Fleiri fréttir

Þungur og erfiður fundur í Karp­húsinu

Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Greinist ekkert smit í farþegum frá ákveðnum löndum kemur til greina að undanskilja þá frá skimun í Keflavík. Nánar verður fjallað um fyrirkomulag skimana í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30

Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni

Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert.

Mæta aftur til samninga­fundar eftir verk­falls­boðun

Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mæta til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Fundurinn er sá fyrsti eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Fíh samþykktu að boða til verkfallsaðgerða.

Upplýsingafundur í Ráðherrabústaðnum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til upplýsingafundar í Ráðherrabústaðnum í dag. Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða öll á fundinum, en Katrín fer með stjórn hans.

Tekju­fall Herjólfs vegna kórónu­veirunnar mikið

Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári.

Ein­mana­legt að standa vaktina í sam­komu­banni

Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum.

Segir Guðna hafa brugðist

Forseti Íslands brást þjóðinni með því að staðfesta lög frá Alþingi sem tengdust þriðja orkupakkanum að mati forsetaframbjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Vogs. Fækka þurfti plássum á sjúkrahúsinu um helming á meðan á samkomubanni stóð og vegna erfiðleika við fjármögnun verður starfsemin skert út árið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Forsetinn og áskorandinn í Víglínunni

Í fyrsta sinn í sögu forsetaembættisins fær sitjandi forseti mótframboð eftir fyrsta kjörtímabil sitt. Guðmundur Franklín Jónsson fyrrverandi verðbréfasali og hótelstjóri freistar þess að fella Guðna Th. Jóhannesson úr embætti.

Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg

Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg.

Segir aðferðirnar rangar og þær muni ekki standast lög

Ekki verður hægt að treysta því að molta sem unnin er úr úrgangi í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verði nothæf vegna þeirra aðferða sem notaðar eru í stöðinni segir umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir margt athugavert í því hvernig hugmyndin um gas- og jarðgerðarstöð hefur verið framkvæmd.

Lítið um hátíðarhöld í dag

Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna.

Eitt virkt smit í viðbót með uppfærðum tölum

Þrjú virk kórónuveirusmit eru nú á landi og hefur eitt bæst við eftir að tölur landlæknis og almannavarna voru uppfærðar í dag. Nýtt smit greindist á föstudag sem kom ekki fram í tölum í gær sem bentu til þess að ekkert nýtt smit hefði greinst í heila viku.

Syngja saman á sautján einbreiðum brúm

Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds.

Sjá næstu 50 fréttir