Fleiri fréttir

Borgin vinnur á hraða snigilsins

Móðir barns í Fossvogsskóla segir foreldra langþreytta á ítrekuðum vandamálum sem komið hafa upp í skólanum síðustu misseri, nú síðast þegar gríðarlegur leki varð í glænýju þaki skólans. Borgin vinni á hraða snigilsins, sem sé óásættanlegt.

Undrandi á yfir­lýsingu Skúla

Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð.

Hægfara bylting á Íslandi í 30 ár

Íslenskt samfélag hefur gerbreyst frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi fyrir tæplega þrjátíu árum og með auknum hraða síðasta áratuginn. Fyrir gildistökuna voru erlendir íbúar aðeins um þrjú prósent þjóðarinnar en eru nú um sautján prósent.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir barns í Fossvogsskóla segir foreldra langþreytta á ítrekuðum vandamálum sem komið hafa upp í skólanum síðustu misseri, nú síðast þegar gríðarlegur leki varð í glænýju þaki skólans. Borgin vinni á hraða snigilsins, sem sé óásættanlegt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum á slaginu 18:30. 

Klaki af þaki olli miklum skemmdum

Klaki sem runnið hafði af þaki í Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur fór beint í gegnum framrúðu bíls sem lagt var í götunni.

Stóra-Laxá ruddist fram: „Þetta var mjög tæpt“

Stóra-Laxá rauf stíflu við Laxárdal um klukkan 13 í dag. Ákvörðun um að rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá, sem er enn í smíðum, virðist hafa bjargað brúnni.

Áform um knatthús í uppnámi

Framkvæmdastjóri Hauka segir mikil vonbrigði að byggingarleyfi fyrir nýju knatthúsi á Ásvöllum hafi verið fellt úr gildi. Ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála setur áframhaldandi uppbyggingu svæðis félagsins í uppnám.

Stórsöngvarinn Einar Júlíusson er látinn

Einar Júlíusson, söngvari, er látinn. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar í nótt, 78 ára gamall. Einar var einn af stofnendum Hljóma og var fyrsti söngvari hljómsveitarinnar.

Framkvæmdir á Litla Hrauni fyrir tvo milljarða

Nú styttist óðum í að miklar framkvæmdir hefjist við fangelsið á Litla Hrauni á Eyrarbakka en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Kostnaður er um tveir milljarðar króna.

Þetta á ekki að gerast

Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Borgin mun fara ofan í kjölinn á miklum leka á glænýju þaki Fossvogsskóla í gær. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir lekann mikil vonbrigði en hefur ekki áhyggjur af því að mygla hreiðri um sig. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12, förum yfir asahlákuverkefni slökkviliðs í nótt og veðurviðvaranir sem væntanlegar eru í kvöld.

Klaka­klumpar skemmdu bíl í Vestur­bænum

Mikið magn klaka rann ofan af þaki fjölbýlishúss í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að framrúða bíls skemmdist. Ljóst er að mikil hætta var á ferð.

Fjögur útköll vegna vatnstjóns

Starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í fjögur útköll vegna vatnstjóns í nótt. í Heildina voru sex útköll á dælubíla.

Frýs aftur í kvöld og él á morgun

Kólna mun aftur á landinu öllu í dag og í kvöld mun frjósa aftur eftir mikla úrkomu undanfarna daga. Á morgun er svo von á vestan stormi með dimmum éljum.

Sextán ára á rúntinum með vinum sínum

Lögregluþjónar stöðvuðu í gærkvöldi bíl í Breiðholti sem ekið var yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaður bílsins reyndist sextán ára gamall og var hann á ferðinni með þremur vinum sínum.

Svona upplifðu Eyjamenn að vakna upp við eldgos

Fimmtíu ár verða liðin á mánudag, 23. janúar, frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973, sem telja má einn af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar.

Sam­þykki byggingar­á­forma vegna knatt­húss Hauka fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt ákvörðun byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarkaupstaðar um samþykki byggingaráforma að Ásvöllum 1. Til stóð að reisa knatthús Hauka á lóðinni. Oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði segir málið til marks um lélega stjórnsýsluhætti í bænum.

Verka­­fólk á Akur­eyri með hærri laun en í Reykja­­vík

Launakjör verkafólks á Akureyri eru betri en í Reykjavík samkvæmt könnunum. Sérfræðingur hjá Eflingu segir kröfur félagsins um sérstaka framfærsluuppbót meira en sanngjarnar í ljósi hærri húsnæðiskostnaðar á höfuðborgarsvæðinu.

Auka­leikarar fengu ó­vænt greitt með Bónuskorti

Aukaleikarar sem unnu við tökur á Áramótaskaupinu fengu greitt með inneign í Bónus. Þeir aukaleikarar sem tóku fyrstir þátt töldu sig munu fá greitt fyrir þátttökuna miðað við auglýsingu á Facebook.

Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi

Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld.

„Strákar hjálpa til á bóndadaginn“

Bóndadagur er í dag og þorrinn þar með hafinn. Börn á leikskólanum Laugasól fengu í tilefni þess að smakka ýmsar kræsingar, líkt og hákarl, lundabagga og sviðasultu. 

Gæslu­varð­hald timbursalans stað­fest

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni, timburinnflytjanda á sextugsaldri, í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða.

Reyndi að lokka barn upp í bíl

Í dag barst lögreglu tilkynning um að ungu barni hafi verið boðið far af ókunnugum þegar það var á leið í skólann í Vesturbæ Reykjavíkur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Flóðaástand skapaðist víðs vegar um borgina í dag og slökkvilið hafði í nógu að snúast. Vegalokanir settu svip sinn á daginn og öllu innanlandsflugi var aflýst. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég er með ævintýri til að segja frá“

Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila.

Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar

Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Tuttugu föst í skíðalyftu í Hlíðar­fjalli

Lögregla og björgunarsveitarmenn voru kölluð út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hefði stöðvast. Tuttugu voru föst í lyftunni en tekist hefur að ná öllum niður óslösuðum.

Lausagöngubann katta varð aldrei og hugmyndin virðist úr sögunni

Ekkert verður af banni við lausagöngu katta að næturlagi á Akureyri. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir breytingu hafa orðið í viðhorfi með myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Ekkert hafi breyst varðandi lausagöngu katta því málið hafi aldrei farið í aðra umræðu.

Aukið álag þegar líður á daginn

Mikill viðbúnaður er hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en búist var við miklu álagi vegna veðursins í dag. Börn voru til að mynda send heim úr Fossvogsskóla vegna leka frá þaki og inn í kennslustofur. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri í aðgerðarstjórn slökkviliðsins segir álag á viðbragðsaðila vera mikið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Asahlákan sem spáð hafði verið verður fyrirferðarmikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víða hefur flætt inn í hús í leysingunum og skólahaldi var í morgun aflýst í Fossvogsskóla vegna leka, svo dæmi sé tekið.

„Auð­vitað slær þetta hjúkrunar­fræðinga“

Formaður félags hjúkrunarfræðinga fagnar viðurkenningu Landspítala á ófullnægjandi starfsumhverfi á geðdeild - en ástandið sé auðvitað óboðlegt víðar. Yfirlýsingin var birt í tengslum við mál hjúkrunarfræðings sem ákærð er fyrir manndráp. Málið, og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni.

Ragnar Þór vill leiða VR áfram

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt að hann vilji leiða félagið áfram en kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi.

Grímur skipaður lög­reglu­stjóri á Suður­landi

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl næstkomandi. Grímur hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022.

Hálka, þæfingsfærð og ófært víða

Samkvæmt Vegagerðinni eru hálkublettir og mikill vatnselgur á vegum á höfuðborgarsvæðinu. Þá er krapi á Hellisheiði og í Þrengslum og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálkublettir og mikill vatnselgur á Reykjanesbraut og flughált á Suðurstrandavegi og Krýsuvíkurvegi norðan Vatnsskarðs.

Sjá næstu 50 fréttir