Innlögnum fjölgaði í nóvember og áfram nokkur dauðsföll á mánuði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. desember 2022 08:01 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir biðlar til fólks að huga að sóttvörnum fyrir hátíðirnar og samkomurnar sem þeim fylgja. Vísir/Egill Enn er nokkur fjöldi að greinast með Covid hér á landi og fjölgaði innlögnum nokkuð mikið í nóvember. Þá látast að meðaltali tveir til fjórir á mánuði vegna Covid. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara varlega yfir hátíðirnar, fara í örvunarbólusetningu og huga að sóttvörnum. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir faraldurinn nokkuð stöðugan hér á landi þar sem áfram er ákveðinn hópur að smitast og hluti þeirra að veikjast alvarlega. „Þetta eru kannski 30 til 40 manns í þessum opinberum prófum en við vitum að það eru fleiri en það með sjúkdóminn. Það sem gerðist í nóvember var að það jukust innlagnir og þá aðallega á Landspítalanum. Í fyrradag voru þetta 25 sem voru inniliggjandi en í byrjum mánaðar voru þetta meira bara fimm til átta,“ segir Guðrún. Enn eru einstaklingar að látast vegna Covid og að sögn Guðrúnar hafa dauðsföllin verið um tvö til fjögur á mánuði. Frá janúar til september 2022 voru 180 dauðsföll skráð og viðbúið að þeim muni fjölga. „Fólk er að deyja, þó það séu bara nokkrir þá eru það samt þeir og það er erfitt fyrir þeirra fólk, þeirra fjölskyldu og alla. Þetta er alvarlegt mál,“ segir Guðrún. Bóluefnin og sóttvarnir helsta vörnin Ákveðið var á dögunum að hvetja fólk eldri en 60 ára til að mæta í örvunarbólusetningu, þar sem eldri einstaklingar eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Þáttakan hefur að sögn Guðrúnar verið góð en mætti vera betri, sérstaklega hjá þeim sem eru 60 til 70 ára en um helmingur þeirra hefur fengið fjórða skammtinn. „Vörnin af bólusetningu dvínar á nokkrum mánuðum, hún fer ekkert niður í núll en hún minnkar. Það eru rannsóknir sem styðja það og þess vegna erum við að hvetja fólk til þess ef það er kominn tími, þrír eða fjórir mánuðir, að fólk fari þá í örvunarbólusetningu, þeir sem að hafa ekki gert það,“ segir Guðrún. Það er þó ekki aðeins Covid sem verið er að glíma við heldur eru ýmsar pestir að herja á landann, þar á meðal inflúensa, RS-veiran, sem leggst þó aðallega á lítil börn og eldri fólk, og nóró niðurgangspestin. Nú þegar hátíðirnar eru í nánd og samkomur eru víða segir Guðrún full ástæða fyrir fólk til að fara varlega. „Vörnin sem við höfum er náttúrulega bólusetningar gegn Covid og inflúensu og svo sóttvarnir, það er að fólk reyni að vera heima þegar það er veikt og smiti ekkert aðra því það getur alltaf borist inn í veika hópa eða til viðkvæmra einstaklinga eins og ónæmisbældra, sem að kannski þrátt fyrir bólusetningu geta orðið mjög veikir,“ segir hún. Fylgjast með þróuninni erlendis Aðspurð um hvort fylgst sé sérstaklega með þróuninni þegar kemur að Covid, í ljósi frétta til að mynda frá Kína, segir Guðrún svo vera en að helst sé fylgst náið með Norðurlöndunum og funda þau reglulega með kollegum sínum þar. Í flestum löndum sé Covid á niðurleið. „Það er svona aðeins misjafnt eftir löndum, það eru alltaf einhver lönd sem eru öðruvísi. Það eru kannski alltaf þrjú eða fjögur lönd þar sem þetta er á uppleið þó það sé á niðurleið í hinum löndunum en almennt er þetta svona frekar á niðurleið,“ segir hún. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók saman helstu Covid tíðindin á árinu í annál sem birtist á Vísi í gær en horfa má á hann í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir faraldurinn nokkuð stöðugan hér á landi þar sem áfram er ákveðinn hópur að smitast og hluti þeirra að veikjast alvarlega. „Þetta eru kannski 30 til 40 manns í þessum opinberum prófum en við vitum að það eru fleiri en það með sjúkdóminn. Það sem gerðist í nóvember var að það jukust innlagnir og þá aðallega á Landspítalanum. Í fyrradag voru þetta 25 sem voru inniliggjandi en í byrjum mánaðar voru þetta meira bara fimm til átta,“ segir Guðrún. Enn eru einstaklingar að látast vegna Covid og að sögn Guðrúnar hafa dauðsföllin verið um tvö til fjögur á mánuði. Frá janúar til september 2022 voru 180 dauðsföll skráð og viðbúið að þeim muni fjölga. „Fólk er að deyja, þó það séu bara nokkrir þá eru það samt þeir og það er erfitt fyrir þeirra fólk, þeirra fjölskyldu og alla. Þetta er alvarlegt mál,“ segir Guðrún. Bóluefnin og sóttvarnir helsta vörnin Ákveðið var á dögunum að hvetja fólk eldri en 60 ára til að mæta í örvunarbólusetningu, þar sem eldri einstaklingar eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Þáttakan hefur að sögn Guðrúnar verið góð en mætti vera betri, sérstaklega hjá þeim sem eru 60 til 70 ára en um helmingur þeirra hefur fengið fjórða skammtinn. „Vörnin af bólusetningu dvínar á nokkrum mánuðum, hún fer ekkert niður í núll en hún minnkar. Það eru rannsóknir sem styðja það og þess vegna erum við að hvetja fólk til þess ef það er kominn tími, þrír eða fjórir mánuðir, að fólk fari þá í örvunarbólusetningu, þeir sem að hafa ekki gert það,“ segir Guðrún. Það er þó ekki aðeins Covid sem verið er að glíma við heldur eru ýmsar pestir að herja á landann, þar á meðal inflúensa, RS-veiran, sem leggst þó aðallega á lítil börn og eldri fólk, og nóró niðurgangspestin. Nú þegar hátíðirnar eru í nánd og samkomur eru víða segir Guðrún full ástæða fyrir fólk til að fara varlega. „Vörnin sem við höfum er náttúrulega bólusetningar gegn Covid og inflúensu og svo sóttvarnir, það er að fólk reyni að vera heima þegar það er veikt og smiti ekkert aðra því það getur alltaf borist inn í veika hópa eða til viðkvæmra einstaklinga eins og ónæmisbældra, sem að kannski þrátt fyrir bólusetningu geta orðið mjög veikir,“ segir hún. Fylgjast með þróuninni erlendis Aðspurð um hvort fylgst sé sérstaklega með þróuninni þegar kemur að Covid, í ljósi frétta til að mynda frá Kína, segir Guðrún svo vera en að helst sé fylgst náið með Norðurlöndunum og funda þau reglulega með kollegum sínum þar. Í flestum löndum sé Covid á niðurleið. „Það er svona aðeins misjafnt eftir löndum, það eru alltaf einhver lönd sem eru öðruvísi. Það eru kannski alltaf þrjú eða fjögur lönd þar sem þetta er á uppleið þó það sé á niðurleið í hinum löndunum en almennt er þetta svona frekar á niðurleið,“ segir hún. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók saman helstu Covid tíðindin á árinu í annál sem birtist á Vísi í gær en horfa má á hann í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40