Fleiri fréttir

Nýkominn til landsins og smitaði sitt nánasta

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjögur smit sem komu upp á heimili innanlands í gær séu áminning um að faraldurinn sé ekki búinn. Hættan á að smit berist hingað til lands í gegnum landamærin sé enn fyrir hendi.

Unnur tekur U-beygju og ætlar ekki fram

Unnur Brá Konráðsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hafði stefnt að þingsæti fyrir kosningarnar sem fram fara í haust.

Heróínsmyglari kannaðist ekkert við fimmtán ára vinskap

Michal Okapiec, þrítugur karlmaður búsettur í Reykjanesbæ, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, að mestu skilorðsbundið, fyrir smygl á fíkniefnum og lyfjum, brot á vopnalögum og peningaþvætti. Félagi hans sem lögregla telur að hafi verið burðardýr í smyglinu fékk nýlega sex mánaða dóm fyrir sinn þátt.

Katrín vongóð um framgang stjórnarskrárfrumvarps

Forsætisráðherra er vongóð um að frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni fái vandaða meðferð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og málið nái fram að ganga á Alþingi. Mestur ágreiningur er um auðlindaákvæði frumvarpsins sem Katrín segir ekki bara snúast um fisk.

Fjórir greindust innanlands í gær

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar.

Ung hjón 21 milljón ríkari

Ung hjón með eitt barn og annað í leiðinni duttu eru 21 milljón króna ríkari eftir útdráttinn síðustu helgi. Þau unnu óskiptan tvöfaldan fyrsta vinning.

Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi verður að veruleika

Í sumar opnar nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi undir heitinu Arena, í Turninum í Kópavogi. Staðurinn mun bjóða upp á aðstöðu í heimsklassa fyrir tölvuleikjaspilun, hvort sem er fyrir áhugafólk eða atvinnumenn í rafíþróttum - og allt þar á milli. 

Breytingin lengi bið­lista og vegi að at­vinnu­réttindum ungra sjúkra­þjálfara

Sjúkraþjálfaranemar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að setja strangari skilyrði fyrir niðurgreiðslu sjúkraþjálfunar. Andrea Þórey Hjaltadóttir, mastersnemi í sjúkraþjálfun, segir breytinguna vega að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara og ýta undir að þeir leiti sér vinnu erlendis á sama tíma og langir biðlistar eru eftir þjónustu þeirra á Íslandi.

Bein útsending: Fjárfestingar Reykjavíkur og fyrirtækja borgarinnar

Kynningarfundur um Græna planið og fjárfestingu Reykjavíkur og fyrirtækja borgarinnar fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgunsárið. Fundurinn hefst klukkan 9 og er gert ráð fyrir að hann standi í hálfa aðra klukkustund. Fundinum er streymt hér að neðan.

Tjónið í HÍ metið á annan milljarð króna

Sérfræðingar hafa áætlað að tjónið vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í janúar sé á annan milljarð króna. Er meðal annars horft til mikilla skemmda á húsgögnum og raflögnum við mat á tjóninu.

Mikil ólga innan Sam­fylkingar vegna til­lögu um efstu sæti á lista

Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn.

Býður sig ekki fram til formanns að nýju

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, hyggst ekki gefa kost á sér í kjöri til formanns á aðalfundi BHM sem haldinn verður í lok maí. Þórunn hefur gengt embætti formanns BHM frá árinu 2015, í sex ár, en formaður bandalagsins má mest sitja í átta ár.

Vara­þing­maður Sam­fylkingarinnar yfir­gefur flokkinn

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir í bréfi sem hún sendi framkvæmdastjórn og stjórn flokksins í dag mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga.

Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum

Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins.

Fóru úr landi eftir að þeir brutu sótt­kví

Fjórir ferðamenn sem grunaðir eru um að hafa brotið reglur um sóttkví við komuna til landsins hafa yfirgefið landið. Mennirnir voru hér á vegum fyrirtækis sem sendi þá úr landi eftir að stjórnendur fréttu af brotunum. RÚV greinir frá.

Enginn Ösku­dagur í Kringlunni í ár

Engin skipulögð dagskrá verður í Kringlunni á Öskudag og sælgæti verður heldur ekki í boði í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar fyrir börn í nammileit. Stefnt var að því að börn í nammileit yrðu boðin velkomin og dagskrá yrði fyrir þau en svo verður ekki.

Fyrir­spurnum um rass­lyftingu hefur fjölgað

Rúmmálsaukandi aðgerðum á rasskinnum hefur fjölgað um 77,6 prósent á heimsvísu frá árinu 2015 og segir íslenskur lýtalæknir aðgerðunum einnig hafa fjölgað hér á landi. Margir vilja rekja vinsældir þessara aðgerða til raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, sem hefur verið ófeimin við að sýna stóran og myndarlegan rassinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 höldum við áfram ítarlegri umfjöllun um sjávarútveginn en ljóst er að útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu.

Lætur ekki undan þrýstingi en ætlar sér formennsku

Helgi Pétursson, tónlistarmaður og einn forsvígsmanna Gráa hersins, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Landssambandi eldri borgara. Hann segir engan hafa skorað á sig að gefa kost á sér til formennsku.

Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi

Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni.

Fékk loksins að hitta mömmu

Guðmundur Felix Grétarsson fékk loks að hitta móður sína eftir að undanþága þess efnis fékkst frá sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi, þar sem hann liggur eftir að hafa gengist undir handaágræðslu í janúar.

Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna

Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær.

Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði

Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar.

Hneig niður í hjartastoppi þar sem þær sátu og spjölluðu

Sólveig Ásgeirsdóttir bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í júlí síðastliðnum þegar Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu. Tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins 2020.

Óvenjuleg byrjun á fundinum í tilefni dagsins

Dagur íslenska táknmálsins er haldinn hátíðlegur í níunda sinn í dag þann 11. febrúar. Af því tilefni hófu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reglubundinn upplýsingafund vegna kórónuveirunnar á því að heilsa landsmönnum á táknmáli og bjóða góðan daginn.

Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur.

Bein útsending: 112 dagurinn

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Greiða atkvæði um lista Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík á laugar­dag

Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.