Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamskipti og þjóðaröryggi Örar breytingar á alþjóðavettvangi hafa í för með sér að stjórnvöld þurfa að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Hvernig getum við nýtt alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum? 22.3.2023 12:31 Rofar til síðdegis en ekki sést til vorsins í kortunum Fjallvegir víða um land voru ófærir í morgun og var mjög blint sums staðar á norðanverðu landinu, Vestur- og Austfjörðum. Draga á úr vindi og éljum um miðjan dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar og er meinlítið veður í kortunum næstu daga. Lægðirnar séu þó að gera sig heimkomnar og áfram megi búast við að loka gæti þurft vegum á næstu vikum. 22.3.2023 12:30 Reykjavíkurborg greitt 64,8 milljónir vegna mygluúttekta frá 2018 Reykjavíkurborg hefur greitt 64,8 milljónir króna til verkfræðistofa vegna mygluúttekta frá 2018. Mest hefur verið greitt fyrir þjónustu Eflu og Mannvits, 30 milljónir annars vegar og 23,8 milljónir hins vegar. 22.3.2023 12:08 Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22.3.2023 11:59 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22.3.2023 11:52 Hátt í fjórir milljarðar munu búa við vatnsskort eftir tvö ár 3,5 milljarðar manna munu búa við vatnsskort árið 2025 vegna mengunar ef mannkynið breytir ekki framkomu sinni við vatn. Sérfræðingur segir að Íslendingar, eins og aðrir, þurfi að vernda vatnið sitt betur. 22.3.2023 11:37 Hádegisfréttir Bylgjunnar Tólfta stýrivaxtahækkun Seðlanbankans í röð verður fyrirferðarmikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. 22.3.2023 11:35 Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22.3.2023 11:23 Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22.3.2023 10:57 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir skotmanninum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem hleypti af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur sunudagskvöldið 12. mars síðastliðinn. 22.3.2023 10:48 Átti „óformlegt samtal“ við Kára um hugvíkkandi efni og fanga Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að í tengslum við umræðu um hugvíkkandi efni sé rétt að skoða allar hugmyndir og nýjungar sem varði bætta meðferð og þjónustu við fanga sem margir glími við margháttaðan geðrænan vanda. 22.3.2023 10:30 Vegir eru víða lokaðir eftir óveðrið Vegir víða lokaðir og ekki búist við að það opni fyrr en í fyrsta en líður á daginn að því er segir á heimasíðu Vegagerðarinnar. 22.3.2023 08:13 Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22.3.2023 07:56 Ríkislögreglustjóri segir mikilvægt að fá fram sjónarmið barna Árið 2021 var 61 prósent brotaþola í kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglu undir 18 ára. Konur voru 85 prósent brotaþola en meðalaldur þeirra var 23 ár og meðalaldur karlkyns brotaþola 20 ár. 22.3.2023 06:44 Reykjanesbær skrifar undir samstarfssamning við Samtökin 78 Reykjanesbær hefur skrifað undir samstarfssamning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning til handa nemendum og starfsfólki sveitarfélagsins sem starfa með börnum og ungmennum í sínu daglega skóla- íþrótta- og tómstundastarfi. 21.3.2023 23:37 Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21.3.2023 23:36 „Líklegast er síðasta barnið með Downs heilkenni þegar fætt á Íslandi“ „Ég held í vonina. Að með því að opna á lífið með Ídu okkar sjái fleiri að börn eru allskonar. Og að þó svo að við kunnum að skima er ennþá frjálst val að eyða,“ segir Katrín Árnadóttir móðir sjö ára stúlku með Downs heilkenni. 21.3.2023 22:55 Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21.3.2023 22:13 Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. 21.3.2023 21:21 Hellisheiði og Þrengslum lokað Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21.3.2023 20:36 Telja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélag Fyrirkomulag öryggismyndavéla í Reykjavík verður endurskoðað árlega en ekki á fimm ára fresti eins og nú er, samkvæmt breytingartillögu sem er til afgreiðslu í borgarstjórn í dag. Sósíalistar í borgarstjórn segja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélagið. 21.3.2023 19:52 Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri. 21.3.2023 19:51 1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. 21.3.2023 19:21 Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum. 21.3.2023 19:01 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21.3.2023 18:49 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í barnamálaráðherra sem boðar breytingar á lögum um leikskóla og jafnvel lengingu á fæðingarorlofi. Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík stóðu fyrir mótmælum í Ráðhúsinu í dag vegna skorts á leikskólaplássum. 21.3.2023 18:00 Samstarfssamningur ríkislögreglustjóra og Samtakanna ´78 undirritaður Ríkislögreglustjóri og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi hinsegin fræðslu, ráðgjöf við rannsóknir og þróun á verklagi og nýju fræðsluefni fyrir lögreglu. 21.3.2023 17:25 Tveir samningar undirritaðir en enn eru nokkrir eftir Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir það ánægjulegt að kjarasamningsviðræður virðast komnar á skrið. Fyrir helgi var talið að viðræður við Orkuveituna hefðu siglt í strand en samningur við þau var undirritaður í gær. Í dag voru samningar við HS Orku og HS Veitur undirritaðir en nokkrir samningar standa eftir. 21.3.2023 15:44 Úr farbanni í gæsluvarðhald vegna dóms fyrir að skera annan mann á háls Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. apríl næstkomandi vegna evrópskrar handtökuskipunar eftir að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás erlendis. 21.3.2023 15:39 Augljóst að aðalmeðferð geti ekki farið fram við Lækjartorg Verjandi nítján ára manns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra segir gæsluvarðhald sem hann hefur sætt leggjast verulega á hann. Hann sér ekki hvernig aðalmeðferð í málinu eigi að geta farið fram í húsakynnum Héraðsdóms Reykjavíkur. 21.3.2023 14:45 Hálft prósent færeysku þjóðarinnar strandaglópar á Seyðisfirði Um það bil þrjú hundruð Færeyingar ásamt fleiri farþegum ferjunnar Norrænu eru nú strandaglópar á Seyðisfirði vegna óveðurs á Fjarðarheiði. Ferjan siglir aftur úr höfn annað kvöld. 21.3.2023 14:45 Helgi ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar Helgi Héðinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar. Hann tekur við af Teiti Erlingssyni, sem hefur sinnt hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið frá áramótum. 21.3.2023 14:20 Á þriðja ár liðið frá því að barn með Downs fæddist á Íslandi Ekkert barn með Downs-heilkennið hefur fæðst hér á landi í á þriðja ár. Frá því að skimun var efld verulega hefur fóstrum með Downs nánast undantekningalaust verið eytt að sögn formanns Félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Þetta sé varhugaverð þróun en fólk með Downs eigi að fá að vera hluti af samfélaginu. 21.3.2023 14:01 Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21.3.2023 14:00 Undirbúningur hafinn fyrir notkun rafbyssa Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir undirbúning hafin fyrir notkun lögreglunnar á rafbyssum. Ágreiningur var milli ráðherra Vinstri grænna og dómsmálaráðherra um reglugerð sem hann gaf út og heimilaði notkun rafbyssa. Sigríður Björk segir að nú standi yfir undirbúningur útboðs á vopnunum fyrir lögreglu og hvaða tæknimöguleikar væru bestir. 21.3.2023 13:13 Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. 21.3.2023 12:57 Bein útsending: Ísland 2040 – ný hugsun í breyttum heimi „Ísland 2040 – ný hugsun í breyttum heimi“ er yfirskrift ársfundar Grænvangs sem fram fer í dag. 21.3.2023 12:31 Íslenskir sprengjusérfræðingar þjálfa úkraínska hermenn Íslenskir sérfræðingar á sviði sprengjuleitar og sprengjueyðingar frá Landhelgisgæslu Íslands eru um þessar mundir að þjálfa úkraínska hermenn í Litáen. Það er liður í samstarfsverkefni Norðurlandanna og Litáen en litáískir, norskir, sænskir og íslenskir sprengjusérfræðingar koma að þjálfuninni. 21.3.2023 12:01 Uppsögn vegna persónulegra lána dæmd ólögleg Fyrrverandi aðstoðarverslunarstjóri í verslun í Reykjavík fær 2,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætar uppsagnar. Starfsmaðurinn hafði slegið persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum í aðdraganda uppsagnarinnar. Héraðsdómur telur að ekki hafi verið rétt staðið að starfslokum starfsmannsins. 21.3.2023 11:46 Hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur ákveðið að hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að rekja megi ákvörðunina til myglu og rakaskemmda sem fundust í febrúar á þessu ári. 21.3.2023 11:45 Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21.3.2023 11:41 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum segjum við af þingfestingum sem fram fara í dag gegn tuttugu og fimm einstaklingum sem allir eru taldir viðriðnir árás í Bankastræti Clup í fyrra. 21.3.2023 11:35 Eldur kviknaði í þaki skemmu Eldur kviknaði í þaki skemmu í nágrenni við olíustöðina í Hvalfirði í morgun. Haft var samband við slökkvilið en iðnaðarmenn sem voru á svæðinu náðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið bar að garði. 21.3.2023 11:06 Með lambhúshettu í dómsal Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. 21.3.2023 10:31 Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21.3.2023 08:51 Sjá næstu 50 fréttir
Bein útsending: Alþjóðasamskipti og þjóðaröryggi Örar breytingar á alþjóðavettvangi hafa í för með sér að stjórnvöld þurfa að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Hvernig getum við nýtt alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum? 22.3.2023 12:31
Rofar til síðdegis en ekki sést til vorsins í kortunum Fjallvegir víða um land voru ófærir í morgun og var mjög blint sums staðar á norðanverðu landinu, Vestur- og Austfjörðum. Draga á úr vindi og éljum um miðjan dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar og er meinlítið veður í kortunum næstu daga. Lægðirnar séu þó að gera sig heimkomnar og áfram megi búast við að loka gæti þurft vegum á næstu vikum. 22.3.2023 12:30
Reykjavíkurborg greitt 64,8 milljónir vegna mygluúttekta frá 2018 Reykjavíkurborg hefur greitt 64,8 milljónir króna til verkfræðistofa vegna mygluúttekta frá 2018. Mest hefur verið greitt fyrir þjónustu Eflu og Mannvits, 30 milljónir annars vegar og 23,8 milljónir hins vegar. 22.3.2023 12:08
Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22.3.2023 11:59
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22.3.2023 11:52
Hátt í fjórir milljarðar munu búa við vatnsskort eftir tvö ár 3,5 milljarðar manna munu búa við vatnsskort árið 2025 vegna mengunar ef mannkynið breytir ekki framkomu sinni við vatn. Sérfræðingur segir að Íslendingar, eins og aðrir, þurfi að vernda vatnið sitt betur. 22.3.2023 11:37
Hádegisfréttir Bylgjunnar Tólfta stýrivaxtahækkun Seðlanbankans í röð verður fyrirferðarmikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. 22.3.2023 11:35
Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22.3.2023 11:23
Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22.3.2023 10:57
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir skotmanninum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem hleypti af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur sunudagskvöldið 12. mars síðastliðinn. 22.3.2023 10:48
Átti „óformlegt samtal“ við Kára um hugvíkkandi efni og fanga Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að í tengslum við umræðu um hugvíkkandi efni sé rétt að skoða allar hugmyndir og nýjungar sem varði bætta meðferð og þjónustu við fanga sem margir glími við margháttaðan geðrænan vanda. 22.3.2023 10:30
Vegir eru víða lokaðir eftir óveðrið Vegir víða lokaðir og ekki búist við að það opni fyrr en í fyrsta en líður á daginn að því er segir á heimasíðu Vegagerðarinnar. 22.3.2023 08:13
Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22.3.2023 07:56
Ríkislögreglustjóri segir mikilvægt að fá fram sjónarmið barna Árið 2021 var 61 prósent brotaþola í kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglu undir 18 ára. Konur voru 85 prósent brotaþola en meðalaldur þeirra var 23 ár og meðalaldur karlkyns brotaþola 20 ár. 22.3.2023 06:44
Reykjanesbær skrifar undir samstarfssamning við Samtökin 78 Reykjanesbær hefur skrifað undir samstarfssamning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning til handa nemendum og starfsfólki sveitarfélagsins sem starfa með börnum og ungmennum í sínu daglega skóla- íþrótta- og tómstundastarfi. 21.3.2023 23:37
Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21.3.2023 23:36
„Líklegast er síðasta barnið með Downs heilkenni þegar fætt á Íslandi“ „Ég held í vonina. Að með því að opna á lífið með Ídu okkar sjái fleiri að börn eru allskonar. Og að þó svo að við kunnum að skima er ennþá frjálst val að eyða,“ segir Katrín Árnadóttir móðir sjö ára stúlku með Downs heilkenni. 21.3.2023 22:55
Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21.3.2023 22:13
Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. 21.3.2023 21:21
Hellisheiði og Þrengslum lokað Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21.3.2023 20:36
Telja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélag Fyrirkomulag öryggismyndavéla í Reykjavík verður endurskoðað árlega en ekki á fimm ára fresti eins og nú er, samkvæmt breytingartillögu sem er til afgreiðslu í borgarstjórn í dag. Sósíalistar í borgarstjórn segja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélagið. 21.3.2023 19:52
Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri. 21.3.2023 19:51
1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. 21.3.2023 19:21
Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum. 21.3.2023 19:01
Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21.3.2023 18:49
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í barnamálaráðherra sem boðar breytingar á lögum um leikskóla og jafnvel lengingu á fæðingarorlofi. Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík stóðu fyrir mótmælum í Ráðhúsinu í dag vegna skorts á leikskólaplássum. 21.3.2023 18:00
Samstarfssamningur ríkislögreglustjóra og Samtakanna ´78 undirritaður Ríkislögreglustjóri og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi hinsegin fræðslu, ráðgjöf við rannsóknir og þróun á verklagi og nýju fræðsluefni fyrir lögreglu. 21.3.2023 17:25
Tveir samningar undirritaðir en enn eru nokkrir eftir Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir það ánægjulegt að kjarasamningsviðræður virðast komnar á skrið. Fyrir helgi var talið að viðræður við Orkuveituna hefðu siglt í strand en samningur við þau var undirritaður í gær. Í dag voru samningar við HS Orku og HS Veitur undirritaðir en nokkrir samningar standa eftir. 21.3.2023 15:44
Úr farbanni í gæsluvarðhald vegna dóms fyrir að skera annan mann á háls Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. apríl næstkomandi vegna evrópskrar handtökuskipunar eftir að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás erlendis. 21.3.2023 15:39
Augljóst að aðalmeðferð geti ekki farið fram við Lækjartorg Verjandi nítján ára manns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra segir gæsluvarðhald sem hann hefur sætt leggjast verulega á hann. Hann sér ekki hvernig aðalmeðferð í málinu eigi að geta farið fram í húsakynnum Héraðsdóms Reykjavíkur. 21.3.2023 14:45
Hálft prósent færeysku þjóðarinnar strandaglópar á Seyðisfirði Um það bil þrjú hundruð Færeyingar ásamt fleiri farþegum ferjunnar Norrænu eru nú strandaglópar á Seyðisfirði vegna óveðurs á Fjarðarheiði. Ferjan siglir aftur úr höfn annað kvöld. 21.3.2023 14:45
Helgi ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar Helgi Héðinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar. Hann tekur við af Teiti Erlingssyni, sem hefur sinnt hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið frá áramótum. 21.3.2023 14:20
Á þriðja ár liðið frá því að barn með Downs fæddist á Íslandi Ekkert barn með Downs-heilkennið hefur fæðst hér á landi í á þriðja ár. Frá því að skimun var efld verulega hefur fóstrum með Downs nánast undantekningalaust verið eytt að sögn formanns Félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Þetta sé varhugaverð þróun en fólk með Downs eigi að fá að vera hluti af samfélaginu. 21.3.2023 14:01
Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21.3.2023 14:00
Undirbúningur hafinn fyrir notkun rafbyssa Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir undirbúning hafin fyrir notkun lögreglunnar á rafbyssum. Ágreiningur var milli ráðherra Vinstri grænna og dómsmálaráðherra um reglugerð sem hann gaf út og heimilaði notkun rafbyssa. Sigríður Björk segir að nú standi yfir undirbúningur útboðs á vopnunum fyrir lögreglu og hvaða tæknimöguleikar væru bestir. 21.3.2023 13:13
Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. 21.3.2023 12:57
Bein útsending: Ísland 2040 – ný hugsun í breyttum heimi „Ísland 2040 – ný hugsun í breyttum heimi“ er yfirskrift ársfundar Grænvangs sem fram fer í dag. 21.3.2023 12:31
Íslenskir sprengjusérfræðingar þjálfa úkraínska hermenn Íslenskir sérfræðingar á sviði sprengjuleitar og sprengjueyðingar frá Landhelgisgæslu Íslands eru um þessar mundir að þjálfa úkraínska hermenn í Litáen. Það er liður í samstarfsverkefni Norðurlandanna og Litáen en litáískir, norskir, sænskir og íslenskir sprengjusérfræðingar koma að þjálfuninni. 21.3.2023 12:01
Uppsögn vegna persónulegra lána dæmd ólögleg Fyrrverandi aðstoðarverslunarstjóri í verslun í Reykjavík fær 2,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætar uppsagnar. Starfsmaðurinn hafði slegið persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum í aðdraganda uppsagnarinnar. Héraðsdómur telur að ekki hafi verið rétt staðið að starfslokum starfsmannsins. 21.3.2023 11:46
Hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur ákveðið að hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að rekja megi ákvörðunina til myglu og rakaskemmda sem fundust í febrúar á þessu ári. 21.3.2023 11:45
Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21.3.2023 11:41
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum segjum við af þingfestingum sem fram fara í dag gegn tuttugu og fimm einstaklingum sem allir eru taldir viðriðnir árás í Bankastræti Clup í fyrra. 21.3.2023 11:35
Eldur kviknaði í þaki skemmu Eldur kviknaði í þaki skemmu í nágrenni við olíustöðina í Hvalfirði í morgun. Haft var samband við slökkvilið en iðnaðarmenn sem voru á svæðinu náðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið bar að garði. 21.3.2023 11:06
Með lambhúshettu í dómsal Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. 21.3.2023 10:31
Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21.3.2023 08:51