segja herferð sína gegn talibönum í suðurhluta landsins hafa gengið vel undanfarið. Akkilesar-áætlunin, eða vorherferð NATO gegn talibönum hófst í byrjun mánaðarins. Einn yfirmanna heraflans segir uppreisnarmenn talibana vera á flótta undan hersveitum. Stærstur hluti ópíumframleiðslu Afganistan er í suðurhluta landsins og þar hafa skærur milli uppreisnarmanna og hersveita verið tíðar undanfarna mánuði. 25.3.2007 17:29
Dauðadrukkinn Bretaprins réðist á ljósmyndara Harry Bretaprins fékk æðiskast og réðist að papparazzi-ljósmyndara sem var við að taka myndir af honum og stúlku sem hann var með á stefnumóti í gærkvöldi. Frá þessu er greint í breska slúðurtímaritinu News of the World. Það sem vekur einnig athygli News of the World er að stúlkan sem var á stefnumótinu með Harry var ekki kærasta hans til margra ára, Chelsey Davy heldur önnur, eldri stúlka. 25.3.2007 16:30
Rice: Stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna forgangsatriði Condoleeza Rice segir það að koma á tvíhliða viðræðum við stjórnvöld í Palestínu sé forgangsatriði í utanríkismálum Bandaríkjanna sem og stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þetta sagði hún á blaðamannafundi eftir að hafa hitt Hosni Mubarak forseta Egyptalands á fundi í Kaíró. 25.3.2007 15:53
Samherjar leggja á ráðin gegn Mugabe Samstarfsmenn Roberts Mugabe, forseta Simbabve, í Zanu-flokknum hafa lagt á ráðin með leiðtogum stjórnarandstöðunnar um að koma Mugabe frá völdum sem allra fyrst. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum í MDC-flokknum, flokki Morgan Tsvangirai. 25.3.2007 15:15
Sakar Írani um að taka breska hermenn í írakskri landhelgi Tony Blair forsætisráðherra Bretlands sakaði í dag Írani um að hafa tekið starfsmenn breska flotans höndum í írakskri lögsögu. Hann sagði aðgerðrnar óréttlætanlegar og rangar. Blair sagði frá þessu á blaðamannafundi í Berlín í dag, þar sem hann er viðstaddur hátíðahöld vegna 50 ára afmælis Evrópusambandsins. Íranir handtóku Bretana 15 á föstudag fyrir að hafa verið í íranskri landhelgi. 25.3.2007 15:02
Tíu fórust í eldvoða í Moskvu Tíu fórust þegar eldur braust út á næturklúbbi í Moskvu, höfuðborg Rússlands í nótt. Eldurinn kom upp nærri bar næturklúbbsins og nokkrir létust nær samstundist, að því er haldið er úr kolmónoxíðeitrun. 25.3.2007 13:29
Öflugir jarðskjálftar undan strönd Japans Að minnsta kosti einn týndi lífi og 160 slösuðust í öflugum jarðskjálfta sem varð undan vesturstönd Honshu-eyju í Japan í nótt. Skjálftin mældist 7,1 á richter. 25.3.2007 13:15
Hættulegasta kona Þýskalands gengur laus Birgiette Monhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, var látin laus úr fangelsi í Þýskalandi í dag. Þar hefur hún mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Henni var á árum áður lýst sem einni hættulegustu konu Þýskalands enda hlaut hún fimmfaldan lífstíðardóm fyrir morð og hryðjuverk. 25.3.2007 12:45
Evrópusamstarf 50 ára Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 27 komu saman til stórveislu í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi í tilefni af því að í dag er hálf öld liðin frá undirritun Rómarsáttmálans og stofnun Efnahagsbandalags Evrópu, forvera Evrópusambandsins. Hátíðarhöld verða í borginni í dag. 25.3.2007 12:00
Forsætisráðherra Armeníu látinn Forsætisráðherra Armeníu, Andranik Margaryan er látinn. Talskona hans tilkynnti í morgun að forsætisráðherrann hefði fengið hjartaáfall og dáið. Margaryan gengdi embætti forsætisráðherra frá árinu 2000. Margaryan var einn þeirra sem barðist mest gegn áhrifum Sovíetríkjanna þegar Armenía var hluti af þeim. 25.3.2007 11:41