Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslendingar standa sig einna verst þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt nýrri skýrslu sem fjallað verður um í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Íslenskir þingmenn hentu í víkingaklapp á Nýja-Sjálandi

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Helgi Hrafn Gunnarsson, 6. varaforseti Alþingis, Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar og Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður forsetaskrifstofu buðu upp á víkingaklapp að hætti stuðningsmanna knattspyrnulandsliða Íslands í opinberri heimsókn forseta Alþingis til Nýja-Sjálands.

Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn

Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið.

Vilja fara ó­líkar leiðir til þess að bæta kjör fé­lags­manna Eflingar

Staðan í kjaraviðræðum Reykjavíkurborgar og Eflingar var til umræðu á fundi borgarstjórnar sem stóð enn yfir á sjöunda tímanum í kvöld. Sumir borgarfulltrúar minnihlutans tóku mjög virkan þátt í þeirri umræðu í dag en athygli vakti að enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók þar til máls.

Mál Eyþórs Inga alvarlegt og alls ekki einsdæmi

Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Staða kjaraviðræðna og mál íransks transpilts sem vísa á úr landi er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Samþykktu tillögu um heimavist á höfuðborgarsvæðinu

Með tillögunni er lagt til að borgarstjórn beiti sér fyrir stofnun heimavistar fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við menntamálaráðuneytið og þannig lagður grunnur að auknu jafnrétti til náms óháð búsetu.

Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað

Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma.

Sá fræjum með nýrri námsbraut í sviðslistum

Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar mikilvægari sess en áður.

Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár

Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Sjá næstu 50 fréttir