Fleiri fréttir

„Við viljum bara nýta alla þekkingu í kerfinu“

Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðismálaráðherra, segir nýja starfið leggjast vel í sig. Eftirvæntingin væri mikil og segist hann finna fyrir fiðringi í heilbrigðisráðuneytinu séu mörg verkefni sem þurfi að fara í.

Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf.

Þetta ætlar ríkis­stjórnin að gera á kjör­tíma­bilinu

Lofts­lags­mál, heil­brigðis­mál og tækni­breytingar eru einna fyrir­ferða­mestu mála­flokkarnir í stjórnar­sátt­mála nýrrar ríkis­stjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úr­bótum er lofað í heil­brigðis­málum þar sem skipa á fag­lega stjórn yfir Land­spítalann að nor­rænni fyrir­mynd.

Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag.

Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs

Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu.

Ný ríkisstjórn kynnt á Kjarvalsstöðum

Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur við stjórnartaumunum síðdegis. Ráðherraskipan verður kynnt þingflokkum í hádeginu. Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf.

77 greindust innanlands í gær

Alls greindust 77 smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 34 í sóttkví og þar að auki greindust þrír á landamærunum.

Sprengisandur: Kári Stefánsson fer yfir Ómíkrón-afbrigðið

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Víða rigning en slydda til fjalla

Í dag verður úrkomumeira en í gær og heldur meiri vindur en að mörgu leiti ekki svo frábrugðið. Hiti á Suður- og Vesturlandi verður að sex stigum og víða rigning en slydda til fjalla.

Töluvert um akstur undir áhrifum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við að hafa afskipti af ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Svipurinn á Alla ríka áður en sonurinn fékk það óþvegið

„Þetta er svona svipur sem maður þekkir vel. Þetta var svona kannski rétt áður en maður fékk að heyra það óþvegið,“ segir Kristinn Aðalsteinsson glettinn þar sem hann virðir fyrir sér málverkið af föður sínum, Aðalsteini Jónssyni, á heimili sínu á Eskifirði.

Öflugt hand­verks­fólk á Suður­nesjum

Handverksfólk af öllum Suðurnesjum hefur nú meira en nóg að gera fyrir jólin við að framleiða vörur á markað, sem hópurinn stendur að í Grófinni í Keflavík. Tuttugu og fjórir handverksmenn standa að markaðnum, sem er opinn allt árið.

Allir stjórnar­flokkar sam­þykkja á­fram­haldandi sam­starf

Fundi Vinstri grænna, þar sem farið var yfir nýjan stjórnarsáttmála, lauk nú rétt fyrir sjö. Sáttmálinn var samþykktur með áttatíu prósent atkvæða. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn samþykktu sáttmálann fyrr í dag, nánast einróma.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjálfstæðisflokkur fær flest ráðuneyti og Framsókn fær heilbrigðisráðuneyti, samkvæmt heimildum fréttastofu og Innherja um nýjan stjórnarsáttmála sem kynntur var flokkunum í dag. Við förum yfir skiptingu ráðuneyta eftir flokkum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan hálf sjö.

Sjö smitaðir á Grund

Sjö heimilismenn hafa greinst smitaðir af Covid-19 á A2 deild hjúkrunarheimilisins Grund í Reykjavík. Þá hafa fjórir starfsmenn greinst smitaðir en fleiri starfsmenn hjúkrunarheimilisins hafa farið í skimun.

Funda stíft um stjórnarsáttmálann í dag

Stofnanir stjórnarflokkanna funda í dag þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun verður stjórnarsáttmálinn síðan kynntur opinberlega en formenn stjórnarflokkanna hafa lítið viljað gefa upp um innihald hans.

Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg

Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna.

Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar komi til Íslands. Afbrigðið breiðist hratt út. Við tökum stöðuna á faraldrinum í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Sjá næstu 50 fréttir