Hin 100 ára Guðrún rifjar upp fyrsta sjómannadaginn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 21:00 Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Dagurinn hófst á sjómannamessum víða um land. Meðal annars í Víðistaðakirkju þar sem séra Bragi Ingibergsson þjónaði fyrir altari. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Í Hrísey fóru hátíðarhöld þó fram með heldur óbreyttu sniði. Guðrún Helgadóttir er 100 ára og man vel eftir fyrsta sjómannadeginum sem haldinn var árið 1938. „Þetta var yndislegur dagur, það var gott veður og það voru allir svo kátir og hlæjandi,“ sagði Guðrún Helgadóttir. „Það voru heilmikil hátíðarhöld en skal ég segja þér ég er bara farin að gleyma því. Ég man svo vel þegar ég skokkaði niður Hverfisgötuna í gula kjólnum og við vorum svo ánægð,“ sagði Guðrún. Hún var gift Helga Guðmundssyni sjómanni og man hún hve stoltur hann var af deginum. „og þá sagði hann: Nú eigum við sjómennirnir dag. Það var svolítið stolt í þessum orðum,“ sagði Guðrún. Þau Helgi Guðmundsson eignuðust sex börn. Hennar hlutverk var að sjá um heimilið á meðan hann var á sjó. „Ég var heima bara og hugsaði um börn og buru og sá um heimilið þegar maðurinn minn var úti á sjó,“ sagði Guðrún. „Hvað ætlar þú að gera í dag, í tilefni dagsins? Ekkert sérstakt. Ég er búin að borða hér fínan hádegismat. Ég veit ekkert hvort við Ellý dóttir mín spilum kannski Marías,“ sagði Guðrún. Hún óskar sjómönnum til hamingju með daginn. „Ég vil óska þeim öllum til hamingju. Nú á ég færri ættingja á sjónum en áður. Pabbi minn átti bara árabát þegar ég man fyrst eftir mér svo ég hef vaxið upp með ýmsu,“ sagði Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Eldri borgarar Tímamót Tengdar fréttir Lítið um hátíðarhöld í dag Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. 7. júní 2020 13:21 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Dagurinn hófst á sjómannamessum víða um land. Meðal annars í Víðistaðakirkju þar sem séra Bragi Ingibergsson þjónaði fyrir altari. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Í Hrísey fóru hátíðarhöld þó fram með heldur óbreyttu sniði. Guðrún Helgadóttir er 100 ára og man vel eftir fyrsta sjómannadeginum sem haldinn var árið 1938. „Þetta var yndislegur dagur, það var gott veður og það voru allir svo kátir og hlæjandi,“ sagði Guðrún Helgadóttir. „Það voru heilmikil hátíðarhöld en skal ég segja þér ég er bara farin að gleyma því. Ég man svo vel þegar ég skokkaði niður Hverfisgötuna í gula kjólnum og við vorum svo ánægð,“ sagði Guðrún. Hún var gift Helga Guðmundssyni sjómanni og man hún hve stoltur hann var af deginum. „og þá sagði hann: Nú eigum við sjómennirnir dag. Það var svolítið stolt í þessum orðum,“ sagði Guðrún. Þau Helgi Guðmundsson eignuðust sex börn. Hennar hlutverk var að sjá um heimilið á meðan hann var á sjó. „Ég var heima bara og hugsaði um börn og buru og sá um heimilið þegar maðurinn minn var úti á sjó,“ sagði Guðrún. „Hvað ætlar þú að gera í dag, í tilefni dagsins? Ekkert sérstakt. Ég er búin að borða hér fínan hádegismat. Ég veit ekkert hvort við Ellý dóttir mín spilum kannski Marías,“ sagði Guðrún. Hún óskar sjómönnum til hamingju með daginn. „Ég vil óska þeim öllum til hamingju. Nú á ég færri ættingja á sjónum en áður. Pabbi minn átti bara árabát þegar ég man fyrst eftir mér svo ég hef vaxið upp með ýmsu,“ sagði Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Eldri borgarar Tímamót Tengdar fréttir Lítið um hátíðarhöld í dag Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. 7. júní 2020 13:21 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Lítið um hátíðarhöld í dag Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. 7. júní 2020 13:21