Fleiri fréttir

Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis

245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar.

„Er mis­skilningur lygi?“

Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði.

Gera ekki ráð fyrir frekari rýmingum

Hættu­stig al­manna­varna er enn í gildi á Seyðis­firði vegna hættu á skriðu­föllum. Lítil úr­koma hefur verið á svæðinu síðustu tvo sólar­hringa þannig að dregið hefur úr hækkun á vatns­hæð í bor­holum.

Reikna með töluverðum áhrifum á ferðaþjónustuna

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar því að Ísland sé ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og reiknar með því að breytingarnar muni hafa töluverð áhrif í för með sér. Um sé að ræða stærsta og einn mikilvægasta hóp ferðamanna hér á landi.

Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram

Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem tilkynnt var um í morgun.

„Við skjótum allar þessar fokking löggur“

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært mann fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hrækt að lögreglumanni og ítrekað hótað lögreglumönnum lífláti og ofbeldi í Kópavogi í nóvember á síðasta ári.

Ísland ekki lengur á rauðum lista vestanhafs

Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Það þýðir að stofnunin ræður ekki lengur öllum Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Enn skráð trúnaðarmaður á innri vef og hjá Vinnueftirlitinu

Ólöf Helga Adolfsdóttir var enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair þegar henni var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Stéttarfélagið Efling ætlar í hart vegna málsins og hyggst meðal annars höfða mál fyrir dómstólum.

Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu.

Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins

Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum.

Slakað verður á í litlum skrefum þegar þar að kemur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur ekki tímabært að slaka á sóttvarnarráðstöfunum að svo stöddu og hefur framlengt gildandi ráðstafanir um hálfan mánuð. Ráðherrann á von á að þegar slakað verði á verði það gert í litlum skrefum.

Aflétta rýmingu í Útkinn

Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við heilbrigðisráðherra um þá ákvörðun að framlengja gildandi sóttvarnareglur um tvær vikur. Ráðherrar telur mikilvægt að fara varlega í frekari afléttingar.

Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum

Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag.

Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig

Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn.

Takmarkanir óbreyttar til 20. október

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19.  Ný regluferð gildir í tvær vikur, til 20. október. Sóttvarnalæknir vildi framlengja takmarkanir um einn mánuð.

Óvissan það allra erfiðasta

Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis.

„Þetta eru miklar hamfarir“

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um Landspítalann en Páll Matthíasson hefur óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri.

Páll hættir sem forstjóri Landspítalans

Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti.

Sjá næstu 50 fréttir