Fleiri fréttir

Tilkynnt um svartan reyk frá Eldsmiðjunni

Talsverður viðbúnaður var við Suðurlandsbraut 12 nú fyrir stuttu og voru bæði slökkvilið og lögregla á staðnum. Að sögn slökkviliðs tilkynnti vegfarandi um svartan reyk stíga upp frá húsinu. 

Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag

Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt.

135 greindust innan­lands

135 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 135 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent.

Bensín­lekinn á Hofs­ósi: N1 hefji fram­kvæmdir innan tveggja vikna

Umhverfisstofnun hefur birt fyrirmæli um þær úrbætur sem krafist er af hendi N1 vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Þar segir að hefja skuli gröft á skurðum og niðursetningu loftunarröra vegna hreinsunarstarfsins innan tveggja vikna.

Grunar kosninga­svik í Suð­vestur­kjör­dæmi

Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum.

Telja að mannvirki muni þola hlaupið

Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag.

Gular viðvaranir í kortunum

Veðurstofa Íslands varar við leiðindaveðri á Austfjörðum og Suðausturlandi annað kvöld. Líkur eru á samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að sýna aðgát.

Gosið búið í bili

Eldgosið í Fagradalsfjalli er búið í bili að sögn hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Kvikusöfnun undir Reykjanesinu bendi þó til þess að annað gos gæti verið fram undan.

Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota

Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala.

Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld

Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum en dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos.

Afkoma ríkissjóðs 51 milljarði betri en áætlað var

Afkoma ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins er neikvæð um 138 milljarða króna. Afkoman er þó talsvert betri en áætlanir, sem gerðar voru í upphafi árs, gerðu ráð fyrir eða 51 milljarði betri. 

Reiknað með að atkvæðagreiðslu um kjörbréf ljúki annað kvöld

Enn liggur ekki fyrir hversu margar tillögur koma til atkvæðagreiðslu á Alþingi á morgun varðandi staðfestingu eða synjun kjörbréfa vegna alþingiskosninganna í lok september. Niðurstaða þingsins ræður miklu um hvenær ný ríkissjórn og stjórnarsáttmáli verða kynnt.

Jón Þór kærir Inga Tryggvason til lögreglu

Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður framboðslista Pírata í nýafstöðnum kosningum til Alþingis, hefur kært Inga Tryggvason, oddvita yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, til lögreglu. Þetta kemur fram í pistli sem Jón Þór birtir á Vísi sem kærir Inga fyrir mögulegt kosningasvindl.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en lögreglu grunar að andlát sex sjúklinga hafi borið að með saknæmum hætti.

147 greindust með kórónu­veiruna innan­lands

147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjötíu af þeim 147 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 77 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent.

Sýknaður af kynferðislegri áreitni í Hrunalaug

Karlmaður hefur verið sýknaður af kynferðislegri áreitni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í apríl í fyrra strokið um bert bak og læri konu, reynt að toga hana til sín og strokið og haldið um rass hennar utanklæða í Hrunalaug í nágrenni við Flúðir. 

Töldu sig verða gerð afturreka með áminningu

Sú rannsókn sem fór fram á ásökunum læknanema á Landspítalanum á hendur Björns Loga Þórarinssonar sérfræðilæknis um kynferðislega áreitni er sú ítarlegasta sem ráðist hefur verið í innan spítalans vegna áþekkra ásakana.

Höfnuðu Heiðr en samþykktu Ullr með tilvísun í Eddukvæði

Mannanafnanefnd hefur hafnað því að heimila eiginnöfnin Geitin, Frostsólarún, Heiðr og Winter. Hún hefur hins vegnar lagt blessun sína yfir eiginnöfnin Erykah, Ullr, Leonardo, Gottlieb, Gunni, Éljagrímur, Ítalía, Arún, Lílú og Lán.

Al­var­legast hvernig staðið var að vörslu kjör­gagna

Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær.

Vonast til að ný ríkis­stjórn verði kynnt í næstu viku

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.