Fleiri fréttir

Opin fyrir sam­­starfi með Fram­­sóknar­­flokknum

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist vera opin fyrir því að starfa með Framsókn í borgarstjórn ef núverandi samstarfsflokkar missa meirihluta sinn. Samkvæmt fyrstu tölum er meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fallinn en Píratar bæta þó við sig manni.

„Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að“

Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, útiloka ekki meirihlutasamstarf með Sósíalistaflokknum eða Framsóknarflokknum. Fyrstu tölur séu ekki það sem stefnt var að en tækifærin eru mörg.

Hildur hæstánægð með fyrstu tölur í Reykjavík

„Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn. Og það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, við mikil fagnaðarlæti eftir að fyrstu tölur voru kynntar í Reykjavík.

Útskýrir tafirnar á fyrstu tölum í Reykjavík

Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík en upphaflega var gert ráð fyrir því að þær yrðu tilkynntar um miðnætti.

Telur tals­verðar líkur á því að meiri­hlutinn falli

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, telur það vera fimmtíu prósent líkur á að meirihlutinn falli í Reykjavík. Hann skilur ekki töf á fyrstu tölum í kjördæminu þegar talningin virðist ekki vera vandi annars staðar á landinu.

Oddvitarnir yfirgefa Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum

Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa yfirgefið höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum í Reykjavík. Til stóð að tilkynna fyrstu tölur í höfuðborginni á miðnætti en ljóst er að einhver töf verður á því.

Dregur ekki miklar ályktanir af könnunum

Trausti Breiðfjörð Magnússon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segist ekki geta dregið ályktanir af skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir kosningarnar.

Bjartsýn Hildur reiðubúin að mæta örlögum sínum

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist reiðubúin að mæta örlögum sínum þegar fréttastofa tók hana tali á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins að Hilton Reykjavík Nordica.

Sonurinn að­eins spillt fyrir nætur­svefninum

Það er útlit fyrir ánægjulega nótt hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík ef marka má kannanir síðustu daga. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segist þó reyna að halda sér á jörðinni þar sem kannanir hafi aldrei komið neinum inn í borgarstjórn. Nú þurfi þau að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum.

Vonast til að fella meirihlutann með fulltrúa Miðflokksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vitnaði í knattspyrnustjóra Liverpool, Jürgen Klopp, á kosningavöku Miðflokksins þar sem saman voru komnir allir frambjóðendur flokksins á höfuðborgarsvæðinu ásamt stuðningsfólki.

Spilarar RÚV hrundu í Eurovision- og kosningafári

Spilarar Ríkisútvarpsins sem sýna frá Eurovision og kosningavöku þeirra hrundu á ögurstundu þegar stigagjöfin í Eurovision átti að hefjast. Á vefsíðu þeirra var um tíma ekki hægt að horfa á viðburðina.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.