Fleiri fréttir

18 látnir og 50 særðir

Að minnsta kosti átján manns létust og meira en fimmtíu særðust í sjálfsmorðsárás í borginni Kirkuk í morgun. Árásarmaðurinn gekk hlaðinn sprengiefni að fjölmennu markaðstorgi og sprengdi sig þar í loft upp.

Gríðarlegir eldar á Filippseyjum

Um níu hundruð fjölskyldur hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Maníla á Filippseyjum eftir að gríðerlegir eldar brutust út í íbúðahverfi í nótt. Eldurinn braust út upp úr klukkan tvö og er talið að kviknað hafi í út frá steinolíulampa.

Meira en milljón smituð af alnæmi

Meira en ein milljón Bandaríkjamanna er smituð af alnæmi í fyrsta sinn síðan á níunda áratugnum. Fólki með alnæmi í Bandaríkjunum fjölgaði um nærri tvö hundruð þúsund manns á milli áranna 2002 og 2003.

Írakar handteknir í Þýskalandi

Lögregluyfirvöld í Þýskalandi handtóku í morgun þrjá Íraka sem búsettir eru í Þýskalandi fyrir hugsanlega aðild að hryðjuverkasamtökunum Ansar al-Islam. Þýska lögreglan réðst í morgun til atlögu á tuttugu og fjórum stöðum þar sem grunur lék á að hryðjuverkamenn héldu sig.

1000 njósnarar í Ástralíu

Kínversk stjórnvöld hafa yfir eitt þúsund njósnara og uppljóstrara í Ástralíu að sögn tveggja kínverskra embættismanna sem hafa beðið þar um hæli.

Stofnandi Daewoo handtekinn

Maðurinn sem stofnaði Daewoo-samsteypuna í Suður-Kóreu var handtekinn þegar hann kom aftur til heimalands síns eftir að hafa verið landflótta síðan árið 1999. Kim Woo-Choong, sem nú er sextíu og níu ára gamall, var dýrkaður í Suður-Kóreu fyrir að byggja upp stærsta fjölskyldufyrirtæki landsins.

Varaforseti S-Afríku rekinn

Mbeki, forseti Suður-Afríku, rak Jacob Zuma, varaforseta sinn, úr embætti í dag vegna spillingarmála. Nelson Mandela harmaði að til þessa þyrfti að koma en lýsti jafnframt yfir stuðningi við ákvörðun forsetans.

Fleiri en 350 gæludýr á heimilinu

Dýraeftirlitið í Bretlandi greindi frá því í dag það hafi aðvarað tvo húseigendur í Norfolk-héraði fyrir að hafa fleiri en 350 gæludýr á heimili sínu. Á meðal þeirra dýra sem fólkið hélt var 131 hundur, 48 kettir, 80 kanínur og 86 naggrísir.

28 látnir í dag - 24 lík finnast

Að minnsta kosti 28 manns hafa látist í árásum Írak í dag. Auk þess fundust 24 lík rétt fyrir utan Bagdadborg. Þrettán aðrir menn sem teknir höfðu verið af lífi fundust í gærkvöldi.

Guantanamo skaðar ekki ímyndina

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, telur ekki að fangabúðirnar við Guantanamo-flóa á Kúbu skaði ímynd Bandaríkjanna. Hann segir fangana fá betri meðferð þar en þeir fengju nokkurs staðar annars staðar.

Búast við frystingu fullgildingar

Forsætisráðherrar Svíþjóðar og Danmerkur sögðu báðir í gær að þeim þætti koma til greina að hætta við áformaðar þjóðaratkvæðagreiðslur í löndum sínum um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins.

Hamfarir í Chile

Stjórnvöld í Chile reyndu í gær allt sem í þeirra valdi stóð til að hindra frekari hörmungar og hlú að þeim sem um sárt eiga að binda eftir að öflugur jarðskjálfti, 7,9 á Richter, skók dreifbýlt hérað í Andesfjöllum í norðurhluta landsins í fyrrinótt. Skjálftinn varð að minnsta kosti tíu manns að fjörtjóni og olli miklu tjóni á mannvirkjum.

Heim eftir fjörutíu ár

Charles Jenkins, sem gerðist liðhlaupi úr bandaríska hernum fyrir fjörutíu árum og ílentist í Norður-Kóreu, kom í gær til Bandaríkjanna í fyrsta sinn síðan hann hvarf úr herdeild sinni á markalínu Suður- og Norður-Kóreu. Erindi Jenkins er að heimsækja háaldraða móður sína. Með honum í för eru japönsk eiginkona hans og dætur þeirra tvær.

Enn stál í stál í fjármálum ESB

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það yrði erfitt að leysa þann ágreining sem ríkir milli ráðamanna Evrópusambandsríkjanna um fjárhagsramma sambandsins næstu árin. Blair átti viðræður við Jacques Chirac, forseta Frakklands, í París í gær og dró enga dul á að ágreiningurinn væri djúpstæður.

Írakar handteknir í Þýskalandi

Yfirvöld í Þýskalandi greindu frá því í vikunni að þrír Írakar búsettir í landinu hefðu verið handteknir, grunaðir um stuðning við starfsemi Ansar al-Islam, samtaka herskárra múslima sem talin eru tengjast al Qaida-hryðjuverkanetinu.

Ný gögn sögð íþyngja Annan

Aðilar að rannsókninni á framkvæmd hinnar svonefndu olíu-fyrir-mat áætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak sögðu í gær að þeir væru að skoða með hraði ný gögn sem fram væru komin um málið og kunna að vera íþyngjandi fyrir Kofi Annan, framkvæmdastjóra samtakanna.

Varaforseti Suður-Afríku rekinn

Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, rak varaforsetann Jacob Zuma í gær eftir að sá síðarnefndi varð uppvís að því að vera flæktur í spillingarhneyksli. Með brottrekstrinum skapast mikil óvissa um hver sé líklegastur til að verða arftaki Mbekis á forsetastólnum.

Lýðræði og frelsi bannorð í Kína

Kínverskir bloggarar fá skammir frá ritskoðurum ef þeir skrifa inn orð eins og „lýðræði“, „frelsi“ eða „mannréttindi“. Þeim er sagt að slíkt orðbragð sé bannað.

Tekið fyrir sölu á eBay

Uppboðsvefurinn eBay hefur ákveðið að stöðva sölu á miðum á Live 8 tónleikana sem haldnir verða í Lundúnum 2. júlí næstkomandi.

Kólerufaraldur í uppsiglingu

Yfir tvö þúsund manns hafa greinst með kóleru í Kabúl, höfuðborg Afganistans, undanfarnar vikur og segja erlendir heilbrigðisstarfsmenn að faraldur sé við það að brjótast út verði ekkert að gert.

Spennandi kosningar framundan

Allt útlit er fyrir afar spennandi lokaumferð líbönsku þingkosninganna á sunnudaginn. Óvæntur sigur Michel Aoun, fyrrverandi hershöfðingja, kom eins og köld vatnsgusa framan í and-sýrlensku flokkana sem búist hafði verið við að ynnu yfirburðasigur í kosningunum. Þeir reyna nú að ná vopnum sínum aftur.

Rafsanjani sigurviss

Talsverðar líkur eru á að enginn frambjóðandi fái hreinan meirihluta í fyrstu umferð írönsku forsetakosninganna sem fram fara 17. júní. Því er búist við að kjósa þurfi aftur í næstu viku á milli þeirra tveggja efstu. Slíkt hefur aldrei gerst áður í Íran.

Trausti lýst á stjórnina

Yfirgnæfandi meirihluti íraskra þingmanna lýsti yfir trausti á ríkisstjórn Ibrahim al-Jaafari en slík yfirlýsing var á dagskrá þingsins í gær.

Blóðugur dagur í Írak

Í það minnsta 27 fórust í tveimur sprengjuárásum í norðanverðu Írak í gær. Þá hafa fundist lík 24 manna sem bersýnilega höfðu verið teknir af lífi.

Hittir halastjörnuna þann 4. júlí

Bandaríska geimferðastofnunin ætlar að skjóta eldflaug á halastjörnuna Tempel-1 hinn 4. júlí. Búast má við miklu sjónarspili í geimnum.

Aubenas segir frá eldraun sinni

Frönsku blaðakonunni Florence Aubenas var um helgina sleppt úr fimm mánaða haldi mannræningja. Hún ræddi við blaðamenn á fundi í París í gær. Á meðal áheyrenda var Bergþór Bjarnason.

Rokkað með Mandela gegn eyðni

Nelson Mandela og alþjóðleg breiðfylking tónlistarstjarna þrýstu á ríkar þjóðir heims að leggja meira af mörkum til baráttunnar gegn eyðnisjúkdómnum og fátækt á góðgerðartónleikum í Tromsø í Norður-Noregi á laugardagskvöld.

10 létust og 80 særðust í Íran

Minnst tíu manns létust og meira en áttatíu særðust í sex sprengjuárásum í Íran í gær. Í borginni Ahvaz, sem er við landamæri Íraks, sprungu fjórar öflugar sprengjur fyrir utan ráðuneyti og aðrar byggingar stjórnvalda með þeim afleiðingum að nokkrir létust og tugir slösuðust.

Tvöfalt fleiri látnir í Kína?

Flóðbylgjan sem skall á barnaskóla í Kína á laugardaginn kann að hafa orðið allt að 200 manns að bana, einkum börnum. Frá þessu greindu kínverskir fjölmiðlar í morgun. Í nokkrum þeirra er fullyrt að minnst tvöfalt fleiri hafi látist en greint hafi verið frá hingað til.

Fimm létust í Kandahar

Að minnsta kosti fimm bandarískir hermenn létust og nokkrir særðust í sjálfsmorðsárás í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásarmaðurinn var í kyrrstæðum leigubíl sem sprakk í loft upp þegar bifreið hermanna fór fram hjá.

Frakkland vinsælasta landið

Frakkland er vinsælasti ferðamannastaður í heimi. Á síðasta ári komu tæplega áttatíu milljónir ferðamanna til Frakklands, eða meira en tuttugu milljónum fleiri en komu til Spánar sem er næstvinsælasta landið. Í þriðja sæti voru svo Bandaríkin en þangað komu ríflega fjörutíu milljónir ferðamanna á síðasta ári.

Bretar fái ekki afslátt hjá ESB

Frakkar beita nú Breta miklum þrýstingi til þess að fá þá til að falla frá afslætti af framlögum til Evrópusambandsins sem þeir hafa fengið frá 1984. Bretland var á þeim árum eitt af fátækari löndum ESB og fékk lítið í sinn hlut af landbúnaðarstyrkjum sem þá voru sjötíu og fimm prósent af fjárlögum sambandsins.

Ellefta eiginkona konungsins

Konungur Svasílands hefur gengið að eiga tvítuga jómfrú sem er ellefta eiginkona hans. Svasíland er sjálfstætt smáríki í Suður-Afríku. Maswati konungur er einvaldur í landi sínu og allir þegnarnir sitja og standa eins og hann vill.

Saddam vill réttarhöld í Svíþjóð

Saddam Hussein hefur krafist þess að réttað verði í máli hans utan Íraks og vill helst að það verði gert í Svíþjóð þar sem hann hefur áhuga á að afplána dóm, verði hann dæmdur til fangavistar.

Akstur kvenna skaðar ríkið

Innanríkisráðherra Sádi-Arabíu hefur brugðist ókvæða við tillögum um að leyfa konum að aka bílum. Ráðherrann segir að það myndi skaða konungsríkið.

Hindra barnaníðinga í Rússlandi

Lögregluyfirvöld í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi starfa nú með lögreglunni í Rússlandi að því að hindra barnaníðinga í að misnota börn í Rússlandi. Rannsóknarlögreglan á Storskog-landamærastöðinni á landamærum Noregs og Rússlands hefur lengi haft grun um að dæmdir barnaníðingar ferðist til norðurhluta Rússlands í þeim tilgangi að misnota börn.

3000 föngum sleppt í S-Afríku

Yfirvöld í Suður-Afríku hafa gefið rúmlega þrjú þúsund föngum frelsi á þeim forsendum að þeir hafi verið endurhæfðir. Fréttaskýrendur segja að sum fangelsin hýsi allt að þrisvar sinnum fleiri fanga en þau hafi pláss fyrir með tilheyrandi loftleysi og plássleysi og umhverfið sé gróðastía nauðgana og ofbeldis.

Ók á 250 km hraða en sleppur

Þýskur methafi í hraðakstri verður huldumaður enn um sinn eftir að þýska lögreglan gafst upp á að hafa hendur í hári hans. Maðurinn náðist á myndband þar sem hann ók á 250 kílómetra á hraða á klukkustund á vélhjóli rétt fyrir utan Berlín.

Myndband birt af Saddam Hussein

Myndband þar sem Saddam Hussein sést í yfirheyrslum hefur nú verið gefið út af dómstólnum sem var sérstaklega skipaður til að fjalla um mál hans.

Sjálfsmorðsárás í Kasmír

Fimmtán létust og sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kasmír í gær. Á meðal þeirra sem létust var fjórtán ára gamall piltur.

Rúandskir flóttamenn sendir heim

Ráðamenn í Búrúndí hafa sent nauðuga heim 3.600 flóttamenn frá Rúanda. Sameinuðu Þjóðirnar og samtökin Læknar án landamæra segja að yfirvöld í Búrúndí hafi meinað þeim aðgöngu að flóttamannabúðunum þar sem flóttamennirnir bjuggu áður.

Dræm kosningaþáttaka á Ítalíu

Ítalir kusu í gær og í fyrradag um það hvort slaka eigi á löggjöf um frjósemisaðgerðir. Kosningarnar voru hins vegar marklausar þar sem þátttaka var heldur dræm.

Þrjú tonn af kókaíni haldlögð

Spænska lögreglan lagði hald á þrjú tonn af kókaíni í dag sem fundust í bát sem var á leið til landsins. Nítján voru handteknir í aðgerðinni, þrír sem voru um borð í bátnum en hinir sextán voru handsamaðir á Suður- og Norðvestur-Spáni, grunaðir um að tengjast smyglinu.

Mladic að gefa sig fram?

Fjölmiðlar og mannréttindasamtök í Serbíu segja að Ratko Mladic hershöfðingi sé að semja við stjórnvöld um að gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Mladic stjórnaði persónulega aðgerðum í Srebrenitsa þar sem talið er að átta þúsund múslima hafi verið myrt.

Þjóðaratkvæðagreiðsla ógild

Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort milda eigi lög um gervifrjóvgun, á Ítalíu var ógild vegna ónógrar þátttöku. Kaþólska kirkjan, með Benedikt páfa í broddi fylkingar, barðist hart gegn því að lögunum yrði breytt og hvatti fólk til þess að sitja heima og kjósa ekki.

Sjá næstu 50 fréttir