Fleiri fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sonur konu sem lést í umsjá læknis, sem sætir lögreglurannsókn vegna meintra brota í starfi, blöskrar að læknirinn fái að starfa áfram á Landspítalanum. Hann segir móður sína hreinlega hafa verið tekna af lífi á sjúkrahúsinu og vísar skýringum læknisins, sem tjáði sig í fyrsta sinn um málið í dag, á bug. 19.1.2023 18:00 Netþrjótar stálu upplýsingum um alla nemendur Háskólans á Akureyri Netþrjótar hafa náð að komast yfir upplýsingar um alla nemendur, kennara og annað starfsfólk við Háskólann á Akureyri (HA), þar á meðal lykilorð, kennitölur og farsímanúmer. Verið er að rannsaka málið og búið er að auka öryggisstig á tölvukerfum skólans. 19.1.2023 17:42 Bændur beðnir að huga að gripum sínum vegna flóðahættu Matvælastofnun biðlar til bænda að huga að útigangsgripum sínum á morgun vegna mikilla leysinga sem spáð hefur verið. Veðurstofan spáir hlýnandi veðri með mikilli úrkomu á nánast öllu landinu. 19.1.2023 17:33 Kviknaði í strætó á leið í Mjódd Um klukkan 16:30 kviknaði í strætó númer þrjú á Miklubraut á leið í Mjóddina í Reykjavík. 19.1.2023 17:20 Bein útsending: Sérfræðingur fræðir Íslendinga um breytingaskeiðið Af hverju eru allir að tala um tíðahvörf og breytingaskeið kvenna? Hvaða áhrif hefur testósterón á kynlífið? Og er þetta bara þyngdaraukning og þras? Þessum spurningum og öðrum um breytingaskeiðið verður svarað á opnum fyrirlestri í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 19. janúar milli klukkan 17 og 19. 19.1.2023 17:00 Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19.1.2023 16:38 Opna allar sundlaugarnar á morgun en Árbæjarlaug á laugardag Reykjavíkurborg stefnir á að opna sundlaugar í höfuðborginni klukkan 15 á morgun ef frá er talin Árbæjarlaug. Þar verða dyrnar opnaðar klukkan níu á laugardagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 19.1.2023 16:22 Áhugamaður um norðurljós datt í lukkupottinn á Íslandi Bandarískur áhugamaður um norðurljós fékk heldur betur sýningu er hann ferðaðist til Íslands í síðustu viku með það að markmiði að fanga norðurljós á filmu. 19.1.2023 14:38 Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 19.1.2023 14:21 Hvetur fólk til að hafa samband skapist flóðaástand Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar snjór og klaki bráðnar á morgun. 19.1.2023 13:46 Yfirgnæfandi meirihluti blaðamanna samþykkti kjarasamning Rúmlega 98 prósent félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands greiddu atkvæði með samþykkt nýs skammtímakjarasamnings félagsins við Samtök atvinnulífsins. Af þeim sem voru á kjörskrá hjá Félagi fréttamanna greiddu rúmlega 96 prósent atkvæði með samþykkt samningsins. 19.1.2023 13:35 Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19.1.2023 13:34 Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19.1.2023 13:07 Dómsmálaráðuneytið leggur til að heimila heimabruggun Dómsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda tillögur að lögum um heimild til heimabruggunar á áfengi til einkaneyslu. Áfram verður bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu með eimingu. 19.1.2023 12:56 Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu. 19.1.2023 12:16 Formaður SÁÁ: „Þetta var rosalegt högg fyrir starfsfólkið okkar“ Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókna á starfsháttum SÁÁ og meintum tilhæfulausum reikningum. Formaður SÁÁ segir Sjúkratryggingar Íslands hafa vegið með grófum hætti að trúverðugleika samtakanna gerir alvarlega athugasemd við framgöngu stofnunarinnar. 19.1.2023 11:43 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum lítum við til veðurs en spáin fyrir morgundaginn er á þann veg að von er á asahláku víða eftir langan frostakafla. 19.1.2023 11:34 Litadýrðin rakin til eldgossins öfluga hinum megin á hnettinum Ef til vill hafa Íslendingar tekið eftir því að sólarupprás og sólarlag síðustu daga hafa verið í litskrúðugri kantinum. Að öllum líkundum má rekja ástæður þess og uppruna eitt ár aftur í tímann og í 15 þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi, til eyríkisins Tonga í Kyrrahafi. 19.1.2023 11:27 Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19.1.2023 11:16 Dagur vonar að Egill og aðrir geti dregið fram skautana fyrr en seinna Egill Helgason sjónvarpsmaður birti á dögunum gamla mynd af ísilagðri tjörninni í Reykjavík. Og óhætt er að segja að skautaáhugi í bland við fortíðarþrá hafi brotist út á netinu í kjölfarið, einkum meðal miðborgarbúa og Vesturbæinga. 19.1.2023 11:15 Smíða áttæring forfeðranna úr sunnlenskum skógarvið Meira en öld eftir að Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á áttæringum eru menn aftur teknir til við að smíða slíkt skip, og það úr íslenskum skógarvið. Tilgangurinn er að halda upp á menningararfinn. 19.1.2023 11:05 Dæmdur fyrir þjófnaði á Selfossi og svik á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í níutíu daga fangelsi, meðal annars fyrir að hafa látið konu millifæra upphæð inn á reikning vegna kaupa á reiðhjóli. Maðurinn hafði auglýst hjólið – fulldempað TREK-fjallahjól – á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu, en afhenti hjólið aldrei. 19.1.2023 11:01 Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19.1.2023 10:21 „Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19.1.2023 09:43 Tafir á Hringbraut vegna áreksturs Umferðartafir mynduðust eftir að tveir bílar rákust saman við hringtorgið á mótum Suðurgötu og Hringbrautar í í Reykjavík í morgun. 19.1.2023 09:14 Fella ákvörðun MAST úr gildi og heimila innflutning á pólskum bolum Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að synja fyrirtæki um heimild til innflutningar á trjábolum með berki frá Póllandi og að þeir skuli endursendir eða þeim eytt. Ráðuneytið var ósammála stofnuninni og taldi að þau vottorð sem hafi fylgt sendingunni hafi staðist allar kröfur. 19.1.2023 09:04 „Innræting er ekki orð sem við notum“ Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir í Íslandi í dag: „Ef ég væri Sigmundur Davíð myndi mér ekki þykja þægilegt að vera settur á sömu glæru og þessir þarna.“ 19.1.2023 09:01 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. 19.1.2023 08:01 Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19.1.2023 07:31 Rannsókn á ásökunum SÍ gegn SÁÁ felld niður Héraðssaksóknari ákvað 2. desember síðastliðinn að hætta rannsókn á starfsháttum SÁÁ en málið varðaði ásakanir Sjúkratrygginga Íslands, meðal annars um fjölda reikninga sem voru sagðir tilhæfulausir. 19.1.2023 07:10 Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19.1.2023 07:00 Skemmdir á sýningum Stríðsárasafnsins vegna mikils leka Mikils leka hefur orðið vart í sýningarhúsnæði Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði eftir áramót og hafa sýningar safnsins orðið fyrir tjóni. 19.1.2023 07:00 Eldur við skóla slökktur með snjó Einn var vistaður í fangageymslu í gærkvöldi vegna hótana og eignaspjalla og annar vegna ölvunarástands. Þá var tilkynnt um eld við skóla en hann var slökktur með snjó. 19.1.2023 06:24 Nýr leiðtogi og skarpari málflutningur Samfylkingunni til góðs Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir stöðuna ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar en leiðtogabreytingar og endurskipulag málefna virðist reynast flokknum vel. 18.1.2023 23:47 Dómsmálaráðherra um rafbyssur: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18.1.2023 23:24 Smitsjúkdómar færist í aukana með loftlagsbreytingum Smitsjúkdómalæknir segir það einungis tímaspursmál hvenær annar heimsfaraldur líkt og Covid kemur upp. Nýlegar rannsóknir bendi til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana samhliða loftslagsbreytingum. 18.1.2023 21:00 Fyrstu stúdentarnir flytja á Sögu eftir tvo mánuði Þessa dagana standa yfir milljarða framkvæmdir við að breyta hótel Sögu í háskólahús og á þeim að vera lokið eftir eitt og hálft ár. Fyrstu stúdentarnir munu hins vegar flytja inn í nýjar einstaklingsíbúðir í marsmánuði. 18.1.2023 19:20 Samfylkingin stærsti flokkur landsins Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er með tæplega 24 prósenta fylgi. 18.1.2023 18:34 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18.1.2023 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómari í hryðjuverkamálinu íhugar nú hvort vísa eigi frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. Sindri Snær og Ísidór, sem ákærðir eru í málinu, neituðu að hafa skipulagt hryðjuverk þegar málið var þingfest í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 18.1.2023 18:00 Sigríður Pálína er Suðurnesjamaður ársins 2022 Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, er Suðurnesjamaður ársins 2022 að mati Víkurfrétta. Sigríður er sú 33. til að hljóta nafnbótina. 18.1.2023 17:28 262 nauðganir tilkynntar árið 2022 Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur. 18.1.2023 16:39 Elsti Íslendingurinn er 105 ára Í dag eru 47 einstaklingar á Íslandi 100 ára og eldri. Þrír af þessum 47 einstaklingum eiga maka á lífi. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Þjóðskrár yfir elstu íbúa landsins. 18.1.2023 15:20 Sundlaugunum í Reykjavík lokað á morgun vegna skerðingar á heitu vatni Veitur munu á morgun skerða framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu vegna álags á hitaveitukerfi í kuldatíðinni. 18.1.2023 15:05 Rjúfa veginn til að vernda nýju brúna Vegagerðin mun rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá á morgun til þess að vernda nýja brú sem þar er nú í smíðum. Reiknað er með vatnavöxtum á næstu dögum vegna yfirvofandi hlýinda. 18.1.2023 14:33 Sjá næstu 50 fréttir
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sonur konu sem lést í umsjá læknis, sem sætir lögreglurannsókn vegna meintra brota í starfi, blöskrar að læknirinn fái að starfa áfram á Landspítalanum. Hann segir móður sína hreinlega hafa verið tekna af lífi á sjúkrahúsinu og vísar skýringum læknisins, sem tjáði sig í fyrsta sinn um málið í dag, á bug. 19.1.2023 18:00
Netþrjótar stálu upplýsingum um alla nemendur Háskólans á Akureyri Netþrjótar hafa náð að komast yfir upplýsingar um alla nemendur, kennara og annað starfsfólk við Háskólann á Akureyri (HA), þar á meðal lykilorð, kennitölur og farsímanúmer. Verið er að rannsaka málið og búið er að auka öryggisstig á tölvukerfum skólans. 19.1.2023 17:42
Bændur beðnir að huga að gripum sínum vegna flóðahættu Matvælastofnun biðlar til bænda að huga að útigangsgripum sínum á morgun vegna mikilla leysinga sem spáð hefur verið. Veðurstofan spáir hlýnandi veðri með mikilli úrkomu á nánast öllu landinu. 19.1.2023 17:33
Kviknaði í strætó á leið í Mjódd Um klukkan 16:30 kviknaði í strætó númer þrjú á Miklubraut á leið í Mjóddina í Reykjavík. 19.1.2023 17:20
Bein útsending: Sérfræðingur fræðir Íslendinga um breytingaskeiðið Af hverju eru allir að tala um tíðahvörf og breytingaskeið kvenna? Hvaða áhrif hefur testósterón á kynlífið? Og er þetta bara þyngdaraukning og þras? Þessum spurningum og öðrum um breytingaskeiðið verður svarað á opnum fyrirlestri í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 19. janúar milli klukkan 17 og 19. 19.1.2023 17:00
Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. 19.1.2023 16:38
Opna allar sundlaugarnar á morgun en Árbæjarlaug á laugardag Reykjavíkurborg stefnir á að opna sundlaugar í höfuðborginni klukkan 15 á morgun ef frá er talin Árbæjarlaug. Þar verða dyrnar opnaðar klukkan níu á laugardagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 19.1.2023 16:22
Áhugamaður um norðurljós datt í lukkupottinn á Íslandi Bandarískur áhugamaður um norðurljós fékk heldur betur sýningu er hann ferðaðist til Íslands í síðustu viku með það að markmiði að fanga norðurljós á filmu. 19.1.2023 14:38
Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 19.1.2023 14:21
Hvetur fólk til að hafa samband skapist flóðaástand Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar snjór og klaki bráðnar á morgun. 19.1.2023 13:46
Yfirgnæfandi meirihluti blaðamanna samþykkti kjarasamning Rúmlega 98 prósent félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands greiddu atkvæði með samþykkt nýs skammtímakjarasamnings félagsins við Samtök atvinnulífsins. Af þeim sem voru á kjörskrá hjá Félagi fréttamanna greiddu rúmlega 96 prósent atkvæði með samþykkt samningsins. 19.1.2023 13:35
Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19.1.2023 13:34
Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. 19.1.2023 13:07
Dómsmálaráðuneytið leggur til að heimila heimabruggun Dómsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda tillögur að lögum um heimild til heimabruggunar á áfengi til einkaneyslu. Áfram verður bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu með eimingu. 19.1.2023 12:56
Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu. 19.1.2023 12:16
Formaður SÁÁ: „Þetta var rosalegt högg fyrir starfsfólkið okkar“ Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókna á starfsháttum SÁÁ og meintum tilhæfulausum reikningum. Formaður SÁÁ segir Sjúkratryggingar Íslands hafa vegið með grófum hætti að trúverðugleika samtakanna gerir alvarlega athugasemd við framgöngu stofnunarinnar. 19.1.2023 11:43
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum lítum við til veðurs en spáin fyrir morgundaginn er á þann veg að von er á asahláku víða eftir langan frostakafla. 19.1.2023 11:34
Litadýrðin rakin til eldgossins öfluga hinum megin á hnettinum Ef til vill hafa Íslendingar tekið eftir því að sólarupprás og sólarlag síðustu daga hafa verið í litskrúðugri kantinum. Að öllum líkundum má rekja ástæður þess og uppruna eitt ár aftur í tímann og í 15 þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi, til eyríkisins Tonga í Kyrrahafi. 19.1.2023 11:27
Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19.1.2023 11:16
Dagur vonar að Egill og aðrir geti dregið fram skautana fyrr en seinna Egill Helgason sjónvarpsmaður birti á dögunum gamla mynd af ísilagðri tjörninni í Reykjavík. Og óhætt er að segja að skautaáhugi í bland við fortíðarþrá hafi brotist út á netinu í kjölfarið, einkum meðal miðborgarbúa og Vesturbæinga. 19.1.2023 11:15
Smíða áttæring forfeðranna úr sunnlenskum skógarvið Meira en öld eftir að Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á áttæringum eru menn aftur teknir til við að smíða slíkt skip, og það úr íslenskum skógarvið. Tilgangurinn er að halda upp á menningararfinn. 19.1.2023 11:05
Dæmdur fyrir þjófnaði á Selfossi og svik á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í níutíu daga fangelsi, meðal annars fyrir að hafa látið konu millifæra upphæð inn á reikning vegna kaupa á reiðhjóli. Maðurinn hafði auglýst hjólið – fulldempað TREK-fjallahjól – á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu, en afhenti hjólið aldrei. 19.1.2023 11:01
Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19.1.2023 10:21
„Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19.1.2023 09:43
Tafir á Hringbraut vegna áreksturs Umferðartafir mynduðust eftir að tveir bílar rákust saman við hringtorgið á mótum Suðurgötu og Hringbrautar í í Reykjavík í morgun. 19.1.2023 09:14
Fella ákvörðun MAST úr gildi og heimila innflutning á pólskum bolum Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að synja fyrirtæki um heimild til innflutningar á trjábolum með berki frá Póllandi og að þeir skuli endursendir eða þeim eytt. Ráðuneytið var ósammála stofnuninni og taldi að þau vottorð sem hafi fylgt sendingunni hafi staðist allar kröfur. 19.1.2023 09:04
„Innræting er ekki orð sem við notum“ Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir í Íslandi í dag: „Ef ég væri Sigmundur Davíð myndi mér ekki þykja þægilegt að vera settur á sömu glæru og þessir þarna.“ 19.1.2023 09:01
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. 19.1.2023 08:01
Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19.1.2023 07:31
Rannsókn á ásökunum SÍ gegn SÁÁ felld niður Héraðssaksóknari ákvað 2. desember síðastliðinn að hætta rannsókn á starfsháttum SÁÁ en málið varðaði ásakanir Sjúkratrygginga Íslands, meðal annars um fjölda reikninga sem voru sagðir tilhæfulausir. 19.1.2023 07:10
Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19.1.2023 07:00
Skemmdir á sýningum Stríðsárasafnsins vegna mikils leka Mikils leka hefur orðið vart í sýningarhúsnæði Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði eftir áramót og hafa sýningar safnsins orðið fyrir tjóni. 19.1.2023 07:00
Eldur við skóla slökktur með snjó Einn var vistaður í fangageymslu í gærkvöldi vegna hótana og eignaspjalla og annar vegna ölvunarástands. Þá var tilkynnt um eld við skóla en hann var slökktur með snjó. 19.1.2023 06:24
Nýr leiðtogi og skarpari málflutningur Samfylkingunni til góðs Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir stöðuna ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar en leiðtogabreytingar og endurskipulag málefna virðist reynast flokknum vel. 18.1.2023 23:47
Dómsmálaráðherra um rafbyssur: „Við búum því miður bara við breyttan veruleika“ Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi. 18.1.2023 23:24
Smitsjúkdómar færist í aukana með loftlagsbreytingum Smitsjúkdómalæknir segir það einungis tímaspursmál hvenær annar heimsfaraldur líkt og Covid kemur upp. Nýlegar rannsóknir bendi til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana samhliða loftslagsbreytingum. 18.1.2023 21:00
Fyrstu stúdentarnir flytja á Sögu eftir tvo mánuði Þessa dagana standa yfir milljarða framkvæmdir við að breyta hótel Sögu í háskólahús og á þeim að vera lokið eftir eitt og hálft ár. Fyrstu stúdentarnir munu hins vegar flytja inn í nýjar einstaklingsíbúðir í marsmánuði. 18.1.2023 19:20
Samfylkingin stærsti flokkur landsins Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er með tæplega 24 prósenta fylgi. 18.1.2023 18:34
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18.1.2023 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómari í hryðjuverkamálinu íhugar nú hvort vísa eigi frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. Sindri Snær og Ísidór, sem ákærðir eru í málinu, neituðu að hafa skipulagt hryðjuverk þegar málið var þingfest í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 18.1.2023 18:00
Sigríður Pálína er Suðurnesjamaður ársins 2022 Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, er Suðurnesjamaður ársins 2022 að mati Víkurfrétta. Sigríður er sú 33. til að hljóta nafnbótina. 18.1.2023 17:28
262 nauðganir tilkynntar árið 2022 Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur. 18.1.2023 16:39
Elsti Íslendingurinn er 105 ára Í dag eru 47 einstaklingar á Íslandi 100 ára og eldri. Þrír af þessum 47 einstaklingum eiga maka á lífi. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Þjóðskrár yfir elstu íbúa landsins. 18.1.2023 15:20
Sundlaugunum í Reykjavík lokað á morgun vegna skerðingar á heitu vatni Veitur munu á morgun skerða framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu vegna álags á hitaveitukerfi í kuldatíðinni. 18.1.2023 15:05
Rjúfa veginn til að vernda nýju brúna Vegagerðin mun rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá á morgun til þess að vernda nýja brú sem þar er nú í smíðum. Reiknað er með vatnavöxtum á næstu dögum vegna yfirvofandi hlýinda. 18.1.2023 14:33
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent