Fleiri fréttir

Íslensk ungmenni í sérflokki í neyslu orkudrykkja

Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum, sem innihalda koffín, er með því mesta sem þekkist í Evrópu og er vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna mun meira en sést í sambærilegum erlendum rannsóknum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni sem brýnir fyrir almenningi að líta í eigin barm og takmarka sína hegðun til að ná yfirstandandi bylgju kórónuveirunnar niður.

Ísland aftur orðið rautt

Ísland er enn á ný orðið rautt á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu eftir nokkrar vikur í appelsínugulum lit.

Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun

Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun.

Már leiðréttir tölurnar: Innan við tuttugu vilja ekki láta bólusetja sig

Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítalans, segir innan við tuttugu starfsmenn Landspítalans ekki vilja láta bólusetja sig. Fram kom í pistli hans á vef Landspítalans í gær að 600 starfsmenn spítalans væru óbólusettir. Réttur fjöldi er hins vegar 480 manns segir hann í dag.

96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu

96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Fjörutíu og einn var í sóttkví við greiningu, eða tæp 43 prósent, en 55 utan sóttkvíar við greiningu, eða 57 prósent. 

Segir á­lagið mikið á meðan mála­halinn er unninn upp í Lands­rétti

Sigurður Örn Hilmars­son, for­maður Lög­manna­fé­lagsins, segir gríðarlegt álag nú vera á lögmönnum sem séu með mál í áfrýjun í Landsrétti á meðan unninn er upp sá málahali sem safnaðist upp í réttinum vegna þeirrar dómaraeklu sem ríkti í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða.

„Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda”

Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum.

Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð

Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi.

Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann

„Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“

Hross mikið slasað eftir að ekið var á það á Kjalarnesi

Ekið var á hross á Kjalarnesi í gærkvöldi. Lifði það áreksturinn en var mikið slasað. Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hefur ítrekað verið stöðvaður þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn

Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot.

Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði

Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks.

Tíu sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolpar

Þeir eru sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolparnir tíu, sem voru að koma í heiminn. Mamma þeirra mjólkar vel og pabbi þeirra fylgist stoltur með afkvæmum sínum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um sex hundruð starfsmenn Landspítalans eru enn óbólusettir og til skoðunar gæti komið að meina þeim sem ekki hafa fyrir því gilda ástæðu að mæta til vinnu. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga réttlætingu fyrir því að tíu prósent starfsmenna spítalans séu óbólusettir. Málið sé grafalvarlegt.

Bak­varða­sveit heil­brigðis­starfs­fólks virkjuð á ný

Bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks hefur verið virkjuð á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Um sé að ræða nauðsynlegt viðbragð til að mæta mönnunarvanda sem skapast geti vegna veikinda eða tímabundinnar sóttkvíar heilbrigðisstarfsfólks, komi smit upp á heilbrigðisstofnunum.

Flaug fjóra metra vegna loft­streymis frá einka­þotu

Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið.

Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir

„Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“

Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara

Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra.

Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir

Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra.

Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum

Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum.

Fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði og kortleggja búsetu fólks

Fulltrúar slökkviliðs munu á næstu mánuðum fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og kortleggja búsetu fólks. Ráðist er í verkefnið í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg og slökkviliðsstjóri segir markmiðið að tryggja öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði.

Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni sem er afar svartsýnn á ástandið í kórónuveirufaraldrinum í ljósi fjölgunar smitaðra síðustu daga. Þ

Fyrst koma innviðirnir, svo uppbyggingin

„Undanfarin ár hafa verið algjör metár í uppbygginu í borginni og það sem við erum að leggja upp með er að það haldi áfram. Og raunar ætlum við að bæta í heldur en hitt.“ Þetta sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Bítínu á Bylgjunni í morgun, þar sem rætt var um húsnæðismál í höfuðborginni.

84 greindust smitaðir af veirunni í gær

Áttatíu og fjórir greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 35 þeirra voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 49 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent.

Hvítur Scheffer og franskur fjárhundur

Hundarnir Frídó og Meiko eiga ekki annað sameiginlegt en að vera hundar því þeir eru mjög ólíkir. Annar er hvítur Scheffer og hinn er franskur fjárhundur með mikinn felld. Báðir vöktu þeir mikla athygli á hundasýningu, sem þeir tóku þátt í.

Ekið á níu ára dreng og unga konu

Ekið var á níu ára dreng á reiðhjóli í gær. Tilkynning barst um klukkan 17 og var sjúkrabifreið send á staðinn. Drengurinn var aumur í hnjánum eftir slysið en fór af vettvangi með móður sinni.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.