Fleiri fréttir

Sviptir lögræði en haldi þó völdum yfir lífi sínu

Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður Viðreisnar, vill að lögræðislögum verði breytt í takt við breytingar í Evrópu. Einstaklingar sem séu sviptir lögræði fái þá tækifæri til að ráða eigin örlögum með fyrirframgefinni ákvörðunartöku.

Telja TR geta greitt út samkvæmt nýrri reiknireglu strax

Öryrkjabandalagið telur ekkert því til fyrirstöðu að Tryggingastofnun greiði örorkulífeyrisþegum út samkvæmt réttum útreikningi vegna búsetu, þegar í stað. Félagsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að hundruð örorkulífeyrisþega hafi verið hlunnfarnir um yfir hálfan milljarð króna þar sem röng aðferð hafi verið notuð við útreikning.

Launaupplýsingum verði safnað beint frá launagreiðendum

Forsætisráðherra vonar að aðilar vinnumarkaðar geti hætt að takast á um forsendur launatölfræði á bak við þróun launa í samfélaginu ef farið verður að tillögu nefndar, þar sem lagt er til að upplýsingum um laun landsmanna verði safnað beint frá launagreiðendum. Laun verði greind þannig að auðveldara verði að ganga til kjarasamninga.

Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast

Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið.

Elta sauðfé í þjóðgarði

Matvælastofnun vill að Bláskógabyggð smali sauðfé sem sagt er ganga sjálfala á Þingvöllum. Sauðfjárveikivarnargirðingar eru vestan og norðan þjóðgarðsins.

Herðir á frosti í kvöld

Köld norðanáttin leikur enn um landið og ber éljaloft yfir norðurhelminginn, en miðhálendið heldur sunnanverðu landinu yfirleitt björtu og éljalausu.

Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag

Nemendur Lundarskóla á Akureyri fóru í átaksverkefni um matarsóun sem leiddi af sér að þau hentu nánast engum mat í heila viku. Mikilvægt að fræða nemendur um matarsóun sem umhverfismál, segir skólastjóri Lundarskóla.

Spurður um gagnaleka lögreglu

Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans.

Millifærði fyrir mistök í banka

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært íslenskan karlmann á fimmtugsaldri og íslenska konu á fertugsaldri, bæði búsett í Svíþjóð, fyrir að kasta eign sinni á fjármuni sem millifærðir voru af starfsmanni Landsbankans fyrir mistök.

Sjá næstu 50 fréttir