Katrín vongóð um framgang stjórnarskrárfrumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur fyrstu umræðu um stjórnarskrárfrumvarp hennar á Alþingi hafa verið góða. Frumvarpið fór til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gærkvöldi. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra er vongóð um að frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni fái vandaða meðferð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og málið nái fram að ganga á Alþingi. Mestur ágreiningur er um auðlindaákvæði frumvarpsins sem Katrín segir ekki bara snúast um fisk. Katrín Jakobsdóttir lagði frumvarpið fram í eigin nafni þegar ekki tókst samstaða milli forystufólks stjórnmálahreyfinga á Alþingi um að standa sameiginlega að málinu. Fyrsta umræða fór fram á þriðjudag í síðustu viku og var framhaldið í gær og frumvarpið afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um klukkan átta í gærkvöldi. Katrín tók síðust til máls og þakkaði fyrir umræðuna sem hún sagði hafa verið góða. „Mér finnst áhugaverð sjónarmið hafa komið fram. Vissulega mismunandi. En þó líka töluverður stuðningur við ákveðnar breytingar á kaflanum um forseta- og framkvæmdavald,“ sagði forsætisráðherra Einhverjir sæju ekki þörf á þeim breytingum og aðrir bendi á að þær þurfi að skýra frekar. Verulegur stuðningur væri við umhverfis- og náttúruverndarákvæðið sem og ákvæðið um stöðu íslenskunnar og íslensks táknmáls. Það verði verkefni nefndarinnar að fara yfir mismunandi sjónarmið til einstakra ákvæða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa fylgst vel með umræðum um stjórnarskrárfrumvarpið og vænta vandaðrar meðferðar á því í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar verði tekið á þeim ágreiningsefnum sem komið hafi fram í umræðunni.Stöð 2/Sigurjón „Auðlindaákvæðið. Augljóslega er það ákvæðið sem mestur ágreiningur er um. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en ég ætla samt að segja að mér hefur fundist þetta góð umræða,“ sagði Katrín. Þótt margir þingmenn væru ekki sérlega bjartsýnir á þróun umræðunnar um fiskveiðistjórnarkerfið teldi hún tækifæri til að þroska hana með umræðum um auðlindaákvæðið. Það snérist ekki eingöngu um fisk heldur einnig önnur umdeild mál í því samhengi eins og orkumálin. „Við meigum ekki gleyma því að þótt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé umdeilt hafa orkumál og orkuframkvæmdir líka klofið þennan sal og þjóðina alla í herðar niður. Þannig að ég er búin að hlusta vel og er mjög þakklát því hvað þingmenn hafa verið reiðubúnir að koma hér upp og ræða þetta mál efnislega. Það vekur mér væntingar um það að vinna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar geti skilað góðu verki inn í aðra umræðu um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Nefndin mun að öllum líkindum vinna í málinu fram að síðustu vikum þings fyrir kosningar í lok september. Stjórnarskrárbreytingar eru alltaf síðustu málin sem afgreidd eru fyrir kosningar enda þarf nýtt þing að þeim loknum að samþiggja sama mál óbreytt til að stjórnarskrárbreytingar verði endanlegar. Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir lagði frumvarpið fram í eigin nafni þegar ekki tókst samstaða milli forystufólks stjórnmálahreyfinga á Alþingi um að standa sameiginlega að málinu. Fyrsta umræða fór fram á þriðjudag í síðustu viku og var framhaldið í gær og frumvarpið afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um klukkan átta í gærkvöldi. Katrín tók síðust til máls og þakkaði fyrir umræðuna sem hún sagði hafa verið góða. „Mér finnst áhugaverð sjónarmið hafa komið fram. Vissulega mismunandi. En þó líka töluverður stuðningur við ákveðnar breytingar á kaflanum um forseta- og framkvæmdavald,“ sagði forsætisráðherra Einhverjir sæju ekki þörf á þeim breytingum og aðrir bendi á að þær þurfi að skýra frekar. Verulegur stuðningur væri við umhverfis- og náttúruverndarákvæðið sem og ákvæðið um stöðu íslenskunnar og íslensks táknmáls. Það verði verkefni nefndarinnar að fara yfir mismunandi sjónarmið til einstakra ákvæða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa fylgst vel með umræðum um stjórnarskrárfrumvarpið og vænta vandaðrar meðferðar á því í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar verði tekið á þeim ágreiningsefnum sem komið hafi fram í umræðunni.Stöð 2/Sigurjón „Auðlindaákvæðið. Augljóslega er það ákvæðið sem mestur ágreiningur er um. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en ég ætla samt að segja að mér hefur fundist þetta góð umræða,“ sagði Katrín. Þótt margir þingmenn væru ekki sérlega bjartsýnir á þróun umræðunnar um fiskveiðistjórnarkerfið teldi hún tækifæri til að þroska hana með umræðum um auðlindaákvæðið. Það snérist ekki eingöngu um fisk heldur einnig önnur umdeild mál í því samhengi eins og orkumálin. „Við meigum ekki gleyma því að þótt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé umdeilt hafa orkumál og orkuframkvæmdir líka klofið þennan sal og þjóðina alla í herðar niður. Þannig að ég er búin að hlusta vel og er mjög þakklát því hvað þingmenn hafa verið reiðubúnir að koma hér upp og ræða þetta mál efnislega. Það vekur mér væntingar um það að vinna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar geti skilað góðu verki inn í aðra umræðu um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Nefndin mun að öllum líkindum vinna í málinu fram að síðustu vikum þings fyrir kosningar í lok september. Stjórnarskrárbreytingar eru alltaf síðustu málin sem afgreidd eru fyrir kosningar enda þarf nýtt þing að þeim loknum að samþiggja sama mál óbreytt til að stjórnarskrárbreytingar verði endanlegar.
Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21
Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52