Fleiri fréttir

Segir byggingu nýrrar flug­stöðvar ekki hafa komið til um­ræðu

Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við púlsinn á meirihlutaviðræðum í Reykjavík en það er síðasti meirihlutinn sem eftir á að mynda í stærstu sveitarfélögum landsins. 

Ekki nema nokkrir ára­tugir þar til jöklarnir hverfa

Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, jöklafræðingur, telur að ef fram haldi sem horfir muni Snæfellsjökull hverfa að fullu á næstu nokkrum áratugum. Að óbreyttum útblæstri munu í raun allir jöklar hverfa á næstu áratugum en þó sé hægt að hægja verulega á þróuninni með minni hlýnun, að sögn Guðfinnu.

Skipaður lög­ráða­maður dró sér þrjár milljónir króna

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt konu á sextugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi eftir að hafa sem skipaður lögráðamaður dregið sér rúmar þrjár milljónir króna af bankareikningi skjólstæðings og millifært inn á persónulegan reikning.

Verð­bólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár.

Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika

Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag.

Vilja stuðla að auknu val­frelsi um hvar fólk vinnur

Þingflokkur Viðreisnar vill að vinnumarkaðsráðherra skoði tækifæri í fjarvinnu og móti fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Þingmaður segir að skrifstofan sé ekki eini vinnustaðurinn sem er í boði og aukið valfrelsi um að vinna heima sé af hinu góða.

Þú læknar ekki á­föll með því að troða tveimur fingrum inn

Kynfræðingur efast um réttmæti heilandi kynlífsvinnu, eins og tíðkast víða á Íslandi í nýaldarfræðum og andlega heiminum. Hún hefur fengið fjölda beiðna um að taka þátt í allskonar andlegum kynlífs-tengdum viðburðum, en afþakkar alltaf. 

Konan er fundin

Konan, sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld, er fundin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum verður rætt við fjölskyldu fatlaðs manns frá Íran sem vísað verður úr landi að óbreyttu. Fjölskyldan segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér stendur honum ekki til boða þar í landi.

Kynna nýjan meirihluta í Grindavík

Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa myndað nýjan meirihluta í Grindavík. Bæjarfulltrúar framboðanna undirrituðu málefnasamning um verkefni og samstarf í dag.

Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning

Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna.

Hjólin hafi ekki verið hlaðin en raf­hlöður geti skapað eld­hættu

Reglur gera ekki ráð fyrir sérstökum aðbúnaði þar sem rafhlaupahjól eru geymd, en slökkviliðsstjóri segir rafhlöður þeirra geta skapað aukna eldhættu. Eldur kom upp í rafhlaupahjólaleigu í Reykjavík í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þar sem hætta var talin á ferðum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við slökkviliðsstjóra sem hvetur eigendur rafhlaupahjóla til að huga að brunavörnum, þar sem rafhlöður þeirra geti skapað aukna hættu ef kviknar í. 

Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi

Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls.

„Fjandinn laus þessa nóttina“

„Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina.

Slökktu eld á raf­hlaupa­hjóla­leigu í Skútu­vogi

Eldur kviknaði á rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði í Skútuvogi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Talin var hætta á ferðum og allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á svæðið.

Stolna styttan komin aftur á sinn stað eftir mikið ferða­lag

Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Styttunni var stolið í vor en listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sögðu verkið vera rasískt.

34 milljónum króna ríkari

Fyrsti vinningur í Lottó gekk út í kvöld og vann einn heppinn miðahafi um 34,1 milljónir króna. Miðinn var keyptur á vef Lottós.

Óttast um líf sitt verði þau send til Grikk­lands

Flóttafólk sem til stendur að senda úr landi óttast um líf sitt verði það sent til Grikklands, þar sem þeirra bíði ekkert nema líf á götunni. Fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum var mótmælt á Austurvelli í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við um mótmæli sem fóru fram á Austurvelli í dag vegna fyrirhugaðra fjöldabrottvísana flóttafólks. Við ræðum við flóttamann sem óttast um líf sitt verði hann sendur til Grikklands.

Mynduðu nýjan meiri­hluta í Fjalla­byggð

A-listi Jafnaðarfólks og óháðra hefur myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar með Sjálfstæðisflokknum. Oddvitar flokkanna skrifuðu undir meirihlutasamning í dag en Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta með I-lista Betri Fjallabyggðar á seinasta kjörtímabili.

Hundrað tonn af sælgæti á mánuði frá Helga í Góu

Helgi Vilhjálmsson í Góu er ekki að baki dottinn þó hann sé orðinn áttræður því hann framleiðir hundrað tonn af sælgæti á hverjum mánuði og hefur varla undan að framleiða ofan í landsmenn. Þá hefur hann byrgt lagerinn sinn upp vegna ástandsins í heiminum.

Slasaðist illa í nágrenni gosstöðvanna

Björgunarsveitarfólk frá Grindavík aðstoðaði ferðamann sem slasaðist illa á fæti í nágrenni gosstöðvanna á Reykjanesi í dag. Mikið breyttur björgunarsveitarbíll var sendur á vettvang til að flytja hann niður á bílastæði í Leirdal.

Kafla­skil í Mennta­skólanum í Reykja­vík

Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor.

„Þetta er fram­kvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að engum úr hópnum verði vísað úr landi. Við ræðum við skipuleggjanda mótmælanna í hádegisfréttum.

Óttast að vinnumansal aukist samhliða fjölgun flóttamanna

Margar ábendingar hafa borist um vinnumansal flóttafólks hér á landi undanfarið og er lögregla með slík mál til rannsóknar. Forseti ASÍ segir mikilvægt að allir séu á varðbergi og ítrekar mikilvægi þess að aukinn straumur flóttamanna sé ekki á kostnað réttinda.

Stór skjálfti í Bárðarbungu

Rétt upp úr klukkan átta í morgun varð jarðskjálfti í sunnanverðri Bárðarbungu sem mældist 4.4 að stærð.

„Þessi refsing endur­speglar al­var­leika brotsins“

Dómur í máli Gísla Haukssonar fyrir brot í nánu sambandi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni féll 17. maí síðastliðinn. Gísli játaði sök og var gert að sæta 60 daga skilorðsbundnu fangelsi en mörgum þótti dómurinn vægur. Haukur Örn Birgisson, verjandi Gísla í málinu, segir ástæðu refsingarinnar einfaldlega vera kröfur ákæruvaldsins sem umbjóðandi hans hafi sætt sig við. Hann afsalaði sér málsvarnarlaunum í málinu

Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár

Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna.

Sjá næstu 50 fréttir