Fleiri fréttir

Vara við frost­rigningu og mögu­legri flug­hálku

Aðstæður við suður- og vesturströndina gætu gert það að verkum að von sé á frostrigningu með flughálku. Veðurstofan segir að vegfarendur á þessum slóðum ættu að hafa varan á fram eftir degi.

Varð fyrir sér­stökum von­brigðum með for­sætis­ráð­herra

Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra.

Freyja sinnir nú sínu fyrsta verk­efni

Nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar, Freyja, sinnir nú sínu fyrsta verkefni en hún er með flutningaskipið Franciscu í togi áleiðis til Akureyrar.

Lík­legt að Fram­sókn fái við­bótar­ráð­herra

Æðstu stofnanir stjórnarflokkanna á milli landsfunda koma saman á morgun þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur og borin upp til atkvæða. Ráðherrum verður líklega fjölgað um einn og stofnað verður nýtt innviðaráðuneyti.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ferðabönn hafa verið sett á og hlutabréf fallið í verði um allan heim í dag vegna vaxandi áhyggja af útbreiðslu nýs mjög stökkbreytts afbrigðis kórónuveirunnar. Það hefur nú greinst í að minnsta kosti fimm löndum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Segir traustið til Ísteka brostið

Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis.

Læknirinn áfram í þjálfunarferli á Landspítalanum

Læknir sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um að bera ábyrgð á dauðsföllum sex sjúklinga sem hann sinnti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verður áfram í þjálfunar- og endurmenntunarferli á Landspítalanum.

Óttast föður sinn sem eltir þær á röndum

Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Karlmaðurinn sætir ákæru fyrir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gegn fjórum dætrum sínum og fyrrum eiginkonu.

Mun að óbreyttu mæla með bólu­setningu fimm til ellefu ára

Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því.

Telja nokkra sólarhringa í hlaup

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast ekki við því að fyrr en að hlaup hefjist úr Grímsvötnum í Vatnajökli fyrr en eftir nokkra sólarhringa. Íshellan þar hefur lækkað um 1,4 metra frá því hún stóð hæst og bendir það til að vatns sé byrjað að renna undir jöklinum og leiti sér að farvegi.

Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi

Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum.

„Kominn tími til að hann sé opin­beraður“

Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur.

Stal yfir sjötíu flöskum úr Vínbúðinni

Stórtækur þjófur hefur verið sakfelldur fyrir alls 45 þjófnaði úr verslunum ÁTVR, Hagkaups, Lyfju og Elko á tæplega eins árs tímabili. Maðurinn nappaði yfir sjötíu flöskum af áfengi, aðallega sterku víni, úr Vínbúðinni.

Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn

Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag.

Sækja slasaðan göngumann á Strandir

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð laust eftir klukkan hálf eitt vegna göngumanns sem rann niður fjallshlíð í Norðurfirði á Ströndum og slasaðist. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Hin látna í Vogunum á sjötugsaldri

Konan sem lést þegar strætisvagni var ekið á hana við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í gær var á sjötugsaldri, af erlendum uppruna og búsett hér á landi.

Eldgos í Grímsvötnum „jóker í stöðunni“

Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið stöðugt undanfarna daga og hefur hraðinn á siginu aukist töluvert. Vatn er nú byrjað að fara út úr Grímsvötnum en hefur ekki enn náð jökul jaðrinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir líklegt að merki um slíkt fari að sjást á mælum á næstu klukkustundum eða sólarhring.

Ný ríkisstjórn á morgun eða hinn

Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir flytji stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi á miðvikudag. Stjórnarsáttmáli stjórnarinnar verður annað hvort kynntur á morgun eða á sunnudag.

Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu

Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu.

„Fyllsta á­stæða til að tapa sér ekki í um­ræðunni núna“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarmyndun sem er óðum að taka á sig mynd.

Sjö prósent fullorðinna á Íslandi reykir

Í dag reykja um 7 prósent fullorðinna á Íslandi en um er að ræða lægsta hlutfall í Evrópu. Karl Andersen, yfirlæknir á Hjartagátt Landspítalans, segir að þegar hlutfallið verði komið niður fyrir 5 prósent verði hægt að lýsa yfir sigri.

Óku manni heim sem stóð öskrandi úti á götu

Tveir voru handteknir þegar tilkynnt var um hópslagsmál í póstnúmerinu 108 í gærkvöldi. Þá var manni í annarlegu ástandi ekið heim af lögreglu eftir að tilkynning barst um að hann væri að öskra úti á götu í miðborginni.

Staðfestu kjörbréf allra þingmanna

Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 

Gætu borgað fyrir lyftu og viðhald með nýrri hæð

Húsfélög lyftulausra fjölbýlishúsa gætu niðurgreitt uppsetningu á lyftu með því að bæta nýrri hæð ofan á hús sín, samkvæmt nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi í Reykjavík. Markmiðið er að bæta aðgengi og gera eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum.

Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki

Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd.

Þórunn Eva er fram­úr­skarandi ungur Ís­lendingur

Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 í gær. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd.

Sjá næstu 50 fréttir