Fleiri fréttir

Úti­lokanir vinstri­flokka hafi komið í veg fyrir við­ræður til vinstri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 

Vig­dís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri

Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga.

Dagur bað fram­kvæmda­stjóra Grósku af­sökunar

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn.

Tíðinda að vænta á Akranesi á morgun

Tíðinda er að vænta af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi á morgun. Þetta segir Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna á Akranesi, í samtali við fréttastofu. 

Hefur á­hyggjur af því hvort ný far­sótta­nefnd verði á fag­legum nótum

Fráfarandi sóttvarnalæknir lýsir áhyggjum af því að fulltrúa í nýrri farsóttanefnd skorti sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög spyr hann hvort ráðleggingar slíkrar nefndar verði faglegar þegar aðeins einn faglegur fulltrúi á sæti í henni.

Kannaðist ekki við versnandi ástand konunnar sem hún féfletti

Kona sem var sakfelld fyrir að féfletta tvær aldraðar systur með heilabilun hélt því fram að hún hefði ekki tekið eftir að andlegri heilsu annarrar þeirrar hefði hrakað fyrr en skömmu áður en yfirvöld hófu rannsókn á mögulegum auðgunarbrotum hennar. Fjöldi vísbendinga höfðu þó komið fram um að önnur systirin væri haldin elliglöpum.

Tómas Þór fyllir skarð Ólafs á Land­spítalanum

Tómas Þór Ágústsson mun tímabundið taka við stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala frá og með 23. júlí 2022 í fjarveru Ólafs Baldurssonar. Ólafur verður í ársleyfi frá þeim tíma til að gegna starfi yfirmanns lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.

Um sex­tíu stað­fest til­felli apa­bólu í Evrópu

Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir.

Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum

Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu.

Taka þurfi skýra afstöðu gegn vændi en með þolendum þess

Mikilvægt er að vekja athygli á skuggahliðum vændis þar sem meirihluti hefur slæma reynslu að sögn þolenda vændis og fjölmiðlakonu sem gerði vændi að umfjöllunarefni sínu í nýrri bók. Umræðan hafi verið einræð og skaðleg undanfarið þar sem minnihluti hafi lýst jákvæðri reynslu. Samfélagið þurfi að taka skýra afstöðu gegn vændi, en með þolendum.

Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn

Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum.

50 þúsund ferðamenn mæta í Grundarfjörð í sumar

Grundfirðingar eiga von á miklu lífi og fjör í bænum í sumar því þangað eru væntanlegir fimmtíu þúsund ferðamenn með skemmtiferðaskipum. Bæjarstjórinn lofar að vel verið tekið á móti gestunum og þeir hafi nóg að skoða og borða á Snæfellsnesinu.

Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera

Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum.

Segir Hildi að líta í eigin barm

Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum.

Hóp­sýkingar apa­bólu geti komið upp hér á landi

Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til víðtækra aðgerða vegna útbreiðslu apabólu um heiminn. Hópsýkingar kunni að koma upp hér á landi, en engin lækning er til við sjúkdóminum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands.

„Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“

Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap.

Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál.

Útskrifast með tíu í meðaleinkunn

Elín Anna Óladóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík árið 2022. Brautskráning var á laugardaginn og gleðin allsráðandi, sér í lagi hjá Elínu Önnu enda árangurinn ekkert smáræði: Hún útskrifast með tíu í öllum áföngum og þar með tíu í meðaleinkunn.

Blær stór­tíðindi á hús­næðis­markaði

ASÍ, BSRB og VR koma að stofnun nýs íbúðafélags sem er ætlað að fjölga möguleikum í byggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis og gera fleiri stéttarfélögum kleift að byggja slíkar íbúðir. Nýja félagið hefur hlotið nafnið Blær og er systurfélag Bjargs íbúðafélags.

Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni

Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum.

Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar

Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar.

Bíða nýrra gervitunglamynda

Stór skjálfti upp á 3,5 reið yfir við Þorbjörn í morgun og á svæðinu er stöðug smáskjálftavirkni.

Einar boðar flokksmenn til fundar

Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rætt verður við Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknarmanna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Höfðu af­skipti af manni sem sagðist vera í sól­baði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að grjóti hefði verið kastað í rúðu þannig að hún brotnaði og flugelda í kjölfarið hent inn um gluggann. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en að hennar sögn er ekki vitað hver framdi verknaðinn.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.