Erlent

400 látnir eftir jarðskjálfta

Nærri fjögur hundruð manns létust í snörpum jarðskjálfta í suðausturhluta Írans í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 á Richter og átti upptök sín nálægt borginni Zarand upp úr klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Að sögn lækna á staðnum varð ekki mikið tjón í borginni sjálfri en hins vegar lagði skjálftinn nokkur lítil þorp í nágrenninu í rúst. Að sögn innanríkisráðuneytis Írana eru að minnsta kosti þrjú hundruð manns slasaðir eftir skjálftann. Útvarpsstöð í borginni hefur hins vegar eftir heilbrigðisstarfsmanni á svæðinu að fimm þúsund manns séu slasaðir.
MYND/AP
MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×