Erlent

Júsjenko vill hefja viðræður 2007

Viktor Júsjenko, nýkjörinn forseti Úkraínu, lýsti því yfir í dag að yfirvöld þar í landi vildu flýta viðræðum um aðild að Evrópsambandinu og hefja þær strax árið 2007 eða jafnvel fyrr. Þetta sagði hann í ávarpi á Evrópuþinginu og lofaði að hefja þær umbætur í landinu sem Evrópusambandið fer fram á vegna aðildar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagðist engu geta lofað í þessum efnum og benti á að það krefðist bæði tíma og þrautseigju að byggja upp ýmsar stofnanir, bæta efnahag og gera nauðsynlegar breytingar á lögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×