Fleiri fréttir

Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund

Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu.

Jólin verða blótuð undir berum himni

Jólin verða blótuð undir berum himni af Ásatrúarmönnum í ár í glænýju hofi trúfélagsins. Þó hofið sé ekki alveg tilbúið enn verður það loksins tekið í notkun fyrir hátíðirnar eftir framkvæmdir sem hafa tafist um nokkur ár.

Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands

Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út.

Óboðlegt að dýr fái ekki hjálp

Formaður Dýralæknafélags Íslands segir það ekki boðlegt að dýraeigendur sem reyni að ná í lækni vegna veiks dýrs fái ekki hjálp. Fjármagn skorti til þess að halda úti aukinni neyðarþjónustu dýralækna.

Samstarf í þingnefndum hafi gengið illa á síðasta kjörtímabili

Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir það rökrétt framhald af slæmri samvinnu meðal stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í nefndum. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnarandstöðunnar um málið.

Ís­hellan sigið um fimm metra

Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um fimm metra síðan á miðvikudag síðustu viku. Hlaupórói mælist á skjálftamælum, sem gefur til kynna að vatn er farið að streyma undir jöklinum.

Sáttmálinn fellur í misgóðan jarðveg

Það er mjög jákvætt að styrkja eigi þjóðarsjúkrahúsið segir forstjóri Landspítalans um nýjan stjórnarsáttmála. Framkvæmdastjóri Landverndar segir hins vegar náttúru Íslands fjarverandi í sáttmálanum. Formaður öryrkja ætlar að reyna að vera bjartsýnn.

Viður­kenndi að hafa stungið sam­býlis­mann móður sinnar í­trekað

Guðmundur Freyr Magnússon viðurkenndi að hann hefði orðið íslenskum sambýlismanni móður sinnar að bana með því að stinga hann ítrekað í Torrevieja á Spáni þegar mál hans var tekið fyrir dóm í Elche í síðustu viku. Bar hann við fíknivanda og geðrænum vandamálum.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lyklar og aðgangskort voru afhent níu ráðherrum sem tóku við nýjum ráðuneytum í morgun. Þeir voru allir sáttir með ný hlutverk og ætla sér stóra hluti á komandi kjörtímabili. Í kvöldfréttum fylgjumst við með lyklaskiptunum í morgun og ræðum við þingmenn stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu – sem missa formennsku í þingnefndum á kjörtímabilinu.

Laugar­dals­laug uppi­skroppa með gul arm­bönd og biðlar til for­eldra

Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund.

Bíll við bíl í snjókomunni í Reykjavík og árekstur tefur umferð

Árekstur tveggja bíla varð á Hafnarfjarðarvegi nærri Arnarnesbrúnni síðdegis. Vinna stendur yfir á vettvangi og gengur umferð afar hægt frá Reykjavík til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar af þessum sökum. Árekstur.is segist hafa sinnt á annan tug árekstra síðdegis og hafi komið á óvart hve margir séu á sumardekkjum.

Orri Páll formaður þingflokks VG

Orri Páll Jóhannsson er nýr formaður þingflokks Vinstri grænna. Þetta var ákveðið á fundi þingflokksins síðdegis. Hann tekur við stöðunni af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur sem verður varaformaður þingflokksins.

Lýsir loka­dögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“

„Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“

Kafli milli Hveragerðis og Ölfusborga boðinn út

Vegagerðin hefur boðið út næsta áfanga í breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss. Útboðið sem núna er auglýst er tæplega áttahundruð metra langur tengivegur við austurjaðar Hveragerðis, ásamt smíði nýrrar brúar yfir Varmá norðan Suðurlandsvegar.

Fjöldi sjálfs­víga fyrri hluta árs svipaður og síðustu ár

Fjöldi sjálfsvíga fyrstu sex mánuði ársins 2021 var sautján, eða 4,6 á hverja 100.000 íbúa. Er fjöldinn svipaður og verið hefur síðustu ár, en meðalfjöldi sjálfsvíga fyrstu sex mánuði áranna 2016 til 2020 var átján, eða 5,1 á hverja 100.000 íbúa.

Uggandi yfir nýju fyrir­komu­lagi og kalla eftir skýrum að­gerðum

Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd.

Hvað á stjórnin að heita?

Ný vika, ný ríkisstjórn, en hvað á barnið að heita? Það er of snemmt að segja en gárungarnir eru að vonum farnir af stað með nafngiftirnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fylgjumst við með lyklaskiptum í ráðuneytunum sem að þessu sinni eru í flóknara lagi, enda mikið um breytingar frá fyrri ríkisstjórn.

95 greindust innan­lands

95 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 95 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 56 prósent. 42 voru utan sóttkvíar, eða 44 prósent.

Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps

Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 

Gleymdi að afhenda Þórdísi Kolbrúnu lyklaspjaldið

Lyklavöldin að utanríkisráðuneytinu verða áfram hjá Sjálfstæðisflokknum þó ákveðið hafi verið að skipta um ráðherra í brúnni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tekur við af Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem færir sig yfir í umhverfis- og loftslagsmálaráðuneytið.

Segist treysta engum betur í málið en Willum

Svandís Svavarsdóttir fráfarandi heilbrigðisráðherra segist engum treysta betur til að taka við heilbrigðisráðuneytinu en Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknar. Willum segir gott að geta leitað í reynslubanka Svandísar.

Nýir ráð­herrar fengu ekki bara lykla

Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í morgun fóru svo fram formleg lyklaskipti í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum.

Ók á umferðarskilti og hafði í hótunum við lögreglumenn

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt fyrir miðnætti í nótt um að bifreið hefði verið ekið á umferðarskilti í Hlíðahverfi. Í tilkynningunni kom fram að ökumaðurinn hefði farið gangandi frá vettvangi.

Ballið byrjaði með blæstri á Bessa­stöðum

Nýr stjórnarsáttmáli var kynntur, undirritaður og handsalaður á Kjarvalsstöðum í dag rúmum níu vikum eftir kosningar. Frá Kjarvalsstöðum lá leið á Bessastaði á fund forsetans þar sem sjö ráðherrar skiptu um ráðherrastóla. 

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.