Fleiri fréttir

Sjö ára drengur á meðal þeirra alvarlegu slösuðu
Einn þeirra þriggja sem eru alvarlega slasaðir eftir bílslysið á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi er sjö ára gamall drengur. Fólkið sem slasaðist alvarlega er úr báðum bílunum.

Líðan skjólstæðinganna batnað með sanngirni á þriðju vaktinni
Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um hina svokölluðu þriðju vakt eftir að skoðanagrein á Vísi fór á mikið flug. Fréttastofa fór á stúfana og spurði hver það væri á heimilinu sem helst stæði þriðju vaktina.

Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ afhent
Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka verða afhent á Grand hótel í Reykjavík í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Hægt verður að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi hér á Vísi og hefst dagskrá klukkan 11:30.

Um þrjátíu heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt vegna slyssins
Um þrjátíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða voru kallaðir til vegna slyssins sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Töluverð hálka var á veginum í gær og þrjú flutt með flugi til Reykjavíkur. Yfirlögregluþjónn segir þau alvarlega slösuð.

Verða að bæta undirliggjandi rekstur borgarinnar
Bæta verður undirliggjandi rekstur Reykjavíkurborgar til þess að stöðva margmilljarða króna hallarekstur hennar, að sögn Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs. Hann segir tillögur um að lækka laun borgarfulltrúa popúlisma.

Grímuklæddur maður rændi verslun
Maður sem rændi verslun í póstnúmeri 108 í Reykjavík í gærkvöldi komst undan á hlaupum. Hann var grímuklæddur og hrifsaði með sér fjármuni í sjóðsvél verslunarinnar.

Innlögnum fjölgaði í nóvember og áfram nokkur dauðsföll á mánuði
Enn er nokkur fjöldi að greinast með Covid hér á landi og fjölgaði innlögnum nokkuð mikið í nóvember. Þá látast að meðaltali tveir til fjórir á mánuði vegna Covid. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara varlega yfir hátíðirnar, fara í örvunarbólusetningu og huga að sóttvörnum.

Ráðist á húsráðanda þegar hann opnaði útidyrnar
Karlmaður hringdi dyrabjöllu húss í hverfi 103 í Reykjavík og réðst á húsráðanda þegar hann opnaði dyrnar skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla telur sig kunna deili á honum.

Engin svör um dánarorsök 135 dögum eftir andlát
Sólveig Hlynsdóttir var 33 ára þegar hún lést skyndilega í júlí síðastliðnum. Fjölskylda hennar hefur allt frá því að hún lést barist fyrir svörum varðandi það hvað í ósköpunum kom fyrir. Þau segjast ekki geta reynt að jafna sig á áfallinu og lifa með sorginni fyrr en þau fái svör. Ekki eru nema tveir réttarlæknar starfandi hér á landi, þar af annar í aðeins 25 til 30 prósent stöðu.

Fundað til miðnættis í kvöld og meira á morgun
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að fundarhöld Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins muni standa til um það bil miðnættis í kvöld.

Friðfinnur Freyr er látinn
Friðfinnur Freyr Kristinsson, maðurinn sem leitað hefur verið að seinustu vikur, er látinn. Þessu greinir bróðir hans frá á Facebook síðu sinni. Hann segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað.

Fimm slösuðust í árekstri á Hnífsdalsvegi
Tveggja bíla árekstur varð á Hnífsdalsvegi fyrr í kvöld. Fimm eru slasaðir og komu inn á sjúkrahús á Ísafirði. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð. Tvær flugvélar fluttu þrjá af þeim slösuðu suður. Enginn er sagður látinn.

Hafa nú þegar greitt út tugi milljóna í bætur vegna lekans í Hvassaleiti
Tryggingafélagið VÍS hefur nú þegar greitt út alls 45,6 milljónir króna í bætur vegna tjónsins sem varð þegar önnur tveggja stofnlagna vatnsveitu rofnaði í Hvassaleiti í Reykjavík í september síðastliðinn.

Fundað fram á kvöld
Aðilar vinnumarkaðarins munu funda inn í nóttina en yfir standa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og hins vegar milli SA og samflots iðn- og tæknifólks. Góður gangur hefur verið í viðræðum dagsins en staðan er þó viðkvæm.

„Miklu flottari“ en ljósin í Tivoli
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er nú uppljómaður í tilefni jólahátíðarinnar. Segja má að skreytingarnar minni á Tivoli skemmtigarðinn í Kaupmannahöfn.

„Lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu“
Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna.

„Ekki búið að vera auðvelt ferðalag en í dag varð það algjörlega þess virði“
Jón Baldvin Hannibaldsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Landsréttur mat það sem svo að það hafi verið sannað, gegn neitun Jóns, að hann hafi strokið á rassi Carmenar Jóhannsdóttur. Carmen kveðst fagna dóminum, þó hún hafi ekki búist við sakfellingu.

Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust
Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945.

Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga
Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd.

Jón Baldvin fékk tveggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti í dag fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað og áfrýjunarkostnað vegna málsins. Verjandi Jóns Baldvins segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar.

Ekki vænlegt að segja konum að „slaka bara á“
Hulda Tölgyes, sálfræðingur segir að hin svonefnda þriðja vakt sé streituvaldandi og að of mikil streita til lengri tíma sé afar skaðleg heilsunni. Þyngstu byrðar þriðju vaktarinnar séu vanalega í aðdraganda jóla. Pistill sem Hulda og Þorsteinn V. Einarsson, eiginmaður hennar, skrifuðu hefur vakið gífurlega athygli og er mest lesinn á Vísi þriðja daginn í röð.

Á sjötta tug hornfirskra hrossa slátrað vegna alvarlegs brots
Matvælastofnun hefur lagt tímabundið bann við búfjárhaldi á umráðamann búfjár á ótilgreindum bæ í Hornafirði vegna alvarlegs brots á dýravelferðarlögum. Fimmtíu og fimm hrossum var slátrað vegna málsins.

„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum
Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir.

Vill tryggja launahækkanir sem allra fyrst
Aðilar vinnumarkaðarins halda áfram að funda í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag en gert var hlé á fundarhöldum í gær svo viðsemjendur gætu farið yfir málin með sínu baklandi. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir mikilvægt að ná saman eins fljótt og mögulegt er.

Hefði verið frábært ef þetta hefði gengið upp
Möguleikinn á starfsemi kísilvers í Helguvík er að öllum líkindum úr sögunni. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir meirihluta íbúa anda léttar eftir að þetta varð ljóst, enda hafi margir orðið fyrir mikilum óþægindum. Óljóst er hvað verður um verksmiðjuna sjálfa.

Faglærðir starfsmenn Grandaborgar segja upp störfum
Verulegur uggur og urgur er meðal foreldra barna í Grandaborg en Helena Jónsdóttir leiksskólastjóri hefur sagt upp störfum. Hún tók við sem leikskólastjóri Grandaborgar árið 2014.

Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum
Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur.

Bein útsending: Fulltrúar Bankasýslunnar mæta fyrir þingnefnd
Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem fram fer milli klukkan 10:30 og 12 í dag.

Leikskólastjórnendur afar gagnrýnir á skóla- og frístundasvið
„Samfélagið, stjórnmálafólk verður núna, árið 2022, að skilja mikilvægi þess að hlúa að yngsta fólkinu sem byrjar rúmlega eins árs í leikskóla og dvelur þar að jafnaði 8,5 klukkustundir fimm daga vikunnar.“

Víða hætt við lúmskri hálku sunnan- og vestanlands
Víða verður hætt við myndun lúmskrar hálku sunnan- og vestanlands í dag, einkum seinnipartinn og í kvöld eftir að það styttir upp, lægir og léttir til.

Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna
Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins.

Fylgi Samfylkingar rúmlega tvöfaldast frá síðustu kosningum
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna.

Árið sem þetta var „látið gossa“
Grímuskylda, nálægðarmörk og djammbann. Þetta kunna að virðast hlutir úr öðru lífi en í upphafi ársins voru hér í gildi einar hörðustu samkomutakmarkanir Íslandssögunnar.

Handtóku mann eftir ítrekuð afskipti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann í annarlegu ástandi eftir að hafa ítrekað þurft að hafa afskipti af honum. Fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu og er grunaður um brot á lögreglusamþykkt.

Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“
Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára.

Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það.

Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun
Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024.

Kláfur sé fyrst og fremst aðgengismál
Borgarráð hefur samþykkt að skoða að setja upp Kláf í Esjuhlíðum. Formaður borgarráðs segir málið fyrst og fremst aðgengismál en að í hugmyndinni felist einnig tækifæri fyrir ferðaþjónustuna.

Sólborg valin framúrskarandi ungur Íslendingur
Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut í gær titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022. Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún hefur barist gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu og hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur.

Staðan í kjaraviðræðum viðkvæm
Ríkissáttasemjari ákvað í dag að fresta fundi aðila vinnumarkaðarins til morguns, í stað þess að halda áfram fundarhöldum í Karphúsinu. Að sögn ríkissáttasemjara fer betur á því á þessu stigi að samningsaðilar ræði hver við sitt bakland. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi.

Aðstoðuðu ferðamann í Landmannalaugum
Flugbjörgunarsveitin á Hellu aðstoðaði erlendan ferðamann í morgun sem staddur var í Landmannalaugum og hafði fest bíl sinn í á.

92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði
Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Kostnaður almennings vegna samningsleysis á milli sérgreinalækna og sjúkratrygginga hefur numið fimm milljörðum króna á þessu ári að mati Öryrkjabandalagsins. Dæmi eru um að öryrkjar hafi þurft að greiða fimmtíu þúsund krónur á einum mánuði bara í komugjöld og annan aukakostnað. Þetta og margt annað í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Skoða að setja kláf í Esjuhlíðar
Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar.