Fleiri fréttir Ógnaði fólki í miðbænum Lögreglu barst tilkynning á áttunda tímanum í gærkvöldi um mann sem hafði verið að ógna fólki í miðbænum. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og enn að ógna fólki, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu. 1.5.2021 07:25 Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30.4.2021 23:31 Telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Því fer fjarri að aðgerðir til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti í dag gangi nógu langt til að koma til móts við vanda sem blasir við á vinnumarkaði og utan hans, að mati Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Það varar við því að kreppan geti dýpkað ef stjórnvöld dragi of snemma úr aðgerðum sínum. 30.4.2021 20:22 Arnar Helgi ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Það er fátt eða ekkert, sem stoppar Arnar Helga Lárusson í Reykjanesbæ því hann ætlar sér að hjóla fjögur hundruð kílómetra með höndunum á sólarhring á Suðurlandi í sumar. Arnar er lamaður frá brjósti eftir mótorhjólaslys. 30.4.2021 20:04 Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. 30.4.2021 20:00 „Eftirtektarverð“ fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins Stjórnmálafræðingur segir eftirtektarvert hversu miklu fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig frá því í byrjun mánaðar. Flokkurinn mældist síðast með sambærilegt fylgi við upphaf kórónuveirufaraldursins í fyrra. Þá virðist Sósíalistaflokkurinn kominn til að vera. 30.4.2021 19:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá nýjustu efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í dag og fela meðal annars í sér þrjátíu þúsund króna barnabótaauka og hundrað þúsund króna eingreiðslu til þeirra sem hafa lengst verið atvinnulausir. 30.4.2021 18:01 Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. 30.4.2021 17:06 Handshófskenndar bólusetningar skoðaðar nánar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu. 30.4.2021 14:15 Segir samdrátt hafa verið minni en áætlað var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðspurð um hvort að ríkissjóður standi undir nýjasta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar, ofan á þá fyrri, að ríkisstjórnin meti það sem svo að samdráttur hafi verið minni en spáð var, meðal annars einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. 30.4.2021 13:48 Umræðan undanfarin ár vegið þyngst í viðhorfsbreytingunni Afbrotafræðingur telur aukna umræðu og upplýsingaflæði síðustu ár vega þyngtst í breyttu viðhorfi almennings til afglæpavæðingar neysluskammta fíkniefna. Ríkislögreglustjóri og Læknafélag Íslands eru á meðal þeirra sem leggjast gegn nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu. 30.4.2021 13:36 Aðalsteinn hættir hjá RÚV: „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku“ „Að vinna á RÚV og í umhverfinu þar, sem er gott að svo rosalega mörgu leyti, er samt orðið þannig að það hefur meiri áhrif á mitt daglega líf en ég kæri mig um,“ segir blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem tilkynnti á Facebook fyrir stundu að í dag væri síðasti vinnudagurinn hans hjá Ríkisútvarpinu. 30.4.2021 12:46 Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30.4.2021 12:18 Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30.4.2021 12:10 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni en fimm greindust með kórónuveiruna í gær og voru þau öll í sóttkví. 30.4.2021 11:33 Fylgi Sjálfstæðisflokksins upp um sex prósent milli kannanna hjá MMR Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 28,7 prósent, tæplega sex prósentustigum hærra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í byrjun apríl 2021. Fylgi Samfylkingar fer niður í 11,3 prósent. 30.4.2021 11:32 Björn Thoroddsen flugstjóri er látinn Björn Thoroddsen, flugstjóri og listflugmaður er látinn, 84 ára að aldri. 30.4.2021 11:19 Fimm greindust innanlands og allir í sóttkví Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. 30.4.2021 10:45 Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30.4.2021 10:43 Síðasta degi aðalmeðferðar frestað Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku. 30.4.2021 10:35 Ekkert smit í fangelsunum: Fangar bólusettir í dag og í lok næstu viku Allir fangelsisstarfsmenn hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Fangar á Litla-Hrauni og Sogni verða bólusettir í dag en áætlað er að bólusetja fanga í móttökufangelsinu á Hólmsheiði í næstu viku. 30.4.2021 10:28 Fjórtán íbúar í einangrun og bæjarstjórinn í sóttkví Fjórtán íbúar Þorlákshafnar eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 99 í sóttkví. Elliði Viginsson, bæjarstjóri Ölfus, segir baráttunni ekki lokið þótt staðan líti betur út en um tíma. Sjálfur er hann kominn í sóttkví í þriðja sinn. 30.4.2021 09:18 Innkalla kjúklingabaunir vegna skordýra Matvælastofnun hefur varað neytendur við neyslu á einni lotu af Sólgæti kjúklingabaunum frá Heilsu ehf. en skordýr hafa fundist í vörunni. 30.4.2021 08:23 Mældu ökumann á 190 km/klst og veittu eftirför Lögreglan á Suðurnesjum hóf eftirför í gær þegar bifreið mældist á 190 km/klst, þar sem henni var ekið í átt að Hafnarfirði. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart en í Hafnarfirði náði ökumaður að stinga lögreglu af um stund. 30.4.2021 06:38 Skólum og íþróttamannvirkjum á Flúðum lokað vegna smita Ákveðið var í gærkvöldi að loka leikskóla, grunnskóla og íþróttamannvirkjum á Flúðum vegna þriggja smita sem upp eru komin í samfélaginu. Lokað verður í skólunum í dag og sundlaug og íþróttahús verða lokuð fram yfir helgi. 30.4.2021 06:20 Framboðslisti Framsóknar í Norðausturkjördæmi liggur fyrir Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur í kvöld. Prófkjör hafði áður farið fram um efstu sex sæti listans og gerði kjörstjórn tillögu um önnur sæti listans í samræmi við reglur flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsókn. Listinn var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á aukakjördæmisþingi KFNA. 29.4.2021 22:05 Flugslys á Hólmsheiði Lítil tveggja manna fisflugvél brotlenti við flugvöllinn á Hólmsheiði í kvöld. Tveir voru í vélinni og voru báðir fluttir á slysadeild. Hvorugur er sagður alvarlega slasaður. Tilkynning um slysið barst Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan korter fyrir níu í kvöld. 29.4.2021 21:39 Nokkur hundruð þegar fengið bóluefni Janssen á Íslandi Þótt bólusetning með bóluefni Janssen hefjist ekki á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í næstu viku er heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni þegar komnar með skammta af bóluefninu. Til að mynda hófst bólusetning með bóluefni Janssen á Suðurnesjum í vikunni. 29.4.2021 20:24 Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra. 29.4.2021 20:01 Seðlabankastjóri vildi ekki ræða áhrif hagsmunahópa Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, baðst undan því að mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða ummæli hans í nýlegu viðtali um áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni segir Ásgeir ekki hafa talið sig réttan manninn til að ræða málið. 29.4.2021 19:43 Veittu ekki viðunandi leiðbeiningar vegna heimsóknarbanns Heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis og hjúkrunarheimili veittu manni sem óskaði eftir undanþágu til að geta heimsótt eiginkonu sína á hjúkrunarheimili þegar heimsóknarbann var við lýði vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra ekki viðunandi leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðunina. 29.4.2021 19:10 Fimm milljarða baðlón á Kársnesi Fimm milljarða króna baðlón verður opnað á Kársnesi á morgun. Framkvæmdastjóri segir þetta stærstu fjárfestingu í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu hingað til. 29.4.2021 19:09 Rauðagerðismálið til ákærusviðs á morgun Rannsókn á morðinu í Rauðagerði er að mestu lokið og stefnt er að því að senda málið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. 29.4.2021 18:19 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar greinum við frá nýju reiknilíkani frá Íslenskri erfðagreiningu sem spáir fyrir um hvenær búið verður að ná hjarðónæmi gegn covid 19 á Íslandi samhliða auknum bólusetningum og förum yfir stöðuna í faraldrinum með sóttvarnalækni. 29.4.2021 18:00 Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29.4.2021 17:36 Vona að hægt verði að bjóða fólki í smitgát með sjálfvirkum hætti í næstu viku Vonast er til að hin margumtalaða uppfærsla á rakningaappi almannavarna og landlæknis verði loks fáanleg í næstu viku. Nýja útgáfan notast við Bluetooth-tækni til að láta fólk vita ef það hefur mögulega verið útsett fyrir kórónuveirusmiti. 29.4.2021 17:23 Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29.4.2021 15:23 Landamæravörður dæmdur fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE Hæstiréttur dæmdi í dag landamæravörð til greiðslu 100 þúsund króna sektar í ríkissjóð að hafa ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu, LÖKE, án þess að það tengdist starfi hennar. 29.4.2021 14:56 Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29.4.2021 14:53 Yfirheyra loks manninn sem rauf einangrun og er talinn hafa komið af stað hópsmitinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst á næstu dögum taka skýrslu af karlmanni sem er bæði grunaður um brot á sóttkví og einangrun. Þá er grunur um að hann tengist hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum Jörfa. 29.4.2021 14:11 Frétti af uppsögninni í gegnum skjáskot frá samstarfsmanni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Vegagerðina til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum samtals 11,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar þeirra árið 2019. Þeir sögðust báðir hafa frétt af uppsögnunum í gegnum samstarfsfólk sitt en kröfðu Vegagerðina um tíu sinnum hærri bætur en þeim var að lokum úthlutað. 29.4.2021 13:57 Snarpur skjálfti á Hengilssvæðinu fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti að stærð 3,8 varð á Hengilssvæðinu, um 2,6 kílómetra suðaustur af Eiturhól við Nesjavallaveg, klukkan 11:38. Jarðskjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar. 29.4.2021 12:07 Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. 29.4.2021 11:47 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um upplýsingafund vegna kórónuveirunnar sem fram fór í morgun og rætt við sóttvarnalækni. 29.4.2021 11:35 Ekkert sem bendir til þess hérlendis að breska afbrigðið sé skæðara Allt bendir til þess að hið svokallaða breska afbirgði Covid-19 sé álíka skætt og afbrigðin sem Íslendingar glímdu við fyrr í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 29.4.2021 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ógnaði fólki í miðbænum Lögreglu barst tilkynning á áttunda tímanum í gærkvöldi um mann sem hafði verið að ógna fólki í miðbænum. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og enn að ógna fólki, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu. 1.5.2021 07:25
Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30.4.2021 23:31
Telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Því fer fjarri að aðgerðir til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti í dag gangi nógu langt til að koma til móts við vanda sem blasir við á vinnumarkaði og utan hans, að mati Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Það varar við því að kreppan geti dýpkað ef stjórnvöld dragi of snemma úr aðgerðum sínum. 30.4.2021 20:22
Arnar Helgi ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Það er fátt eða ekkert, sem stoppar Arnar Helga Lárusson í Reykjanesbæ því hann ætlar sér að hjóla fjögur hundruð kílómetra með höndunum á sólarhring á Suðurlandi í sumar. Arnar er lamaður frá brjósti eftir mótorhjólaslys. 30.4.2021 20:04
Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. 30.4.2021 20:00
„Eftirtektarverð“ fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins Stjórnmálafræðingur segir eftirtektarvert hversu miklu fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig frá því í byrjun mánaðar. Flokkurinn mældist síðast með sambærilegt fylgi við upphaf kórónuveirufaraldursins í fyrra. Þá virðist Sósíalistaflokkurinn kominn til að vera. 30.4.2021 19:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá nýjustu efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í dag og fela meðal annars í sér þrjátíu þúsund króna barnabótaauka og hundrað þúsund króna eingreiðslu til þeirra sem hafa lengst verið atvinnulausir. 30.4.2021 18:01
Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. 30.4.2021 17:06
Handshófskenndar bólusetningar skoðaðar nánar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu. 30.4.2021 14:15
Segir samdrátt hafa verið minni en áætlað var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðspurð um hvort að ríkissjóður standi undir nýjasta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar, ofan á þá fyrri, að ríkisstjórnin meti það sem svo að samdráttur hafi verið minni en spáð var, meðal annars einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. 30.4.2021 13:48
Umræðan undanfarin ár vegið þyngst í viðhorfsbreytingunni Afbrotafræðingur telur aukna umræðu og upplýsingaflæði síðustu ár vega þyngtst í breyttu viðhorfi almennings til afglæpavæðingar neysluskammta fíkniefna. Ríkislögreglustjóri og Læknafélag Íslands eru á meðal þeirra sem leggjast gegn nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu. 30.4.2021 13:36
Aðalsteinn hættir hjá RÚV: „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku“ „Að vinna á RÚV og í umhverfinu þar, sem er gott að svo rosalega mörgu leyti, er samt orðið þannig að það hefur meiri áhrif á mitt daglega líf en ég kæri mig um,“ segir blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem tilkynnti á Facebook fyrir stundu að í dag væri síðasti vinnudagurinn hans hjá Ríkisútvarpinu. 30.4.2021 12:46
Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30.4.2021 12:18
Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30.4.2021 12:10
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni en fimm greindust með kórónuveiruna í gær og voru þau öll í sóttkví. 30.4.2021 11:33
Fylgi Sjálfstæðisflokksins upp um sex prósent milli kannanna hjá MMR Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 28,7 prósent, tæplega sex prósentustigum hærra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í byrjun apríl 2021. Fylgi Samfylkingar fer niður í 11,3 prósent. 30.4.2021 11:32
Björn Thoroddsen flugstjóri er látinn Björn Thoroddsen, flugstjóri og listflugmaður er látinn, 84 ára að aldri. 30.4.2021 11:19
Fimm greindust innanlands og allir í sóttkví Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. 30.4.2021 10:45
Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30.4.2021 10:43
Síðasta degi aðalmeðferðar frestað Síðasta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju að Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hefur verið frestað fram í næstu viku. 30.4.2021 10:35
Ekkert smit í fangelsunum: Fangar bólusettir í dag og í lok næstu viku Allir fangelsisstarfsmenn hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Fangar á Litla-Hrauni og Sogni verða bólusettir í dag en áætlað er að bólusetja fanga í móttökufangelsinu á Hólmsheiði í næstu viku. 30.4.2021 10:28
Fjórtán íbúar í einangrun og bæjarstjórinn í sóttkví Fjórtán íbúar Þorlákshafnar eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 99 í sóttkví. Elliði Viginsson, bæjarstjóri Ölfus, segir baráttunni ekki lokið þótt staðan líti betur út en um tíma. Sjálfur er hann kominn í sóttkví í þriðja sinn. 30.4.2021 09:18
Innkalla kjúklingabaunir vegna skordýra Matvælastofnun hefur varað neytendur við neyslu á einni lotu af Sólgæti kjúklingabaunum frá Heilsu ehf. en skordýr hafa fundist í vörunni. 30.4.2021 08:23
Mældu ökumann á 190 km/klst og veittu eftirför Lögreglan á Suðurnesjum hóf eftirför í gær þegar bifreið mældist á 190 km/klst, þar sem henni var ekið í átt að Hafnarfirði. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart en í Hafnarfirði náði ökumaður að stinga lögreglu af um stund. 30.4.2021 06:38
Skólum og íþróttamannvirkjum á Flúðum lokað vegna smita Ákveðið var í gærkvöldi að loka leikskóla, grunnskóla og íþróttamannvirkjum á Flúðum vegna þriggja smita sem upp eru komin í samfélaginu. Lokað verður í skólunum í dag og sundlaug og íþróttahús verða lokuð fram yfir helgi. 30.4.2021 06:20
Framboðslisti Framsóknar í Norðausturkjördæmi liggur fyrir Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur í kvöld. Prófkjör hafði áður farið fram um efstu sex sæti listans og gerði kjörstjórn tillögu um önnur sæti listans í samræmi við reglur flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsókn. Listinn var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á aukakjördæmisþingi KFNA. 29.4.2021 22:05
Flugslys á Hólmsheiði Lítil tveggja manna fisflugvél brotlenti við flugvöllinn á Hólmsheiði í kvöld. Tveir voru í vélinni og voru báðir fluttir á slysadeild. Hvorugur er sagður alvarlega slasaður. Tilkynning um slysið barst Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan korter fyrir níu í kvöld. 29.4.2021 21:39
Nokkur hundruð þegar fengið bóluefni Janssen á Íslandi Þótt bólusetning með bóluefni Janssen hefjist ekki á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í næstu viku er heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni þegar komnar með skammta af bóluefninu. Til að mynda hófst bólusetning með bóluefni Janssen á Suðurnesjum í vikunni. 29.4.2021 20:24
Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra. 29.4.2021 20:01
Seðlabankastjóri vildi ekki ræða áhrif hagsmunahópa Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, baðst undan því að mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða ummæli hans í nýlegu viðtali um áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni segir Ásgeir ekki hafa talið sig réttan manninn til að ræða málið. 29.4.2021 19:43
Veittu ekki viðunandi leiðbeiningar vegna heimsóknarbanns Heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis og hjúkrunarheimili veittu manni sem óskaði eftir undanþágu til að geta heimsótt eiginkonu sína á hjúkrunarheimili þegar heimsóknarbann var við lýði vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra ekki viðunandi leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðunina. 29.4.2021 19:10
Fimm milljarða baðlón á Kársnesi Fimm milljarða króna baðlón verður opnað á Kársnesi á morgun. Framkvæmdastjóri segir þetta stærstu fjárfestingu í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu hingað til. 29.4.2021 19:09
Rauðagerðismálið til ákærusviðs á morgun Rannsókn á morðinu í Rauðagerði er að mestu lokið og stefnt er að því að senda málið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. 29.4.2021 18:19
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar greinum við frá nýju reiknilíkani frá Íslenskri erfðagreiningu sem spáir fyrir um hvenær búið verður að ná hjarðónæmi gegn covid 19 á Íslandi samhliða auknum bólusetningum og förum yfir stöðuna í faraldrinum með sóttvarnalækni. 29.4.2021 18:00
Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29.4.2021 17:36
Vona að hægt verði að bjóða fólki í smitgát með sjálfvirkum hætti í næstu viku Vonast er til að hin margumtalaða uppfærsla á rakningaappi almannavarna og landlæknis verði loks fáanleg í næstu viku. Nýja útgáfan notast við Bluetooth-tækni til að láta fólk vita ef það hefur mögulega verið útsett fyrir kórónuveirusmiti. 29.4.2021 17:23
Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29.4.2021 15:23
Landamæravörður dæmdur fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE Hæstiréttur dæmdi í dag landamæravörð til greiðslu 100 þúsund króna sektar í ríkissjóð að hafa ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu, LÖKE, án þess að það tengdist starfi hennar. 29.4.2021 14:56
Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29.4.2021 14:53
Yfirheyra loks manninn sem rauf einangrun og er talinn hafa komið af stað hópsmitinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst á næstu dögum taka skýrslu af karlmanni sem er bæði grunaður um brot á sóttkví og einangrun. Þá er grunur um að hann tengist hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum Jörfa. 29.4.2021 14:11
Frétti af uppsögninni í gegnum skjáskot frá samstarfsmanni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Vegagerðina til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum samtals 11,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar þeirra árið 2019. Þeir sögðust báðir hafa frétt af uppsögnunum í gegnum samstarfsfólk sitt en kröfðu Vegagerðina um tíu sinnum hærri bætur en þeim var að lokum úthlutað. 29.4.2021 13:57
Snarpur skjálfti á Hengilssvæðinu fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti að stærð 3,8 varð á Hengilssvæðinu, um 2,6 kílómetra suðaustur af Eiturhól við Nesjavallaveg, klukkan 11:38. Jarðskjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar. 29.4.2021 12:07
Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. 29.4.2021 11:47
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um upplýsingafund vegna kórónuveirunnar sem fram fór í morgun og rætt við sóttvarnalækni. 29.4.2021 11:35
Ekkert sem bendir til þess hérlendis að breska afbrigðið sé skæðara Allt bendir til þess að hið svokallaða breska afbirgði Covid-19 sé álíka skætt og afbrigðin sem Íslendingar glímdu við fyrr í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. 29.4.2021 11:30