Fleiri fréttir

Spennan magnast hjá Samfylkingunni í biðinni löngu
Heiða Björg Hilmisdóttir, sem skipar annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir stemninguna á kosningavöku flokksins í Iðnó vera góða.

Lokatölur á Akranesi: Framsókn stal manni frá Sjálfstæðisflokknum
Framsóknarflokkurinn bætti við sig einum manni í bæjarstjórn á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum. Samfylkingin og Framsókn eru í meirihluta og halda honum örugglega.

Oddvitarnir yfirgefa Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum
Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa yfirgefið höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum í Reykjavík. Til stóð að tilkynna fyrstu tölur í höfuðborginni á miðnætti en ljóst er að einhver töf verður á því.

Lokatölur úr Suðurnesjabæ: Meirihlutinn fallinn
Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum fulltrúa í Suðurnesjabæ og er því kominn í lykilstöðu.

Veðjaði í fyrsta skiptið á sigur Sjálfstæðisflokksins
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru í miklum gír á Hilton í kvöld. Fyrstu tölur hafa enn ekki borist í Reykjavík en gestir eru þó vongóðir.

Framsókn í lykilstöðu á höfuðborgarsvæðinu
Miðað við fyrstu tölur er Framsóknarflokkurinn í algjörri lykilstöðu í Kópavogi og Hafnarfirði, hvað varðar myndun meirihluta. Þá nær flokkurinn inn manni í Garðabæ.

Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni.

Dregur ekki miklar ályktanir af könnunum
Trausti Breiðfjörð Magnússon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segist ekki geta dregið ályktanir af skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir kosningarnar.

Bjartsýn Hildur reiðubúin að mæta örlögum sínum
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist reiðubúin að mæta örlögum sínum þegar fréttastofa tók hana tali á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins að Hilton Reykjavík Nordica.

Sonurinn aðeins spillt fyrir nætursvefninum
Það er útlit fyrir ánægjulega nótt hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík ef marka má kannanir síðustu daga. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segist þó reyna að halda sér á jörðinni þar sem kannanir hafi aldrei komið neinum inn í borgarstjórn. Nú þurfi þau að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum.

Vinir Kópavogs eru þakklátir en ætla ekki að fagna fyrr en í leikslok
Oddviti Vina Kópavogs er fullur þakklætis eftir að fyrstu tölur voru lesnar upp. Samkvæmt þeim kemur framboðið tveimur mönnum inn í bæjarstjórn. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fyrstu tölur vonbrigði.

Vonast til að fella meirihlutann með fulltrúa Miðflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vitnaði í knattspyrnustjóra Liverpool, Jürgen Klopp, á kosningavöku Miðflokksins þar sem saman voru komnir allir frambjóðendur flokksins á höfuðborgarsvæðinu ásamt stuðningsfólki.

Spilarar RÚV hrundu í Eurovision- og kosningafári
Spilarar Ríkisútvarpsins sem sýna frá Eurovision og kosningavöku þeirra hrundu á ögurstundu þegar stigagjöfin í Eurovision átti að hefjast. Á vefsíðu þeirra var um tíma ekki hægt að horfa á viðburðina.

Þenslu orðið vart við Grindavík
Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum.

Ásmundur mættur snemma og ætlar að taka hressilega á því í kvöld
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Framsóknar, segist vera mjög vel stemmdur í kvöld og það hafi verið gaman að fylgjast með fulltrúum flokksins um allt land.

Oddviti Miðflokksins á sterum á kosningakvöldi
Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, er stoltur af því hvernig hans fólk hefur komið fram í kosningabaráttunni. Hann hefur lent í nokkrum leiðinlegum atvikum í baráttunni og er á sterum í kvöld eftir að hafa misst röddina.

Svöruðu kallinu og skjótast með atkvæði til „Sunny Kef“
Hvunndagshetjan Sverrir Helgason og hans föruneyti svöruðu ákalli sem komið var á framfæri á Twitter en koma þurfti einu utankjörfundaratkvæði frá Reykjavík til Reykjanesbæjar.

Oddviti H-listans í skýjunum með söguleg úrslit
Niðurstöður kosninganna á Svalbarðshreppi og Langanesbyggðar liggja fyrir en H-listi Betri byggðar hlaut 204 atkvæði (58,9%) en L-listi Framtíðarlistans 142 atkvæði (41,1%)

Oddvitar í Reykjavík teknir tali á kjörstað: „Ég er með svona fiðrildi í maganum“
Meirihlutinn í borgarstjórn stendur afar tæpt samkvæmt könnunum. Framsókn og Sósíalistar útiloka ekki að þeir gætu starfað með meirihlutaflokkunum þó mestur samhljómur virðist vera með oddvitum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Dramatík í Vopnafjarðarhreppi þar sem munaði fimm atkvæðum
Það munaði aðeins fimm atkvæðum á listum þeirra tveggja framboða sem buðu fram í Vopnafjarðarhreppi.

Skjálftinn hafði engin áhrif á virkjanir
Jarðskjálftinn sem reið yfir við Hellisheiði um fimmleytið í dag hafði engin áhrif á virkjanir Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu.

Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991
Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991.

Þyrlan kölluð út vegna mótorhjólaslyss
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á Snæfellsnes að sækja slasaðan bifhjólamann.

Mikil gleði við kjörstaði: „Ég kýs eins og konan – alltaf það sama“
Frábært veður og Eurovision hafa sett svip sinn á kjördaginn. Við heyrðum í kjósendum við kjörstaði í Reykjavík sem voru í góðu skapi en fannst lítið hafa farið fyrir kosningabaráttunni.

Jarðskjálfti 4,8 að stærð á suðvesturhorninu
Stór jarðskjálfti fannst greinilega á suðvesturhorninu rétt í þessu. Fyrstu viðbrögð Veðurstofunnar eru að hann hafi verið „nokkuð stór“ og fundist víða.

Einn handtekinn í aðgerðum sérsveitar á Völlunum
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var að störfum á Völlunum í Hafnarfirði í dag og virðist lögreglan með nokkurn viðbúnað á staðnum. Meðlimir sérsveitarinnar fóru inn í íbúð í fjölbýlishúsi með skjöld.

Hvetur fólk til að kjósa með innsæinu
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í borginni, segir kosningabaráttuna hafa verið skemmtilega og einstakan tíma í sínu lífi. Hún eignaðist barn fyrir tveimur vikum.

Búið að loka kjörstað í Grímsey
Kjörstað í Grímsey var lokað um hádegi, en venja er kjörstað sé lokað í eynni um þetta leyti kjördags til að örugglega sé hægt að sé að koma kjörkassanum í land í tæka tíð. Sömuleiðis hafa eyjamenn vanið sig við að mæta snemma á kjörstað.

Bein útsending: Mótmæla bankasölunni á Austurvelli
Sjötti mótmælafundurinn á Austurvelli vegna sölu ríkisins á hluta Íslandsbanka verður haldinn klukkan 14 í dag.

Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti
Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum.

Tommi lögga gaf Héraðsskjalasafni Árnesinga 60 þúsund ljósmyndir
Héraðsskjalasafni Árnesinga hefur borist höfðingleg gjöf því Tómas Jónsson, fyrrverandi lögreglumaður á Selfossi var að gefa safninu 60 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið í gegnum árin. Tómas hefur eytt síðustu ellefu árum í sjálfboðavinnu á safninu við að skrásetja myndirnar.

Yfirmaður hjá Arion handtekinn á árshátíð
Háttsettur yfirmaður í Arion banka mun hafa verið handtekinn vegna meintrar líkamsárásar á öryggisvörð á árshátíð fyrirtækisins. Þetta var um síðustu helgi og er öryggisvörðurinn sagður ætla að leggja fram kæru.

Mikilvægt að fella meirihlutann
Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti.

Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf.

„Í dag upplifi ég aðallega þakklæti“
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist nú á leið til fundar við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum þar sem þau ætli að klára þennan síðasta dag í kosningunum, heyra í fólki og „sigla þessu heim í kvöld“.

„Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig.

Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli.

Eurovision mögulega að skila fleirum á kjörstað að morgni
Kosningarnar virðast fara vel af stað víðast hvar um landið. Í Reykjavík var kjörsókn klukkan 10 2,3 prósent sem er nokkuð meira en í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum en þá var hún 1,7 prósent á sama tíma.

Pólariseríng minni en síðast
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun.

„Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“
„Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“

Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir.

Hlutlausir blaðamenn sem gefa ekkert upp um eigin stjórnmálaskoðanir
Yngstu fréttamönnum landsins, sem fjalla nú um sínar fjórðu kosningar á ferlinum, er umhugað um skipulagsmál og flugvöllinn í Vatnsmýri. Þeir segja aðgengi að stjórnmálafólki furðugott en gefa ekkert upp um eigin stjórnmálaskoðanir.

Fimm skjálftar yfir 3,0 við Reykjanestá í gær
Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga en í gær mældust fimm skjálftar yfir 3,0 að stærð við Reykjanestá.

Fjórir slösuðust í hörðum árekstri á Miklubraut
Fjórir slösuðust þegar harður árekstur varð á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar á öðrum tímanum í nótt.

Féll fjóra metra á flísalagt gólf á tónleikum
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð úr skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi þegar tilkynnt var um slys í hverfi 105 í Reykjavík. Þar var maður á tónleikum talinn hafa fallið yfir handrið á stúku og um fjóra metra niður á flísalagt gólf.