Fleiri fréttir

Þjófur sló starfs­mann og stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gær vegna þjófnaðar í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar starfsmenn verslunarinnar hafi gert tilraun til þess að yfirbuga þjófinn, hafi hann slegið annan starfsmanninn í andlitið. 

Stærsta bylgja faraldursins í aðsigi

Hlutfall bólusettra sem veikjast alvarlega eftir að hafa smitast af kórónuveirunni er það sama hér á landi og í Ísrael eða eitt prósent. 122 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af einn sem lá á krabbameinslækningadeild Landspítalans auk tveggja starfsmanna. Deildinni hefur verið lokað tíma­bundið fyrir inn­lögnum á meðan allir sjúk­lingar og starfs­fólk bíða eftir niður­stöðum skimunar.

Töfranámskeið fyrir eldri borgara slær í gegn

Eldri borgarar sóttu töfranámskeið í sólinni í dag. Töframaðurinn segir námskeiðin sporna gegn félagslegri einangrun og nemendurnir segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin með töfrabrögðum á næstunni.

Meira en tuttugu skjálftar í Kötlu

Jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á skjálftamælum Veðurstofu Íslands við Kötlu í kvöld. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið.

Forsætisráðherra segir marga möguleika til stjórnarmyndunar

Forsætisráðherra segir ýmsa möguleika til stjórnarmyndunar að loknum kosningum ef úrslitin yrðu eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Formaður Flokks fólksins er viss um að flokkurinn nái mönnum inn á þing þótt könnunin gefi það ekki til kynna.

Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka

Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hlutfall bólusettra sem veikjast alvarlega eftir að hafa smitast af kórónuveirunni er það sama hér á landi og í Ísrael eða eitt prósent. Fjallað verður um þróun fjórðu bylgjunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2, rætt við sóttvarnayfirvöld og staðan tekin á Landspítalanum.

Þröngt á ­­deildinni eins og annars staðar á spítalanum

Blóð- og krabba­meins­lækninga­deild Land­spítalans við Hring­braut hefur verið lokað tíma­bundið fyrir inn­lögnum á meðan allir sjúk­lingar og starfs­fólk deildarinnar bíða eftir niður­stöðum skimunar. Þrír hafa greinst smitaðir á deildinni, einn sjúk­lingur og tveir starfs­menn.

Kennarar sem fengu Janssen fá örvunarskammt

Að tillögu sóttvarnalæknis er öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem fengu Janssen bólusetningu í vor boðinn örvunarskammtur með bóluefni frá Pfizer í næstu viku og vikunni þar á eftir.

Sjúk­lingur á krabba­meins­deild er smitaður

Sjúk­lingur sem er inni­liggjandi á blóð- og krabba­meins­lækninga­deild 11EG á Land­spítalanum greindist ó­vænt með Co­vid-19 smit í gær. Tveir starfs­menn deildarinnar eru einnig smitaðir.

„Ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku“

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, virðist heilt yfir ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Ísland sé komið á lista yfir appelsínugul ríki á litakorti Sóttvarnarstofnunar Evrópu.

Ný bólu­efni gegn delta eru okkar helsta von

Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir, stað­gengill sótt­varna­læknis, segir ó­víst hvort og þá hve­nær hægt verði að líta kórónu­veiruna sömu augum og venju­lega inflúensu­veiru, eins og menn höfðu vonast eftir að yrði staðan eftir að bólusetningum hjá meirihluta þjóðarinnar væri lokið.

Mál­efni Mennta­mál­stofnunnar til skoðunar og litin al­var­legum augum

Málefni Menntastofnunar eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu og er staðan litin mjög alvarlegum augum. Minnihluti starfsmanna Menntamálastofnunar ber traust til forstjórans og þrettán prósent starfsmanna hafa orðið fyrir einelti á vinnustað. Starfsmenn lýsa stjórnunarvanda á vinnustaðnum og segjast vinna undir ógnarstjórnun og hótunum um brottrekstur.

Inga Sæland krefst þess að Alþingi komi saman vegna faraldursins

Inga Sæland formaður Flokks fólksins krefst þess að Alþingi verði þegar kallað saman vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kórónuveirufaraldrinum. Neyðarástand ríki í samfélaginu og styrkja þurfi sóttvarnaráðstafanir og heilbrigðiskerfið.

Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn.

Klappað og fagnað þegar sex ára stúlka fann móður sína aftur

Inni­legir og fal­legir fagnaðar­fundir urðu hjá móður og sex ára dóttur hennar á Óðinstorgi í Þingholtunum í gær eftir að stúlkan hafði týnst í um klukku­stund. Hún var í heim­sókn í hverfinu, ókunnug því og villtist því þegar hún ráfaði í burtu.

Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu

Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 

Minnst 118 greindust innanlands

Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 

Enginn jarðskjálfti að stærð 5,0 í morgun

Athygli vakti að jarðskjálfti að stærð 5,0 var skráður á vef Veðurstofunnar norðaustur af Flatey klukkan 6:25 í morgun. Ekki var um raunverulegan skjálfta að ræða heldur námu jarðskjálftanemar bylgjur frá öflugum skjálfta sem mældist í Alaska um tíu mínútum fyrr.

Halda tón­listar­há­tíð þrátt fyrir allt

Það styttist í Verslunarmannahelgi og vegna faraldurs kórónuveirunnar er ýmist búið að aflýsa eða fresta bæjarhátíðum um land allt. Þrátt fyrir það ætla veitingamenn á Skuggabaldri við Pósthússtræti að halda uppi fjöri í miðbæ Reykjavíkur.

Mengun frá skemmtiferðaskipum minnki um allt að helming

Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum allra hafna fyrirtækisins innan fimm ára. Þannig verður dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftgæði almennt bætt í borginni.

Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu

Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum birtum við nýja könnun Maskínu sem sýnir að stjórnarflokkarnir hafa misst meirihlutann. Við tölum við stjórnmálafræðiprófessor um mögulegar meirihlutastjórnir.

Sjá næstu 50 fréttir