Fleiri fréttir

Formaður fjárlaganefndar í vandræðum í Hveragerði

Leikfélag Hveragerðis sýnir nú verkið "Tveir tvöfaldir". Leikritið gerist á Hótel Höll en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði. Þingmaðurinn hefur sem sé ákveðið að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður hrærigrautur misskilnings og lyga.

Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum

Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum.

„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“

„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft.

Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti

Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið.

Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett

Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið.

Erlent og innlent kjöt þarf að hafa sömu gæði

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og ráðherra leggur mikla áherslu á að það kjöt sem er flutt inn til landins hafi sömu gæði og kjöt frá íslenskum bændum.

Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar

Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka.

Stórefla á miðlæga stjórnsýslu í borginni

Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 höldum við áfram að fjalla um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að fresta framkvæmdum við Veturlandsveg um Kjalarnes en ákvörðunin leggst illa í íbúa á svæðinu

Rafmagnsleysi í Reykjanesbæ

Rafmagn fór af í Innri-Njarðvík, Vogum og á Fitjum laust fyrir klukkan fimm í dag. Ekki er vitað hvað olli rafmagnsleysinu en starfsmenn HS Veitna eru á staðnum að leita að bilun.

Minni þolinmæði gagnvart ökumönnum sem leggja illa

Ómar Smári bendir á að stundum sjái fólk bíla sem hefur verið lagt ólöglega og dragi samstundis þá ályktun að lögregla hafi ekkert aðhafst í málinu því bílarnir standi þar enn. Hann segir aftur á móti að oft og tíðum sé lögreglan þá og þegar búin að leggja á sekt og ákveðið ferli farið að stað.

Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar

Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum.

Janúar blés heitu og köldu

Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana.

Ánægja með snjallsímabann í Fjarðabyggð

Nýjar reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum Fjarðabyggðar hafa tekið gildi en reglurnar eru settar í því skyni að hlífa börnum við þeim vandamálum sem fylgja aukinni snjalltækjanotkun.

Snyrti­vöru­markaðurinn eins og villta vestrið

Frá því að við vöknum á morgnana þar til við leggjumst á koddann á kvöldin notum við flest mikið magn af snyrtivörum. Tannkrem, sturtusápu, svitalyktareyði, sjampó og hárnæringu, baðsölt, ilmvatn og rakspíra, krem og alls kyns aðrar snyrtivörur.

Núlluðu út afgreiðslu ráðuneytis

Afgreiðsla fjármálaráðuneytisins á gagnabeiðni Fréttablaðsins var í andstöðu við upplýsinga- og stjórnsýslulög. Túlkun ráðuneytisins á upplýsingalögum hefði opnað á að stjórnvöld gætu vistað gögn utan starfsstöðva sinna til að skjóta sér undan gildissviði upplýsingalaga.

Sjá næstu 50 fréttir