Fleiri fréttir

Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar odd­vita­slagnum

Haraldur Bene­dikts­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjör­dæminu ef hann tapar bar­áttunni um odd­vita­sætið við Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur í próf­kjöri flokksins um næstu helgi.

Beinin sem fundust í Húna­vatns­sýslu ekki úr manni

Bein sem fundust í fjöru á Skaga í Húnavatnssýslu síðdegis í gær reyndust ekki vera mannabein. Talið var að um bein úr handleggi manns væri að ræða en svo reyndist ekki. Þetta staðfestir Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

„Guð forði okkur frá því að verði byggt þarna“

Ný landfylling í Sundahöfn er mikið deilumál og eru íbúar í Laugarnesi ekki parsáttir við það að verið sé að bæta í fyllinguna þessa dagana. Áætlanir eru uppi um að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þar sem verið er að koma landfyllingunni niður og eru íbúar á svæðinu áhyggjufullir um að náttúru- og útsýnisspjöll fylgi þessari uppbyggingu.

Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni.

Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam

Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um tillögur Hafrannsóknarstofnunar um að þorskkvótinn minnki um þrettán prósent og fáum álit sjávarútvegsráðherra á tillögunum.

Manna­bein fundust í fjöru í Húna­vatns­sýslu

Íbúi á Skaga í Húnavatnssýslu fann eftir hádegi í gær bein sem talin eru vera úr manni. Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar til og fór ítarleg leit fram á svæðinu í kring en ekkert fleira fannst sem talið er geta tengst beininu.

Sumarið svíkur Íslendinga

Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag

Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu.

Gunnar Birgisson er látinn

Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, er látinn. Samkvæmt andlátstilkynningu í Morgunblaðinu lést Gunnar á heimili sínu í gær. Hann var 73 ára.

Ólíkir ráð­herrar saman á fundi NATO fyrir hönd Ís­lands

Leið­togar At­lants­hafs­banda­lagsins (NATO) funduðu í höfuð­stöðvum þess í Brussel í dag. Tveir ráðherrar Íslands sátu fundinn en þeir hafa nokkuð misjafna sýn á hlutverk bandalagsins og hvort Ísland eigi í raun heima þar.

Að­för Sam­herja eins­dæmi á Norður­löndum

Norrænir fjölmiðlar virðast flestir kannast við hótanir, of­beldi og hatur í sinn garð, sem stórt vanda­mál. Enginn þeirra hefur þó heyrt af eins al­var­legum á­rásum fyrir­tækis á hendur fjöl­miðla­fólki og þeim sem Sam­herji réðst í eftir um­fjöllun frétta­skýringa­þáttarins Kveiks um Namibíu­málið.

Síðasta ár sýni á­vinning af styttri opnunar­tíma skemmti­staða

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar.

Milljörðum lykilorða lekið á netið

Milljörðum lykilorða var lekið í umfangsmiklum gagnaleka í síðustu viku. Sérfræðingur í netöryggismálum segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær fólk lendi í að gögnum tengdum þeim verði lekið.

Partý út um allt og veislusalir að bókast upp

Viðburðafyrirtæki hafa vart undan við að skipuleggja samkomur fyrir hópa og fyrirtæki og viðlíka sala hefur varla sést síðan fyrir bankahrun. Salir eru að bókast upp og síminn stoppar varla hjá tónlistarfólki landsins, að sögn skipuleggjanda.

Full­bólu­sett for­seta­frú með regn­boga­grímu

Eliza Jean Reid for­seta­frú var bólu­sett með bólu­efni Jan­sen í Laugar­dals­höll í dag. Hún var nokkuð seinni til að fá bólu­setningu en eigin­maður sinn Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, en hann var bólu­settur með fyrri sprautu AstraZene­ca fyrir rúmum mánuði síðan.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erfiðlega gekk að koma út bóluefni Janssen í dag. Til að tryggja að skammtar eyðilegðust ekki var öllum boðið að mæta. Við ræðum málið við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Ó­raun­veru­legt að horfa á bílinn sinn brenna úti á plani

Silja Ragnarsdóttir, sem lenti í þeirri sjaldgæfu en jafnframt leiðinlegu lífsreynslu að kveikt var í bílnum hennar aðfaranótt sunnudags, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa á bílinn sinn í ljósum logum fyrir utan heimili hennar.

Bólu­setningum lokið í dag

Bólusetningu með bóluefni Janssen við kórónuveirunni er lokið á höfuðborgarsvæðinu í dag, en síðustu skammtarnir kláruðust nú fyrir skömmu. Bólusetningarballið er því búið í bili, eða þangað til á morgun.

Um 70 skammtar eftir

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að krefja fólk ekki um boðun í bólusetningu vilji það koma og láta bólusetja sig með bóluefni Janssen í dag. Bólusetning er því opin öllum, utan yngstu árganga og barnshafandi.

Leggur til að öryggis­mynda­vélar verði settar upp á leik­völlum borgarinnar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði það til á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar í síðustu viku að settar verði upp myndavélar á öllum leikvöllum borgarinnar. Þetta lagði hún til í kjölfar fregna um að tilraun hafi verið gerð til að nema unga stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í síðustu viku.

Hálendið vaknar af vetrardvala

Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu.

Sjá næstu 50 fréttir