Fleiri fréttir

Þyrlan sótti göngumann sem rann í skriðum við Stafsnes
Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns sem slasaðist þegar hann hrasaði í skriðu fyrir ofan Stafsnes í Eyjum í hádeginu. Þyrlan sótti manninn.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að engum úr hópnum verði vísað úr landi. Við ræðum við skipuleggjanda mótmælanna í hádegisfréttum.

Óttast að vinnumansal aukist samhliða fjölgun flóttamanna
Margar ábendingar hafa borist um vinnumansal flóttafólks hér á landi undanfarið og er lögregla með slík mál til rannsóknar. Forseti ASÍ segir mikilvægt að allir séu á varðbergi og ítrekar mikilvægi þess að aukinn straumur flóttamanna sé ekki á kostnað réttinda.

Þurfa ekki að taka ábyrgð á skuld við Slayer - í bili
Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice af kröfu umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer um greiðslu á þóknun.

Stór skjálfti í Bárðarbungu
Rétt upp úr klukkan átta í morgun varð jarðskjálfti í sunnanverðri Bárðarbungu sem mældist 4.4 að stærð.

„Þessi refsing endurspeglar alvarleika brotsins“
Dómur í máli Gísla Haukssonar fyrir brot í nánu sambandi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni féll 17. maí síðastliðinn. Gísli játaði sök og var gert að sæta 60 daga skilorðsbundnu fangelsi en mörgum þótti dómurinn vægur. Haukur Örn Birgisson, verjandi Gísla í málinu, segir ástæðu refsingarinnar einfaldlega vera kröfur ákæruvaldsins sem umbjóðandi hans hafi sætt sig við. Hann afsalaði sér málsvarnarlaunum í málinu

Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár
Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna.

Ummæli um meðferð trans barna grafi undan starfi transteymis
Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala hefur beðist velvirðingar á ummælum sínum um meðferðir barna með svokallaðan kynama, sem birtust í grein á Stundinni í dag. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir greinina grafa undan mikilvægu starfi transteymis BUGL.

Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið
Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið í dag en þröngar götur miðbæjarins gerðu vörubílstjóra erfitt fyrir. Sandurinn er hluti af listasýningu sem verður opnuð fjórða júní.

Viðar ráðinn aftur til Eflingar
Stjórn Eflingar hefur samþykkt ráðningar hóps stjórnenda sem munu hefja störf á næstu vikum. Meðal þeirra er Viðar Þorsteinsson.

Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart
Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins.

Fulltrúar á Barnaþingi segja mikilvægt að yfirvöld hlusti á tillögur barna
Fulltrúar á nýafstöðnu Barnaþingi, þar sem meðal annars var lögð áhersla á umhverfis- og mannréttindamál, segja mikilvægt að stjórnvöld hlusti á tillögur barna. Forsætisráðherra segir að sérstök umræða verði á Alþingi um niðurstöður þingsins sem ríkisstjórninni voru afhentar í dag.

Staðfesti gæsluvarðhald vegna brota gegn sextán stúlkum
Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum. Sú yngsta er aðeins ellefu ára gömul.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins.

Fjöldi bíla skemmdist þegar dýnamít sprakk á vinnusvæði
Snemma í morgun varð sprenging í Hafnarfirði sem olli skemmdum á um tug ökutækja. Skemmdir urðu einnig á vinnuvélum.

Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif
Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal.

Rúta fór út af við Efstadal
Rúta fór út af veginum við Efstadal austur af Laugarvatni upp úr klukkan eitt eftir hádegi í dag. Hópur fólks var í bílnum en allir sluppu óhultir og bílstjórinn var einn fluttur til læknisskoðunar.

Segir að gera þurfi greinarmun á hatursorðræðu og öflugri pólitískri umræðu
Mannréttindalögmaður segir að gera þurfi greinarmun á því hvað teljist öflug pólitísk umræða og hatursorðræða. Stjórnvöldum beri að tryggja frelsi einstaklinga til að taka þátt í pólitískri umræðu.

Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak
Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum.

Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti
Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag.

Orð Jens Garðars sjókvíaeldismanns eldast illa
ISA veiran sem veldur hinum banvæna sjúkdómi blóðþorra í laxi hefur nú verið greind í sjókvíum Fiskeldis Austfjarða í Berufirði.

Fjölgar atvinnuleyfum fyrir leigubíla um hundrað
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eða svokölluðu „takmörkunarsvæði I“.

Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun
Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar.

D'Hondt haukur í horni xD í Garðabæ
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bar sig vel eftir sveitarstjórnarkosningar þrátt fyrir tap flokksins víðs vegar um landið. Bjarni nefndi höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ til vitnis um sterka stöðu flokksins en þá stöðu getur Bjarni meðal annars þakkað D'Hondt.

Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót
Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins.

Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi
Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna.

„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“
Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu.

Íbúar á Austurlandi bjartsýnastir á veðursæld í sumar
Maskína hefur birt könnun um vonir landsmanna til veðursældar í sumar. Áberandi er hve bjartsýnir íbúar á Norður- og Austurlandi eru á gott veður í sumar, samanborið við íbúa höfuðborgarsvæðisins sem ekki eru jafn vongóðir.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fjöllum við um niðurstöður Barnaþings sem haldið var á dögunum en skýrla þingsins var afhent ríkisstjórninni í morgun.

Þrír nýir skrifstofustjórar í nýja ráðuneytinu
Sigríður Valgeirsdóttir, Ari Sigurðsson og Jón Vilberg Guðjónsson hafa öll tekið við stöðum skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipaði þau Sigríði og Ara að undangenginni auglýsingu og þá hefur Jón Vilberg verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu.

Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi
Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun.

Þetta eru tíu hvössustu staðir þjóðveganna
Með svokallaðri hviðuþekju hefur Vegagerðin lokið við kortlagningu tíu hvössustu staða þjóðveganna.

Sævar Freyr áfram bæjarstjóri á Akranesi í nýjum meirihluta
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar kjörtímabilið 2022 – 2026, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá flokkunum.

Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu
Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi.

Missteig sig illa á Úlfarsfelli
Starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komu konu til aðstoðar sem hafði misstigið sig illa í göngu á Úlfarsfelli í gær.

Vill dusta rykið af áformum um nýja flugstöð í Reykjavík
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir tímabært að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Nærri tvö ár eru síðan áform um að byggja nýja flugstöð voru kynnt en gert er ráð fyrir að hún verði um sextán hundruð fermetrar að stærð.

Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu
Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi.

Dásamlegt að vera sauðfjárbóndi
Botnótt og golsótt lömb eru í miklu uppáhaldi hjá sauðfjárbónda á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en á búin eru fjögur hundruð og tuttugu fjár. Lömbin eru mörkuð tveggja daga gömul.

„Við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala“
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land, tólf dögum eftir kjördag.

Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði.

Önd varð fyrir bíl á Miklubrautinni
Miskunnsamur borgari reyndi sitt besta í dag til að koma í veg fyrir að andafjölskylda yrði síðdegisumferðinni á Miklubrautinni að bráð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Meirihlutar hafa verið myndaðir í flestum sveitarfélögum landsins. Nýr meirihluti hefur verið myndaður á Akureyri og Ásdís Kristjánsdóttir var kynnt sem nýr bæjarstjóri í Kópavogi í dag.

Foreldar barna í Breiðholtsskóla segja öryggi þeirra ógnað
Foreldrar tveggja barna í Breiðholtsskóla hafa sent skólayfirvöldum bréf þess efnis að börnin muni ekki mæta í skólann fyrr en ráðist hefur verið í úrbætur á umsjón og eftirliti með nemendum, ekki síst í frímínútum.

Alþingi verði að koma áfengislöggjöf til nútímans
Í formála ársskýrslu ÁTVR skrifar forstjóri ríkisfyrirtækisins, Ívar Arndal, að ef vefverslun einkaaðila með áfengi verði leyfð á Íslandi, sé smásala innanlands í raun gefin frjáls. Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að stigin verði skref í átt að frjálsari sölu áfengis.

Flóttamönnum gengið misvel að finna leiguhúsnæði
Misjafnlega hefur gengið hjá flóttamönnum frá Úkraínu að finna leiguhúsnæði en hópi fólks var gert að yfirgefa Hótel Sögu í vikunni til að rýma fyrir komu annarra. Aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna segir fólkið fá aðstoð við leitina en staðan á leigumarkaði sé slæm. Verið er að finna fleiri lausnir til að bregðast við auknum fjölda.