Fleiri fréttir

Kosningabarnið svo tillitsamt að mæta á mánudeginum
Á meðan lítið þokast í meirihlutaviðræðum í Reykjavík, er kominn gangur í viðræður í Fjarðabyggð. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að þar fæddist oddvita félagshyggjuframboðsins barn í miðjum viðræðum - sem var þó svo tillitsamt að koma ekki á kosninganótt.

„Þetta lítur bara alveg skelfilega út“
Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. Þetta er á meðal þess sem fjallað er um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Örmagna ferðamenn og slasaður fjallgöngumaður
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö útköll í dag. Annað var vegna tveggja erlendra ferðamanna sem örmögnuðust við Trölladyngju, en hitt vegna slasaðs göngumanns á Esjunni.

Slökktu eld við Vesturgötu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti í dag eld við Vesturgötu í miðbæ Reykjavíkur. Eldurinn kom upp í skúr á milli húsa. Engan sakaði.

Bullandi frjósemi í Stykkishólmi
Íbúum í Stykkishólmi er alltaf að fjölga og eru nú orðnir tæplega þrettán hundruð með sameiningu við Helgafellssveit. Ungt fjölskyldufólk er aðallega að flytja á staðinn.

Miðflokkurinn kærir kosningarnar í Garðabæ
Miðflokkurinn hefur kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ. Ástæðan er það sem flokkurinn segir alvarlegan ágalla á kjörseðli.

Silja Bára nýr formaður Rauða krossins á Íslandi
Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fór fram á Grand hótel í dag. Aðalfundarfulltrúar frá sextán deildum víðsvegar um landið mættu.

Harðorð í garð Jóns vegna brottvísana og spyr hvort hann hafi komið til Sómalíu
Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Sómalíu, segir í opnu bréfi sínu til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að það sé pólitísk ákvörðun að vísa flóttafólki úr landi. Ráðherra og Útlendingastofnun skýli sér bak við reglugerðir við brottvísanir flóttafólks.

Vinir Mosfellsbæjar ekki lengur með í meirihlutaviðræðum
Framsóknarflokkurinn hefur formlega slitið meirihlutaviðræðum við Vini Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Dagný Kristinsdóttir, oddviti Vina Mosfellsbæjar, sendi í dag.

Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð
Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum segjum við frá því að fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði muni koma til með að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði.

Gekk um með þráðlausan hátalara í botni og angraði íbúa
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í morgun afskipti af ölvuðum manni í Reykjavík sem gekk um með þráðlausan hátalara og tónlist í botni. Tónlistin var svo há að hún vakti íbúa hverfisins sem maðurinn gekk um.

Kaldar sturtur í Árbæjarlaug eftir innbrot og eignaspjöll
Sundlaugargestir sem mættu í Árbæjarlaug við opnun klukkan níu í morgun máttu sætta sig við ískaldar sturtur. Innbrotsþjófur hafði framið þar ýmis eignaspjöll um nóttina, meðal annars farið um tækjakjallara laugarinnar og tekið þar leiðslur í sundur með þeim afleiðingum að ekkert heitt vatn rann í sturturnar.

Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu
Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma.

Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti
„Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“

Allt að 16 stiga hiti og frábært veður til útiveru
Víðáttumikil lægð mjakast austur fyrir landið í dag og gengur því í norðan 5-13 metra á sekúndu með morgninum, hvassast vestantil. Norðanáttinni fylgir rigning eða súld og víða þoka á Norður- og Austurlandi, auk Vestfjarða, en sunnan- og suðvestantil léttir til er líður á daginn.

Reykjavíkurbörn í unglingavinnunni fái launahækkun
Tillaga um hækkun tímakaups unglinga í vinnuskóla Reykjavíkur var send til borgarráðs í vikunni eftir að hún var samþykkt hjá Umhverfis- og heilbrigðisráði borgarinnar.

Verðhækkanir á hrávöru hafa áhrif á íslensk fyrirtæki
Heimsmarkaðsverð á fóðri og hráefnum hefur hækkað um 43 prósent á rúmu ári og um 23 prósent síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir erfitt vera að gera áætlanir fram í tímann þegar óvissan er allsráðandi.

Fengu áður óbirtan ljóðabálk eftir Davíð Stefánsson
Nítján erinda ljóðabálkur eftir Davíð Stefánsson er nú kominn í hendurnar á Davíðshúsi sem rekið er af Minjasafninu á Akureyri. Ljóðin voru ort til æskuvinkonu Davíðs.

Eldur í vinnuskúr í Elliðaárdal
Klukkan rétt rúmlega hálf þrjú í nótt urðu lögreglumenn í eftirlitsferð varir við eld í Elliðaárdal. Í ljós kom að kviknað var í vinnuskúr og komu lögreglumenn að tveimur mönnum sem voru handteknir vegna gruns um íkveikju. Mennirnir voru í annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangaklefa.

Fjölskylda ráðherra vill byggja á svæði sem aðrir fengu ekki að byggja á
Einkahlutafélag sem stofnað var af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og eiginkonu hans hefur fest kaup á einbýlishúsi og 3,2 hektara lóð í Garðabæ. Jón gekk úr eigendahóp félagsins daginn fyrir kaupin.

Aldís verður sveitarstjóri í Hrunamannahreppi
Aldís Hafsteinsdóttir mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Þetta kemur fram í tilkynningu frá D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra.

„Fulltrúar erlendu stórfyrirtækjanna tókust bara á loft“
Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku.

Miðflokkurinn gefur Sjálfstæðismönnum sviðið í Grindavík
Þrátt fyrir að Miðflokkurinn hafi unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum í Grindavík um seinustu helgi er komið að Sjálfstæðisflokknum í að reyna að mynda meirihluta. Meirihlutaviðræður gengu ekki upp hjá Miðflokksmönnum.

Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins
Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki.

Ætlar ekki að hætta fyrr en öll börn í Laugardalnum eru óhult
Maður sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum var í gær hnepptur í gæsluvarðhald. Móðir stelpu sem lenti í manninum segir það vera mikinn létti.

Ekkert nema hryllingur bíði hennar í Grikklandi
Sómölsk kona, sem vísa á úr landi á næstu dögum, segir brottvísun ógna lífi sínu. Lögmaður hennar gagnrýnir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl, sem hann telur að gætu verið ólögmætar.

Enn skelfur jörð á Reykjanesi
Jarðskjálfti varð 6,8 kílómetra vestnorðvestur af Reykjanestá klukkan 18:33 í kvöld. Skjálftinn varð á 6,6 kílómetra dýpi og mældist 3,8 að stærð.

Fólkið hafi vitað af því að dagsetningin kæmi
Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni ákveðinna hópa um að nú eigi að vísa hælisleitendum úr landi í stórum stíl eftir kórónuveirufaraldurinn en hann bendir á að fólkið sem um ræðir hafi verið hér ólöglega allan þann tíma.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum förum við yfir gang meirihlutaviðræðna í Reykjavík eins og undanfarna daga, en ekki síður stöðuna um allt land, þar sem víðast hvar er kominn öllu meiri skriður á viðræður.

Gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt vegna skattsvika
Kona, sem sat í stjórn einkahlutafélagsins Hæ ehf., hefur verið gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt til ríkissjóðs fyrir skattalagabrot á árunum 2016 og 2017.

Þórdís Sif ekki endurráðin sem sveitarstjóri
Þórdís Sif Sigurðardóttir mun ekki halda áfram sem sveitarstjóri Borgarbyggðar. Hún hefur gengt starfinu síðastliðin tvö ár.

Gífurleg aukning í tilkynningum um netsvindl
Tilkynningum um netárásir hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt ársskýrslu CERT-ÍS, netöryggissveitar Fjarskiptasofu. Rúm tvöföldun hefur verið í tilkynningum um netsvindl milli áranna 2020 og 2021 á sama tíma og tölvuþrjótar nota æ þróaðri aðferðir til að herja á lykilorðabanka og viðkvæm gögn.

Segir starfsmenn hugsa sér til hreyfings eftir fund um útboð
Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala boðaði starfsfólk öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum á fund og tilkynnti þeim að stæði til að bjóða starfsemina út. Trúnaðarmaður Sameykis á vinnustaðnum segir ráðamenn ekki hafa hugsað málið til enda.

Oftast strikað yfir nafn Hannesar í Kópavogi
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi strikuðu alls sjötíu sinnum yfir nafn Hannesar Steindórssonar eða færðu hann neðar á lista í bæjarstjórnarkosninunum um liðna helgi.

Bein útsending: „Why don‘t you just marry (an Icelander)?“
Norræna húsið stendur fyrir málstofu sem fjallar um málefni innfluttra listamanna og menningarstarfsmanna frá löndum utan ESB klukkan 15 í dag. Yfirskrift málstofunnar er „Why don‘t you just marry (an Icelander)?“ og verður hún í beinu streymi.

„Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt“
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði nýverið fram frumvarp til breytinga á löggjöf um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna. Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks í kringum tæknifrjóvganir ásamt auknu frelsi og trausti til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun.

Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands
Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær.

Kynferðisbrotamenn reyni að nálgast börn í auknum mæli á Snapchat
Ábendingum til lögreglu um meinta kynferðisbrotamenn á samskiptaforritinu Snapchat hefur fjölgað á undanförnum árum. Þetta segir lögregla sem telur óvíst hvort lögregla hafi lagalegar heimildir til að loka slíkum reikningum.

Íris heldur bæjarstjórastólnum
Eyjalistinn og Fyrir Heimaey undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Vestmannaeyjum í morgun. Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri og Páll Magnússon verður forseti bæjarstjórnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um meirihlutaviðræður um allt land.

Lögreglubílar skemmdir eftir eftirför
Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.

„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“
Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur.

Góð stemning í BDSM-hópnum
Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni.