Fleiri fréttir

Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir

Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins.

Vilja ræða um Hljóðbókasafn

Á aðalfundi Blindrafélagsins sem haldinn var um síðastliðna helgi var hugmyndum um að Hljóðbókasafn Íslands verði lagt niður og fært undir Landsbókasafn mótmælt.

Vilja að nefndin skoði skipun Skúla Þórs

Afstaða, félag fanga, hyggst senda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis erindi og óska eftir því að nefndin taki til skoðunar skipun formanns nefndar um eftirlit með störfum lögreglu.

Tæp 46 þúsund erlendir íbúar

Þann 1. maí voru tæplega 46 þúsund erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Hafði þeim fjölgað um rúmlega 1.500 frá því 1. desember í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá.

Hlýindi yfir landinu í dag

dag og á morgun verða suðlægar áttir, 3-10 m/s ríkjandi en suðaustan strekkingur við SV-ströndina. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Þar segir í dag verði súld eða rigning með köflum sunnan- og vestanlands en bjartviðri á Norður- og Norðausturlandi.

Nefndin mun ekkert aðhafast

Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekkst við því að hafa áreitt konu kynferðislega.

Sjúkraflutningamenn biðu fyrir utan á meðan Gísla blæddi út

Sjúkraflutningamenn neyddust til að bíða fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn í Noregi í fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Þeir gátu ekki farið inn í húsið fyrr en lögregluþjónar mættu á vettvang.

Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra.

Efast um hlutleysi hins íslenska EFTA-dómara

Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins segir norska og íslenska dómara réttarins hlutdræga við meðferð mála hjá réttinum. Norski dómarinn liggur undir ámæli í Noregi. Efasemdum hefur verið hreyft um hlutleysi Páls Hreinssonar.

Telur að öryrkjum fjölgi vegna galla á kerfinu

Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að öryrkjum hafi fjölgað óeðlilega mikið á undanförnum árum vegna meinlegra galla í núverandi kerfi sem mikilvægt sé að ráða bót á. Þær breytingar eru á döfinni en skýrsla starfshóps um nýtt greiðslukerfi vegna skertrar starfsgetu var kynnt í ríkisstjórn á föstudag.

Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt

Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði.

Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins

Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann.

Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð.

Sjö mánuðir fyrir brot gegn barni

Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér.

Blekktu fólk til að gefa upp lykilorð

Í síðustu viku tókst tölvuþrjóti að komast yfir notendanafn og lykilorð á heimabanka einstaklings með blekkingartali sínu en hann millifærði umtalsverða upphæð.

Elti fyrrverandi sambýliskonu uppi og hótaði henni lífláti er þau óku samsíða

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og hættubrot gegn fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður. Hótaði hann meðal annars konunni lífláti með því að draga fingur yfir háls sér á meðan hann horfði á hana, er þau óku samsíða á Langholtsvegi eftir að hann hafði ekið hana uppi.

Fordæmir skipun formanns nefndar um lögreglueftirlit

Umdeildur ráðuneytisstarfsmaður gerður að formanni nefndar um eftirlit með lögreglu. Viðhafði niðrandi orð um borgara, félagasamtök og starfsmenn umboðsmanns Alþingis. Maðurinn var færður til í starfi vegna klögumála árið 2016.

Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl

Meindýraeyðir í Norðurþingi hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa farið inn í Nettó á Húsavík og skilið bílinn eftir ólæstan en í framsætinu lá haglabyssa auk skotfæra. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin.

Allt að 18 stiga hiti í kortunum

Í dag má búast við austlægri átt með vætu sunnan- og vestantil á landinu framan af degi en síðdegis lægir. Í kvöld snýst í suðlægari átt og styttir alveg upp.

Flott maíveður verður í vikunni

Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, munu skilin sem eru nú á leið yfir landið reka kalda loftið endanlega á brott.

Áreitti ítrekað gesti staðarins

Starfsfólk veitingastaðar í miðborginni óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs manns á staðnum.

Tugir mála ratað á borð lögreglunnar

Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist heimagistingarvakt ráðherra ferðamála. Tugir mála hafa endað með stjórnvaldssektum og tæp 60 mál hafa ratað á borð lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir