Fleiri fréttir Þjóðverjar heimsmeistarar í handknattleik Þjóðverjar tryggðu sér í dag heimsmeistaratitilinn í handknattleik á heimavelli þegar þeir lögðu nágranna sína Pólverja í úrslitaleik frammi fyrir fullu húsi í Köln. Lokatölur í leiknum urðu 29-24. 4.2.2007 16:56 Áframhaldandi skærur á Gasaströndinni í dag Vopnahlé sem fylkingar Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna sömdu um á föstudag hefur ekki haldið í dag því komið hefur til átaka milli fylkinganna á Gasaströndinni. 4.2.2007 16:45 Ætla að kenna breskum ungmennum mandarín og urdu Breskum táningum verður boðið upp á læra tungumálin mandarín og urdu til jafns við frönsku og þýsku samkvæmt nýjum hugmyndum breskra menntamálayfirvalda. 4.2.2007 16:24 Vindhviður sagðar hafa farið upp í 73 metra á sekúndu Íbúar í miðhluta Flórída sem urðu fyrir barðinu á kröftugum stormi sem gekk yfir svæðið á föstudag héldu í dag áfram að leita að heillegum munum í rústum húsa sinna. Fram kemur á fréttavef CNN að vindhviður hafi farið upp í 73 metra á sekúndu og rifið allt sem á vegi þeirra varð. 4.2.2007 15:39 Starfsmenn alþjóðlegu geimstöðvarinnar í endurbótaleiðangri Tveir af starfsmönnum alþjóðlegu geimstöðvarinnar fóru í dag í geimgöngu þar sem lokið verður við að koma upp nýju kælikerfi í stöðinni. 4.2.2007 15:09 Viðurkenna að herþyrlur hafi verið skotnar niður Bandaríkjaher hefur viðurkennt að fjórar þyrlur sem hrapað hafa í Írak síðustu vikur hafi að líkindum verið skotnar niður. Alls hafa 20 manns týnt lífi í atvikunum fjórum 4.2.2007 14:36 Viðurkenndi að hafa myrt Palme í bréfi til kærustu sinnar Christer Pettersson, sem grunaður var um að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, viðurkenndi fyrir leynilegri kærustu sinni að hann hefði drepið forsætisráðherrann. Frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet og vitnar í bréf sem Petterson skrifaði til kærustunnar. 4.2.2007 13:51 Leita sér aðstoðar vegna vændiskvennafíknar Ráðgjafarskrifstofa í tengslum við vændi í Danmörku hefur haft í nógu að snúast frá því að henni var komið á fót fyrir hálfu ári. Eftir því sem segir á vef Jótlandspóstsins hefur skrifstofan haft í nógu að snúast við að hjálpa karlmönnum sem sagðir eru háðir því að kaupa þjónustu vændiskvenna. 4.2.2007 13:25 Á fjórða tug dó í námuslysi 32 kólumbískir verkamenn biðu bana í sprengingu í kolanámu norðausturhluta landsins í gærkvöld. Talið er að neisti hafi komist í gas á um fjögur hundruð metra dýpi í námugöngunum og þau hrunið. 4.2.2007 13:00 Þúsund fallnir á sjö dögum Forsætisráðherra Íraks kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í ofbeldisverkum í landinu. 4.2.2007 12:00 Ók inn í þvögu í brúðkaupi í Stokkhólmi Lögregla í Stokkhólmi leitar nú manns sem ók á bíl inn í hóp fólks sem stóð fyrir utan veitingastað í borginni þar sem verið var að halda brúðkaupsveislu. Eftir því sem sænska ríkisútvarpið greinir frá slösuðust sjö þegar maðurinn keyrði inn í þvöguna, þar af einn alvarlega. 4.2.2007 11:51 Léku rangan þjóðsöng Stjórnvöld á eynni Grenada í Karabíska hafinu eru í öngum sínum eftir að þjóðsöngur Taívans var leikinn í stað þess kínverska þegar nýr íþróttavöllur var tekinn í notkun um helgina í höfuðborginni St. Johns. 4.2.2007 11:45 Segja helming árásarmanna koma frá Sýrlandi Íröksk stjórnvöld segja að helmingur þeirra andófsmanna úr röðum súnnía sem staðið hafi fyrir sprengjuárásum að undanförnu í Írak hafi komið frá Sýrlandi. Segjast yfirvöld í Írak jafnframt hafa sýnt sýrlenskum stjórnvöldum sannanir þar að lútandi. 4.2.2007 11:32 Aukin útgjöld til varnarmála George Bush Bandaríkjaforseti segir að í næstu fjárlögum ríkisins verði útgjöld til varnarmála aukin á kostnað útgjalda til innanríkismála. 4.2.2007 11:15 Vara við árásum á Íran Þrír fyrrverandi hershöfðingjar úr Bandaríkjaher vara eindregið við hernaðaraðgerðum gegn Írönum í bréfi sem þeir birta í breska blaðinu Sunday Times í dag. 4.2.2007 11:15 Byrjað að slátra kalkúnum á býlinu í Suffolk-héraði Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar hafist handa við að slátra þeim 160 þúsund kalkúnum sem aldir hafa verið á kalkúnabúinu í Suffolk-héraði þar sem fuglaflensa af H5N1-stofni greindist í gær. Eins og kunnugt er getur veiran borist í menn og dregið þá til dauða en sérfræðingar segja litlar líkur á því að það gerist nú. 4.2.2007 11:12 Rúmlega helmingur Breta vill Blair burt strax Ríflega helmingur Breta telur að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætti að hætta strax samkvæmt könnun sem birt er í dagblaðinu Sunday Express í dag. 56 prósent aðspurðra segja tímabært að forsætisráðherrann taki pokann sinn en aðeins 37 prósent vilja að hann starfi áfram. 4.2.2007 10:53 Óttast farsóttir Mikil flóð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, hafa kostað níu mannslíf og hrakið tvö hundruð þúsund manns af heimilum sínum. Gríðarleg úrkoma hefur verið á þessum slóðum að undanförnu enda stendur regntímabilið sem hæst. 4.2.2007 10:30 Þúsund fallnir á einni viku Íraska ríkissstjórnin kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í sjálfsmorðsárásum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna að því er Reuters-fréttastofan hermir. 4.2.2007 10:00 Merkel á ferð um Miðausturlönd Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Kaíró á fyrsta degi sínum í ferðalagi um Miðausturlönd þar sem hún mun ræða stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs. 3.2.2007 20:45 Aðgerðasinnar leggja aftur undir sig hús í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók undir kvöld um 80 aðgerðasinna sem lagt höfðu undir sig hús í norðvesturhluta borginnar. Hópurinn, sem berst fyrir nýjum samkomustað í borginni í kjölfar þess að Æskulýðshúsinu svokallaða var lokað, lagði húsið undir sig skömmu eftir hádegi í dag en það eru í eigu Kaupmannahafnarborgar. 3.2.2007 20:34 Segist munu binda enda á stríðið í Írak sem forseti Hillary Clinton, sem hefur boðið sig fram sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008, segist munu binda enda á stríðið í Írak ef hún verði fyrir valinu sem forsetaefni flokksins. Þessu lýsti hún yfir á fundi með átta öðrum sem vonast eftir því að verða forsetaefni demókrata í kosningunum. 3.2.2007 19:28 Stjórnarskrárvarinn réttur til að blóta Dómstóll í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur komist að því að lögreglumaður hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar með því að handtaka mann fyrir að blóta á almennum borgarafundi. 3.2.2007 19:15 Alþjóðleg umhverfislögregla Jacques Chirac, Frakklandsforseti, skorar á þjóðir heims að setja umhverfismál í forgang á alþjóðavettvangi. Fjörutíu og sex ríki styðja tillögu Chiracs um nýja umhverfisstofnun sem gæti jafnvel knúið ríki til að framfylgja alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. 3.2.2007 18:45 Tuttugu látnir eftir óveðrið í Flórída Tuttugu hafa nú fundist látnir eftir að óveður gekk yfir miðhluta Flórída í gær. Ríkisstjórinn í Flórída, Charlie Crist, fór um hamfarasvæðið í dag og sá hundruð húsa, fyrirtækja og kirkna í rúst. 3.2.2007 18:16 Ákærðir fyrir að njósna um Egypta í þágu Ísraels Ríkissaksóknari í Egyptalandi hefur ákært Egypta með kanadískt ríkisfang og þrjá Ísraela fyrir njósnir í þágu Ísraels. Fram kom í máli saksóknarans í dag að Egyptinn, Mohammed Essam el-Attar, hefði verið handtekinn en að hinir þrír væru í Tyrklandi og Kanada og að handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur þeim. 3.2.2007 17:03 Ein mannskæðasta árás sem gerð hefur verið í Írak Nú er ljóst að 105 eru látnir og 225 særðir eftir að vöruflutningabíll hlaðinn sprengiefni sprakk í loft upp í hverfi sjía í miðborg Bagdad í dag. 3.2.2007 16:28 Veiktust af völdum eiturefnaleka í Kína Einn lést og yfir 120 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að andað sér gufum frá eitruðum úrgangi sem lak úr flutningabíl í Hubei-hérðaði í Mið-Kína. Frá þessu greindi kínverska ríkissjónvarpið í dag. 3.2.2007 16:16 Hundruðum bjargað eftir að ís brotnaði og rak á haf út Hátt fimm hundruð manns sem voru við veiðar við strendur Okhotsk í Síberíu var bjargað eftir að ís sem fólkið stóð á brotnaði og rak á haf út. 3.2.2007 15:57 Mikið mannfall í bílsprengjuárás í Bagdad 45 eru látnir og 95 særðir eftir að vörubíll fullur af sprengiefni sprakk við fjölfarinn markað í miðborg Bagdad í dag. Sprengingin varð í Sadriya-hverfinu þar sem sjíar eru fjölmennir en sprengjuárásir hafa áður verið gerðar þar. 3.2.2007 15:04 Ráðast gegn talibönum í Musa Qala Afganskar hersveitir munu með stuðningi hersveita NATO ráðast til atlögu við talibana í bænum Musa Qala í suðurhluta Afganistans að því er fráfarandi yfirmaður NATO-liðsins greindi frá í dag. 3.2.2007 14:56 Hótar að fresta knattspyrnuleikjum ótímabundið vegna óláta Ítalska knattspyrnusambandið hefur hótað því að fresta öllum knattspyrnuleikjum í ótilgreindan tíma eftir að lögreglumaður lét lífið í gær í tengslum við átök milli hópa áhangenda sikileysku liðanna Catania og Palermo. 3.2.2007 14:41 Átök þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé Til átaka hefur komið milli stuðningsmanna Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-liða á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé. Tólf særðust snemma í morgun átökum og þá sökuðu Fatah-liðar Hamas um að hafa rænt 40 öryggisvörðum á eftirlitsstöðvum á Gasa. 3.2.2007 13:56 Mannfall í röð bílsprengjuárása í Kirkuk Fimm eru sagðir látnir og um 40 særðir eftir röð bílsprengjuárása í Kirkuk í Norður-Írak í dag. Sjö sprengjur munu hafa sprungið á nokkrum stöðum í borginni á tveimur klukkustundum og beindust þær meðal annnar að skrifstofum tveggja kúrdískra stjórnmálaflokka sem lokaðar voru í dag. 3.2.2007 13:33 Kjarnorkuveri lokað í Svíþjóð í nótt vegna gúmmíþéttingar Forsmark-kjarnorkuverinu í Svíþjóð var lokað í nótt eftir að í ljós kom við prófanir að slit var í gúmmíþéttingu. Stjórnendur versins tóku enga áhættu og voru sérfræðingar kallaðir til til að rannsaka kjarnorkuverið frekar. 3.2.2007 12:45 Næstmannskæðasti stormur sem gengið hefur yfir Flórída Björgunarsveitir leita nú fólks í rústum húsa í bæjum í miðhluta Flórídaríkis þar sem óveður gekk yfir í gær. Nítján hafa fundist látnir eftir illviðrið og eru hundruð heimila í rúst. 3.2.2007 12:30 Fuglaflensa staðfest á bóndabýli í Suffolk á Englandi Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur staðfest að 2500 kalkúnar sem drápust á bóndabæ í Sullfolk á Englandi á fimmtudag hafi verið smitaðir af hinum banvæna H5N1-stofni fuglaflensunnar. 3.2.2007 11:35 Hundrað þúsund manns flýja heimili sín vegna flóða í Djakarta Fimm hafa fundist látnir og hundrað þúsund hafa yfirgefið heimili sín vegna flóða í Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Þar hefur ringt án afláts í tvo daga og eru stórir hlutar borgarinnar á floti og hefur björgunarlið þurft að notast við báta til að koma nauðstöddum til aðstoðar. 3.2.2007 11:30 Allir vilja breytingar nema Bush Ríkisstjórnir um allan heim segja brýnt að bregðast snarlega við til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir að svört skýrsla sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna birtist í gær. Ekki þó George Bush Bandaríkjaforseti sem hyggst ekki gangast undir alþjóðlegar skuldbindingar. 3.2.2007 10:30 Nítján látnir eftir illviðri í Flórída Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að skýstrókar gengu yfir miðhluta Flórída í gær og skildu eftir sig slóð eyðileggingar. Verst var ástandið í bæðum Paisley þar sem þrettán létust og þá létust sex í bænum Lady Lake. 3.2.2007 09:54 Rottweilerinn sér um lömbin Þó svo að rottweiler hundar hafi á sér slæmt orðspor er einn þeirra að sýna fram á að þeir séu ekki svo slæmir. Hann hefur nefnilega tekið að sér að ala upp tvö lömb. 2.2.2007 23:30 Sérsveitir indíána elta uppi eiturlyfjasala Sérsveit bandarískra indíána hefur verið valin til þess að vakta landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Índíánarnir nota til þess tækni sem forfeður þeirra fullkomnuðu og foreldrar þeirra kenndu þeim síðan. Þeir eiga að rekja spor í eyðimerkurlandslaginu við landamæri ríkjanna tveggja til þess að hafa uppi á eiturlyfjasölum og smyglurum. 2.2.2007 23:07 Hamas fordæma friðarumleitarnir fjórveldanna Palestínska heimastjórnin, sem lýtur forystu Hamas samtakanna, fordæmdi í kvöld aðilana fjóra, eða fjórveldin, sem eru að reyna að miðla málum á svæðinu um þessar mundir. Það eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland. Palestínumenn sögðu að Bandaríkin stjórnuðu þar öllu og að stefnan væri að refsa Palestínu. 2.2.2007 22:34 K-Fed boðið að vinna á Taco Bell Hjónaband hans endaði með skilnaði, enginn keypti plötuna hans og nú leikur hann sjálfan sig í sjónvarpsauglýsingum að vinna á hamborgarastað. Til þess að taka af allan vafa um hvort frægðarsól Kevin Federline sé að hníga til viðar bauð skyndibitakeðjan Taco Bell honum að vinna í klukkutíma á einum veitingastað þeirra. 2.2.2007 22:15 Viacom hótar YouTube Viacom Inc. krafðist þess í dag að vefsíðan YouTube fjarlægði fleiri en 100.000 myndbönd af vefþjónum sínum eftir að viðræður um dreifingu á efninu mistókust. Viacom á meðal annars í MTV og BET en samkvæmt tölum óháðs matmanns hefur verið horft á myndbönd með efni frá fyrirtækjum í eigu Viacom oftar en þúsund milljón sinnum. 2.2.2007 22:00 Sjá næstu 50 fréttir
Þjóðverjar heimsmeistarar í handknattleik Þjóðverjar tryggðu sér í dag heimsmeistaratitilinn í handknattleik á heimavelli þegar þeir lögðu nágranna sína Pólverja í úrslitaleik frammi fyrir fullu húsi í Köln. Lokatölur í leiknum urðu 29-24. 4.2.2007 16:56
Áframhaldandi skærur á Gasaströndinni í dag Vopnahlé sem fylkingar Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna sömdu um á föstudag hefur ekki haldið í dag því komið hefur til átaka milli fylkinganna á Gasaströndinni. 4.2.2007 16:45
Ætla að kenna breskum ungmennum mandarín og urdu Breskum táningum verður boðið upp á læra tungumálin mandarín og urdu til jafns við frönsku og þýsku samkvæmt nýjum hugmyndum breskra menntamálayfirvalda. 4.2.2007 16:24
Vindhviður sagðar hafa farið upp í 73 metra á sekúndu Íbúar í miðhluta Flórída sem urðu fyrir barðinu á kröftugum stormi sem gekk yfir svæðið á föstudag héldu í dag áfram að leita að heillegum munum í rústum húsa sinna. Fram kemur á fréttavef CNN að vindhviður hafi farið upp í 73 metra á sekúndu og rifið allt sem á vegi þeirra varð. 4.2.2007 15:39
Starfsmenn alþjóðlegu geimstöðvarinnar í endurbótaleiðangri Tveir af starfsmönnum alþjóðlegu geimstöðvarinnar fóru í dag í geimgöngu þar sem lokið verður við að koma upp nýju kælikerfi í stöðinni. 4.2.2007 15:09
Viðurkenna að herþyrlur hafi verið skotnar niður Bandaríkjaher hefur viðurkennt að fjórar þyrlur sem hrapað hafa í Írak síðustu vikur hafi að líkindum verið skotnar niður. Alls hafa 20 manns týnt lífi í atvikunum fjórum 4.2.2007 14:36
Viðurkenndi að hafa myrt Palme í bréfi til kærustu sinnar Christer Pettersson, sem grunaður var um að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, viðurkenndi fyrir leynilegri kærustu sinni að hann hefði drepið forsætisráðherrann. Frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet og vitnar í bréf sem Petterson skrifaði til kærustunnar. 4.2.2007 13:51
Leita sér aðstoðar vegna vændiskvennafíknar Ráðgjafarskrifstofa í tengslum við vændi í Danmörku hefur haft í nógu að snúast frá því að henni var komið á fót fyrir hálfu ári. Eftir því sem segir á vef Jótlandspóstsins hefur skrifstofan haft í nógu að snúast við að hjálpa karlmönnum sem sagðir eru háðir því að kaupa þjónustu vændiskvenna. 4.2.2007 13:25
Á fjórða tug dó í námuslysi 32 kólumbískir verkamenn biðu bana í sprengingu í kolanámu norðausturhluta landsins í gærkvöld. Talið er að neisti hafi komist í gas á um fjögur hundruð metra dýpi í námugöngunum og þau hrunið. 4.2.2007 13:00
Þúsund fallnir á sjö dögum Forsætisráðherra Íraks kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í ofbeldisverkum í landinu. 4.2.2007 12:00
Ók inn í þvögu í brúðkaupi í Stokkhólmi Lögregla í Stokkhólmi leitar nú manns sem ók á bíl inn í hóp fólks sem stóð fyrir utan veitingastað í borginni þar sem verið var að halda brúðkaupsveislu. Eftir því sem sænska ríkisútvarpið greinir frá slösuðust sjö þegar maðurinn keyrði inn í þvöguna, þar af einn alvarlega. 4.2.2007 11:51
Léku rangan þjóðsöng Stjórnvöld á eynni Grenada í Karabíska hafinu eru í öngum sínum eftir að þjóðsöngur Taívans var leikinn í stað þess kínverska þegar nýr íþróttavöllur var tekinn í notkun um helgina í höfuðborginni St. Johns. 4.2.2007 11:45
Segja helming árásarmanna koma frá Sýrlandi Íröksk stjórnvöld segja að helmingur þeirra andófsmanna úr röðum súnnía sem staðið hafi fyrir sprengjuárásum að undanförnu í Írak hafi komið frá Sýrlandi. Segjast yfirvöld í Írak jafnframt hafa sýnt sýrlenskum stjórnvöldum sannanir þar að lútandi. 4.2.2007 11:32
Aukin útgjöld til varnarmála George Bush Bandaríkjaforseti segir að í næstu fjárlögum ríkisins verði útgjöld til varnarmála aukin á kostnað útgjalda til innanríkismála. 4.2.2007 11:15
Vara við árásum á Íran Þrír fyrrverandi hershöfðingjar úr Bandaríkjaher vara eindregið við hernaðaraðgerðum gegn Írönum í bréfi sem þeir birta í breska blaðinu Sunday Times í dag. 4.2.2007 11:15
Byrjað að slátra kalkúnum á býlinu í Suffolk-héraði Yfirvöld í Bretlandi hafa þegar hafist handa við að slátra þeim 160 þúsund kalkúnum sem aldir hafa verið á kalkúnabúinu í Suffolk-héraði þar sem fuglaflensa af H5N1-stofni greindist í gær. Eins og kunnugt er getur veiran borist í menn og dregið þá til dauða en sérfræðingar segja litlar líkur á því að það gerist nú. 4.2.2007 11:12
Rúmlega helmingur Breta vill Blair burt strax Ríflega helmingur Breta telur að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætti að hætta strax samkvæmt könnun sem birt er í dagblaðinu Sunday Express í dag. 56 prósent aðspurðra segja tímabært að forsætisráðherrann taki pokann sinn en aðeins 37 prósent vilja að hann starfi áfram. 4.2.2007 10:53
Óttast farsóttir Mikil flóð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, hafa kostað níu mannslíf og hrakið tvö hundruð þúsund manns af heimilum sínum. Gríðarleg úrkoma hefur verið á þessum slóðum að undanförnu enda stendur regntímabilið sem hæst. 4.2.2007 10:30
Þúsund fallnir á einni viku Íraska ríkissstjórnin kennir stuðningsmönnum Saddams Hussein um hryðjuverkið í Bagdad í gær sem kostaði 135 mannslíf. Um eitt þúsund manns hafa látið lífið undanfarna viku í sjálfsmorðsárásum, skotárásum og bardögum á milli hermanna og uppreisnarmanna að því er Reuters-fréttastofan hermir. 4.2.2007 10:00
Merkel á ferð um Miðausturlönd Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Kaíró á fyrsta degi sínum í ferðalagi um Miðausturlönd þar sem hún mun ræða stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs. 3.2.2007 20:45
Aðgerðasinnar leggja aftur undir sig hús í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók undir kvöld um 80 aðgerðasinna sem lagt höfðu undir sig hús í norðvesturhluta borginnar. Hópurinn, sem berst fyrir nýjum samkomustað í borginni í kjölfar þess að Æskulýðshúsinu svokallaða var lokað, lagði húsið undir sig skömmu eftir hádegi í dag en það eru í eigu Kaupmannahafnarborgar. 3.2.2007 20:34
Segist munu binda enda á stríðið í Írak sem forseti Hillary Clinton, sem hefur boðið sig fram sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008, segist munu binda enda á stríðið í Írak ef hún verði fyrir valinu sem forsetaefni flokksins. Þessu lýsti hún yfir á fundi með átta öðrum sem vonast eftir því að verða forsetaefni demókrata í kosningunum. 3.2.2007 19:28
Stjórnarskrárvarinn réttur til að blóta Dómstóll í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur komist að því að lögreglumaður hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar með því að handtaka mann fyrir að blóta á almennum borgarafundi. 3.2.2007 19:15
Alþjóðleg umhverfislögregla Jacques Chirac, Frakklandsforseti, skorar á þjóðir heims að setja umhverfismál í forgang á alþjóðavettvangi. Fjörutíu og sex ríki styðja tillögu Chiracs um nýja umhverfisstofnun sem gæti jafnvel knúið ríki til að framfylgja alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. 3.2.2007 18:45
Tuttugu látnir eftir óveðrið í Flórída Tuttugu hafa nú fundist látnir eftir að óveður gekk yfir miðhluta Flórída í gær. Ríkisstjórinn í Flórída, Charlie Crist, fór um hamfarasvæðið í dag og sá hundruð húsa, fyrirtækja og kirkna í rúst. 3.2.2007 18:16
Ákærðir fyrir að njósna um Egypta í þágu Ísraels Ríkissaksóknari í Egyptalandi hefur ákært Egypta með kanadískt ríkisfang og þrjá Ísraela fyrir njósnir í þágu Ísraels. Fram kom í máli saksóknarans í dag að Egyptinn, Mohammed Essam el-Attar, hefði verið handtekinn en að hinir þrír væru í Tyrklandi og Kanada og að handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur þeim. 3.2.2007 17:03
Ein mannskæðasta árás sem gerð hefur verið í Írak Nú er ljóst að 105 eru látnir og 225 særðir eftir að vöruflutningabíll hlaðinn sprengiefni sprakk í loft upp í hverfi sjía í miðborg Bagdad í dag. 3.2.2007 16:28
Veiktust af völdum eiturefnaleka í Kína Einn lést og yfir 120 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að andað sér gufum frá eitruðum úrgangi sem lak úr flutningabíl í Hubei-hérðaði í Mið-Kína. Frá þessu greindi kínverska ríkissjónvarpið í dag. 3.2.2007 16:16
Hundruðum bjargað eftir að ís brotnaði og rak á haf út Hátt fimm hundruð manns sem voru við veiðar við strendur Okhotsk í Síberíu var bjargað eftir að ís sem fólkið stóð á brotnaði og rak á haf út. 3.2.2007 15:57
Mikið mannfall í bílsprengjuárás í Bagdad 45 eru látnir og 95 særðir eftir að vörubíll fullur af sprengiefni sprakk við fjölfarinn markað í miðborg Bagdad í dag. Sprengingin varð í Sadriya-hverfinu þar sem sjíar eru fjölmennir en sprengjuárásir hafa áður verið gerðar þar. 3.2.2007 15:04
Ráðast gegn talibönum í Musa Qala Afganskar hersveitir munu með stuðningi hersveita NATO ráðast til atlögu við talibana í bænum Musa Qala í suðurhluta Afganistans að því er fráfarandi yfirmaður NATO-liðsins greindi frá í dag. 3.2.2007 14:56
Hótar að fresta knattspyrnuleikjum ótímabundið vegna óláta Ítalska knattspyrnusambandið hefur hótað því að fresta öllum knattspyrnuleikjum í ótilgreindan tíma eftir að lögreglumaður lét lífið í gær í tengslum við átök milli hópa áhangenda sikileysku liðanna Catania og Palermo. 3.2.2007 14:41
Átök þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé Til átaka hefur komið milli stuðningsmanna Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-liða á Gasaströndinni í dag þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé. Tólf særðust snemma í morgun átökum og þá sökuðu Fatah-liðar Hamas um að hafa rænt 40 öryggisvörðum á eftirlitsstöðvum á Gasa. 3.2.2007 13:56
Mannfall í röð bílsprengjuárása í Kirkuk Fimm eru sagðir látnir og um 40 særðir eftir röð bílsprengjuárása í Kirkuk í Norður-Írak í dag. Sjö sprengjur munu hafa sprungið á nokkrum stöðum í borginni á tveimur klukkustundum og beindust þær meðal annnar að skrifstofum tveggja kúrdískra stjórnmálaflokka sem lokaðar voru í dag. 3.2.2007 13:33
Kjarnorkuveri lokað í Svíþjóð í nótt vegna gúmmíþéttingar Forsmark-kjarnorkuverinu í Svíþjóð var lokað í nótt eftir að í ljós kom við prófanir að slit var í gúmmíþéttingu. Stjórnendur versins tóku enga áhættu og voru sérfræðingar kallaðir til til að rannsaka kjarnorkuverið frekar. 3.2.2007 12:45
Næstmannskæðasti stormur sem gengið hefur yfir Flórída Björgunarsveitir leita nú fólks í rústum húsa í bæjum í miðhluta Flórídaríkis þar sem óveður gekk yfir í gær. Nítján hafa fundist látnir eftir illviðrið og eru hundruð heimila í rúst. 3.2.2007 12:30
Fuglaflensa staðfest á bóndabýli í Suffolk á Englandi Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur staðfest að 2500 kalkúnar sem drápust á bóndabæ í Sullfolk á Englandi á fimmtudag hafi verið smitaðir af hinum banvæna H5N1-stofni fuglaflensunnar. 3.2.2007 11:35
Hundrað þúsund manns flýja heimili sín vegna flóða í Djakarta Fimm hafa fundist látnir og hundrað þúsund hafa yfirgefið heimili sín vegna flóða í Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Þar hefur ringt án afláts í tvo daga og eru stórir hlutar borgarinnar á floti og hefur björgunarlið þurft að notast við báta til að koma nauðstöddum til aðstoðar. 3.2.2007 11:30
Allir vilja breytingar nema Bush Ríkisstjórnir um allan heim segja brýnt að bregðast snarlega við til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir að svört skýrsla sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna birtist í gær. Ekki þó George Bush Bandaríkjaforseti sem hyggst ekki gangast undir alþjóðlegar skuldbindingar. 3.2.2007 10:30
Nítján látnir eftir illviðri í Flórída Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að skýstrókar gengu yfir miðhluta Flórída í gær og skildu eftir sig slóð eyðileggingar. Verst var ástandið í bæðum Paisley þar sem þrettán létust og þá létust sex í bænum Lady Lake. 3.2.2007 09:54
Rottweilerinn sér um lömbin Þó svo að rottweiler hundar hafi á sér slæmt orðspor er einn þeirra að sýna fram á að þeir séu ekki svo slæmir. Hann hefur nefnilega tekið að sér að ala upp tvö lömb. 2.2.2007 23:30
Sérsveitir indíána elta uppi eiturlyfjasala Sérsveit bandarískra indíána hefur verið valin til þess að vakta landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Índíánarnir nota til þess tækni sem forfeður þeirra fullkomnuðu og foreldrar þeirra kenndu þeim síðan. Þeir eiga að rekja spor í eyðimerkurlandslaginu við landamæri ríkjanna tveggja til þess að hafa uppi á eiturlyfjasölum og smyglurum. 2.2.2007 23:07
Hamas fordæma friðarumleitarnir fjórveldanna Palestínska heimastjórnin, sem lýtur forystu Hamas samtakanna, fordæmdi í kvöld aðilana fjóra, eða fjórveldin, sem eru að reyna að miðla málum á svæðinu um þessar mundir. Það eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland. Palestínumenn sögðu að Bandaríkin stjórnuðu þar öllu og að stefnan væri að refsa Palestínu. 2.2.2007 22:34
K-Fed boðið að vinna á Taco Bell Hjónaband hans endaði með skilnaði, enginn keypti plötuna hans og nú leikur hann sjálfan sig í sjónvarpsauglýsingum að vinna á hamborgarastað. Til þess að taka af allan vafa um hvort frægðarsól Kevin Federline sé að hníga til viðar bauð skyndibitakeðjan Taco Bell honum að vinna í klukkutíma á einum veitingastað þeirra. 2.2.2007 22:15
Viacom hótar YouTube Viacom Inc. krafðist þess í dag að vefsíðan YouTube fjarlægði fleiri en 100.000 myndbönd af vefþjónum sínum eftir að viðræður um dreifingu á efninu mistókust. Viacom á meðal annars í MTV og BET en samkvæmt tölum óháðs matmanns hefur verið horft á myndbönd með efni frá fyrirtækjum í eigu Viacom oftar en þúsund milljón sinnum. 2.2.2007 22:00