Fleiri fréttir

Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans

Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir.

Mikil aukning á árinu í sjálfs­vígs­sím­tölum

Um 30 prósent fleiri sjálfs­vígs­sím­töl hafa borist í Hjálpar­síma Rauða krossins það sem af er ári miðað við sama tíma­bil 2018. Sam­tökin hafa í sam­starfi við Geð­hjálp sett í gang her­ferð til þess að upp­fræða ung­menni um geð­heilsu.

Lægð væntanleg á morgun

Í dag má búast við stilltu og yfirleitt þurru veðri víða um land, þökk sé hæðarhrygg sem liggur hér yfir. Sums staðar verður þó dálítil væta sunnanlands.

Læknar vilja banna rafrettur

Á aðalfundi Læknafélags Íslands, sem var haldinn á Siglufirði í síðustu viku, var skorað á Alþingi að festa í lög bann við sölu á rafrettum og tengdum varningi.

Hart deilt á nýtt deiliskipulag

Fulltrúar meirihlutans ásamt fulltrúa Miðflokksins sögðu í bókun uppbygginguna í fullkomnu samræmi við markmið svæðisskipulags.

Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum

Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík.

Fundað um breytingar í löggæslu í vikunni

Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir.

Þýtur um á raf­hlaupa­hjóli fram­hjá um­ferðar­teppunni

Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis.

Starfar sem vændiskona af fúsum og frjálsum vilja

Austur-evrópsk vændiskona, sem venur komur sínar til Íslands segist vera í starfinu af fúsum og frjálsum vilja, hún komi úr góðri fjölskyldu, hafi aldrei verið í neyslu og segist ekki hafa leiðst út í kynlífsiðnaðinn eftir að hafa verið misnotuð kynferðislega. Konan sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna

Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu.

Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi

Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag.

Lögreglan lagði hald á mikið magn vopna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra fóru í gær og lögðu hald á nokkurt magn vopna í húsi í Kjós. Vopnin voru í vörslu manns sem ekki var skráður fyrir þeim eða ekki voru skráð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu.

Alelda sumarbústaður í Brekkuskógi

Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu vinna nú að því að ráða niðurlögum elds sem kom upp í sumarhúsi í Brekkuskógi á öðrum tímanum í dag.

Styrkja nemendur um milljónir með myntsölu

Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna.

Sjá næstu 50 fréttir