Fleiri fréttir

Gossvæðið áfram lokað

Gossvæðið í Meradölum verður áfram lokað í kvöld og í nótt. Tekin verður ákvörðun um hvenær svæðið verður opnað á fundi viðbragðsaðila klukkan hálf níu í fyrramálið.

Björguðu manni úr sjónum við Garð

Björgunarsveitin Ægir í Garði fékk í morgun útkall vegna manns sem talið var að væri í sjónum. Björgunarsveitin fann manninn heilan á húfi og var honum komið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Gekk um Hafnar­götu með öxi

Karlmaður var í dag handtekinn fyrir aftan húsgagnaverslunina Bústoð við Tjarnargötu í Keflavík af sérsveit og lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn hafði gengið eftir Hafnargötu með öxi.

Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum

Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn.

Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík

Sveitar­stjóri Mýr­dals­hrepps vill ráðast í hafnar­gerð í Vík í Mýr­dal til að koma í veg fyrir um­fangs­mikla vikur­flutninga um Suður­lands­veginn. Höfnin myndi skapa mikil tæki­færi fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnar­lausa sjávar­þorp landsins.

Gæti liðið að goslokum á næstu dögum

Dregið gæti að goslokum á næstu dögum að mati eldfjallafræðings þar sem hraunflæðið nálgast lágmarksþröskuld. Lokað er inn á svæðið í dag vegna veðurs

Hefur snúið við blaðinu og fær milda refsingu

Karlmaður var á dögunum dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir auðgunarbrot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hefði snúið lífi sínu til betri vegar síðan brotin voru framin.

Hrifinn af tillögum Sjálfstæðismanna

Oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík líst vel á bráðatillögur Sjálfstæðismanna í leikskólamálum. Ekkert sé því til dæmis til fyrirstöðu að koma á fót bakvarðarsveit til að tryggja mönnun leikskólanna. Meirihlutinn kynnir eigin tillögur á morgun - sem að sumu leyti muni svipa til tillagna Sjálfstæðismanna.

Lamaðist eftir bíl­slys og missti manninn sinn á sama ári

Elínborg Steinunnardóttir lamaðist á vinstri hlið líkamans eftir alvarlegt bílslys árið 2020. Í maí sama ár greindist eiginmaður hennar, Þröstur Ingimarsson, með heilaæxli. Hann lést aðeins hálfu ári síðar, á meðan Elínborg lá enn inni á sjúkrahúsi.

Ekkert úti­vistar­veður við gos­stöðvarnar í dag

Lokað er inn á gossvæðið í Meradölum í dag og verða allir sem ætla Suðurstrandarveginn stoppaðir og rætt við þá. Spáð er vonskuveðri í dag, allt að 23 metrum á sekúndu ásamt talsverðri rigningu.

Segir Bjarna sölsa undir sig annarra manna fé

Formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær að vandamálið með Sósíalista væri að á endanum klári þeir annarra manna fé. Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir hlutunum öfugt farið; að Sjálfstæðisflokkurinn sölsi undir sig annarra manna fé.

Dauðadæmt loforð um leikskólapláss

Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða.

Skellt í lás á morgun

Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í­búar á­hyggju­fullir vegna mögu­legrar efnis­töku

Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta.

Tæmdi Le­bowski með prumpu­sprengju

Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 

Lög­reglan mun skoða gögn í máli Hrafn­hildar Lilju og óska eftir upp­lýsingum frá Dóminíska lýð­veldinu

Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma

Ægir og Týr seldir á 51 milljón króna

Líklegast er að varðskipin Ægir og Týr fari úr landi, en afsal vegna sölu ríkisins á skipunum til félagsins Fagurs ehf. var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í Reykjavík í gær. Mögulegt er að skipunum verði breytt í farþegaskip sem gætu siglt á norðurslóðum enda gætu þau hentað vel til slíkra siglinga. Kaupverðið hljóðar upp á 51 milljón króna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Óleyst morðmál, vikurflutningar, varðskipasala og tryggingar verða meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Guggan komin heim en er ekki lengur gul

Hið landsfræga skip Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, er komin aftur heim til Íslands eftir rúmlega tveggja áratuga útgerð erlendis. Guggan hefur hins vegar bæði fengið nýtt nafn, Snæfell EA, og tapað sínum einkennislit og er nú blá.

Veru­lega dregið úr hraun­flæði

Verulega hefur dregið úr hraunflæði við gosstöðvarnar í Meradölum. Samkvæmt niðurstöðum flugmælinga hefur flæðið farið úr 11 rúmmetrum á sekúndu yfir í 3 til 4 rúmmetra á sekúndu.

Gunni og Felix að bugast vegna hávaða frá þyrlum

Gósentíð er nú hjá þyrlufyrirtækjum vegna gossins á Reykjanesi. En ekki eru allir kátir með ónæðið sem er því samfara; þeir eru reyndar fjölmargir sem vilja segja hingað og ekki lengra. Þeir Gunni og Felix skemmtikraftar eru þeirra á meðal.

Mynda­veisla: Gos­stöðvarnar eftir tvær vikur af eld­gosi

Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar síðan eldgosið í Meradölum hófst og hefur það þegar tekið talsverðum breytingum. Enn er umferð um gosstöðvarnar talsverð en ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson, gerði sér ferð að gosstöðvunum í gær til að líta á síbreytilega náttúruna. 

Ás­laug Arna ferðast um landið í haust

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun staðsetja skrifstofu sína víða um land í haust. Fólkinu í landinu verður boðið í opna viðtalstíma þar sem málefni ráðuneytisins verða rædd.

Lokað inn á gossvæðið á morgun

Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu.

Skúli svarar Óttari fullum hálsi

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen segist hvorki vera auðmaður né gjaldþrota í svari við bakþönkum Óttars Guðmundssonar geðlæknis. Óttar sagði í bakþönkum sínum á laugardag að Skúli hefði sett flugfélagið Wow air „glæsilega á hausinn“ með tilheyrandi tapi fyrir þjóðarbúið. Skúli segir Wow hafa skilað meiru í ríkiskassann en allur áliðnaðurinn árið 2018. 

Til­kynnt um hópá­rás en enginn fundist

Í gær var tilkynnt um hópárás í umdæmi lögreglustöðvar fjögur, sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Tilkynnandi kvaðst hafa séð þrjá til fjóra stráka ráðast á einn með höggum og spörkum. Enginn var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði og enginn hefur gefið sig fram sem brotaþoli.

Sjá næstu 50 fréttir