Fleiri fréttir Bólusetja aftur í Laugardalshöll Til stendur að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára seinna í mánuðinum og þegar hafa endurbólusetningar þeirra sem fengu bóluefni Jansen hafist. Til að bólusetja svo marga á skömmum tíma mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýta Laugardalshöll á ný. 8.8.2021 17:02 Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8.8.2021 13:38 „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8.8.2021 13:19 Útiguðsþjónusta í Arnarbæli í Ölfusi Útiguðsþjónusta verður haldin í dag á fornfrægum kirkjustað og prestsetri, en það er Arnarbæli í Ölfusi. Danakonungur kom meðal annars við í Arnarbæli í heimsókn sinni til Íslands 1907. 8.8.2021 12:32 Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. 8.8.2021 12:13 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna áfram að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. 8.8.2021 11:52 57 greindust smitaðir í gær Í það minnsta 57 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 8.8.2021 10:56 Allt að tuttugu stiga hiti í dag Útlit er fyrir fallegan og sólríkan dag. Þá stefnir í að hitastigið verði allt að tuttugu gráður á Suður- og NA-landi. 8.8.2021 08:31 Stakk af eftir að hafa keyrt á átta ára barn Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ekið hefði verið á átta ára dreng á rafmagnshlaupahjóli í Breiðholti. Ökumaðurinn er sagður hafa keyrt á brott eftir að drengurinn sagði honum að hann hefði meitt sig. 8.8.2021 07:38 Engin merki um neðansjávargos Áhöfn varðskipsins Þórs sá enga bólstra í hafinu sunnan við Reykjanes eftir að hafa farið í könnunarleiðangur þangað í kvöld. 8.8.2021 00:06 Mikið að gera hjá björgunarsveitum Síðastliðin sólarhringur hefur verið nokkuð erilsamur hjá björgunarsveitum á landinu. 7.8.2021 22:07 Kanna hvort eldgos sé hafið neðansjávar Varðskipið Þór hefur verið sent til þess að kanna hvort að eldgos sé hafið neðansjávar, vestur af Krísuvíkurbergi. Engin merki um eldgos sjást þó á mælum Veðurstofunnar. 7.8.2021 21:39 Hundurinn Mosi starfar á Kleppi og knúsar skjólstæðinga Hundurinn Mosi sem er starfsmaður á Kleppi. Hann sinnir móttöku nýrra skjólstæðinga og er til staðar fyrir þá sem þurfa á knúsi að halda. 7.8.2021 21:01 27 milljón króna miðar keyptir á Þingeyri og í Varmahlíð Tveir ljónheppnir þátttakendur í Lottóinu skiptu með sér aðalvinningi kvöldsins. Hvor fær 27,4 milljónir í sinn hlut. 7.8.2021 19:48 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7.8.2021 19:03 Foreldrar sitji við hlið barna þeirra í bólusetningunni Dagskrá bólusetningar tólf til fimmtán ára barna á höfuðborgarsvæðinu liggur fyrir. Foreldrar eru beðnir um að fylgja börnunum í bólusetninguna. 7.8.2021 19:00 „Við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni“ Staðan á Landspítalanum er heldur tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum. 7.8.2021 18:42 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Staðan á Landspítalanum er tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og fjölda sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7.8.2021 18:01 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7.8.2021 17:40 Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7.8.2021 16:48 „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7.8.2021 15:12 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7.8.2021 13:55 Sólveig Anna býður sig fram til Alþingis fyrir sósíalista Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skipar fjórða sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins er oddviti. 7.8.2021 11:40 119 greindust smitaðir í gær Að minnsta kosti 119 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Ekki liggur fyrir hve margir þeirra voru bólusettir en þær tölur eru nú uppfærðar á covid.is fyrir klukkan 16 alla daga. 7.8.2021 10:52 Stakk af úr leigubíl en skildi óvart símann eftir Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á fimmta tímanum í miðbænum í nótt. Þá hafði farþegar stungið af frá ógreiddum reikningi en hann skildi óvart síma sinn eftir í bílnum. 7.8.2021 07:19 Veittu sautján ára stút eftirför Lögregluþjónar veittu bíl eftirför í nótt eftir að ökumaður hans neitaði að stöðva við merkjagjöf. Bílnum var ekið á miklum hraða á undan lögreglu og fór ökumaðurinn meðal annars yfir gatnamót á rauðu ljósi. 7.8.2021 07:10 Sjálfsögð viðbót við tungumálið sem þurfi að koma til móts við fólk Kynhlutlausa persónufornafninu hán verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar. Prófessor í íslensku segir viðbótina sjálfsagða enda verði tungumálið að koma til móts við fólk og svara þörfum þess. 6.8.2021 22:00 Smit á hjúkrunarheimili á Egilsstöðum Allir starfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hafa verið skimaðir eftir að starfsmaður á heimilinu greindist smitaður af Covid-19. Þeir eru taldir hafa verið útsettir fyrir smiti hafa verið settir í sóttkví. 6.8.2021 21:21 Komin með sín eigin „pálmatré“ á Selfossi Filipe Carvalho Cintra frá Brasilíu, sem býr á Selfossi dó ekki ráðlaus þegar hann fór að sakna pálmatrjánna úr heimalandi sínum því hann brá á það ráð að breyta tólf metra háum grenitrjám í garðinum sínum í sín eigin pálmatré. Hann hleypur nú upp og niður trén berfættur eins og klifurköttur. 6.8.2021 21:05 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6.8.2021 20:26 Þriðjungs aukning í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára Þrjátíu og þriggja prósenta aukning er í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir ekki sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk leggi líf sitt til hliðar vegna álags í heilbrigðiskerfinu. 6.8.2021 19:31 Fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna faraldursins Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram síðustu helgina í ágúst um óákveðinn tíma. Þetta er í þriðja skiptið á innan við ári sem landsfundi er frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 6.8.2021 19:31 Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. 6.8.2021 18:46 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið ítarlega yfir næstu aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum en til stendur að þétta varnir á landamærum og ráðast í bólusetningarátak. 6.8.2021 18:05 Hildigunnur skipuð forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri Heilbrigðisráðherra hefur skipað Hildigunni Svavarsdóttur forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til næstu fimm ára. Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á sjúkrahúsinu og klínískur framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði frá 2012. 6.8.2021 17:54 Bein útsending: Unaður hinsegin fólks Kynfræðsla er almennt ekki upp á marga fiska og það á ekki síst við um fræðslu þar sem fjallað er um kynlíf hinsegin fólks. „Það hefur vantað upp á fjalla um mismunandi líkama og mismunandi kynhneigðir,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, nemi í kynfræði. 6.8.2021 16:46 Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. 6.8.2021 15:22 Sneri aftur til vinnu í fæðingarorlofi vegna stöðunnar á spítalanum „Nú kem ég inn á vakt númer tvö, er búin að vera í fæðingarorlofi og er enn í þar sem sonur minn er fjögurra mánaða. Ég kem inn því það vantar svo mönnun og vinn eins og ég má samhliða orlofinu,“ skrifar hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Gylfadóttir í pistli sem hún birti á Facebook í gær. 6.8.2021 14:55 Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6.8.2021 14:30 Straukst utan í vegfaranda í háskalegum akstri um miðborgina Rúmlega tvítugur karlmaður sem olli almannahættu þann 8. júlí síðastliðinn með ofsaakstri í miðbæ Reykjavíkur og víðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. ágúst. Hann er grunaður um fjölmörg afbrot undanfarnar vikur. 6.8.2021 14:01 Vilja ná til óbólusettra Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu. 6.8.2021 13:25 Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6.8.2021 12:48 Unnur Eggerts í stjórnmálin Leikkonan Unnur Eggertsdóttir mun stýra kosningum Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 6.8.2021 12:18 Ekki sjálfsagt að heilbrigðisstarfsfólk setji líf sitt til hliðar Það er ekki sjálfsagt að líf fólks sé sett til hliðar til þess að það geti staðið vaktina á Landspítala þegar álag er mikið. Þetta segir formaður félags hjúkrunarfræðinga sem fundaði með stjórnvöldum í morgun. 6.8.2021 12:03 Frekari skimanir á landamærum og endurbólusetningu flýtt Ríkisstjórn Íslands fundar enn á vikulegum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum. Fundurinn hefur staðið yfir síðan klukkan hálf tíu í morgun. 6.8.2021 11:55 Sjá næstu 50 fréttir
Bólusetja aftur í Laugardalshöll Til stendur að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára seinna í mánuðinum og þegar hafa endurbólusetningar þeirra sem fengu bóluefni Jansen hafist. Til að bólusetja svo marga á skömmum tíma mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýta Laugardalshöll á ný. 8.8.2021 17:02
Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8.8.2021 13:38
„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8.8.2021 13:19
Útiguðsþjónusta í Arnarbæli í Ölfusi Útiguðsþjónusta verður haldin í dag á fornfrægum kirkjustað og prestsetri, en það er Arnarbæli í Ölfusi. Danakonungur kom meðal annars við í Arnarbæli í heimsókn sinni til Íslands 1907. 8.8.2021 12:32
Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. 8.8.2021 12:13
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna áfram að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. 8.8.2021 11:52
57 greindust smitaðir í gær Í það minnsta 57 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 8.8.2021 10:56
Allt að tuttugu stiga hiti í dag Útlit er fyrir fallegan og sólríkan dag. Þá stefnir í að hitastigið verði allt að tuttugu gráður á Suður- og NA-landi. 8.8.2021 08:31
Stakk af eftir að hafa keyrt á átta ára barn Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ekið hefði verið á átta ára dreng á rafmagnshlaupahjóli í Breiðholti. Ökumaðurinn er sagður hafa keyrt á brott eftir að drengurinn sagði honum að hann hefði meitt sig. 8.8.2021 07:38
Engin merki um neðansjávargos Áhöfn varðskipsins Þórs sá enga bólstra í hafinu sunnan við Reykjanes eftir að hafa farið í könnunarleiðangur þangað í kvöld. 8.8.2021 00:06
Mikið að gera hjá björgunarsveitum Síðastliðin sólarhringur hefur verið nokkuð erilsamur hjá björgunarsveitum á landinu. 7.8.2021 22:07
Kanna hvort eldgos sé hafið neðansjávar Varðskipið Þór hefur verið sent til þess að kanna hvort að eldgos sé hafið neðansjávar, vestur af Krísuvíkurbergi. Engin merki um eldgos sjást þó á mælum Veðurstofunnar. 7.8.2021 21:39
Hundurinn Mosi starfar á Kleppi og knúsar skjólstæðinga Hundurinn Mosi sem er starfsmaður á Kleppi. Hann sinnir móttöku nýrra skjólstæðinga og er til staðar fyrir þá sem þurfa á knúsi að halda. 7.8.2021 21:01
27 milljón króna miðar keyptir á Þingeyri og í Varmahlíð Tveir ljónheppnir þátttakendur í Lottóinu skiptu með sér aðalvinningi kvöldsins. Hvor fær 27,4 milljónir í sinn hlut. 7.8.2021 19:48
Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7.8.2021 19:03
Foreldrar sitji við hlið barna þeirra í bólusetningunni Dagskrá bólusetningar tólf til fimmtán ára barna á höfuðborgarsvæðinu liggur fyrir. Foreldrar eru beðnir um að fylgja börnunum í bólusetninguna. 7.8.2021 19:00
„Við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni“ Staðan á Landspítalanum er heldur tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum. 7.8.2021 18:42
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Staðan á Landspítalanum er tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og fjölda sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7.8.2021 18:01
Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7.8.2021 17:40
Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7.8.2021 16:48
„Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7.8.2021 15:12
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7.8.2021 13:55
Sólveig Anna býður sig fram til Alþingis fyrir sósíalista Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skipar fjórða sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins er oddviti. 7.8.2021 11:40
119 greindust smitaðir í gær Að minnsta kosti 119 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Ekki liggur fyrir hve margir þeirra voru bólusettir en þær tölur eru nú uppfærðar á covid.is fyrir klukkan 16 alla daga. 7.8.2021 10:52
Stakk af úr leigubíl en skildi óvart símann eftir Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á fimmta tímanum í miðbænum í nótt. Þá hafði farþegar stungið af frá ógreiddum reikningi en hann skildi óvart síma sinn eftir í bílnum. 7.8.2021 07:19
Veittu sautján ára stút eftirför Lögregluþjónar veittu bíl eftirför í nótt eftir að ökumaður hans neitaði að stöðva við merkjagjöf. Bílnum var ekið á miklum hraða á undan lögreglu og fór ökumaðurinn meðal annars yfir gatnamót á rauðu ljósi. 7.8.2021 07:10
Sjálfsögð viðbót við tungumálið sem þurfi að koma til móts við fólk Kynhlutlausa persónufornafninu hán verður bætt við orðabækur Stofnunar Árna Magnússonar. Prófessor í íslensku segir viðbótina sjálfsagða enda verði tungumálið að koma til móts við fólk og svara þörfum þess. 6.8.2021 22:00
Smit á hjúkrunarheimili á Egilsstöðum Allir starfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hafa verið skimaðir eftir að starfsmaður á heimilinu greindist smitaður af Covid-19. Þeir eru taldir hafa verið útsettir fyrir smiti hafa verið settir í sóttkví. 6.8.2021 21:21
Komin með sín eigin „pálmatré“ á Selfossi Filipe Carvalho Cintra frá Brasilíu, sem býr á Selfossi dó ekki ráðlaus þegar hann fór að sakna pálmatrjánna úr heimalandi sínum því hann brá á það ráð að breyta tólf metra háum grenitrjám í garðinum sínum í sín eigin pálmatré. Hann hleypur nú upp og niður trén berfættur eins og klifurköttur. 6.8.2021 21:05
Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6.8.2021 20:26
Þriðjungs aukning í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára Þrjátíu og þriggja prósenta aukning er í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir ekki sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk leggi líf sitt til hliðar vegna álags í heilbrigðiskerfinu. 6.8.2021 19:31
Fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna faraldursins Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram síðustu helgina í ágúst um óákveðinn tíma. Þetta er í þriðja skiptið á innan við ári sem landsfundi er frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 6.8.2021 19:31
Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. 6.8.2021 18:46
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið ítarlega yfir næstu aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum en til stendur að þétta varnir á landamærum og ráðast í bólusetningarátak. 6.8.2021 18:05
Hildigunnur skipuð forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri Heilbrigðisráðherra hefur skipað Hildigunni Svavarsdóttur forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til næstu fimm ára. Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á sjúkrahúsinu og klínískur framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði frá 2012. 6.8.2021 17:54
Bein útsending: Unaður hinsegin fólks Kynfræðsla er almennt ekki upp á marga fiska og það á ekki síst við um fræðslu þar sem fjallað er um kynlíf hinsegin fólks. „Það hefur vantað upp á fjalla um mismunandi líkama og mismunandi kynhneigðir,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, nemi í kynfræði. 6.8.2021 16:46
Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. 6.8.2021 15:22
Sneri aftur til vinnu í fæðingarorlofi vegna stöðunnar á spítalanum „Nú kem ég inn á vakt númer tvö, er búin að vera í fæðingarorlofi og er enn í þar sem sonur minn er fjögurra mánaða. Ég kem inn því það vantar svo mönnun og vinn eins og ég má samhliða orlofinu,“ skrifar hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Gylfadóttir í pistli sem hún birti á Facebook í gær. 6.8.2021 14:55
Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6.8.2021 14:30
Straukst utan í vegfaranda í háskalegum akstri um miðborgina Rúmlega tvítugur karlmaður sem olli almannahættu þann 8. júlí síðastliðinn með ofsaakstri í miðbæ Reykjavíkur og víðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. ágúst. Hann er grunaður um fjölmörg afbrot undanfarnar vikur. 6.8.2021 14:01
Vilja ná til óbólusettra Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu. 6.8.2021 13:25
Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6.8.2021 12:48
Unnur Eggerts í stjórnmálin Leikkonan Unnur Eggertsdóttir mun stýra kosningum Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 6.8.2021 12:18
Ekki sjálfsagt að heilbrigðisstarfsfólk setji líf sitt til hliðar Það er ekki sjálfsagt að líf fólks sé sett til hliðar til þess að það geti staðið vaktina á Landspítala þegar álag er mikið. Þetta segir formaður félags hjúkrunarfræðinga sem fundaði með stjórnvöldum í morgun. 6.8.2021 12:03
Frekari skimanir á landamærum og endurbólusetningu flýtt Ríkisstjórn Íslands fundar enn á vikulegum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum. Fundurinn hefur staðið yfir síðan klukkan hálf tíu í morgun. 6.8.2021 11:55