Fleiri fréttir Uppstokkun í stjórn Bush John Ashcroft dómsmálaráðherra og Don Evans viðskiptaráðherra urðu fyrstu ráðherrarnir til að segja af sér eftir endurkjör George W. Bush Bandaríkjaforseta. Fyrir lá að einhverjar breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan fyrir seinna kjörtímabil Bush og var Ashcroft meðal þeirra sem búist var við að myndu láta af störfum. 10.11.2004 00:01 Öldungur á sakabekk 107 ára Indverji bíður nú eftir að dómari kveði upp dóm um hvort hann þurfi að snúa aftur í fangelsi eða fái að ganga frjáls. Maðurinn var fundinn sekur um manndráp fyrir sautján árum þegar hann varð nágranna sínum að bana í landadeilum. Síðan þá hefur málið gengið milli dómsstiga án þess að endanleg niðurstaða hafi fengist, að sögn BBC. 10.11.2004 00:01 Útför Arafats undirbúin Undirbúningur að útför Jassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínu, var í fullum gangi í gær. Arafat er sagður lifa síðustu stundir sínar og er ekki gert ráð fyrir að heilsa hans batni. 10.11.2004 00:01 Seld í vændi af ættingjum Nokkuð er um að ættingjar og nánir vinir barna taki þátt í að innleiða þau í starfsemi barnavændishringja, samkvæmt nýrri rannsókn á barnavændi á Filippseyjum. Fólkið þiggur þóknun af næturklúbbaeigendum og vændishringjum sem lofa börnunum oft vinnu við heimilisstörf en neyða þau síðan til að stunda vændi. 10.11.2004 00:01 Allt á suðupunkti vegna nauðgana Óeirðalögregla indverska hersins notaði táragas til að dreifa hundruðum mótmælenda sem kröfðust þess fjórða daginn í röð að hermönnum yrði refsað fyrir að nauðga tólf ára stúlku og móður hennar. Mótmælendur brugðust við með því að grýta táragassprengjunum aftur í lögregluna, sem og steinum og múrsteinum. 10.11.2004 00:01 Þrengt að smáflokkum Erfiðara verður að skrá stjórnmálaflokka í Rússlandi samþykki þingið ný lög um skráningu þeirra. Samkvæmt þeim verða skilyrði um lágmarksfjölda félagsmanna til að flokkar fái skráningu hækkuð úr tíu þúsund í 50 þúsund félaga. Að auki þurfa flokkar að hafa minnst 500 félaga í lágmarki 50 ríkja til að fá að starfa en nú er gerð krafa um 100 félaga. 10.11.2004 00:01 Ebadi meinað að mótmæla Írönsk stjórnvöld hafa bannað Shirin Ebadi, friðarverðlaunahafa Nóbels í fyrra, að efna til mótmæla gegn aftökum á ungmennum undir átján ára aldri. Ebadi ætlaði að efna til mótmælanna í dag en var neitað um leyfi til að halda þau. 10.11.2004 00:01 Vara gangandi fólk við hálku Finnska veðurstofan hefur ákveðið að grípa til eigin ráðstafana til að fækka slysum af völdum hálku. Nú verða gefnar út tvær spár á dag á tuttugu spásvæðum sem beint er sérstaklega að gangandi vegfarendum, árlega þurfa um 50 þúsund úr þeirra röðum á læknishjálp að halda eftir að hafa runnið í hálku. 10.11.2004 00:01 Sláturhús gíslanna fundið Íraskir hermenn hafa fundið "sláturhús gísla", hús þar sem hryðjuverkamenn héldu gíslum föngnum og myrtu þá, sagði Abdul Qader Mohan, hershöfðingi og yfirmaður írösku hersveitanna í Falluja. Hann sagði að húsin væru í norðurhluta borgarinnar þar sem búist hefði verið við mestri mótspyrnu. 10.11.2004 00:01 Hörmungarástand í Falluja Sjö menn féllu fyrir stundu í sprengingu í Bagdad í Írak. Hernaðurinn í Falluja, skammt frá höfuðborginni, hefur leitt til öngþveitis og hörmungarástands að sögn hjálparstarfsmanna í Írak. Óttast er að mikið mannfall hafi orðið í stórsókn þúsunda bandarískra hermanna og írakskra þjóðvarðsliða gegn uppreisnarmönnum súnníta í borginni. 10.11.2004 00:01 Óvissa í Palestínu Undirbúningur fyrir útför Jassers Arafats er þegar hafinn, þótt hann sé ekki enn fallinn frá. Ringulreið og óvissa ríkir í Palestínu. 10.11.2004 00:01 Sókn hernámsliðsins heldur áfram Harðir bardagar geisa nú í borginni Fallujah í Írak. Hátt í fimmtán þúsund hermenn Bandaríkjamanna og Íraka héldu í nótt áfram sókn sinni inn í borgina og mæta þar harðri andstöðu. Árásinni er beint gegn uppreisnarmönnum úr röðum súnníta en talið er að nokkur þúsund þeirra séu í Fallujah. 9.11.2004 00:01 Frönsk stjórnvöld gefa leyfi Frönsk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á að helstu leiðtogar heimastjórnar Palestínu, sem komnir eru til Frakklands, fái að sjá Arafat. Ahmed Qureia, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, fer fyrir leiðtogahópnum en eiginkona Arafats, Shua Arafat, er á móti því að þeir fái að hitta hann. 9.11.2004 00:01 Heilsu Arafats hrakar Læknar Jassers Arafats segja að heilsu hans hafi enn hrakað í nótt og hann sé nú í djúpu dái. Frönsk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á að helstu leiðtogar heimastjórnar Palestínu, sem komnir eru til Frakklands, fái að sjá Arafat. 9.11.2004 00:01 40 særðust í sprengingu í Nepal Tæplega fjörutíu manns særðust þegar öflug sprengja sprakk í byggingu í hjarta Katmandu-borgar í Nepal í morgun. Talið er að uppreisnarmen úr röðum maóista beri ábyrgð á verknaðinum. Sprengjan sprakk í byggingu stjórnvalda sem verið var að reisa en flestir þeirra sem særðust voru að vinna þar við framkvæmdir. 9.11.2004 00:01 Varar við lækkun dollarans Robert Rubin, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varar við því að gengi Bandaríkjadals kunni að lækka verulega og vextir hækka til muna ef Bandaríkjastjórn bregðist ekki skjótt við og dragi úr skuldum ríkisins. 9.11.2004 00:01 Komnir inn í miðborgina Fjörutíu og fimm írakskir löggæslumenn féllu í árásum skæruliða skammt frá Bagdad í morgun. Harðir bardagar geisa í Fallujah og hafa bandarískar hersveitir komið sér fyrir í hjarta borgarinnar. 9.11.2004 00:01 Arafat sagður látinn Jasser Arafat er látinn að sögn Reuters-fréttastofunnar sem hefur þetta eftir heimildamönnum innan palestínsku stjórnarinnar. Ennfremur er tekið fram í fréttaskeytinu að fréttin hafi ekki fengist staðfest. Fyrr í dag var talað um að Arafat ætti aðeins nokkrar klukkustundir eftir ólifaðar. 9.11.2004 00:01 Misvísandi upplýsingar um Arafat Fréttir berast bæði af því að Jasser Arafat, forseti Palestínu, sé látinn og að hann sé lifandi en að heilsu hans hafi hrakað verulega. Reuters-fréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum úr innsta hring Arafats og einnig frá háttsettum palestínskum embættismanni að hann sé látinn. Enn annar embættismaður sagði við fréttamann Reuters að von væri á formlegri yfirlýsingu um andlát hans bráðlega. 9.11.2004 00:01 Maóistum kennt um hryðjuverk Öflug sprengja sprakk í gærmorgun í opinberri byggingu sem verið er að byggja í miðborg Katmandú í Nepal. Alls slösuðust 36 manns. 9.11.2004 00:01 Barist hús úr húsi Harðir bardagar geisuðu í Falluja annan daginn í röð. Herferðin gegn vígamönnum þar hefur valdið úrsögnum úr írösku bráðabirgðastjórninni. Tugþúsundir óbreyttra borgara eru enn í borginni og halda sig innandyra. </font /></b /> 9.11.2004 00:01 Nýr Kennedy í stjórnmálin Bobby Shriver, systursonur John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna, ákvað að feta í fótspor þriggja frænda sinna og hefja þátttöku í stjórnmálum eftir að bæjaryfirvöld í Santa Monica fyrirskipuðu honum að hreinsa limgerði við heimili sitt. 9.11.2004 00:01 Utanríkisstefnan breytist ekki "Forsetinn mun hvorki draga saman seglin né gefa eftir," sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við The Financial Times. Þar lýsti hann utanríkisstefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta á næsta kjörtímabili. "Stefnan er framhald á grundvallarforsendum hans, stefnu og sannfæringu," bætti Powell við. 9.11.2004 00:01 Fengu að tala við ættingja sína Tveir af þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í gíslingu í Afganistan hafa fengið að hringja í fjölskyldur sínar. Fólkinu var rænt í Kabúl 28. október. 9.11.2004 00:01 Farsímar fleiri en heimasímarnir Indverjar eiga nú orðið fleiri farsíma en heimasíma. Þrátt fyrir það kvarta símafyrirtækin undan bágri afkomu og segja að farsímagjöldin séu lág og álögur stjórnvalda miklar. 9.11.2004 00:01 Þeim fjölgar sem fá hæli Flest lönd eru farin að veita álíka mörgum flóttamönnum hæli nú eins og þau gerðu fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Í kjölfarið var dregið verulega úr hælisveitingum samhliða því að öryggisráðstafanir voru auknar en Volker Turk hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að sú þróun hafi snúist við. 9.11.2004 00:01 Til sálfræðings vegna tapsins Stuðningsmenn Johns Kerry í bandarísku forsetakosningunum hafa margir hverjir leitað til sálfræðinga eftir hjálp við að jafna sig á áfallinu eftir ósigur hans fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta. 9.11.2004 00:01 Arafat við dauðans dyr Heilsu Jasser Arafats hrakaði mjög í fyrrinótt þegar hann fékk heilablóðfall. Sögur gengu um það í gær að Arafat væri látinn en læknar hans báru það til baka og sögðu hann lifandi en heilsu hans mjög bágborna. 9.11.2004 00:01 Hart barist í Falluja Það verður mjög harður bardagi um Falluja næstu dagana, sagði yfirmaður landhers Bandaríkjamanna. Hann vildi ekki segja hversu margir bandarískir hermenn hafi fallið þessa tvo daga sem bardagarnir hafa geisað, en ýjaði að því að þeir væru ekki margir. 9.11.2004 00:01 Ýmist lífs eða liðinn Jasser Arafat er ekki látinn að sögn utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínu. Ónafngreindur heimildamaður innan heimastjórnarinnar sagði fyrr í dag að hann væri fallinn frá en því var vísað á bug síðdegis. Arafat er talinn eiga fáar klukkustundir eftir ólifaðar. 9.11.2004 00:01 Forsætisráðherra hótar afsögn Adnan Terzic, forsætisráðherra Bosníu og Hersegóvínu, hefur sagt af sér í mótmælaskyni við skattalagabreytingar sem þing landsins samþykkti í lok síðustu viku. Þriggja manna forsætisnefnd landsins hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hún taki afsögnina gilda. 8.11.2004 00:01 Sakaður um njósnir og hryðjuverk Þegar Syed Maswood sneri heim til Bandaríkjanna eftir að hafa verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, grunaður um að vera bandarískur njósnari, var hann tekinn til yfirheyrslu af bandarísku alríkislögreglunni, grunaður um að vera íslamskur hryðjuverkamaður. 8.11.2004 00:01 Reyna að jarða Arafat lifandi "Þeir eru að reyna að grafa Abu Ammar lifandi," sagði Suha Arafat, eiginkona Jasser Arafats, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, þegar hún réðist harkalega gegn næstráðendum hans í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina. Abu Ammar er gælunafn Jasser Arafats. 8.11.2004 00:01 NASA rannsakar Regnmanninn Vísindamenn á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, eru byrjaðir að rannsaka heilastarfsemi Kim Peek, einhverfs manns sem var fyrirmyndin að persónu Dustin Hoffman í myndinni Regnmaðurinn. 8.11.2004 00:01 Kærð vegna límmiða Skólayfirvöldum í Cobb sýslu í Georgíu hefur verið stefnt fyrir dómstóla vegna límmiða sem límdur er í námsbækur þar sem fjallað er um þróunarkenninguna. Á límmiðanum segir að einungis sé um kenningu að ræða en ekki staðreynd og segja gagnrýnendur þetta grafa undan aðskilnaði ríkis og kirkju. 8.11.2004 00:01 Vilja snúa flóttamönnum heim Danska stjórnin samdi við Þjóðarflokkinn um stuðning við stjórnina gegn því að rúmlega 2.000 hælisleitendur yrðu hvattir til að snúa aftur heim. Í þessum hópi eru 500 til 600 Írakar sem en stutt er síðan Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hvatti þjóðir heims til að þrýsta ekki á flóttamenn þaðan að snúa aftur því ástandið væri of ótryggt. 8.11.2004 00:01 Sprengjur dynja á Fallujah Harðir bardagar geisa í Fallujah í Írak eftir að forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar heimilaði bandarískum hersveitum að gera árás á uppreisnarmenn úr röðum súnníta. Sprengjuárásir dynja á borginni og hafa fjölmargir uppreisnarmenn fallið. 8.11.2004 00:01 Ísöld innan 100 ára Sænskur jarðeðlisfræðingur segir að lítils háttar ísöld kunni að skella á hér á landi á þessari öld samkvæmt reglubundnum veðurfarsbreytingum sem rekja megi til sólarinnar. Hann vísar á bug kenningum um mikla hækkun sjávar vegna bráðnunar jökla og segir menn hafa óþarfaáhyggjur. 8.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Uppstokkun í stjórn Bush John Ashcroft dómsmálaráðherra og Don Evans viðskiptaráðherra urðu fyrstu ráðherrarnir til að segja af sér eftir endurkjör George W. Bush Bandaríkjaforseta. Fyrir lá að einhverjar breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan fyrir seinna kjörtímabil Bush og var Ashcroft meðal þeirra sem búist var við að myndu láta af störfum. 10.11.2004 00:01
Öldungur á sakabekk 107 ára Indverji bíður nú eftir að dómari kveði upp dóm um hvort hann þurfi að snúa aftur í fangelsi eða fái að ganga frjáls. Maðurinn var fundinn sekur um manndráp fyrir sautján árum þegar hann varð nágranna sínum að bana í landadeilum. Síðan þá hefur málið gengið milli dómsstiga án þess að endanleg niðurstaða hafi fengist, að sögn BBC. 10.11.2004 00:01
Útför Arafats undirbúin Undirbúningur að útför Jassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínu, var í fullum gangi í gær. Arafat er sagður lifa síðustu stundir sínar og er ekki gert ráð fyrir að heilsa hans batni. 10.11.2004 00:01
Seld í vændi af ættingjum Nokkuð er um að ættingjar og nánir vinir barna taki þátt í að innleiða þau í starfsemi barnavændishringja, samkvæmt nýrri rannsókn á barnavændi á Filippseyjum. Fólkið þiggur þóknun af næturklúbbaeigendum og vændishringjum sem lofa börnunum oft vinnu við heimilisstörf en neyða þau síðan til að stunda vændi. 10.11.2004 00:01
Allt á suðupunkti vegna nauðgana Óeirðalögregla indverska hersins notaði táragas til að dreifa hundruðum mótmælenda sem kröfðust þess fjórða daginn í röð að hermönnum yrði refsað fyrir að nauðga tólf ára stúlku og móður hennar. Mótmælendur brugðust við með því að grýta táragassprengjunum aftur í lögregluna, sem og steinum og múrsteinum. 10.11.2004 00:01
Þrengt að smáflokkum Erfiðara verður að skrá stjórnmálaflokka í Rússlandi samþykki þingið ný lög um skráningu þeirra. Samkvæmt þeim verða skilyrði um lágmarksfjölda félagsmanna til að flokkar fái skráningu hækkuð úr tíu þúsund í 50 þúsund félaga. Að auki þurfa flokkar að hafa minnst 500 félaga í lágmarki 50 ríkja til að fá að starfa en nú er gerð krafa um 100 félaga. 10.11.2004 00:01
Ebadi meinað að mótmæla Írönsk stjórnvöld hafa bannað Shirin Ebadi, friðarverðlaunahafa Nóbels í fyrra, að efna til mótmæla gegn aftökum á ungmennum undir átján ára aldri. Ebadi ætlaði að efna til mótmælanna í dag en var neitað um leyfi til að halda þau. 10.11.2004 00:01
Vara gangandi fólk við hálku Finnska veðurstofan hefur ákveðið að grípa til eigin ráðstafana til að fækka slysum af völdum hálku. Nú verða gefnar út tvær spár á dag á tuttugu spásvæðum sem beint er sérstaklega að gangandi vegfarendum, árlega þurfa um 50 þúsund úr þeirra röðum á læknishjálp að halda eftir að hafa runnið í hálku. 10.11.2004 00:01
Sláturhús gíslanna fundið Íraskir hermenn hafa fundið "sláturhús gísla", hús þar sem hryðjuverkamenn héldu gíslum föngnum og myrtu þá, sagði Abdul Qader Mohan, hershöfðingi og yfirmaður írösku hersveitanna í Falluja. Hann sagði að húsin væru í norðurhluta borgarinnar þar sem búist hefði verið við mestri mótspyrnu. 10.11.2004 00:01
Hörmungarástand í Falluja Sjö menn féllu fyrir stundu í sprengingu í Bagdad í Írak. Hernaðurinn í Falluja, skammt frá höfuðborginni, hefur leitt til öngþveitis og hörmungarástands að sögn hjálparstarfsmanna í Írak. Óttast er að mikið mannfall hafi orðið í stórsókn þúsunda bandarískra hermanna og írakskra þjóðvarðsliða gegn uppreisnarmönnum súnníta í borginni. 10.11.2004 00:01
Óvissa í Palestínu Undirbúningur fyrir útför Jassers Arafats er þegar hafinn, þótt hann sé ekki enn fallinn frá. Ringulreið og óvissa ríkir í Palestínu. 10.11.2004 00:01
Sókn hernámsliðsins heldur áfram Harðir bardagar geisa nú í borginni Fallujah í Írak. Hátt í fimmtán þúsund hermenn Bandaríkjamanna og Íraka héldu í nótt áfram sókn sinni inn í borgina og mæta þar harðri andstöðu. Árásinni er beint gegn uppreisnarmönnum úr röðum súnníta en talið er að nokkur þúsund þeirra séu í Fallujah. 9.11.2004 00:01
Frönsk stjórnvöld gefa leyfi Frönsk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á að helstu leiðtogar heimastjórnar Palestínu, sem komnir eru til Frakklands, fái að sjá Arafat. Ahmed Qureia, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, fer fyrir leiðtogahópnum en eiginkona Arafats, Shua Arafat, er á móti því að þeir fái að hitta hann. 9.11.2004 00:01
Heilsu Arafats hrakar Læknar Jassers Arafats segja að heilsu hans hafi enn hrakað í nótt og hann sé nú í djúpu dái. Frönsk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á að helstu leiðtogar heimastjórnar Palestínu, sem komnir eru til Frakklands, fái að sjá Arafat. 9.11.2004 00:01
40 særðust í sprengingu í Nepal Tæplega fjörutíu manns særðust þegar öflug sprengja sprakk í byggingu í hjarta Katmandu-borgar í Nepal í morgun. Talið er að uppreisnarmen úr röðum maóista beri ábyrgð á verknaðinum. Sprengjan sprakk í byggingu stjórnvalda sem verið var að reisa en flestir þeirra sem særðust voru að vinna þar við framkvæmdir. 9.11.2004 00:01
Varar við lækkun dollarans Robert Rubin, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varar við því að gengi Bandaríkjadals kunni að lækka verulega og vextir hækka til muna ef Bandaríkjastjórn bregðist ekki skjótt við og dragi úr skuldum ríkisins. 9.11.2004 00:01
Komnir inn í miðborgina Fjörutíu og fimm írakskir löggæslumenn féllu í árásum skæruliða skammt frá Bagdad í morgun. Harðir bardagar geisa í Fallujah og hafa bandarískar hersveitir komið sér fyrir í hjarta borgarinnar. 9.11.2004 00:01
Arafat sagður látinn Jasser Arafat er látinn að sögn Reuters-fréttastofunnar sem hefur þetta eftir heimildamönnum innan palestínsku stjórnarinnar. Ennfremur er tekið fram í fréttaskeytinu að fréttin hafi ekki fengist staðfest. Fyrr í dag var talað um að Arafat ætti aðeins nokkrar klukkustundir eftir ólifaðar. 9.11.2004 00:01
Misvísandi upplýsingar um Arafat Fréttir berast bæði af því að Jasser Arafat, forseti Palestínu, sé látinn og að hann sé lifandi en að heilsu hans hafi hrakað verulega. Reuters-fréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum úr innsta hring Arafats og einnig frá háttsettum palestínskum embættismanni að hann sé látinn. Enn annar embættismaður sagði við fréttamann Reuters að von væri á formlegri yfirlýsingu um andlát hans bráðlega. 9.11.2004 00:01
Maóistum kennt um hryðjuverk Öflug sprengja sprakk í gærmorgun í opinberri byggingu sem verið er að byggja í miðborg Katmandú í Nepal. Alls slösuðust 36 manns. 9.11.2004 00:01
Barist hús úr húsi Harðir bardagar geisuðu í Falluja annan daginn í röð. Herferðin gegn vígamönnum þar hefur valdið úrsögnum úr írösku bráðabirgðastjórninni. Tugþúsundir óbreyttra borgara eru enn í borginni og halda sig innandyra. </font /></b /> 9.11.2004 00:01
Nýr Kennedy í stjórnmálin Bobby Shriver, systursonur John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna, ákvað að feta í fótspor þriggja frænda sinna og hefja þátttöku í stjórnmálum eftir að bæjaryfirvöld í Santa Monica fyrirskipuðu honum að hreinsa limgerði við heimili sitt. 9.11.2004 00:01
Utanríkisstefnan breytist ekki "Forsetinn mun hvorki draga saman seglin né gefa eftir," sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við The Financial Times. Þar lýsti hann utanríkisstefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta á næsta kjörtímabili. "Stefnan er framhald á grundvallarforsendum hans, stefnu og sannfæringu," bætti Powell við. 9.11.2004 00:01
Fengu að tala við ættingja sína Tveir af þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í gíslingu í Afganistan hafa fengið að hringja í fjölskyldur sínar. Fólkinu var rænt í Kabúl 28. október. 9.11.2004 00:01
Farsímar fleiri en heimasímarnir Indverjar eiga nú orðið fleiri farsíma en heimasíma. Þrátt fyrir það kvarta símafyrirtækin undan bágri afkomu og segja að farsímagjöldin séu lág og álögur stjórnvalda miklar. 9.11.2004 00:01
Þeim fjölgar sem fá hæli Flest lönd eru farin að veita álíka mörgum flóttamönnum hæli nú eins og þau gerðu fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Í kjölfarið var dregið verulega úr hælisveitingum samhliða því að öryggisráðstafanir voru auknar en Volker Turk hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að sú þróun hafi snúist við. 9.11.2004 00:01
Til sálfræðings vegna tapsins Stuðningsmenn Johns Kerry í bandarísku forsetakosningunum hafa margir hverjir leitað til sálfræðinga eftir hjálp við að jafna sig á áfallinu eftir ósigur hans fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta. 9.11.2004 00:01
Arafat við dauðans dyr Heilsu Jasser Arafats hrakaði mjög í fyrrinótt þegar hann fékk heilablóðfall. Sögur gengu um það í gær að Arafat væri látinn en læknar hans báru það til baka og sögðu hann lifandi en heilsu hans mjög bágborna. 9.11.2004 00:01
Hart barist í Falluja Það verður mjög harður bardagi um Falluja næstu dagana, sagði yfirmaður landhers Bandaríkjamanna. Hann vildi ekki segja hversu margir bandarískir hermenn hafi fallið þessa tvo daga sem bardagarnir hafa geisað, en ýjaði að því að þeir væru ekki margir. 9.11.2004 00:01
Ýmist lífs eða liðinn Jasser Arafat er ekki látinn að sögn utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínu. Ónafngreindur heimildamaður innan heimastjórnarinnar sagði fyrr í dag að hann væri fallinn frá en því var vísað á bug síðdegis. Arafat er talinn eiga fáar klukkustundir eftir ólifaðar. 9.11.2004 00:01
Forsætisráðherra hótar afsögn Adnan Terzic, forsætisráðherra Bosníu og Hersegóvínu, hefur sagt af sér í mótmælaskyni við skattalagabreytingar sem þing landsins samþykkti í lok síðustu viku. Þriggja manna forsætisnefnd landsins hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hún taki afsögnina gilda. 8.11.2004 00:01
Sakaður um njósnir og hryðjuverk Þegar Syed Maswood sneri heim til Bandaríkjanna eftir að hafa verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, grunaður um að vera bandarískur njósnari, var hann tekinn til yfirheyrslu af bandarísku alríkislögreglunni, grunaður um að vera íslamskur hryðjuverkamaður. 8.11.2004 00:01
Reyna að jarða Arafat lifandi "Þeir eru að reyna að grafa Abu Ammar lifandi," sagði Suha Arafat, eiginkona Jasser Arafats, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, þegar hún réðist harkalega gegn næstráðendum hans í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina. Abu Ammar er gælunafn Jasser Arafats. 8.11.2004 00:01
NASA rannsakar Regnmanninn Vísindamenn á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, eru byrjaðir að rannsaka heilastarfsemi Kim Peek, einhverfs manns sem var fyrirmyndin að persónu Dustin Hoffman í myndinni Regnmaðurinn. 8.11.2004 00:01
Kærð vegna límmiða Skólayfirvöldum í Cobb sýslu í Georgíu hefur verið stefnt fyrir dómstóla vegna límmiða sem límdur er í námsbækur þar sem fjallað er um þróunarkenninguna. Á límmiðanum segir að einungis sé um kenningu að ræða en ekki staðreynd og segja gagnrýnendur þetta grafa undan aðskilnaði ríkis og kirkju. 8.11.2004 00:01
Vilja snúa flóttamönnum heim Danska stjórnin samdi við Þjóðarflokkinn um stuðning við stjórnina gegn því að rúmlega 2.000 hælisleitendur yrðu hvattir til að snúa aftur heim. Í þessum hópi eru 500 til 600 Írakar sem en stutt er síðan Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hvatti þjóðir heims til að þrýsta ekki á flóttamenn þaðan að snúa aftur því ástandið væri of ótryggt. 8.11.2004 00:01
Sprengjur dynja á Fallujah Harðir bardagar geisa í Fallujah í Írak eftir að forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar heimilaði bandarískum hersveitum að gera árás á uppreisnarmenn úr röðum súnníta. Sprengjuárásir dynja á borginni og hafa fjölmargir uppreisnarmenn fallið. 8.11.2004 00:01
Ísöld innan 100 ára Sænskur jarðeðlisfræðingur segir að lítils háttar ísöld kunni að skella á hér á landi á þessari öld samkvæmt reglubundnum veðurfarsbreytingum sem rekja megi til sólarinnar. Hann vísar á bug kenningum um mikla hækkun sjávar vegna bráðnunar jökla og segir menn hafa óþarfaáhyggjur. 8.11.2004 00:01