Fleiri fréttir Ekki sammála um niðurstöðu Fulltrúar ítalskra og bandarískra yfirvalda, sem rannsökuðu lát ítalska leyniþjónustumannsins Nicola Caliparis sem skotinn var í Írak í byrjun síðasta mánaðar, komust ekki að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu beggja aðila sem bandaríska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í dag. 29.4.2005 00:01 Konurnar í ríkisstjórninni Þótt ekki hafi tekist að öllu leyti vel til við skipan nýrrar ríkisstjórnar í Írak þá er sú staðreynd að sjöttungur embættanna er skipaður konum fagnaðarefni. 29.4.2005 00:01 Enn getur brugðið til beggja vona Skipan ríkisstjórnar í Írak er mikilvægt skref í átt til friðar í þessu stríðshrjáða landi. Bágborin staða súnnía innan hennar getur hins vegar orðið til þess að ástandið í landinu versni enn frekar. 29.4.2005 00:01 Haturshermaður dæmdur Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að drepa tvo félaga sína og særa fjórtán í herbúðum í Kúvæt á upphafsdögum Íraksstríðsins. 29.4.2005 00:01 "Páfabíll" á eBay Á uppboðsvefnum eBay býðst netverjum nú að bjóða í bifreið sem þykir merkileg fyrir þær sakir hver er skráður fyrri eigandi hennar. Það er enginn annar er Josef Ratzinger kardináli, nú Benedikt XVI páfi. 29.4.2005 00:01 Engin sátt um Íraksrannsókn Ítölsk og bandarísk yfirvöld hafa ekki náð fullum sáttum um útskýringar á því hvernig til þess kom að bandarískir hermenn skutu ítalskan leyniþjónustumann til bana í Írak í byrjun mars. Fulltrúar beggja ríkisstjórna luku fundarhöldum í Róm í gær án þess að komast að neinni sameiginlegri niðurstöðu um málið. 29.4.2005 00:01 Pútín heitir Palestínumönnum hjálp Vladimír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að sjá leiðtogum Palestínumanna fyrir þyrlum og öðrum búnaði og þjálfun til að hjálpa palestínskum yfirvöldum að framfylgja lögum og reglu á Gazaströndinni og þeim hlutum Vesturbakkans sem Ísraelar hafa heitið að fara frá í sumar. 29.4.2005 00:01 Utangarðsmenn gegn leiðindunum Mörgum hefur þótt skorta á spennu í kosningabaráttuna í Bretlandi enda bendir flest til að Tony Blair fái endurnýjað umboð til að stjórna þriðja kjörtímabilið í röð. Þeim til upplyftingar sem þykir svo spennulaus barátta leiðinleg vill til að upp á hana lífga menn eins og "gólandi lávarðurinn" Alan Hope, Biro lávarður og Kapteinn Beany. 29.4.2005 00:01 Ekkert lát á árásum Minnst átta manns hafa fallið í valinn og meira en þrjátíu eru særðir eftir nokkrar árásir uppreisnarmanna í Írak í morgun. Meðal þeirra sem létust var háttsettur embættismaður innan öryggismálaráðuneytis landsins. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Bagdad í morgun. 28.4.2005 00:01 Verkamannaflokkurinn með forystu Verkamannaflokkurinn mælist með sjö til tíu prósentum meira fylgi en Íhaldsflokkurinn samkvæmt tveimur nýjum könnunum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem segjast vissir um hvern þeir ætla að kjósa er munurinn hins vegar aðeins tvö prósent. 28.4.2005 00:01 Ný ríkisstjórn samþykkt Írakska þingið samþykkti fyrir stundu nýja ríkisstjórn landsins, þá fyrstu sem er lýðræðislega kjörin í meira en hálfa öld, með miklum meirihluta atkvæða. 28.4.2005 00:01 De Gaulle notaður í ESB-rimmunni Charles de Gaulle, fyrrverandi forseti Frakklands, er nú notaður beggja vegna borðsins í baráttunni um kjör Frakka á stjórnarskrá Evrópusambandsins. De Gaulle, sem er mjög vinsæll meðal almennings, átti enga heitari ósk í lifanda lífi en stóra sameinaða Evrópu, segja þeir sem vilja að Frakkar samþykki stjórnarskrána. 28.4.2005 00:01 Enn finnast lík í brakinu Enn finnast lík undir braki lestar sem fór út af sporinu nærri Osaka í Japan á mánudaginn og nú er ljóst að meira en hundrað manns létust í slysinu. Eitt líkið sem fannst var af einkennisklæddum manni og telur lögregla líklegt að það sé af lestarstjóranum sem ákaft hefur verið leitað. 28.4.2005 00:01 Vanþekking á Netinu afdrifarík Foreldrar sem kunna ekkert á Netið og geta þannig ekki leiðbeint börnum sínum um upplýsingahraðbrautina eru þess valdandi að börnin eru að dragast aftur úr hvað varðar menntun og atvinnumöguleika. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem vísindamenn hjá London School of Economics gerðu. 28.4.2005 00:01 Blair laug og laug Blair laug, og laug svo aftur, segir á forsíðu breska dagblaðsins <em>Daily Mail</em> í dag. <em>Guardian</em> segir að svo virðist sem bæði þing og ríkisstjórn hafi verið blekkt í aðdraganda stríðsins í Írak. Ástæða gagnrýninnar eru leyniskjöl sem lekið hefur verið í fjölmiðla. 28.4.2005 00:01 Fjárhættuspil verði undanskilin Menningar- og menntamálanefnd Norðurlandaráðs leggur til að norrænu ríkin þrýsti á Evrópusambandið að undanþiggja fjárhættuspil þjónustutilskipun sinni. Tilgangurinn er að tryggja að löndin geti hér eftir sem hingað til sett lög um fjárhættuspil og happdrætti. 28.4.2005 00:01 Rifist um lykilráðuneyti Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak eftir þriggja mánaða þref. Enn er þó rifist um nokkur lykilráðuneyti. 28.4.2005 00:01 Fengu milljónir úr sjóðum Íslensku fyrirtækin GLM og Balis í Norður-Noregi sem úrskurðuð hafa verið gjaldþrota og Fréttablaðið sagði frá í gær, fengu tugi milljóna króna í styrki og lán frá norskum þróunarsjóðum á síðustu árum. Eigendur fyrirtækjanna eru nú gufaðir upp og eftirlýstir af skattayfirvöldum auk þess sem fjöldi kröfuhafa vill hafa hendur í hári þeirra. 28.4.2005 00:01 Ópið ónýtt? Norska dagblaðið Dagbladet birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að málverkin dýrmætu eftir Edvard Munch, Ópið og Madonna, hefðu verið brennd. 28.4.2005 00:01 Berlsconi fær stuðning þingsins Efri deild ítalska þingsins studdi í atkvæðagreiðslu nýja ríkisstjórn Silvio Berlusconi forsætisráðherra í gær en deginum áður hafði neðri deildin lagt blessun sína yfir hana. 28.4.2005 00:01 Varpað í ljónskjaft Hvítur suður-afrískur bóndi og undirmaður hans voru í gær fundnir sekir um að hafa hent þeldökkum vinnumanni fyrir ljón. 28.4.2005 00:01 Ný stjórn mynduð í Írak Stjórnarkreppunni í Írak lauk í gær þegar þingið lagði blessun sína yfir ráðherralista al-Jaafari forsætisráðherra. Enn á þó eftir að skipa í nokkur veigamikil embætti. 28.4.2005 00:01 Handbók í yfirheyrslum undirbúin Bandaríkjaher vinnur nú að nýrri handbók um yfirheyrslutækni þar sem fortakslaust bann er lagt við ýmsum þeirra aðferða sem fangar í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak voru beittir. 28.4.2005 00:01 Skaðleg áhrif á fataiðnaðinn? Evrópusambandið hyggst athuga hvort aukinn innflutningur á klæðnaði sem framleiddur er í Kína skaði evrópskan fataiðnað, að beiðni Frakklands, Ítalíu og Grikklands. Spánverjar hafa auk þess gagnrýnt mikinn innflutning á ákveðnum tegundum fatnaðar. 28.4.2005 00:01 NATO lítur til Afríku Atlantshafsbandalagið hefur ákveðið að hefja viðræður við bandalag Afríkuríkja um mögulega aðstoð við hjálparstarf í Darfur-héraði í Súdan eftir að beiðni þess efnis hafði borist NATO. 28.4.2005 00:01 Lien og Hu funda Lien Chan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Taívan, er kominn til Peking til viðræðna við Hu Jintao, forseta Kína. Svo háttsettur taívanskur embættismaður hefur ekki sótt Kína heim síðan þjóðernissinnar flúðu til Formósu árið 1949 og settu á fót ríkið sem í dag er Taívan. 28.4.2005 00:01 Leyniskýrsla lak í Bretlandi Trúverðugleiki Tonys Blairs beið enn á ný hnekki þegar leyniskýrsla um Íraksstríðið var birt í fjölmiðlum í dag. Pólitískir keppinautar stukku á málið en Blair segist ekkert rangt hafa gert. 28.4.2005 00:01 Réttarhöldunum frestað Dómsuppsögu yfir Mikhail Khodorkovsky, sem átti olíurisann Yukos, var frestað í Moskvu í morgun. Fréttaskýrendur segja þetta gert til að hlífa Pútín Rússlandsforseta við vandræðalegum fundum með vestrænum leiðtogum í næsta mánuði. 27.4.2005 00:01 Jómfrúarferð stærstu þotu heims Stærsta farþegaþota heims, Airbus A380, hóf sig til flugs í fyrsta sinn á flugvellinum í Toulouse í Frakklandi á níunda tímanum í morgun. Flugtakinu hafði verið frestað um u.þ.b. eina og hálfa klukkustund en ástæðan fyrir því hefur ekki verið gefin upp. 27.4.2005 00:01 60 taldir af eftir lestarslys Óttast er að allt að sextíu manns hafi farist og meira en fjörutíu slasast þegar farþegalest keyrði á rútu nærri höfuðborg Srí Lanka í nótt. Áreksturinn varð þar sem járnbrautarteinarnir og akvegur skerast. 27.4.2005 00:01 Gíslarnir grátbiðja um aðstoð Mannræningjar í Írak hafa ákveðið að fresta því um einn dag að lífláta þrjá rúmenska blaðamenn sem þeir hafa í haldi. Al-Jazeera fréttastofan birti í gær myndir af Rúmenunum þremur þar sem þeir grátbiðja stjórnvöld í Rúmeníu um að fara með herafla sinn burt frá Írak. 27.4.2005 00:01 Fjöldamótmæli í Ekvador Fjöldamótmæli hafa brotist út í Ekvador eftir að forseta landsins var vikið úr embætti í síðustu viku. Stuðningsmenn forsetans fyrrverandi hafa safnast saman á götum úti og krafist þess að forsetinn komist aftur til valda. 27.4.2005 00:01 Yfir 100 manns taldir hafa látist Nú er talið víst að yfir hundrað manns hafi týnt lífi í lestarslysinu í Japan. Engin von er lengur talin til þess að nokkur finnist á lífi í flaki lestarinnar sem brunaði út af teinunum skammt frá Osaka á mánudaginn var. 27.4.2005 00:01 Kosningar í Líbanon í maílok Þingkosningar í Líbanon hefjast þann 29. maí. Talsmaður þingsins í Líbanon tilkynnti þetta í morgun. Kosningarnar verða haldnar í nokkrum umferðum og gætu því tekið nokkrar vikur. 27.4.2005 00:01 Stofnun kjarnorkuvera auðvelduð? Yfirgefnum herbækistöðvum í Bandaríkjunum verður breytt í olíuhreinsistöðvar, fái Bush Bandaríkjaforseti vilja sínum framgengt. Bandarískir fjölmiðlar segja hann ætla að leggja til að herstöðvum verði breytt og dregið verði úr skrifræði og flækjum tengdum því að stofna kjarnorkuver. 27.4.2005 00:01 60 deyja daglega Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim. 27.4.2005 00:01 Íröksk þingkona myrt Írakska þingkonan Lamiya Khaduri var skotin til bana við heimili sitt í dag. Hún er fyrsti þingmaðurinn sem er drepinn í landinu síðan kosningar fóru fram þann 30. janúar. 27.4.2005 00:01 Ný ríkisstjórn mynduð Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak. Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í dag. Kosið verður um ráðherralistann á írakska þinginu á morgun. 27.4.2005 00:01 Reyndi að selja FBI flugskeyti Breti, sem ákærður var fyrir að reyna að selja hryðjuverkamönnum flugskeyti til notkunar í Bandaríkjunum, var fundinn sekur um athæfið fyrir rétti í New Jersey í dag. Hann var handtekinn árið 2003 eftir að hafa reynt að selja bandarískum alríkislögeglumanni, sem þóttist vera íslamskur hryðjuverkamaður, flugskeytið. 27.4.2005 00:01 Afplánar dóm fyrir fordóma Mogens Glistrup, stofnandi danska Framfaraflokksins, þarf á næstunni að afplána tuttugu daga fangelsisdóm fyrir brot á lögum um kynþáttafordóma. 27.4.2005 00:01 Norsk kona dæmd fyrir nauðgun Dómstóll í Björgvin í Noregi dæmdi í gær 23 ára gamla konu í níu mánaða fangelsi fyrir nauðgun. 27.4.2005 00:01 Ekkert heyrst frá mannræningjunum Ekkert hefur heyrst frá mannræningjum þriggja rúmenskra fréttamanna sem rænt var í Írak í lok mars. Mannræningjarnir höfðu gefið forseta Rúmeníu frest til klukkan eitt í dag að kalla um 800 rúmenska hermenn heim frá Írak, ellegar yrðu fréttamennirnir líflátnir. 27.4.2005 00:01 Ólga heldur áfram í Tógó Ófremdarástand hefur ríkt í Afríkuríkinu Tógó í kjölfar vafasamra kosninga um síðustu helgi þar sem Faure Gnassinbe, sonur fyrrum einræðisherra landsins, bar sigur úr býtum. Sex manns, þar af þrír borgarar, létu lítið í átökum í höfuðborginni Lomé í gær. 27.4.2005 00:01 Fimm börn á verði eins Teresa Anderson, 25 ára gömul kona frá Phoenix, fæddi í fyrradag fimmbura. Slíkt væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að Anderson hafði tekið að sér að ganga með börnin fyrir hjón sem ekki gátu gert það sjálf. 27.4.2005 00:01 Rúta í árekstri við lest 35 manns biðu bana þegar farþegalest ók á rútu skammt utan við Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gær. Yfir 60 manns slösuðust, sumir þeirra alvarlega. 27.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki sammála um niðurstöðu Fulltrúar ítalskra og bandarískra yfirvalda, sem rannsökuðu lát ítalska leyniþjónustumannsins Nicola Caliparis sem skotinn var í Írak í byrjun síðasta mánaðar, komust ekki að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu beggja aðila sem bandaríska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í dag. 29.4.2005 00:01
Konurnar í ríkisstjórninni Þótt ekki hafi tekist að öllu leyti vel til við skipan nýrrar ríkisstjórnar í Írak þá er sú staðreynd að sjöttungur embættanna er skipaður konum fagnaðarefni. 29.4.2005 00:01
Enn getur brugðið til beggja vona Skipan ríkisstjórnar í Írak er mikilvægt skref í átt til friðar í þessu stríðshrjáða landi. Bágborin staða súnnía innan hennar getur hins vegar orðið til þess að ástandið í landinu versni enn frekar. 29.4.2005 00:01
Haturshermaður dæmdur Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að drepa tvo félaga sína og særa fjórtán í herbúðum í Kúvæt á upphafsdögum Íraksstríðsins. 29.4.2005 00:01
"Páfabíll" á eBay Á uppboðsvefnum eBay býðst netverjum nú að bjóða í bifreið sem þykir merkileg fyrir þær sakir hver er skráður fyrri eigandi hennar. Það er enginn annar er Josef Ratzinger kardináli, nú Benedikt XVI páfi. 29.4.2005 00:01
Engin sátt um Íraksrannsókn Ítölsk og bandarísk yfirvöld hafa ekki náð fullum sáttum um útskýringar á því hvernig til þess kom að bandarískir hermenn skutu ítalskan leyniþjónustumann til bana í Írak í byrjun mars. Fulltrúar beggja ríkisstjórna luku fundarhöldum í Róm í gær án þess að komast að neinni sameiginlegri niðurstöðu um málið. 29.4.2005 00:01
Pútín heitir Palestínumönnum hjálp Vladimír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að sjá leiðtogum Palestínumanna fyrir þyrlum og öðrum búnaði og þjálfun til að hjálpa palestínskum yfirvöldum að framfylgja lögum og reglu á Gazaströndinni og þeim hlutum Vesturbakkans sem Ísraelar hafa heitið að fara frá í sumar. 29.4.2005 00:01
Utangarðsmenn gegn leiðindunum Mörgum hefur þótt skorta á spennu í kosningabaráttuna í Bretlandi enda bendir flest til að Tony Blair fái endurnýjað umboð til að stjórna þriðja kjörtímabilið í röð. Þeim til upplyftingar sem þykir svo spennulaus barátta leiðinleg vill til að upp á hana lífga menn eins og "gólandi lávarðurinn" Alan Hope, Biro lávarður og Kapteinn Beany. 29.4.2005 00:01
Ekkert lát á árásum Minnst átta manns hafa fallið í valinn og meira en þrjátíu eru særðir eftir nokkrar árásir uppreisnarmanna í Írak í morgun. Meðal þeirra sem létust var háttsettur embættismaður innan öryggismálaráðuneytis landsins. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Bagdad í morgun. 28.4.2005 00:01
Verkamannaflokkurinn með forystu Verkamannaflokkurinn mælist með sjö til tíu prósentum meira fylgi en Íhaldsflokkurinn samkvæmt tveimur nýjum könnunum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem segjast vissir um hvern þeir ætla að kjósa er munurinn hins vegar aðeins tvö prósent. 28.4.2005 00:01
Ný ríkisstjórn samþykkt Írakska þingið samþykkti fyrir stundu nýja ríkisstjórn landsins, þá fyrstu sem er lýðræðislega kjörin í meira en hálfa öld, með miklum meirihluta atkvæða. 28.4.2005 00:01
De Gaulle notaður í ESB-rimmunni Charles de Gaulle, fyrrverandi forseti Frakklands, er nú notaður beggja vegna borðsins í baráttunni um kjör Frakka á stjórnarskrá Evrópusambandsins. De Gaulle, sem er mjög vinsæll meðal almennings, átti enga heitari ósk í lifanda lífi en stóra sameinaða Evrópu, segja þeir sem vilja að Frakkar samþykki stjórnarskrána. 28.4.2005 00:01
Enn finnast lík í brakinu Enn finnast lík undir braki lestar sem fór út af sporinu nærri Osaka í Japan á mánudaginn og nú er ljóst að meira en hundrað manns létust í slysinu. Eitt líkið sem fannst var af einkennisklæddum manni og telur lögregla líklegt að það sé af lestarstjóranum sem ákaft hefur verið leitað. 28.4.2005 00:01
Vanþekking á Netinu afdrifarík Foreldrar sem kunna ekkert á Netið og geta þannig ekki leiðbeint börnum sínum um upplýsingahraðbrautina eru þess valdandi að börnin eru að dragast aftur úr hvað varðar menntun og atvinnumöguleika. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem vísindamenn hjá London School of Economics gerðu. 28.4.2005 00:01
Blair laug og laug Blair laug, og laug svo aftur, segir á forsíðu breska dagblaðsins <em>Daily Mail</em> í dag. <em>Guardian</em> segir að svo virðist sem bæði þing og ríkisstjórn hafi verið blekkt í aðdraganda stríðsins í Írak. Ástæða gagnrýninnar eru leyniskjöl sem lekið hefur verið í fjölmiðla. 28.4.2005 00:01
Fjárhættuspil verði undanskilin Menningar- og menntamálanefnd Norðurlandaráðs leggur til að norrænu ríkin þrýsti á Evrópusambandið að undanþiggja fjárhættuspil þjónustutilskipun sinni. Tilgangurinn er að tryggja að löndin geti hér eftir sem hingað til sett lög um fjárhættuspil og happdrætti. 28.4.2005 00:01
Rifist um lykilráðuneyti Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak eftir þriggja mánaða þref. Enn er þó rifist um nokkur lykilráðuneyti. 28.4.2005 00:01
Fengu milljónir úr sjóðum Íslensku fyrirtækin GLM og Balis í Norður-Noregi sem úrskurðuð hafa verið gjaldþrota og Fréttablaðið sagði frá í gær, fengu tugi milljóna króna í styrki og lán frá norskum þróunarsjóðum á síðustu árum. Eigendur fyrirtækjanna eru nú gufaðir upp og eftirlýstir af skattayfirvöldum auk þess sem fjöldi kröfuhafa vill hafa hendur í hári þeirra. 28.4.2005 00:01
Ópið ónýtt? Norska dagblaðið Dagbladet birti í gær frétt þar sem því var haldið fram að málverkin dýrmætu eftir Edvard Munch, Ópið og Madonna, hefðu verið brennd. 28.4.2005 00:01
Berlsconi fær stuðning þingsins Efri deild ítalska þingsins studdi í atkvæðagreiðslu nýja ríkisstjórn Silvio Berlusconi forsætisráðherra í gær en deginum áður hafði neðri deildin lagt blessun sína yfir hana. 28.4.2005 00:01
Varpað í ljónskjaft Hvítur suður-afrískur bóndi og undirmaður hans voru í gær fundnir sekir um að hafa hent þeldökkum vinnumanni fyrir ljón. 28.4.2005 00:01
Ný stjórn mynduð í Írak Stjórnarkreppunni í Írak lauk í gær þegar þingið lagði blessun sína yfir ráðherralista al-Jaafari forsætisráðherra. Enn á þó eftir að skipa í nokkur veigamikil embætti. 28.4.2005 00:01
Handbók í yfirheyrslum undirbúin Bandaríkjaher vinnur nú að nýrri handbók um yfirheyrslutækni þar sem fortakslaust bann er lagt við ýmsum þeirra aðferða sem fangar í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak voru beittir. 28.4.2005 00:01
Skaðleg áhrif á fataiðnaðinn? Evrópusambandið hyggst athuga hvort aukinn innflutningur á klæðnaði sem framleiddur er í Kína skaði evrópskan fataiðnað, að beiðni Frakklands, Ítalíu og Grikklands. Spánverjar hafa auk þess gagnrýnt mikinn innflutning á ákveðnum tegundum fatnaðar. 28.4.2005 00:01
NATO lítur til Afríku Atlantshafsbandalagið hefur ákveðið að hefja viðræður við bandalag Afríkuríkja um mögulega aðstoð við hjálparstarf í Darfur-héraði í Súdan eftir að beiðni þess efnis hafði borist NATO. 28.4.2005 00:01
Lien og Hu funda Lien Chan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Taívan, er kominn til Peking til viðræðna við Hu Jintao, forseta Kína. Svo háttsettur taívanskur embættismaður hefur ekki sótt Kína heim síðan þjóðernissinnar flúðu til Formósu árið 1949 og settu á fót ríkið sem í dag er Taívan. 28.4.2005 00:01
Leyniskýrsla lak í Bretlandi Trúverðugleiki Tonys Blairs beið enn á ný hnekki þegar leyniskýrsla um Íraksstríðið var birt í fjölmiðlum í dag. Pólitískir keppinautar stukku á málið en Blair segist ekkert rangt hafa gert. 28.4.2005 00:01
Réttarhöldunum frestað Dómsuppsögu yfir Mikhail Khodorkovsky, sem átti olíurisann Yukos, var frestað í Moskvu í morgun. Fréttaskýrendur segja þetta gert til að hlífa Pútín Rússlandsforseta við vandræðalegum fundum með vestrænum leiðtogum í næsta mánuði. 27.4.2005 00:01
Jómfrúarferð stærstu þotu heims Stærsta farþegaþota heims, Airbus A380, hóf sig til flugs í fyrsta sinn á flugvellinum í Toulouse í Frakklandi á níunda tímanum í morgun. Flugtakinu hafði verið frestað um u.þ.b. eina og hálfa klukkustund en ástæðan fyrir því hefur ekki verið gefin upp. 27.4.2005 00:01
60 taldir af eftir lestarslys Óttast er að allt að sextíu manns hafi farist og meira en fjörutíu slasast þegar farþegalest keyrði á rútu nærri höfuðborg Srí Lanka í nótt. Áreksturinn varð þar sem járnbrautarteinarnir og akvegur skerast. 27.4.2005 00:01
Gíslarnir grátbiðja um aðstoð Mannræningjar í Írak hafa ákveðið að fresta því um einn dag að lífláta þrjá rúmenska blaðamenn sem þeir hafa í haldi. Al-Jazeera fréttastofan birti í gær myndir af Rúmenunum þremur þar sem þeir grátbiðja stjórnvöld í Rúmeníu um að fara með herafla sinn burt frá Írak. 27.4.2005 00:01
Fjöldamótmæli í Ekvador Fjöldamótmæli hafa brotist út í Ekvador eftir að forseta landsins var vikið úr embætti í síðustu viku. Stuðningsmenn forsetans fyrrverandi hafa safnast saman á götum úti og krafist þess að forsetinn komist aftur til valda. 27.4.2005 00:01
Yfir 100 manns taldir hafa látist Nú er talið víst að yfir hundrað manns hafi týnt lífi í lestarslysinu í Japan. Engin von er lengur talin til þess að nokkur finnist á lífi í flaki lestarinnar sem brunaði út af teinunum skammt frá Osaka á mánudaginn var. 27.4.2005 00:01
Kosningar í Líbanon í maílok Þingkosningar í Líbanon hefjast þann 29. maí. Talsmaður þingsins í Líbanon tilkynnti þetta í morgun. Kosningarnar verða haldnar í nokkrum umferðum og gætu því tekið nokkrar vikur. 27.4.2005 00:01
Stofnun kjarnorkuvera auðvelduð? Yfirgefnum herbækistöðvum í Bandaríkjunum verður breytt í olíuhreinsistöðvar, fái Bush Bandaríkjaforseti vilja sínum framgengt. Bandarískir fjölmiðlar segja hann ætla að leggja til að herstöðvum verði breytt og dregið verði úr skrifræði og flækjum tengdum því að stofna kjarnorkuver. 27.4.2005 00:01
60 deyja daglega Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim. 27.4.2005 00:01
Íröksk þingkona myrt Írakska þingkonan Lamiya Khaduri var skotin til bana við heimili sitt í dag. Hún er fyrsti þingmaðurinn sem er drepinn í landinu síðan kosningar fóru fram þann 30. janúar. 27.4.2005 00:01
Ný ríkisstjórn mynduð Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak. Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í dag. Kosið verður um ráðherralistann á írakska þinginu á morgun. 27.4.2005 00:01
Reyndi að selja FBI flugskeyti Breti, sem ákærður var fyrir að reyna að selja hryðjuverkamönnum flugskeyti til notkunar í Bandaríkjunum, var fundinn sekur um athæfið fyrir rétti í New Jersey í dag. Hann var handtekinn árið 2003 eftir að hafa reynt að selja bandarískum alríkislögeglumanni, sem þóttist vera íslamskur hryðjuverkamaður, flugskeytið. 27.4.2005 00:01
Afplánar dóm fyrir fordóma Mogens Glistrup, stofnandi danska Framfaraflokksins, þarf á næstunni að afplána tuttugu daga fangelsisdóm fyrir brot á lögum um kynþáttafordóma. 27.4.2005 00:01
Norsk kona dæmd fyrir nauðgun Dómstóll í Björgvin í Noregi dæmdi í gær 23 ára gamla konu í níu mánaða fangelsi fyrir nauðgun. 27.4.2005 00:01
Ekkert heyrst frá mannræningjunum Ekkert hefur heyrst frá mannræningjum þriggja rúmenskra fréttamanna sem rænt var í Írak í lok mars. Mannræningjarnir höfðu gefið forseta Rúmeníu frest til klukkan eitt í dag að kalla um 800 rúmenska hermenn heim frá Írak, ellegar yrðu fréttamennirnir líflátnir. 27.4.2005 00:01
Ólga heldur áfram í Tógó Ófremdarástand hefur ríkt í Afríkuríkinu Tógó í kjölfar vafasamra kosninga um síðustu helgi þar sem Faure Gnassinbe, sonur fyrrum einræðisherra landsins, bar sigur úr býtum. Sex manns, þar af þrír borgarar, létu lítið í átökum í höfuðborginni Lomé í gær. 27.4.2005 00:01
Fimm börn á verði eins Teresa Anderson, 25 ára gömul kona frá Phoenix, fæddi í fyrradag fimmbura. Slíkt væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að Anderson hafði tekið að sér að ganga með börnin fyrir hjón sem ekki gátu gert það sjálf. 27.4.2005 00:01
Rúta í árekstri við lest 35 manns biðu bana þegar farþegalest ók á rútu skammt utan við Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gær. Yfir 60 manns slösuðust, sumir þeirra alvarlega. 27.4.2005 00:01