Fleiri fréttir

Breyttar á­bendingar um notkun magnýls gegn krans­æða­sjúk­dóm

„Þetta er nokkurn veginn í takt við það sem við höfum verið að gera hérna á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða kemur upp og það hefur verið að skýrast á undanförnum árum að aspirín er ekki jafn hættulítið og ávinningurinn kannski ekki jafn mikill og talið var.“

Vilja kjarna­þjónustu í hús­næði við ný í­þrótta­mann­virki KR

Bygginganefnd Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, hefur kynnt tillögur að viðamikilli uppbyggingu athafnasvæðis KR og er gert ráð fyrir að fyrsta skóflustungan að nýju knatthúsi og nýjum KR velli á næsta ári. Formaður knattspyrnudeildar KR segir meira felast í uppbyggingunni en nýr fótboltavöllur og áhorfendastúkur. 

Jóhannes uppljóstrari verðlaunaður í Svíþjóð

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, fékk sjálfbærnisverðlaun Gautaborgar í dag, sem kallast Win Win. hann fékk um fimmtán milljónir króna í verðlaunafé.

Graðhestaskyr á Brúnastöðum: Skyrland opnað á Selfossi

„Við krakkarnir fengum alltaf graðhestaskyr á Brúnastöðum“, sagði Guðni Ágústsson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna og fyrrverandi ráðherra þegar nýjasta upplifundarsýning, Skyrland, var opnuð á Selfossi í kvöld í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss.

Kynjakvóti tekinn upp í Versló

Kynjakvóti hefur formlega verið tekinn upp hjá Verslunarskóla Íslands til að reyna að sporna gegn fækkun pilta í skólanum. Skólastjórinn segir nýjar reglur tryggja að hlutfall pilta í skólanum fari ekki undir fjörutíu prósent.

Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður farið yfir dóm sem kveðinn var upp í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar. Fréttamaður okkar Birgir Olgeirsson var í dómssal og fer yfir helstu atriði.

Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal

Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið.

Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni

Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum.

Píratar bæta við sig en Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi

Píratar mælast nú með 11,7 prósenta fylgi en fengu 8,6 prósent í Alþingiskosningunum. Viðreisn bætir einnig við sig og fer úr 8,3 prósentum í 10 prósent. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn bæta lítillega við sig en Miðflokkurinn fer undir 5 prósent.

Skólastjórar í næturvinnu við að rekja smit

Umfangsmiklar smitrakningar í grunnskólum valda álagi á stjórnendur skólanna sem þurfa að sjá um rakninguna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ekki ganga að að verkefnið sé á herðum skólastjórnenda þar sem þeir séu í fullri vinnu fyrir.

Ártalið sýni að Íslendingasögurnar hafi verið á réttu róli

Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir fornleifauppgröft í Nýfundnalandi staðfesta tilgátur íslenskra fræðimanna um hvenær fólk frá Íslandi og Grænlandi hafi búið á svæðinu. Hann segir ánægjulegt að nú sé hægt að segja til um nákvæmt ártal sem.

„Síðasti naglinn í líkkistu þessara kosninga“

Oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi sem kærði framkvæmd Alþingiskosninganna er viss um að uppkosning fari fram í kjördæminu, sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem komu fram í málinu í gær. Það sé eini möguleikinn í stöðunni.

Tekist var á um hús­næðis­málin í Pall­borðinu

Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um niðurstöðu héraðsdóms í Rauðagerðismálinu en dómur féll í þessu umtalaða sakamáli í morgun.

Anton Kristinn og sakborningar féllust í faðma

Anton Kristinn Þórarinsson, sem sætti gæsluvarðhaldi í Rauðagerðismálinu en var ekki ákærður, fagnaði með sakborningum sem sýknaðir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Anton féllst í faðma með ákærðu í morgun.

Höfðu hendur í hári stórtæks síbrotamanns eftir árekstur og afstungu

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að stórtækur þjófur með langan brotaferil að baki skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 4. nóvember næstkomandi. Samtals er 31 opið mál á borði lögreglu sem tengist manninum.  Lögregla handsamaði manninn á stolnum bíl eftir árekstur og afstungu.

Sprengjan í Þor­láks­höfn reyndist vera eftir­líking

Sprengjudeildir Landhelgisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjóra voru kallaðar til á áttunda tímanum í morgun vegna torkennilegs hlutar sem fannst á gámasvæðinu í Þorlákshöfn. Aðgerðum lauk um klukkan um klukkan 13 og reyndist engin hætta vera á ferðum. 

„Það verða eftirmálar af þessu“

 Oddgeir Einarsson, lögmaður Angjelin Sterkaj, segir fangelsisdóm í málinu gegn honum í takt við væntingar, þar sem hann hafði játað morðið á Armando Beqirai. Verjandi Murat Selivrada var afar harðorður í garð ákæruvaldsins og sagði málinu ekki lokið.

Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi

Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.

Hlýtt loft á leiðinni

Veðrið verður með rólegasta móti víðast hvar um land í dag. Á morgun er hins vegar von á skilum upp að suðvesturhorni landsins með vaxandi suðaustanhátt og hlýju lofti.

Dómur í Rauðagerðismálinu kveðinn upp í dag

Uppfært klukkan 8:52:Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur fangelsi í 16 ár fyrir morðið á Armando Beqirai, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi eru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.

Framvísuðu fölsuðu umboði á lögreglustöð

Heldur sérstök uppákoma átti sér stað á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði í gær, þegar þangað mættu tvær konur til að sækja lykla að bifreið. Sögðu þær lögreglu hafa gert lyklana upptæka þegar önnur þeirra var stöðvuð, grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Beraði sig fyrir ung­mennum á í­þrótta­æfingu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu.

Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík

Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við.

„Þetta snýst um rétt­læti ekki þægindi“

Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 

Söngleikur til minningar um Rúnar Júlíusson

Andi Rúnars Júlíussonar heitins svífur yfir vötnum í Keflavík þessa dagana því nú er verið að setja upp söngleikinn „fyrsti kossinn“ honum til heiðurs hjá Leikfélagi Keflavíkur. Sýningin verður sú hundraðasta í sögu félagsins, sem fagnar nú sextíu ára afmæli.

Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans

Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum.

Starfs­fólk sagðist ekkert hafa átt við kjör­gögnin

Ekkert bendir til að átt hafi verið við kjörgögn úr Norðvesturkjördæmi sem skilin voru eftir óinnsigluð á talningarsalnum á Hótel Borgarnesi sunnudaginn 26. september. Starfsfólk hótelsins gekk hins vegar um salinn, sem gögnin voru geymd í, án þess að nokkur úr kjörstjórn væri viðstaddur. 

Sjá næstu 50 fréttir