Fleiri fréttir

Íslendingarnir hafi forðast sendinefnd Namibíu

Þeir Íslendingar sem sendinefnd namibískra stjórnvalda vildi ræða við hér á landi fyrr í sumar eru sagðir hafa forðast það með öllum ráðum að ræða við nefndina. Nefndin var send hingað til lands til þess að ræða framsal þriggja Íslendinga sem áttu hlut að meintum mútugreiðslum til áhrifamanna í sjávarútvegi í Namibíu.

Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi

Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi. 

Flakkari á siglingu um hrauntjörnina

Það kennir ýmissa grasa þegar eldgos eiga í hlut. Eitt af því eru fyrirbæri sem minnir á fljótandi borgarísjaka í hrauntjörninni og hefur fengið heitið flakkari hér á landi.

Sjö sóttu um tvö dómara­em­bætti

Sjö umsækjendur sóttu um embætti veggja héraðsdómara, annars vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjaness og hins vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Eldgos, framhaldsskólar og húsnæðisverð verður meðal þess sem við fjöllum um í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Gos­stöðvarnar á­fram lokaðar í dag

Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu.

Í sjálfheldu þar sem þýskur ferðamaður lést nýverið

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út um miðja nótt eftir að tilkynning barst frá manni sem var í sjálfheldu í fjalllendi. Upphafleg staðsetning hans var talin vera á Stráfjalli og hófst leit þar um klukkan fjögur í nótt sem skilaði ekki árangri.

Eldur logaði við Lækjarskóla

Eldur logaði í rusli á bak við Lækjarskóla í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um eld í gámi í hverfinu klukkan 21:57. 

Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika.

Patman nýr sendiherra á Íslandi

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu Joes Biden um að skipa Carrin F. Patman í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Sam­tökin '78 rekin á yfir­dráttar­láni

Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur.

Brjálað að gera á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði

Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum í sumar en þar er hægt að fá alls konar handverk frá heimamönnum, meðal annars hunang úr túnfífli. Allur peningurinn, sem kemur inn á markaðnum fer til samfélagsmála í þorpinu.

Ekki úti­lokað að fleiri skjálftar verði

Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu.

Maður féll í gil í Norðdal

Maður féll niður í gil í Norðdal í dag og slasaðist töluvert að sögn Úlfars Arnar Hjartarsonar í svæðisstjórn björgunarsveitar á Ströndum. Fallið hafi verið um tuttugu til þrjátíu metrar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni, þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu.

Áfram lokað til morguns

Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Ung börn ör­mögnuðust á leiðinni frá gos­stöðvunum

Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi.

Sak­felldir fyrir að fé­flétta mann á ní­ræðis­aldri

Þrír sænskir bræður hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa fengið rúmlega áttatíu ára gamlan mann til gefa sér íbúð. Bræðurnir aðstoðuðu manninn við búslóðarflutning í fyrra en þekktu hann ekki að öðru leyti.

Starfs­fólk spítalans rífist hvert við annað

Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Millistjórnendur séu ekki vandamálið á Landspítalanum en pólitískum ákvörðunum sé um að kenna. Þróunin hafi átt sér stað á síðustu tuttugu árum. 

Stór skjálfti á Reykja­nes­skaga

Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður VR segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum í húsnæðismálum og ekki hafa efnt loforð úr síðustu kjarasamningum. Hann segir verkalýðshreyfinguna klára í slaginn og slær verkfall ekki út af borðinu

Allt að 22 gráður fyrir norðan en gular við­varanir sunnan­lands

Í dag eru gular veðurviðvaranir við gildi á Suðurlandi og Faxaflóa en hiti á suðvesturhorninu verður á bilinu níu til sextán stig. Á norðaustanverðu landinu verður þurrt fram eftir degi með hita að 22 stigum. Fyrri hluta dags verður suðaustan átt og snýst hún í suðvestan seinnipartinn. 

„Það sem er mikil­vægt er að þetta má ekki gleymast“

Súgfirðingar gengu í gær til minningar þeirra fjölmörgu æðarfugla sem þurfi að aflífa eftir olíuslys í þorpinu fyrr á árinu. Skipuleggjandi segir mikilvægt að atvikið gleymist ekki og að lærdómur verði dreginn af því.

Mikið um rafs­kútu­slys í nótt

Nokkuð rólegt virðist hafa verið hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en þó var nokkuð mikið um að fólk dytti af rafskútum og slasaðist.

Hin­segin fólk á­hyggju­fullt vegna bak­slags

Gríðarlegur fjöldi var saman kominn í Gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. Hinsegin fólk segir að mæting sé til marks um samstöðu þrátt fyrir mikið bakslag í þjóðfélaginu.

Eld­gosið kosti Grinda­víkur­bæ 60 milljónir

Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs.

Gleði­gangan fínasti stað­gengill Fiski­dagsins

Gestir Gleðigöngunnar voru margir í dag og voru margir hverjir þeirra ansi litríkir líkt og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars. Þeir voru báðir í dragi þegar fréttastofa náði tali af þeim.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar klukkan fimm í nótt vegna vonskuveðurs.

Furðar sig á gagn­rýni leigu­bíl­stjóra

Innviðaráðherra furðar sig á gagnrýni leigubílstjóra á frumvarp ráðherrans um leigubílaakstur. Með frumvarpinu er ætlað að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.