Fleiri fréttir

Listi með Ólöfu og Agniezsku í fararbroddi samþykktur af trúnaðarráði

Trúnaðarráð Eflingar samþykkti í gærkvöld A-lista stjórnar Eflingar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur í formannssætinu. Agniezska Ewa Ziólkowska, starfandi formaður, verður varaformaður. Guðmundur Jónatan Baldursson vinnur nú að því að setja saman lista og ætlar í formannsslag. 

Tíu mega koma saman

Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö.

Nýjar hæðir í sýnatökum

Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma.

Hafna at­huga­semdum Sjúkra­trygginga og 175 milljóna kröfu

Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarfundinn sem nú stendur yfir og greinum frá ákvörðun ráðherra varðandi sóttvarnaaðgerðir, að því gefnu að fundi verði lokið í tæka tíð.

Ágúst hættir sem sveitarstjóri

Ágúst Sigurðsson, sveitastjóri í Rangárþingi ytra, ætlar ekki að gefa kost á sér til frekari starfa að loknum kosningunum í vor. Hann mun þá hafa gengt starfi sveitastjóra í átta ár en Sjálfstæðisflokkurinn er með meirihluta í sveitarstjórninni.

Lýsti upp­lifun sinni af nudd­tímunum í sögu­legu þing­haldi

Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál.

Ríkisstjórnarfundi lokið: Tilkynnt um hertar aðgerðir

Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 9.30 en en á dagskrá fundarins er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Ráða má í yfirlýsingar Þórólfs í vikunni að hann leggi til hertar sóttvarnaaðgerðir.

Danir hafi van­rækt hand­rita­sátt­málann

Danir hafa ekki uppfyllt öll skilyrði hins sögulega handritasáttmála að mati menningarmálaráðherra. Hún kallar eftir því að Danir efli rannsóknir sínar á miðaldabókmenntum og mun áfram berjast fyrir því að fá þau flest flutt til Íslands.

Ríkisstjórnin ræðir nýjar tillögur sóttvarnalæknis

Ríkisstjórnin mun funda fyrir hádegi í dag og meðal annars ræða minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra en hefur ekki viljað gefa upp efni þess.

Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni

Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni.

Lýst eftir Karli Dúa

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Karli Dúa sem fór frá heimilinu sínu upp úr klukkan 17.00 í dag. Uppfært: Karl er kominn í leitirnar, heill á húfi.

„Spáin núna ætti eigin­lega að heita vondur, verri, verstur“

Bjart­­sýnasta spá Land­­spítala um inn­lagnir á legu­­deild vegna Co­vid-19 virðist nú vera að rætast. Verk­efna­­stjóri hjá far­­sótta­­nefnd Land­­spítala segir orða­lagið um bjart­sýna spá villandi og telur nauð­­syn­­legt að herða tak­­markanir.

Verk­fall væri sér­kenni­legt út­spil kennara í heims­far­aldri

Grunn­skóla­kennarar kol­felldu nýjan kjara­samning við sveitar­fé­lögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkis­sátta­semjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. For­maður stjórnar Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga (SÍS) er undrandi yfir málinu.

„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“

Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu.

Boðar mesta upp­byggingar­skeið í sögu borgarinnar

Reykjavík tekur miklum breytingum í aðalskipulagi til ársins 2040, sem undirritað var í Höfða í dag. Á grundvelli þessa skipulags verður auðveldlega hægt að byggja 1200 íbúðir á ári, að sögn borgarstjóra.

„Algjörlega óviðráðanlegar aðstæður“

Ökumaður stærðarinnar vöruflutningabíls lenti í miklu basli á Háreksstaðaleið seinni partinn í gær í gríðarlegu hvassviðri og hálku. Framkvæmdastjóri Smyril Line þakkar fyrir að ekki hafi farið illa en einn reyndasti bílstjóri fyrirtækisins var undir stýri.

„Þetta er gjör­sam­lega út í hött“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er alls ekki sáttur við svar stjórnar Persónuverndar sem stofnunin sendi Íslenskri erfðagreiningu fyrr í dag. Hann segir Persónuvernd hafa sýnt ómældan sóðaskap og hyggst leita til dómstóla.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir hefur sérstakar áhyggjur af notkun hraðgreiningarprófa fyrir stærri viðburði því talsvert sé um að þau gefi falskar niðurstöður. Hann leggur til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra, aðeins tveimur dögum eftir að síðustu aðgerðir voru kynntar.

Ólöf Helga fremst á lista Eflingar

Ólöf Helga Adolfs­dóttir, vara­­for­­maður Eflingar og fyrr­verandi hlað­­maður hjá Icelandair, er for­­maður á lista sem upp­­­stillinga­­nefnd Eflingar lagði fram í dag og stjórn fé­lagsins sam­þykkti á fundi sínum.

Fella niður kennslu fyrir austan

Aðgerðastjórn Austurlands ákvað á fundi í dag að fella niður kennslu í Nesskóla í Neskaupstað, Eskifjarðarskóla og Grunnskóla Reyðarfjarðar á morgun, föstudaginn 14. janúar. Það er gert vegna fjölgunar smitaðra á landshlutanum undanfarna daga.

Lokuðu leik­skólanum í dag vegna stórrar hóp­­sýkingar

38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví.

Þórólfur búinn að skila minnisblaði til Willums

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lokið við skrif nýs minnisblaðs vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Blaðinu hefur hann skilað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Hann vill ekkert gefa uppi um innihald þess að svo stöddu.

Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag

Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður.

Persónuvernd svarar Kára

Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög.

Vill leiða jafnaðar­menn til sigurs á ný

Guð­mundur Árni Stefáns­son sendi­herra og fyrr­verandi ráð­herra sækist eftir því að leiða lista Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði í komandi sveitar­stjórnar­kosningum. Hann segist ekki vera í fram­boði til bæjar­stjóra á þessari stundu en hann gegndi því em­bætti fyrir rúmum þrjá­tíu árum.

„Íbúar eru foxillir“

Forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ segir engan vilja fyrir því meðal íbúa að kísilverið í Helguvík verði endurræst. Slíkum fyrirætlunum verði ekki leyft fram að ganga. Fyrirætlanir PCC á Bakka liggja þó ekki fyrir en ljóst er að ráðast þyrfti í kostnaðarsamar framkvæmdir, eigi að endurræsa kísilverið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum.

1.101 greindist innan­lands í gær

1.101 einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og 105 á landamærum. 46% þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví við greiningu og 54% utan sóttkvíar.

Neitar að hafa snert brjóst eða kynfæri á óviðeigandi hátt

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson segist hvorki hafa komið á óviðeigandi hátt við brjóst eða kynfæri ungrar konu sem sætti meðferð hjá honum á meðferðarstofu hans árið 2012. Hann vildi lítið tjá sig fyrir dómi í morgun um ásakanir sem bornar eru á hann, umfram það sem hann hefur áður tjáð sig í skýrslutöku hjá lögreglu.

Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum Covid-19. Um er að ræða fimmta andlátið vegna Covid-19 hérlendis á þessu ári, en alls hafa 43 nú látist af völdum Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.

Sjá næstu 50 fréttir