Fleiri fréttir

Úrskurðir um varðhald standa

Lögmenn mannanna tveggja sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald á laugardag vegna fíkniefnafundar á Seyðisfirði kærðu úrskurðina ekki áður en þriggja daga frestur til þess rann út í gær.

Eyðslan minnkar höggið af fækkun ferðamanna í sumar

Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við árið á undan. Framkvæmdastjóri SAF segir fækkunina skarpari en hann hefði viljað sjá. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka býst við að aukning í meðaleyðslu haldi áfram á næstunni. Verði það raunin mun það draga úr tekjutapi þjóðarbúsins.

Ók á níu ára dreng og stakk af

Ökumaður stakk af eftir að hafa ekið á níu ára dreng í Hafnarfirði í gær. Drengurinn var á leið yfir gangbraut.

Dæmt í máli Kristins gegn HR

Í dag klukkan 14 verður kveðinn upp dómur í máli Kristins Sigurjónssonar gegn Háskólanum í Reykjavík. Kristinn starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild skólans en var sagt upp störfum vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hóp í október á síðasta ári.

Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg

Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.

Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum

Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.

Veita engar upplýsingar um smyglið

Rannsókn á máli tveggja erlendra karlmanna, sem á laugardag voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu, er enn á viðkvæmu stigi.

Hávaðaseggirnir lausir úr haldi

Þremenningunum, sem vistaðir voru í fangaklefa eftir aðgerð lögreglu og sérsveitar í Berjarima í Grafarvogi í nótt, hefur verið sleppt úr haldi.

„Yfirvöld koma fram við börnin eins og þau séu farangur en ekki manneskjur“

Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Elsta barnið er á fimmta ári. Talskona No Borders á Íslandi segir yfirvöld ekki koma fram við börnin eins og manneskjur heldur eins og þau séu farangur foreldrana.

Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum

Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð.

Sjálfstæðismenn safna undirskriftum gegn 3. orkupakkanum

Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því.

Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs

Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar.

Stoltur og þakklátur eftir björgun á Hornströndum

Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi.

Þingvallahring lokað að nóttu

Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana.

Minnisvarði reistur um hvunndagshetjuna Bangsa

Bæjarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að reisa minnisvarða um Björn Þóri Sigurðsson, eða Bangsa eins og hann var gjarnan kallaður. Það var Kótilettunefndin sem kom með þessa tillögu fyrir skemmstu en hún beitir sér fyrir ýmsum góðgerðarmálum á Hvammstanga og nágrenni.

Brexit er Íslandi þungt

Breska blaðið Financial Times segir Ísland í sjötta sæti landa sem verða fyrir mestum áhrifum af Brexit. Bretar undirbúa nú útgöngu án samnings við ESB.

Richard kann íslensku og 50 önnur tungumál

Hinn breski Richard Simcott, einn þekktasti tungumálamaður heims, dvelur í rúmlega mánuð á Íslandi í fríi. Richard kveðst hafa lært meira en fimmtíu tungumál og geta talað 25 þeirra, þar á meðal íslensku sem hann rifjar nú upp.

Líður eins og þeim sé refsað fyrir að eiga foreldra með sjúkdóminn

Konur sem eiga foreldri sem greinst hefur með MND furða sig á því að þær fái ekki sjúkdómatryggingu nema búið sé að undanskilja sjúkdóminn, þrátt fyrir að hann sé ekki ættgengur. Þeim líði eins og verið sé að refsa þeim fyrir að eiga foreldra með sjúkdóminn. Formaður MND félagsins gagnrýnir harðlega vinnubrögð tryggingafélagana og segir að þau hugsi ekki um velferð viðskiptavina sinna.

Tvíburafolöldin Jóna og Edda dafna vel á Fossi

Jóna og Edda eru tvíburafolöld, sem komu nýlega í heiminn á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Mamma þeirra heitir Tinna og er nítján vetra og pabbi þeirra er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sem er sex vetra.

Fékk aðstoð og fór úr kulnun í kraft

Ung kona sem fékk alvarleg einkenni kulnunar í lífi og starfi segir að það hafi í raun gefið sér tækifæri til að snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. Alltof algengt sé að fólk ætli sér alltof mikið og brenni síðan út.

Vilja geta heimsótt leiði sonar síns

Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn í janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi.

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg.

Sjá næstu 50 fréttir