Fleiri fréttir Blair: „Við erum að gera hið rétta“ Tony Blair forsætisráðherra Bretlands þvertekur fyrir að vera hersveita Breta og Bandaríkjamanna í Írak geri illt verra. Hann segir að vesturveldin eigi að hætta að biðjast afsökunnar á því að gera „hið rétta“ í Írak. Þetta sagði Blair í viðtali á Sky News í morgun en nú stendur yfir sérstök Íraksvika á stöðinni. Blair sagði: „Við eigum að vera þar að berjast við fólk sem reynir að eyðileggja möguleika á lýðræði með hryðjuverkum“. Innrásin í Írak er sennilega stærsta ákvörðun sem Blair hefur tekið á tíu ára ferli sínum sem forsætisráðherra og sú sem hefur reynst honum erfiðust. Mörg flokkssystkina hans hafa snúist gegn honum vegna hennar. 15.3.2007 11:49 Sýknaður af sölu hakakrossa Hæstiréttur Þýskalands hefur snúið við dómi gegn eiganda póstverslunar sem var dæmdur í 300 þúsund króna sekt fyrir að selja vörur með hakakrossi nazista. Samkvæmt þýskum lögum er bannað að bera eða sýna hakakrossinn opinberlega. 15.3.2007 11:32 Varaforseti Saddams dæmdur til dauða Dauðadómur var staðfestur yfir fyrrverandi varaforseta Saddam Hussein. Taha Yassin Ramadan var dæmdur af áfrýjunardómstól Íraks og verður hengdur fyrir morðin á 148 sjítum eins og Saddam og tveir aðstoðarmenn hans. 15.3.2007 11:25 Stal fyrir insúlíni Listaverkaþjófur var settur í fangelsi í fimm ár eftir að upp komst um 200 listaverk metin á fimm milljón dollara væru horfin úr listaverkasafni í St. Petersburg. Kona mannsins vann á safninu og höfðu þau í sameiningu stolið verkum þaðan í mörg ár. Að sögn mannsins gerðu þau það aðeins til þess að geta keypt insulin handa konunni, en hún dó úr hjartaáfalli eftir að upp komst um þjófnaðinn. Á meðal verka sem skötuhjúin stálu voru verk eftir Leonardo da Vinci og Claude Monet. 15.3.2007 10:57 Tíu ára stúlka í Egyptalandi greinist með fuglaflensu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin greindi frá því í dag að tíu ára stúlka hefði greinst með fuglaflensu í Egyptalandi, en hún er 25. manneskjan þar í landi sem greinist með sjúkdóminn. Haft er eftir egypskum fjölmiðlum að komið hafi verið með stúlkuna á sjúkahús í gær þar sem hún þjáðist af hita og verkjum í vöðvum. 14.3.2007 23:31 Hækkanir á mörkuðum í Bandaríkjunum í dag Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum réttu sig af í dag eftir nokkuð skarpa lækkun í gær upp á tvö prósent sem hafði áhrif víða um heim. Dow Jones fór á tímabili niður fyrir 12 þúsund stig í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði en endaði 12.133 stigum í lok dags og hækkaði því um nærri hálft prósent frá því í gær. 14.3.2007 22:58 Írar drykkfelldastir ESB-þjóða Írar eru drykkfelldastir Evrópusambandsþjóða ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var á drykkjuvenjum innan sambandsins. Rúmlega þriðjungur Íra drekkur áfengi í óhófi þegar hann fær sér í glas en með óhófi er miðað við fimm drykki eða meira í hvert skipti sem menn blóta Bakkusi. 14.3.2007 20:50 Tillaga um endurnýjun kjarnorkukafbátaflota samþykkt Þingmenn í neðri deild breska þingsins samþykktu í kvöld með yfirgnæfandi meirihluta tillögur Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, um að endurnýja kjarnorkuvopnabúr Bretlands. 14.3.2007 19:47 Reka 300 starfsmenn Danska ríkisútvarpið ætlar að segja upp 10% starfsmanna sinna á þessu ári vegna kostnaðar við byggingu nýrra höfuðstöðva sem hefur farið fram úr áætlun. Fjölmargir starfsmenn lögðu niður vinnu í dag til að mótmæla aðgerðunum. 14.3.2007 19:15 Vaknaði og féll svo aftur í dá Læknar í Bandaríkjunum standa ráðþrota frammi fyrir ráðgátunni um konuna sem vaknaði úr 6 ára dái, vakti í 3 daga og féll síðan aftur í dá. Þeir kunna engar skýringar á því hvað hafi vakið hana og síðan valdið því að hún féll aftur í dá. 14.3.2007 18:45 Írak vill afnema dauðarefsingu Ríkisstjórn Íraks, sem hlaut mikla gagnrýni fyrir hvernig staðið var að aftöku Saddams Hussein, vill afnema dauðarefsingu, að sögn mannréttindaráðherra landsins. Wijdan Michael segir að það verði gert í áföngum. Fyrsta skrefið verði að afnema dauðarefsingar fyrir brot önnur en þau allra verstu, svosem þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 14.3.2007 16:45 Bretar vilja ekki opna Heathrow Bretar vilja fresta gildistöku samnings um frjálst flug milli Evrópu og Bandaríkjanna, um eitt ár. Samningurinn á að taka gildi í október á þessu ári, og kemur í staðin fyrir gamlan samning sem rekja má allt aftur til síðari heimsstyrjaldarinnar. Bretar veigra sér við því að létta hömlum af Heathrow flugvelli sem er stærsta flugmiðstöð í Evrópu. 14.3.2007 15:39 Svartir sjónvarpsskjáir í Danmörku 14.3.2007 14:34 Tsvangirai á gjörgæslu Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi vegna gruns um höfuðkúpubrot. Á myndum má sjá að hann er með svöðusár á höfði, sem hann hlaut meðan hann var í vörslu lögreglunnar. Talsmaður hans segir að Tsvangirai muni fara í heilaskönnun og einnig þurfi hann að fá blóðgjöf vegna mikils blóðmissis af sárum sínum. 14.3.2007 14:18 Kosið um þjóðstjórn á laugardag Kosið verður um hvort þjóðstjórn Palestínumanna nýtur trausts í þinginu nú á laugardag. Þetta samþykktu þeir Mahmoud Abbas forseti og Ismail Haniyeh forsætisráðherra í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildamönnum sínum. Fatah- og Hamas hreyfingarnar samþykktu á fundi í Mekka fyrir um mánuði síðan að mynda þjóðstjórn Palestínumanna til að binda endi á skærur á milli stuðningsmanna fylkinganna. 14.3.2007 13:37 Tilbreyting í kynlífinu Lestarstjórar í Þrándheimi, í Noregi, horfa nokkuð áhyggjufullir til sumarsins sem brátt fer í hönd. Þá þurfa þeir að takast á við nýja hættu í starfi sínu. Nýjasta sportið hjá ungum spennufíklum í Norður-Noregi er nefnilega að stunda ástaleiki á járnbrautarteinum. Vandamálið er orðið það alvarlegt að þegar lestarstjórar í Þrándheimi mæta á vakt um helgar, fá þeir aðvörun, ef vitað er til þess að verið sé að halda partí í almenningsgarðinum í Verdal. 14.3.2007 13:30 El Baradei segir viðræður hafa tekist vel Mohammad El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir Norður-Kóreumenn staðfasta í áætlunum sínum um að láta af allri notkun kjarnorku. El Baradei er nýkominn til Peking í Kína þar sem hann vitnar um árangur af fundum sínum með yfirvöldum í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Hann sagðist vonast til þess að brátt gætu kjarnorkueftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna snúið aftur til Norður-Kóreu en það er talið lykilinn að árangri. Fyrir rétt um mánuði síðan samþykktu Norður-Kóreumenn að láta af allri notkun kjarnorku í skiptum fyrir efnahagsaðstoð í viðræðum sex ríkja, Norður- og Suður-Kóreu, Kína, Japan, Rússlands og Bandaríkjanna. 14.3.2007 12:45 Tsvangirai höfuðkúpubrotinn Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve er höfuðkúpubrotinn eftir ofbeldi lögreglu og er á gjörgæslu á spítala. Þetta sagði talsmaður hans í morgun. „Hann hefur þurft að fá lítra af blóði vegna þess að læknar segja að hann hafi misst mikið blóð. Þá var höfuð hans sneiðmyndað vegna þess að höfuðkúpan er brotin", sagði William Bango talsmaður Tsvangirai. Tsvangirai, sem er 55 ára þarf að líkindum að liggja um nokkra hríð á spítala að segir talsmaðurinn við Reuters-fréttastofuna. 14.3.2007 12:30 Táningar sem fara í megrun líklegri til að þyngjast til lengri tíma Táningar sem fara í megrun til að missa nokkur kíló eru líklegri en aðrir að sleppa morgunverði og til að borða á milli mála. Það gæti verið hluti skýringar þess að þessir táningar eru líklegri til þess að þyngjast til lengri tíma en þeir jafnaldrar þeirra sem ekki fara í megrun. 14.3.2007 12:00 Fréttamenn Danska útvarpsins í verkfalli Fréttamenn Danska ríkisútvarpsins eru í verkfalli til að mótmæla uppsögnum meira en 300 starfsmanna útvarpsins. Þeir segja leið stofnunarinnar liggja beint niður ef ekkert verði að gert og biðla til stjórnmálamanna að veita meiri fjármunum til hennar. Sparnaðaraðgerðirnar sem stjórn útvarpsins hefur kynnt munu hafa áhrif um komandi ár en segja fréttamennirnir það algjörlega óverjandi. „DR hættir nú á að hlustendur, áhorfendur og starfsmenn fari að flýja frá borði ef ríkisstjórn og þing standa ekki undir ábyrgð sinni“, segir í yfirlýsingu fréttamanna. Það sem hefur reynst útvarpinu fjötur um fót eru gríðarlega kostnaðarsamar framkvæmdir við byggingu á útvarpsþorpi á Amager, „DR-byen“ í útjaðri Kaupmannahafnar. 14.3.2007 11:38 Íranir mundu láta hart mæta hörðu Íranir mundu láta hart mæta hörðu ef Bandaríkjamenn mundu ráðast inn í landið til að trufla kjarnorkuáætlanir. Þetta segir Ali Larijani yfirsamningamaður Íransstjórnar í kjarnorkumálum. Hann sagði slík viðbrögð eðlileg. Stjórnvöld í Washington halda því enn fram að leita eigi friðsamlegra leiða til að leysa deiluna en Bandaríkjastjórn er viss í sinni sök um að Íranir ætli að þróa kjarnavopn en þeim sökum hafa Íranir hins vegar staðfastlega neitað. 14.3.2007 11:29 El Baradei farinn frá Pyongyang Mohammed El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofunarinnar er farinn frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu eftir tveggja daga viðræður við stjórnvöld þar um kjarnorkumál og áætlanir um að slökkva á eina kjarnaofni landsins. El Baradei gat ekki hitt aðal kjarnorkusamningamann landsins, sem sagðist of önnum kafinn til að hitta hann. 14.3.2007 10:57 Græn stefna í Bretlandi Bresk stjórnvöld ætla að draga úr losun koltvísýrings um 60% fyrir árið 2050. Frumvarpsdrög sem miða að því voru kynnt á breska þinginu í dag. Málið er þverpólitískt enda umhverfismál ofarlega á dagskrá hjá öllum stjórnmálaflokkum í Bretlandi. 13.3.2007 19:31 Búrhvalur drekkti sjómanni Japanskur sjómaður týndi lífi þegar hann og tveir félagar hans reyndu að bjarga búrhval sem hafði villst af leið undan vesturströnd Japans í dag. Mennirnir þrír skullu í sjóinn þegar hvalurinn sló sér í bátana sem þeir voru á. 13.3.2007 19:30 Dolce & Gabbana hætta að auglýsa á Spáni Tískufyrirtækið Dolce & Gabbana ætlar að hætta öllum auglýsingum í spænskum fjölmiðlum, til þess að verja frelsi sitt til sköpunar, eins og það er orðað. Spænsk yfirvöld höfðu farið fram á að nýjasta auglýsingaherferð fyrirtækisins verði bönnuð, þar sem hún niðurlægi konur. 13.3.2007 16:38 Svíar stuðla að kynþáttahatri á Finnum Svíar draga upp neikvæða mynd af Finnlandi, Finnum og Svíþjóðarfinnum í kennslubókum og stuðla þannig jafnvel að kynþáttahatri. Þetta segir Raija Vahasalo fulltrúi sendinefndar Finna í Norðurlandaráði. Hann sendi fyrirspurn um málið til Jans Björklunds menntamálaráðherra Svía. 13.3.2007 15:48 Skilur eftir sig látin ungbörn Þýska lögreglan, í Flensborg, leitar nú ákaft að konu sem á tveim árum hefur skilið eftir sig tvö látin ungbörn, við dönsku landamærin. Ekki er vitað hvort konan er dönsk eða þýsk. Í síðustu viku fannst lík af nýfæddu barni á áningarstað við þjóðveginn rétt handan landamæranna. Það var vafið inn í handklæði og hafði verið sett í innkaupapoka úr plasti. 13.3.2007 15:34 Rússar smíða nýjar eldflaugar Yfirmaður rússneska flughersins upplýsti í dag að þeir væru að smíða nýja tegund loftvarnaeldflauga, sem væru bæði öflugri og nákvæmari en þær sem nú eru í vopnabúrinu. Jafnframt gagnrýndi hann Bandaríkjamenn harðlega fyrir að ætla að koma upp loftvarnakerfi í Evrópu. 13.3.2007 14:46 150 nauðganir á dag Samtök kaupsýslumanna í Suður-Afríku hafa hvatt ríkisstjórn landsins til þess að herða baráttuna gegn glæpum, en tíðni glæpa í landinu er með því hæsta í heiminum. Kaupsýslumennirnir bjóðast til að leggja sjálfir fram umtalsverða fjármuni. 13.3.2007 14:18 Tsvangirai á sjúkrahús Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, var í dag fluttur á sjúkrahús ásamt 49 félögum sínum, sem voru handteknir á bænasamkomu um síðustu helgi. Margir mannanna voru illa útleiknir eftir barsmíðar lögreglu, ekki síst Tsvangirai sem var með mikla höfuðáverka og átti erfitt með gang, þegar hann kom fyrir dómara, í dag. Mennirnir voru sendir á sjúkrahús beint úr réttarsalnum. 13.3.2007 13:33 Trylltur köttur Kona á sextugsaldri, í Idaho í Bandaríkjunum, var flutt á sjúkrahús með meira en tuttugu bitsár eftir að heimilisköttur hennar trylltist og réðist á hana. Afbrýðisemi virðist hafa ráðið árás kattarins. Nágranni konunnar hafði komið með annan kött að dyrum hennar, því hann hélt að það væri heimiliskötturinn. 13.3.2007 13:30 Kastali Drakúla til sölu Bran-kastali í Rúmeníu, betur þekktur sem heimili Drakúla greifa, er til sölu. Kaupandi þarf að reiða fram jafnvirði tæpra 7 milljarða íslenskra króna fyrir þennan 13. aldar kastala. 13.3.2007 13:30 Norska lögreglan segist hlusta Norska lögreglan hefur, í fyrsta skipti birt yfirlit yfir klögumál á hendur lögregluþjónum og málsmeðferð þeirra. Samkvæmt skýrslunni viðurkennir lögreglan að í fjórum tilfellum af hverjum tíu hafi meðferð lögreglu verið ámælisverð eða óheppileg. 13.3.2007 13:15 Stal demöntum fyrir 2 milljarða Belgíska lögreglan hefur boðið jafnvirði rúmlega 175 milljóna króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku manns sem stal demöntum úr banka í Antwerpen í síðustu viku. Demantarnir eru metnir á jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna. 13.3.2007 13:00 Nauðlending með bilað framhjól Farþegaflugvél japanska All Nippon flugfélagsins var nauðlent í suð-vestur Japan snemma í morgun án þess að nokkurn sakaði. 56 farþegar og 4 manna áhöfn voru um borð. Flugvélin hringsólaði yfir flugvellinum í Kochi í tvær klukkustundir með bilaðan lendingarbúnað að framan. Þegar fullvíst var að hjól kæmi ekki niður var ákveðið að lenda á aftari hjólum. Nef vélarinnar seig svo niður í lendingunni. 13.3.2007 12:45 Tsvangirai leiddur fyrir rétt blár og marinn Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, var leiddur fyrir dómara í morgun ásamt fimmtíu bandamönnum sínum. Allir voru þeir handteknir á sunnudaginn. Töluvert sá á Tsvangirai að sögn vitna sem rennir stoðum undir ásakanir um harðræði lögreglu. 13.3.2007 11:56 Ólöglegar veiðar í lögsögu Noregs Áhöfn rússneska togarans Nemanskiy er grunuð um ólöglegar veiðar í Barentshafi. Þetta kemur fram á vef Skipafrétta. Á myndum sem strandæslan í Noregi tók úr eftirlitsflugvél má einnig sjá að togarinn hefur siglt undir fölsku nafni og númeri. 13.3.2007 11:16 Pútín heimsækir páfa Vladímír Pútín Rússlandsforseti kom í dag í opinbera heimsókn til Vatíkansins og verður þetta í fyrsa sinn sem forsetinn hittir Benedikt sextánda páfa. Þá áætlar Pútín einnig að hitta Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu í heimsókn sinni. Pútín og páfi munu ræða bætt samskipti á milli Vatíkansins og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar en saga deilna á milli þessara kirkna er aldalöng. Foveri Benedikts í páfastóli Jóhannes Páll páfi annar ætlaði sér að heimsækja Rússland eftir fall Sovíetríkjanna í þeim tilgangi að græða samskipti Vatíkans og rétttrúnaðarkirkjunnar en honum entist ekki aldur og heilsa til. Þá mun Pútín ræða orkumál við Prodi forsætisráðherra. 13.3.2007 10:59 Mikil samúð við útför barna í New York Mikill mannfjöldi safnaðist saman í New York í dag til þess að fylgja til grafar níu börnum og einum fullorðnum, sem fórust í eldsvoða í Bronx hverfi í síðustu viku. Fólkið var allt innflytjendur frá Mali sem létu lífið í mannskæðasta bruna í borginni í sautján ár. Það var borið til grafar í einföldum krossviðarkistum og viðstaddir grétu þegar litlar kistur barnanna voru bornar inn í bænahús múslima. 12.3.2007 22:51 Nígerískir hermenn frelsa Evrópubúa Nígerískir hermenn hafa frelsað þrjá evrópska starfsmenn olíufélags, sem var rænt í Port Harvourt, fyrir nokkrum dögum. Talsmaður hersins segir að árásin á búðir mannræningjanna hefði gengið að óskum og enginn gíslanna hefði meiðst. Breskur olíustarfsmaður og þrír aðrir létu lífið í samskonar björgunaraðgerð í nóvember síðastliðnum. 12.3.2007 22:11 Stjórnarandstæðingur illa leikinn Hæstiréttur í Zimbabwe hefur skipað lögreglunni að leyfa lögfræðingum að heimsækja stjórnarandstöðuleiðtogann Morgan Tswangirai, sem er sagður illa haldinn af höfuðáverka sem hann hlaut í vörslu lögreglunnar, en hann var handtekinn ásamt tugum stuðningsmanna sinna, á bænasamkomu í gær. 12.3.2007 21:52 qaSvI´ngoch chedrwI´ Áttuð þið í smá erfiðleikum með þessa fyrirsögn ? Það er kannski ekki nema von, því þetta er klingonska. Klingonskan er töluð af hinum herskáu Klingonum sem eru aðal andstæðingar mannanna í geimvísindaþáttunum Star Trek. Ástæðan fyrir þessari fyrirsögn hér er að flytja ykkur fréttir af frændum vorum Finnum. 12.3.2007 21:33 Vilja svipta Adolf ríkisborgararétti Flokksdeild þýskra jafnaðarmanna í Brunswick vill svipta nazistaleiðtogann Hitler ríkisborgararétti, en það var einmitt í þeirri borg sem Austurríkismaðurinn Adolf Hitler fékk þýskan ríkisborgararétt fyrir 75 árum. Hitler afsalaði sér austurrískum ríkisborgararétti árið 1925, en fékk ekki borgararétt í Austurríki fyrr en árið 1932, þegar nazistar þar í bæ útveguðu honum vinnu sem opinber starfsmaður. Það var seint í febrúar. 12.3.2007 21:08 Saka Rússa um þyrluárás Forseti Georgíu boðaði öryggisráð landsins til neyðarfundar, í dag, eftir að ríkisstjórnin hafði sakað Rússa um að gera þyrluárás á umdeilt landsvæð á landamærum Georgíu og Abkasíu. Mikhail Saakashvili, forseti, sagði að þrjár rússneskar herþyrlur hefðu látið sprengjum 12.3.2007 20:43 Rifist um smokka Ríkisstjórn Brasilíu gefur tugmilljónir smokka á hverju ári til þess að draga úr útbreiðslu alnæmis og þykir hafa tekist vel til í þessu landi frjálsra ásta. Að auki reka stjórnvöld öflugan áróður fyrir notkun smokka. Brasilía er fjölmennasta ríki kaþólikka í heiminum, með 185 milljónir íbúa. 12.3.2007 20:06 Sjá næstu 50 fréttir
Blair: „Við erum að gera hið rétta“ Tony Blair forsætisráðherra Bretlands þvertekur fyrir að vera hersveita Breta og Bandaríkjamanna í Írak geri illt verra. Hann segir að vesturveldin eigi að hætta að biðjast afsökunnar á því að gera „hið rétta“ í Írak. Þetta sagði Blair í viðtali á Sky News í morgun en nú stendur yfir sérstök Íraksvika á stöðinni. Blair sagði: „Við eigum að vera þar að berjast við fólk sem reynir að eyðileggja möguleika á lýðræði með hryðjuverkum“. Innrásin í Írak er sennilega stærsta ákvörðun sem Blair hefur tekið á tíu ára ferli sínum sem forsætisráðherra og sú sem hefur reynst honum erfiðust. Mörg flokkssystkina hans hafa snúist gegn honum vegna hennar. 15.3.2007 11:49
Sýknaður af sölu hakakrossa Hæstiréttur Þýskalands hefur snúið við dómi gegn eiganda póstverslunar sem var dæmdur í 300 þúsund króna sekt fyrir að selja vörur með hakakrossi nazista. Samkvæmt þýskum lögum er bannað að bera eða sýna hakakrossinn opinberlega. 15.3.2007 11:32
Varaforseti Saddams dæmdur til dauða Dauðadómur var staðfestur yfir fyrrverandi varaforseta Saddam Hussein. Taha Yassin Ramadan var dæmdur af áfrýjunardómstól Íraks og verður hengdur fyrir morðin á 148 sjítum eins og Saddam og tveir aðstoðarmenn hans. 15.3.2007 11:25
Stal fyrir insúlíni Listaverkaþjófur var settur í fangelsi í fimm ár eftir að upp komst um 200 listaverk metin á fimm milljón dollara væru horfin úr listaverkasafni í St. Petersburg. Kona mannsins vann á safninu og höfðu þau í sameiningu stolið verkum þaðan í mörg ár. Að sögn mannsins gerðu þau það aðeins til þess að geta keypt insulin handa konunni, en hún dó úr hjartaáfalli eftir að upp komst um þjófnaðinn. Á meðal verka sem skötuhjúin stálu voru verk eftir Leonardo da Vinci og Claude Monet. 15.3.2007 10:57
Tíu ára stúlka í Egyptalandi greinist með fuglaflensu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin greindi frá því í dag að tíu ára stúlka hefði greinst með fuglaflensu í Egyptalandi, en hún er 25. manneskjan þar í landi sem greinist með sjúkdóminn. Haft er eftir egypskum fjölmiðlum að komið hafi verið með stúlkuna á sjúkahús í gær þar sem hún þjáðist af hita og verkjum í vöðvum. 14.3.2007 23:31
Hækkanir á mörkuðum í Bandaríkjunum í dag Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum réttu sig af í dag eftir nokkuð skarpa lækkun í gær upp á tvö prósent sem hafði áhrif víða um heim. Dow Jones fór á tímabili niður fyrir 12 þúsund stig í dag í fyrsta sinn í fjóra mánuði en endaði 12.133 stigum í lok dags og hækkaði því um nærri hálft prósent frá því í gær. 14.3.2007 22:58
Írar drykkfelldastir ESB-þjóða Írar eru drykkfelldastir Evrópusambandsþjóða ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var á drykkjuvenjum innan sambandsins. Rúmlega þriðjungur Íra drekkur áfengi í óhófi þegar hann fær sér í glas en með óhófi er miðað við fimm drykki eða meira í hvert skipti sem menn blóta Bakkusi. 14.3.2007 20:50
Tillaga um endurnýjun kjarnorkukafbátaflota samþykkt Þingmenn í neðri deild breska þingsins samþykktu í kvöld með yfirgnæfandi meirihluta tillögur Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, um að endurnýja kjarnorkuvopnabúr Bretlands. 14.3.2007 19:47
Reka 300 starfsmenn Danska ríkisútvarpið ætlar að segja upp 10% starfsmanna sinna á þessu ári vegna kostnaðar við byggingu nýrra höfuðstöðva sem hefur farið fram úr áætlun. Fjölmargir starfsmenn lögðu niður vinnu í dag til að mótmæla aðgerðunum. 14.3.2007 19:15
Vaknaði og féll svo aftur í dá Læknar í Bandaríkjunum standa ráðþrota frammi fyrir ráðgátunni um konuna sem vaknaði úr 6 ára dái, vakti í 3 daga og féll síðan aftur í dá. Þeir kunna engar skýringar á því hvað hafi vakið hana og síðan valdið því að hún féll aftur í dá. 14.3.2007 18:45
Írak vill afnema dauðarefsingu Ríkisstjórn Íraks, sem hlaut mikla gagnrýni fyrir hvernig staðið var að aftöku Saddams Hussein, vill afnema dauðarefsingu, að sögn mannréttindaráðherra landsins. Wijdan Michael segir að það verði gert í áföngum. Fyrsta skrefið verði að afnema dauðarefsingar fyrir brot önnur en þau allra verstu, svosem þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 14.3.2007 16:45
Bretar vilja ekki opna Heathrow Bretar vilja fresta gildistöku samnings um frjálst flug milli Evrópu og Bandaríkjanna, um eitt ár. Samningurinn á að taka gildi í október á þessu ári, og kemur í staðin fyrir gamlan samning sem rekja má allt aftur til síðari heimsstyrjaldarinnar. Bretar veigra sér við því að létta hömlum af Heathrow flugvelli sem er stærsta flugmiðstöð í Evrópu. 14.3.2007 15:39
Tsvangirai á gjörgæslu Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi vegna gruns um höfuðkúpubrot. Á myndum má sjá að hann er með svöðusár á höfði, sem hann hlaut meðan hann var í vörslu lögreglunnar. Talsmaður hans segir að Tsvangirai muni fara í heilaskönnun og einnig þurfi hann að fá blóðgjöf vegna mikils blóðmissis af sárum sínum. 14.3.2007 14:18
Kosið um þjóðstjórn á laugardag Kosið verður um hvort þjóðstjórn Palestínumanna nýtur trausts í þinginu nú á laugardag. Þetta samþykktu þeir Mahmoud Abbas forseti og Ismail Haniyeh forsætisráðherra í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildamönnum sínum. Fatah- og Hamas hreyfingarnar samþykktu á fundi í Mekka fyrir um mánuði síðan að mynda þjóðstjórn Palestínumanna til að binda endi á skærur á milli stuðningsmanna fylkinganna. 14.3.2007 13:37
Tilbreyting í kynlífinu Lestarstjórar í Þrándheimi, í Noregi, horfa nokkuð áhyggjufullir til sumarsins sem brátt fer í hönd. Þá þurfa þeir að takast á við nýja hættu í starfi sínu. Nýjasta sportið hjá ungum spennufíklum í Norður-Noregi er nefnilega að stunda ástaleiki á járnbrautarteinum. Vandamálið er orðið það alvarlegt að þegar lestarstjórar í Þrándheimi mæta á vakt um helgar, fá þeir aðvörun, ef vitað er til þess að verið sé að halda partí í almenningsgarðinum í Verdal. 14.3.2007 13:30
El Baradei segir viðræður hafa tekist vel Mohammad El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir Norður-Kóreumenn staðfasta í áætlunum sínum um að láta af allri notkun kjarnorku. El Baradei er nýkominn til Peking í Kína þar sem hann vitnar um árangur af fundum sínum með yfirvöldum í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Hann sagðist vonast til þess að brátt gætu kjarnorkueftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna snúið aftur til Norður-Kóreu en það er talið lykilinn að árangri. Fyrir rétt um mánuði síðan samþykktu Norður-Kóreumenn að láta af allri notkun kjarnorku í skiptum fyrir efnahagsaðstoð í viðræðum sex ríkja, Norður- og Suður-Kóreu, Kína, Japan, Rússlands og Bandaríkjanna. 14.3.2007 12:45
Tsvangirai höfuðkúpubrotinn Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve er höfuðkúpubrotinn eftir ofbeldi lögreglu og er á gjörgæslu á spítala. Þetta sagði talsmaður hans í morgun. „Hann hefur þurft að fá lítra af blóði vegna þess að læknar segja að hann hafi misst mikið blóð. Þá var höfuð hans sneiðmyndað vegna þess að höfuðkúpan er brotin", sagði William Bango talsmaður Tsvangirai. Tsvangirai, sem er 55 ára þarf að líkindum að liggja um nokkra hríð á spítala að segir talsmaðurinn við Reuters-fréttastofuna. 14.3.2007 12:30
Táningar sem fara í megrun líklegri til að þyngjast til lengri tíma Táningar sem fara í megrun til að missa nokkur kíló eru líklegri en aðrir að sleppa morgunverði og til að borða á milli mála. Það gæti verið hluti skýringar þess að þessir táningar eru líklegri til þess að þyngjast til lengri tíma en þeir jafnaldrar þeirra sem ekki fara í megrun. 14.3.2007 12:00
Fréttamenn Danska útvarpsins í verkfalli Fréttamenn Danska ríkisútvarpsins eru í verkfalli til að mótmæla uppsögnum meira en 300 starfsmanna útvarpsins. Þeir segja leið stofnunarinnar liggja beint niður ef ekkert verði að gert og biðla til stjórnmálamanna að veita meiri fjármunum til hennar. Sparnaðaraðgerðirnar sem stjórn útvarpsins hefur kynnt munu hafa áhrif um komandi ár en segja fréttamennirnir það algjörlega óverjandi. „DR hættir nú á að hlustendur, áhorfendur og starfsmenn fari að flýja frá borði ef ríkisstjórn og þing standa ekki undir ábyrgð sinni“, segir í yfirlýsingu fréttamanna. Það sem hefur reynst útvarpinu fjötur um fót eru gríðarlega kostnaðarsamar framkvæmdir við byggingu á útvarpsþorpi á Amager, „DR-byen“ í útjaðri Kaupmannahafnar. 14.3.2007 11:38
Íranir mundu láta hart mæta hörðu Íranir mundu láta hart mæta hörðu ef Bandaríkjamenn mundu ráðast inn í landið til að trufla kjarnorkuáætlanir. Þetta segir Ali Larijani yfirsamningamaður Íransstjórnar í kjarnorkumálum. Hann sagði slík viðbrögð eðlileg. Stjórnvöld í Washington halda því enn fram að leita eigi friðsamlegra leiða til að leysa deiluna en Bandaríkjastjórn er viss í sinni sök um að Íranir ætli að þróa kjarnavopn en þeim sökum hafa Íranir hins vegar staðfastlega neitað. 14.3.2007 11:29
El Baradei farinn frá Pyongyang Mohammed El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofunarinnar er farinn frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu eftir tveggja daga viðræður við stjórnvöld þar um kjarnorkumál og áætlanir um að slökkva á eina kjarnaofni landsins. El Baradei gat ekki hitt aðal kjarnorkusamningamann landsins, sem sagðist of önnum kafinn til að hitta hann. 14.3.2007 10:57
Græn stefna í Bretlandi Bresk stjórnvöld ætla að draga úr losun koltvísýrings um 60% fyrir árið 2050. Frumvarpsdrög sem miða að því voru kynnt á breska þinginu í dag. Málið er þverpólitískt enda umhverfismál ofarlega á dagskrá hjá öllum stjórnmálaflokkum í Bretlandi. 13.3.2007 19:31
Búrhvalur drekkti sjómanni Japanskur sjómaður týndi lífi þegar hann og tveir félagar hans reyndu að bjarga búrhval sem hafði villst af leið undan vesturströnd Japans í dag. Mennirnir þrír skullu í sjóinn þegar hvalurinn sló sér í bátana sem þeir voru á. 13.3.2007 19:30
Dolce & Gabbana hætta að auglýsa á Spáni Tískufyrirtækið Dolce & Gabbana ætlar að hætta öllum auglýsingum í spænskum fjölmiðlum, til þess að verja frelsi sitt til sköpunar, eins og það er orðað. Spænsk yfirvöld höfðu farið fram á að nýjasta auglýsingaherferð fyrirtækisins verði bönnuð, þar sem hún niðurlægi konur. 13.3.2007 16:38
Svíar stuðla að kynþáttahatri á Finnum Svíar draga upp neikvæða mynd af Finnlandi, Finnum og Svíþjóðarfinnum í kennslubókum og stuðla þannig jafnvel að kynþáttahatri. Þetta segir Raija Vahasalo fulltrúi sendinefndar Finna í Norðurlandaráði. Hann sendi fyrirspurn um málið til Jans Björklunds menntamálaráðherra Svía. 13.3.2007 15:48
Skilur eftir sig látin ungbörn Þýska lögreglan, í Flensborg, leitar nú ákaft að konu sem á tveim árum hefur skilið eftir sig tvö látin ungbörn, við dönsku landamærin. Ekki er vitað hvort konan er dönsk eða þýsk. Í síðustu viku fannst lík af nýfæddu barni á áningarstað við þjóðveginn rétt handan landamæranna. Það var vafið inn í handklæði og hafði verið sett í innkaupapoka úr plasti. 13.3.2007 15:34
Rússar smíða nýjar eldflaugar Yfirmaður rússneska flughersins upplýsti í dag að þeir væru að smíða nýja tegund loftvarnaeldflauga, sem væru bæði öflugri og nákvæmari en þær sem nú eru í vopnabúrinu. Jafnframt gagnrýndi hann Bandaríkjamenn harðlega fyrir að ætla að koma upp loftvarnakerfi í Evrópu. 13.3.2007 14:46
150 nauðganir á dag Samtök kaupsýslumanna í Suður-Afríku hafa hvatt ríkisstjórn landsins til þess að herða baráttuna gegn glæpum, en tíðni glæpa í landinu er með því hæsta í heiminum. Kaupsýslumennirnir bjóðast til að leggja sjálfir fram umtalsverða fjármuni. 13.3.2007 14:18
Tsvangirai á sjúkrahús Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, var í dag fluttur á sjúkrahús ásamt 49 félögum sínum, sem voru handteknir á bænasamkomu um síðustu helgi. Margir mannanna voru illa útleiknir eftir barsmíðar lögreglu, ekki síst Tsvangirai sem var með mikla höfuðáverka og átti erfitt með gang, þegar hann kom fyrir dómara, í dag. Mennirnir voru sendir á sjúkrahús beint úr réttarsalnum. 13.3.2007 13:33
Trylltur köttur Kona á sextugsaldri, í Idaho í Bandaríkjunum, var flutt á sjúkrahús með meira en tuttugu bitsár eftir að heimilisköttur hennar trylltist og réðist á hana. Afbrýðisemi virðist hafa ráðið árás kattarins. Nágranni konunnar hafði komið með annan kött að dyrum hennar, því hann hélt að það væri heimiliskötturinn. 13.3.2007 13:30
Kastali Drakúla til sölu Bran-kastali í Rúmeníu, betur þekktur sem heimili Drakúla greifa, er til sölu. Kaupandi þarf að reiða fram jafnvirði tæpra 7 milljarða íslenskra króna fyrir þennan 13. aldar kastala. 13.3.2007 13:30
Norska lögreglan segist hlusta Norska lögreglan hefur, í fyrsta skipti birt yfirlit yfir klögumál á hendur lögregluþjónum og málsmeðferð þeirra. Samkvæmt skýrslunni viðurkennir lögreglan að í fjórum tilfellum af hverjum tíu hafi meðferð lögreglu verið ámælisverð eða óheppileg. 13.3.2007 13:15
Stal demöntum fyrir 2 milljarða Belgíska lögreglan hefur boðið jafnvirði rúmlega 175 milljóna króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku manns sem stal demöntum úr banka í Antwerpen í síðustu viku. Demantarnir eru metnir á jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna. 13.3.2007 13:00
Nauðlending með bilað framhjól Farþegaflugvél japanska All Nippon flugfélagsins var nauðlent í suð-vestur Japan snemma í morgun án þess að nokkurn sakaði. 56 farþegar og 4 manna áhöfn voru um borð. Flugvélin hringsólaði yfir flugvellinum í Kochi í tvær klukkustundir með bilaðan lendingarbúnað að framan. Þegar fullvíst var að hjól kæmi ekki niður var ákveðið að lenda á aftari hjólum. Nef vélarinnar seig svo niður í lendingunni. 13.3.2007 12:45
Tsvangirai leiddur fyrir rétt blár og marinn Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, var leiddur fyrir dómara í morgun ásamt fimmtíu bandamönnum sínum. Allir voru þeir handteknir á sunnudaginn. Töluvert sá á Tsvangirai að sögn vitna sem rennir stoðum undir ásakanir um harðræði lögreglu. 13.3.2007 11:56
Ólöglegar veiðar í lögsögu Noregs Áhöfn rússneska togarans Nemanskiy er grunuð um ólöglegar veiðar í Barentshafi. Þetta kemur fram á vef Skipafrétta. Á myndum sem strandæslan í Noregi tók úr eftirlitsflugvél má einnig sjá að togarinn hefur siglt undir fölsku nafni og númeri. 13.3.2007 11:16
Pútín heimsækir páfa Vladímír Pútín Rússlandsforseti kom í dag í opinbera heimsókn til Vatíkansins og verður þetta í fyrsa sinn sem forsetinn hittir Benedikt sextánda páfa. Þá áætlar Pútín einnig að hitta Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu í heimsókn sinni. Pútín og páfi munu ræða bætt samskipti á milli Vatíkansins og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar en saga deilna á milli þessara kirkna er aldalöng. Foveri Benedikts í páfastóli Jóhannes Páll páfi annar ætlaði sér að heimsækja Rússland eftir fall Sovíetríkjanna í þeim tilgangi að græða samskipti Vatíkans og rétttrúnaðarkirkjunnar en honum entist ekki aldur og heilsa til. Þá mun Pútín ræða orkumál við Prodi forsætisráðherra. 13.3.2007 10:59
Mikil samúð við útför barna í New York Mikill mannfjöldi safnaðist saman í New York í dag til þess að fylgja til grafar níu börnum og einum fullorðnum, sem fórust í eldsvoða í Bronx hverfi í síðustu viku. Fólkið var allt innflytjendur frá Mali sem létu lífið í mannskæðasta bruna í borginni í sautján ár. Það var borið til grafar í einföldum krossviðarkistum og viðstaddir grétu þegar litlar kistur barnanna voru bornar inn í bænahús múslima. 12.3.2007 22:51
Nígerískir hermenn frelsa Evrópubúa Nígerískir hermenn hafa frelsað þrjá evrópska starfsmenn olíufélags, sem var rænt í Port Harvourt, fyrir nokkrum dögum. Talsmaður hersins segir að árásin á búðir mannræningjanna hefði gengið að óskum og enginn gíslanna hefði meiðst. Breskur olíustarfsmaður og þrír aðrir létu lífið í samskonar björgunaraðgerð í nóvember síðastliðnum. 12.3.2007 22:11
Stjórnarandstæðingur illa leikinn Hæstiréttur í Zimbabwe hefur skipað lögreglunni að leyfa lögfræðingum að heimsækja stjórnarandstöðuleiðtogann Morgan Tswangirai, sem er sagður illa haldinn af höfuðáverka sem hann hlaut í vörslu lögreglunnar, en hann var handtekinn ásamt tugum stuðningsmanna sinna, á bænasamkomu í gær. 12.3.2007 21:52
qaSvI´ngoch chedrwI´ Áttuð þið í smá erfiðleikum með þessa fyrirsögn ? Það er kannski ekki nema von, því þetta er klingonska. Klingonskan er töluð af hinum herskáu Klingonum sem eru aðal andstæðingar mannanna í geimvísindaþáttunum Star Trek. Ástæðan fyrir þessari fyrirsögn hér er að flytja ykkur fréttir af frændum vorum Finnum. 12.3.2007 21:33
Vilja svipta Adolf ríkisborgararétti Flokksdeild þýskra jafnaðarmanna í Brunswick vill svipta nazistaleiðtogann Hitler ríkisborgararétti, en það var einmitt í þeirri borg sem Austurríkismaðurinn Adolf Hitler fékk þýskan ríkisborgararétt fyrir 75 árum. Hitler afsalaði sér austurrískum ríkisborgararétti árið 1925, en fékk ekki borgararétt í Austurríki fyrr en árið 1932, þegar nazistar þar í bæ útveguðu honum vinnu sem opinber starfsmaður. Það var seint í febrúar. 12.3.2007 21:08
Saka Rússa um þyrluárás Forseti Georgíu boðaði öryggisráð landsins til neyðarfundar, í dag, eftir að ríkisstjórnin hafði sakað Rússa um að gera þyrluárás á umdeilt landsvæð á landamærum Georgíu og Abkasíu. Mikhail Saakashvili, forseti, sagði að þrjár rússneskar herþyrlur hefðu látið sprengjum 12.3.2007 20:43
Rifist um smokka Ríkisstjórn Brasilíu gefur tugmilljónir smokka á hverju ári til þess að draga úr útbreiðslu alnæmis og þykir hafa tekist vel til í þessu landi frjálsra ásta. Að auki reka stjórnvöld öflugan áróður fyrir notkun smokka. Brasilía er fjölmennasta ríki kaþólikka í heiminum, með 185 milljónir íbúa. 12.3.2007 20:06