Fleiri fréttir

Katrín vill „svartan fössara“

Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari.

Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar

Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi.

Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta

Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær.

Breytt verklag á göngudeild Covid og símtölum fækkað

Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær og segir yfirlæknir á Landspítalanum það mikil vonbrigði. Fækki smituðum ekki á næstu sólarhringum þurfi að endurskoða aðgerðir. Spítalinn hefur breytt verklagi á göngudeild Covid og fækkað símtölum til fólks í einangrun.

Tunglmyrkvi sjáanlegur á föstudag ef veður leyfir

Íslendingar geta barið deildarmyrkva á tungli augum á föstudagsmorgun ef veðurguðirnir verða samvinnuþýðir. Eins og sakir standa benda verðurspár til þess að þeir verði með mótþróa.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins en í gær féll enn eitt metið þegar kemur að fjölda smitaðra.

Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning

Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar.

206 greindust innan­lands

206 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hérlendis á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var tvö hundruð smitaðir á miðvikudaginn í síðustu viku, 10. nóvember.

Átta­tíu fleiri al­var­leg raf­hlaupa­hjóla­slys í ár en í fyrra

Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum.

Dregur úr lestri karla og fjölgar í hópi þeirra sem lesa ekkert

Ný lestrarkönnun leiðir í ljós að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði og hafa tveir þriðju hlutar þjóðarinnar gefið einhverjum bók á árinu. Tölurnar sýna að landsmenn hafa mikinn áhuga á bóklestri og lestur er almennt mikill. Hins vegar sé umhugsunarefni að sá hópur, sem les lítið sem ekkert, fari stækkandi.

Ungmenni ítrekað sýnt ógnandi hegðun við Egilshöll

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð út til að vísa sofandi konu úr strætisvagni. Þá var tilkynnt um ógnandi ungmenni við Egilshöll en samkvæmt tilkynningu frá lögreglu um verkefni næturinnar var um að ræða „endurtekna hegðun síðastliðna daga“.

Kort­leggja hvernig há­skóla­sam­fé­lagið geti brugðist við

Háskóli Íslands kannar nú hvernig bregðast megi við hertum samkomutakmörkunum þar sem það styttist nú óðum í lokapróf haustmisseris. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir skiljanlegt að staðan sem nú er uppi sé ógnvekjandi fyrir marga en verið er að finna leiðir til að draga úr áhyggjum stúdenta.

Gátu ekkert gert nema fylgjast með ferða­manninum fljóta burt

Aðstæður í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem ung kínversk kona lést af slysförum voru það erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarmenn í hættu við að reyna að bjarga konunni. Var lítið annað hægt að gera en að fylgjast með henni fljóta burt.

Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði

Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi.

Talinn hafa flogið inn Bark­ár­dalinn án nægi­legrar að­gæslu

Héraðsdómur Reykjavíkur metur það svo að Arngrímur Jóhannsson flugstjóri hafi ekki sýnt nægilega aðgæslu vegna yfirvofandi hættu á blöndungsísingu, er hann hagaði flugi inn Barkárdal á Tröllaskaga í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að kanadíski flugmaðurinn Arthur Grant Wagstaff fórst. 

Blóm allan sólarhringinn á Selfossi

Nýr blómasjálfsali í nýja miðbænum á Selfossi hefur slegið í gegn, ekki síst hjá karlmönnum, sem fara í sjálfsalann á kvöldin og jafnvel á nóttunni um helgar til að kaupa blóm handa elskunni sinni.

Fórnar­lömb of­sókna fái leynd í Þjóð­skrá

Reglugerðarbreyting um leynd í Þjóðskrá er komin í samráðsgátt. Reglugerðinni er ætlað að vernda þá sem þurfa að fara huldu höfði vegna utanaðkomandi hættu, til dæmis vegna ofsókna og eltihrella.

Búin að bíða í ofvæni eftir þriðju sprautunni

Vonast er til að 120 þúsund manns fái örvunarbólusetningu í Laugardalshöll á næstu fjórum vikum en sóttvarnalæknir bindur miklar vonir við bólusetningarátakið. Engan bilbug var að finna á þeim sem fengu þriðja skammtinn í Höllinni í dag.

Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti

Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað.

Reiknar með að þing komi saman í næstu viku

Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti, sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barn, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans segja verulega vankanta vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og krefjast þess að honum verði tafarlaust lokað. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi af öllum toga gagnvart sinni nánustu

Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi yfir fimm ára tímabili gegn þáverandi unnustu sinni og eiginkonu. Um er að ræða ítrekuð kynferðisbrot, fjölda líkamsárása og stórfelldar ærumeiðingar sömuleiðis. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fyrra smit í­gildi einnar sprautu

Þeir sem hafa fengið bæði tvo skammta bóluefnis og Covid-19 munu ekki fá örvunarskammt að svo stöddu. Þetta sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir í Reykjavík síðdegis.

Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll

Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg

Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir.

Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel

Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun.

Ekki hvarflað að Gunnari Smára að fara í borgina

Gunnar Smári Egils­son, stofnandi Sósíal­ista­flokksins, reiknar ekki með að gefa kost á sér í sveitar­stjórnar­kosningunum næsta vor. Það skýrist eftir ára­mót hvort flokkurinn bjóði fram í fleiri sveitar­fé­lögum en Reykja­vík.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um stöðuna á faraldrinum og þá heyrum við í Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en bólusetningaherferð er nú hafin í Laugardalshöll.

152 greindust innan­lands

152 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 71 af þeim 152 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 49 prósent. 73 voru utan sóttkvíar, eða 51 prósent. 22 liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19 smits og fjölgar um fimm milli daga.

Segir Ís­land hafa skilað auðu á lofts­lags­ráð­stefnunni

Ísland skilaði auðu á loftslagsráðstefnunni í Glasgow og þarf að gera mun betur í loftslagsmálum. Þetta segir formaður Landverndar sem varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðu ráðstefnunnar þó ljósir punktar finnist í samningsdrögunum.

Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna

„Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“

Bólu­setningar hefjast aftur í Laugar­dals­höll í dag

Bólusetningarátak hefst í Laugardalshöll í dag og mun fyrsti hluti átaksins standa í fjórar vikur, eða til 8. desember. Bólusett verður frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og á meðan verður ekki bólusett á Suðurlandsbraut.

Þrettán ára drengur sleginn með barefli í höfuðið

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi um líkamsárás og ránstilraun í Kópavogi. Þrettán ára drengur var sleginn í höfuðið með barefli, þegar par veittist að honum og krafði hann um allt sem hann var með á sér.

Séð um bleiu­skipti þrátt fyrir meint kyn­ferðis­brot gegn barni

Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög.

Sjá næstu 50 fréttir